Tíminn - 17.05.1989, Blaðsíða 15

Tíminn - 17.05.1989, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 17. maí 1989 Tíminn 15 llllllllllllllllllllllllllll ÁRNAÐHEILLA lllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllll Áttræður: Jóhann Þorvaldsson Veturinn 1931-32 hafði ég fyrst spumir af Jóhanni Þorvaldssyni. Bróðir minn var við nám í Reykjavík þann vetur og skrifaði heim um félagslíf sem hann var í snertingu við í höfuðstaðnum. Þann vetur var stofnað Samband bindindisfélaga í skólum. Það hafði vitanlega nokk- um undirbúning og aðdraganda. Þar kom Jóhann Þorvaldsson við sögu. Hann var þá mjög fyrir þeim sem mynduðu bindindisfélag Kennara- skólans. Fáum ámm sfðar bar svo við að nokkrir templarar áttu leið hjá garði heima á Kirkjubóli. Þeir vom að koma af umdæmisþingi í Dýrafirði. Svo vildi til að ég varð þeim sam- ferða norður yfir Breiðadalsheiði. Þá sá ég Jóhann Þorvaldsson fyrst. Hann var þá kennari í Súgandafirði og fulltrúi stúkunnar þar. Nú hafa atvikin hagað því svo að síðasta áratug höfum við Jóhann verið samstarfsmenn við blaðið Regin, málgagn templara. Það sam- starf hefur verið nokkuð umhendis þar sem við emm hvor á sínu landshorni. Þó held ég að segja megi að hvomgur hafi kvartað. Þessi upprifjun sýnir að ég hef þau kynni ein af Jóhanni Þorvaldssyni jafnt í spum og raun að þar er hugsjónamaður sem notar tóm- stundir sínar til einlægrar þjónustu við farsæla lífsstefnu. Áttræðum er honum það ærin gleði að geta þar gengið að starfi. Jóhann Þorvaldsson er fæddur að Tungufelli í Svarfaðardal 16. maí 1909, sonur búandi hjóna þar, Þor- valdar Baldvinssonar og Sigrfðar Sigurðardóttur. Þar ólst hann upp og þar hefur hann eflaust mótast af anda ungmennafélaganna strax í bemsku. Þeim sem eitthvað þekkja til koma f hugann ýmsir mætir Svarf- dælingar í því sambandi, og því fleiri sem þeir vita meira. Þar fengu ungir menn ósvikið veganesti. Þessi fáu orð em sett á blað til þess að samfagna þeim sem notið hafa samfylgdar og liðsinnis Jóhanns Þor- valdssonar og þakka persónulega fyrir góð kynni. Slíka menn ber að muna. Halldór Kristjánsson. IHHIIIIIIIIIIIIIll MINNING HHHIIIIIIIa"- ... !|;llllllllllllllll|i^ .. .. -. .. Magnús Sveinsson kennari Fæddur 6. september 1906 Dáinn 5. maí 1989 Magnús Sveinsson var fæddur 6. september 1906 á Hvítsstöðum í Mýrasýslu. Foreldrar hans vom Sveinn Helgason bóndi og seinni kona hans, Elísabet Guðrún Jóns- dóttir. Svstkinin á Hvítsstöðum urðu mörg. Árið 1913 var Sveinn búinn að missa heilsuna og varð þá að sundra fjölskyldunni. Sveinn lést svo ári síðar. Magnús var tekinn í fóstur að Valshamri. Þar ólst hann upp og dvaldist til fullorðinsára hjá hjónunum Soffíu Hallgrfmsdóttur og Níelsi Guðnasyni. Magnús leit alltaf á þessi hjón og böm þeirra sem sína fjölskyldu og mun hann hafa verið mjög lánsamur að lenda hjá svo góðu fólki. Snemma hafði Magnús hug á að afla sér menntunar. Sú leið var þó ekki greið snauðum unglingi. Samt tókst honum að dvelja tvo vetur, 1928-1930, á Alþýðuskólanum að Hvítárbakka og á Táma-lýðhá- skólanum í Svíþjóð dvaldi hann veturinn 1931-1932. Sfðan lá leið hans í Kennaraskólann í Reykjavík. Þaðan lauk hann kennaraprófi vorið 1935. Framhaldsmenntunar aflaði hann sér einnig síðar. Lífsstarf Magnúsar varð kennsla bama og unglinga víðsvegar um land, síðast við Réttarholtsskóla í Reykjavík. Tólfta september 1948 giftist hann móðursystur