Tíminn - 29.04.1989, Blaðsíða 11

Tíminn - 29.04.1989, Blaðsíða 11
Laugardagur 29. apríl 1989 Tíminn 23 FRÉTTAYFIRLIT PARÍS - Frakkar segjast ætla að vísa þremur suðurafr- ískum sendiráðsmönnum úr landi til að mótmæla því að stjórnvöld í Pretoríu reyndu að kauþa og koma stolnu bresku flugskeyti úr landi í Frakklandi. Einn þeirra sem vísað verður úr landi er Daniel Storm sem tekinn var fastur 21 .apríl ásamt þremur mótmælendum frá Norður-írlandi. Einnig Banda- ríkjamaður, sem ásamt Daníel Storm var að gera samning um vopnakaup. ANTANANARIVO - Jó- hannes Páll páfi kom til Ma- dagaskar í fimmtu heimsókn sinni til Afríku. HÖFÐABORG - Nú þegar eru ekki fleiri en 400 skæruliðar Swapi í Namibíu virðist vera að nást samkomulag milli Kúbumanna, Angólumannaog Suður-Afríkana um fram- kvæmd friðaráætlunarinnar í Namibíu og sjálfstæði þessar- ar fyrrum nýlendu Suður-Afr- íku. 1300 skæruliðar hafa nú þegar yfirgefið Namibíu. WASHINGTON - Bush forseti Bandaríkjanna mun að líkindum halda til Póllands þegar hann fer í opinbera heimsókn til Evrópu íjúlí.Hann mun jafnvel heimsækja önnur austantjaldsríki í leiðinni. PARÍS - Raul Sendic, sem leiddi hina öfgafullu og vinstri- sinnuðu borgarskæruliða- samtök Tupamaros í lok sjö- unda og byrjun áttunda ára- tugarins, lést á frönsku sjúkra- húsi 64 ára að aldri. MOSKVA-Sagnfræðingur- inn Roy Medvedev sem var í fangelsi um árabil vegna upp- Ijóstra sinna um glæpaverk Stalíns var tekinn inn í kom- múnistaflokkinn 20 árum eftir að honum var sparkað út í ystu myrkur vegna sagnfræðirann- sókna sinna. VARSJÁ - Fyrsta löglega útvarpssending hinna óháou verkalýðssamtaka Samstöðu undanfarin sjö ár var send út í gær. Þar mátti heyra pólska andófssöngva og ræður gegn stjórnvöldum - og beiðni um f kosningasjóði ÚTLÖND Danskur „Rambó“ myrðir fjóra í Kaupmannahöf n Tuttugu og sjö ára danskur „Rambó“ gekk berserksgang í Kaupmannahöfn á fimmtudagskvöldið. Hann myrti vinkonu sína, dóttur þeirra og tvær aðrar konur áður en hann framdi sjálfsmorð með riffli. Eru þetta hryllilegustu morð í Dan- mörku í manna minnum. Þá er talið að Rene hafi staðið fyrir tveimur skotárásum í Kaup- mannahöfn á fimmtudagskvöldið. í öðru tilvikinu var maður skotinn þremur skotum í hnakkann þar sem hann ók bifreið sinni um úthverfi Kaupmannahafnar. Maðurinn er þungt haldinn á sjúkrahúsi. Síðar um kvöldið var ekið á tvo vegfarend- ur í miðborg Kaupmannahafnar og skotið á þá úr bílnum. Skotin geig- uðu en fólkið meiddist lítilsháttar. Maðurinn Rene Trollesoe var út- búinn líkt og hin vafasama „kvik- myndahetja" Rambó, vopnaður haglabyssu, þremur skammbyssum, handsprengjum og sverði. Morðin framdi hann á svipaðan hátt og tíðkast í hinum vinsælu ofbeldis- myndum um Rambó. Lögreglan fann lík Rene og vopn hans í bifreið hans snemma í gær- morgun að sögn lögreglu. Við húsleit á heimili hans gekk lögreglan síðan fram á lík 27 ára sambýliskonu Rene og fimm ára dóttur hans. Síðar fundust lík kvennanna tveggja á heimili þeirra og er ljóst að Rene myrti þær líka en hann þekkti þær allvel. Bíll hans