minni, Guðnýju Mar- gréti Bjömsdóttur frá Núpsdals- tungu í Miðfirði. Þau stofnuðu heim- ili sitt á ísafirði, þar sem Magnús gerðist kennari við Gagnfræðaskól- ann. Þau sumur, sem Magnús og Guðný Margrét áttu saman, komu þau alltaf í heimsókn hingað í Mið- fjörð til ættingja Guðnýjar. Batt Magnús þá vináttu við okkur, tengdafólk sitt, sem hélst órofa til æviloka hans. Þann 5. júní 1953 andaðist Guðný Margrét, fáum dögum eftir að þau hjón höfðu eignast dóttur. Henni var gefið nafn móður sinnar, Guðný Margrét og var hún föður sínum til mikillar huggunar í þungum harmi. Næstu árin urðu Magnúsi nokkuð örðug. Samt tókst honum að halda heimili fyrir þau feðgin. Á sumrum dvaldi hann á heimili föðursystur sinnar, Guðnýjar Níelsdóttur, sem reyndist þeim feðginum frábærlega vel. Eftir að Magnús missti Guðnýju konu sína, hélt hann þeirri venju að koma í heimsókn hingað í sveitina og sá þannig um að dóttir hans kynntist frændfólki sínu. Tólfta júlí 1958 giftist Magnús Guðnýju Sveinsdóttur frá Eyvindará í Eiðaþinghá. Sá ráðahagur varð Magnúsi til mikillar gæfu og ekki síður dóttur hans, sem Guðný Sveinsdóttir hefur gengið í móður stað með miklum ágætum. Guðný Margrét Magnúsdóttir (f. 1. júní 1953) stundaði nám í Mynd- lista- og handíðaskóla íslands og síðar í listaskóla í Finnlandi. Hún er myndlistarkona og húsmóðir í Reykjavík. Hún giftist 16. júní 1973 Helga Guðbergssyni lækni og eiga þau þrjú börn. Á efri árum fékkst Magnúst tals- vert við ritstörf. Meðal annars skráði hann sögu og nemendatal Hvítár- bakkaskóla. Slíkar bækur hafa mikið heimildagildi og því meira er frá líður og færri verða til frásagnar. Ég hygg að sterkustu eðlisþættir Magnúsar hafi alltaf verið fróðleiks- þrá, sjálfsbjargarviðleitni og trygg- lyndi, sem aldrei brást. Hann varð þeirrar gæfu aðnjótandi að geta dvalið við góða heilsu á ágætu heim- ili sínu til hinsta dags, en hann andaðist aðfaranótt 5. maí s.l. Að leiðarlokum skulu Magnúsi þökkuð löng og góð kynni. Fjöl- skyldu hans og vinum sendum við hjónin samúðarkveðjur. Ásdís Magnúsdóttir. Vinum fækkar eftir því sem líður á lífsgönguna og söknuðurinn sárari og tómleikinn meiri sem vináttan og tryggðin hefur bundist traustari böndum. Jafnvel þótt öll ytri rök hnigi að því að dauðinn hljóti að vera í næsta skrefi, þegar löng ævi er að baki, verður jafn erfitt að sætta sig við staðreyndina að ekki er lengur hægt að njóta samskipta vináttu og gleði með þeim vinum, sem gæfa lífsins gaf okkur á göngunni miklu. Einn þessara vina okkar er Magn- ús Sveinsson, kennari og fræðimað- ur, sem lést 5. maí og okkur langar til að kveðja með örfáum orðum. Fyrir rúmu 30 árum lágu leiðir okkar Magnúsar saman er við flutt- um í sambýlishúsið í Álfheimum 64 hér f borg. Þar hófust samskipti og vinátta milli fjölskyldna okkar, sem aldrei sfðan hefur borið skugga á. Þar lærðist okkur að meta mannkosti hans, samviskusemi, heiðarleik og góðlátlega kímni ásamt sérstakri nákvæmni sem okkur fannst stund- um nálgast sérvisku, en var þó aldrei þreytandi og gaf persónuleika hans skemmtilegt svipmót. Ljúflyndi hans og glaðvært viðmót veitti öllum er með honum voru og störfuðu hlýju og friðsæla gleði sem vermir minning- arnar um góðan vin nú að leiðarlok- um. Börnin okkar og einkadóttirin, Guðný Margrét, lifðu bernskuárin saman bæði í starfi og leik og voru sem systkinahópur, og þar fundum við best hvað þessi