hafði sést á sveimi nálægt húsi þeirra á fimmtudags- kvöldið og öll ummerki voru þau sömu og á heimili Rene. Sylvester Stallone í gervi ofur- mennisins og drápsvélarinnar Rambó. Rambó var greinilega fyrir- mynd Dana sem gekk berserksgang i Kaupmannahöfn á fimmtudag og myrti fjórar manneskjur. Márítanar blóðþyrstir í Nouakchott: M0RDALDA RIÐUR YFIR SENEGALA Senegalar sem flúið hafa til heimalands síns vegna kyn- þáttaofsókna í Márítaníu segja að um fjögurhundruð manns úr þeirra hópi hafi verið barðir eða stungnir til bana í Nouakchott höfuðborg Márítaníu á mánudag og þriðjudag. Það hafa engar opinberar tölur verið birtar um það hve margir Senegalar hafa verið drepnir, en fréttir af sjúkrahúsum hermdu að a.m.k. hundrað Senegalar hefðu verið drepnir. farið stigmagnandi undanfarnar vik- ur vegna deilna um beitarrétt á landamærum ríkjanna, sérstaklega eftir að tveir bændur frá Senegal voru drepnir af landamæravörðum frá Márítaníu 9. apríl. Slæmt efna- hagsástand og rótgróin spenna milli kynþátta hafa haft sitt að segja. Senegalarnir sem flúið hafa Márí- taníu hafa ekki haft fallegar sögur að segja frá atgangi Márítana: - Þeir brutust inn á heimili mitt og rændu öllu áður en þeir drápu karl- mennina með öxum, kylfum eða hnífum, sagði kona sem flúið hafði Nouakchott með tveggja ára barn sitt. Þessar fréttir frá Márítaníu voru ekki Iengi að koma af stað ofbeldis- öldu í Senegal þar sem fólk frá Márítaníu fékk að gjalda grimmdar- verka landa sinna á heimaslóðum. Að minnsta kosti þrettán Márítanar voru grýttir til bana í Dakar höfuð- borg Senegal í gær. Herinn í Senegal hafði komið á röð og reglu í Dakar eftir þriggja daga óeirðir þar sem verslanir fólks af márítönsku bergi brotnu höfðu verið rændar. Hins vegar hófust morð á Márítönum í Senegal ekki fyrr en í gær. Spennan milli íbúa þessara tveggja ríkja í Vestur-Afríku hefur Senegalarnir sem sloppið hafa lif- andi ásaka öryggislögregluna í Márí- taníu um vísvitandi seinagang við að koma í veg fyrir ofbeldisverkin. Svo virðist að óeirðaseggir hafi þyrmt konum og bömum í morð- árásum sínum. Talið er að um sjö- þúsund Senegalar hafi leitað sér hælis í stærstu mosku Nouakchott- borgar. Það sama gerðist í Dakar, en talið er að um 15 þúsund Márítanar hafi leitað hælis í moskum þar. Þeir hafa nú flestir verið fluttir í öruggt skjól. Um 30 þúsund Senegalar, flestir farandverkamenn dvelja að stað- aldri í Márítaníu og um 300 þúsund Márítanar, flestir kaupmenn, búa í Senegal. Tveir þriðju Márítana eru Márar og ljósir á hörund á meðan flestir Senegalar eru blökkumenn. Ríkisstjórnin í Senegal hefur lýst vilja sínum til þess að flytja heim með flugi þá Senegala í Márítanfu sem vilja yfirgefa landið. Loks kemst á vopnahlé í Líbanon Vopnahlé komst á í Líbanon á hádegi í gær eftir að kristnir menn samþykktu nýjar vopna- hléstillögur Arababandalagsins. Múslímar höfðu samþykkt tillög- urnar í fyrrakvöld. Umferð hefur verið hleypt gegnum varðstöðvar á svokallaðri grænni línu sem skiptir hverfi kristinna og mús- líma í Beirút. Það voru hermenn