augasteinn hans naut mikillar ástar og föðurlegrar umhyggju í öllu því er verða mátti henni til þroska og blessunar í lffinu og var þar ekkert til sparað. Ekki má þá gleyma þætti hins uppalandans, seinni konu hans Guðnýjar Sveinsdóttur, er tók að sér móðurhlutverkið og sinnti því af svo mikilli ástúð og næmleika að aðeins er á færi þeirrar konu, er svo á gott hjarta að þar er allt veitt án kröfu. Hún hefur verið honum stoð og stytta og skóp honum og litlu stúlkunni hans heimili hlýju og friðar, sem veitti skjól og öryggi í amstri daganna. Hennar hlutur er því stór og hann hefur Magnús metið og þakkað að verðleikum. Og virðing okkar og aðdáun hefur vaxið fyrir þessari hógværu og hjartahlýju konu, sem nú sér að baki eiginmanni og tryggum vini, en hún taldi aldrei eftir sér að gjöra það besta úr öllum hlutum er að gagni máttu koma og í hennar valdi stóðu. Minningin lifir um góðan dreng og við sendum á kveðjustundinni sam- úð okkar til ástvina hans, eiginkonu og dóttur, maka hennar og afabarna. Guð blessi þeim minningar sam- verustundanna og gefi þeim styrk í sorg þeirra og söknuði. Guðrún og Ólafur Örn. Afmælis- og minningargreinar Þeitn, sem óska birtingar á afmælis- og eða minningar- greinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveim dögum fyrir birtingardag. Þær þurfa að vera vélritaðar. Auglýsing frá menntamálaráðuneytinu Hátíðardagskrá í Þjóðleikhúsinu í tilefni af aldarafmæli Gunnars Gunnarssonar, skálds fimmtudaginn 18. maí n.k. kl. 17.30. Ávörp flytja Svavar Gestsson, menntamálaráð- herra og Steinunn Sigurðardóttir, varaformaður Rithöfundasambands íslands, Sveinn Skorri Höskuldsson, prófessor flytur erindi um skáldskap Gunnars Gunnarssonar. Leiklestur úr Svartfugli: Þorsteinn Gunnarsson, Jakob Þór Einarsson, Sigurður Karlsson og Gísli Rúnar Jónsson flytja. Leikstjóri: Bríet Héðinsdóttir. Arnar Jónsson les kafla úr Fjallkirkjunni og flytur Ijóð eftir Guðmund Böðvarsson. Gísli Halldórsson flytur Ijóð eftir Hannes Péturs- son. Gunnar Kvaran leikur einleik á selló. Kynnir verður Kristbjörg Kjeld. Menntamálaráðuneytið 11. maí 1989. Oagskráln er öllum opin. Aðgangur ókeypls. Tæknimenn Ratsjárstofnun óskar eftir að ráða starfsmenn vegna reksturs ratsjárstöðva hérlendis. Umsækjendur verða að hafa lokið námi í rafeinda- virkjun eða hafa sambærilega menntun. Starfsmenn þurfa að sækja námskeið hérlendis á árinu og erlendis á árinu 1990. Laun eru greidd á námstímanum. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá Ratsjárstofn- un. Umsókn, ásamt prófskírteini eða staðfestu afriti af því, sakavottorði og heilbrigðisvottorði, berist Rat- sjárstofnun, Laugavegi 116, fyrir 26. maí n.k. Ratsjárstofnun Laugavegi116 Pósthólf 5374 125 Reykjavík Heybindivél óskast Óska eftir að kaupa notaða heybindivél. Upplýsingar í síma 93-51388. + Sigríður Brynjólfsdóttir frá Starmýri, Álftafirði síðast til heimilis að Hjúkrunarheimilinu Skjóli veröur jarösungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 19. maí kl. 10.30. SigríðurEyþórsdóttir Jón Arnalds og frændsystkini hinnar látnu. + Eiginmaður minn, faðir og tengdafaöir Magnús Sveinsson fyrrverandi kennari frá Hvítsstöðum, Laufásvegi 27 sem lést í Landspítalanum 5. maí, veröur jarðsunginn frá Dómkirkj- unni miðvikudaginn 17. maí kl. 15:00. Guðný Sveinsdóttir Guðný Magnúsdóttir Helgi Guðbergsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.