Sýrlendinga og múslíma sem lokuðu fyrir umferð milli austur- og vestur- hluta Berlína eftir að kristnar hersveitir höfðu lokað höfnum þaðan sem hersveitir múslíma höfðu fengið vopn og vistir. Það verða fulltrúar Araba- bandalagsins, sem fylgjast með því að vopnahléið verði virt, en átök síðustu fimm vikna hafa kostað að minnsta kosti 230 manns lífið og neytt 1,5 milljón íbúa Beirút að dvelja meira og minna í kjöllurum og sprengi- byrgjum. Arababandalagið hvatti til vopnahlésins í fyrradag eftir sér- stakan fund utanríkisráðherra Arabalandanna í Túnis. Araba- bandalagið hefur gert fjölda til- rauna til að stilla til friðar, en þær hafa hingað til farið út um þúfur. Sekir um manndráp á Heyselleikvangi Belgískur dómstóll dæmdi fjór- tán breska knattspyrnuáhangendur Liverpool í þriggja ára fangelsi eftir að þeir höfðu verið fundnir sekir um manndráp í Heysel árið 1985. Þá létu þrjátíu og níu manns lífið, flestir ftalar þegar áhangend- ur Liverpool gerðu aðsúg að áhangendum Juventus á úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða sem háður var á Heysel leikvanginum. Alls voru tuttugu og fjórir menn ákærðir fyrir að hafa stofnað til óeirðanna sem varð áhorfendunum að aldurtila þegar girðing milli áhangenda Liverpool og Juventus brast og fólk tróðst undir þegar fylkingunum laust saman. Pierre Verlynde dómari sýknaði tfu þeirra. Dómarinn úrskurðaði einnig að lögreglan í Heysel og belgíska knattspyrnusambandið hefði brugðist illilega í öryggisgæslu á úrslitaleiknum og bæru því nokkra sök á harmleiknum. Dómarinn dæmdi Albert Roos- ens forseta belgíska knattspyrnu- sambandsins til að greiða 300 þús- und franka sekt vegna þessa, en hafnaði kröfum saksóknara um sex mánaða fangelsi. Dómarinn hafnaði kröfum ætt- ingja þeirra er létust um að tveir embættismenn Knattspyrnusam- bands Evrópu yrðu sóttir til saka vegna þessa máls. Mótmæli stúdenta í Kína: Stjórnvöld bjóða upp á viðræður Leiðtogar kínverskra stúdenta hittust að máli í gær til að móta samstæða afstöðu til tilboðs stjórn- valda um viðræður. Eftir fjölmenn- ustu kröfugöngu sem haldin hefur verið í Peking, sem ein milljón manna tók þátt í, sáu stjórnvöld sér þann kost vænstan að bjóða upp á viðræður um kröfu stúdentanna. Fulltrúar frá háskólum í Peking voru ekki sammála um það hvernig ætti að bregðast við yfirlýsingu Ríkisráðs Kína um að það vildi gjarnan ræða kröfur stúdentanna sem leiða andóf- ið. Stúdentarnir krefjast þess að lýð- ræði verði auki, málfrelsi og prent- frelsi tryggt og að mannréttindi í Kína verði bætt. Þá vilja þeir að tekjur og hlunnindi leiðtoga komm- únistaflokksins verði gerð opinber. Þá hafa róttækustu stúdentarnir krafist afsagnar Li Peng forsætisráð- herra landsins og aðstoðarmanns hans Jao Jilin. Þó gangan mikla í Peking hafi farið að mestu friðsamlega fram þá var ekki það sama upp á teningnum í Xian. Þar réðust námsmennirnir að lögregunni með grjótkasti. Lögregl- an svaraði með harkalegri barsmíð og fengu áhorfendur einnig að kenna á kylfunni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.