Tíminn - 01.07.1989, Blaðsíða 1
1.-2. JÚLÍ1989 '
PLÓMUTRÉ í
SAUDLAUKSDAL
Sagt frá brautryðjandanum og hugsjónamanninum Birni Halldórssyni í Sauðlauksdal
Þeir reka heldur en ekki upp stór augu, gestkomendur
í Sauðlauksdal við Patreksfjörð, sem ber að garði undir
vor 1760. Spölkorn frá bænum getur að líta undarlegt
mannvirki: Þetta er kynjahús nokkurt á ferhyrndum
grunni og jafnt á alla kanta. Já, og það er með þak úr
timbri sem dregst að sér á allar hliðar og myndar háan
topp, þar sem átthyrndur hnúður trónir efst! Hvað er nú
þetta? Menn spyrjast fyrir og þeim er sagt að þetta sé
„lystihúsið“, sem prófasturinn, hann séra Björn Hall-
dórsson, reisti þarna í fyrrasumar. Ekki nema það þó -
lystihús! Slíkt er ekki til nema úti í löndum í görðum
kónganna og keisaranna. En samt stendur það hér, þetta
skrýtna hús, og trónir upp úr snjónum, sem varla hefur
enn tekið af jörðu. En þegar kemur fram á sumar og
veggir hússins eru orðnir hvanngrænir og umluktir
háum, fögrum og ókennilegum jurtum upp að þakskeggi,
fara menn heldur betur að klóra sér í höfðinu. Hver er
þessi framandlegi gróður? Jú, þetta er sinnep, vaxið upp
af mustarðskorninu, sem Kristur talaði um. Og menn fá
að sjá mustarðskornin og gefst færi á að mæla þau við
trú sína.
Það er einmitt eigandi og smiður
þessa fyrsta af örfáum „lystihúsum"
á íslandi, sem við segjum frá hér,
Bjöm í Sauðlauksdal, en hann hefur
eignast sess í íslandssögunni fyrir ást
sína á görðum og gróðri og alúð við
matjurtarækt á tímum þegar nær
enginn bar skynbragð á slíkt eða
vildi með það hafa.
Mágur Eggerts Ólafssonar
Bjöm Halldórsson var fæddur í
Vogsósum þann 4. desember 1724
og vom foreldrar hans Halldór prest-
ur Einarsson og Sigríður Jónsdóttir,
sem átti ættir að telja til Einars
skálds í Heydölum. Árið eftir fæð-
ingu hans flutti fjölskyldan norður
að Stað í Steingrímsfirði og þar óist
drengurinn upp og var látinn læra
undir skóla hjá föður sínum. Faðir
hans lést áður en hann átti að hefja
skólanámið, en móðir hans sendi
hann í Skálholt eigi að síður. Þaðan
lauk hann prófi á sex ámm með
besta vitnisburði frá Gísla biskupi
Magnússyni. Hann var sýslumanns-
skrifari um fjögurra ára skeið, en
gerðist þá aðstoðarprestur í Selárdal
( Barðastrandarsýslu. Af því emb-
ætti lét hann 27 ára, árið 1750 og bjó
nokkur ár litlu búi að Saurbæ á
Rauðasandi. En ekki hafði hann
verið þar nema eitt ár, þegar préstur
sá lést, sem þjónað hafði Sauð-
lauksdal við Patreksfjörð í 43 ár, og
sótti Bjöm um brauðið. Var honum
það veitt og flutti hann í Sauðlauks-
dal 1753.
Búið í Sauðlauksdal var í mikilli
niðumíðslu er Björn kom þangað,
enda hafði fyrirrrennari hans verið
atgjörðalítill í hárri elli sinni hvað
allt viðhald snerti. Með komu Bjöms
Halldórssonar á staðinn varð nú
gjörbreyting á. Hann hafði að vísu
hægt um sig fyrstu þrjú árin, en er
hann árið 1756 kvæntist Rannveigu
Ólafsdóttur, systur Eggerts skálds
Ólafssonar úr Svefneyjum, var sem
hann fylltist eldmóði og athafnafjöri.
Tengdaforeldrar hans, Ólafur
Gunnlaugsson og Ragnhildur Sig-
urðardóttir, fluttu í homið til hans
og með þeim bar giftu að garði, því
þau þóttu hin mestu sæmdarhjón í
hvívetna.
Gæði landsins
Ekki bar á öðm en nýtt líf byrjaði
nú hjá Bimi prófasti, enda hafði
hann hér fengið reynda ráðunauta
utan húss sem innan. Þar með hóf
hann búnaðarframkvæmdir sínar,
þær er hann varð frægastur fyrir hjá
allri alþýðu.
Hann var nú sjálfur í blóma lífsins
og kom brátt í ljós að honum bjó í
brjósti sá kærleikur til lands og
þjóðar, sem gerði hann bæði fram-
kvæmdasaman og þrautgóðan. Það
var þegar bjargföst sannfæring hans
að íslandi yrði ekki bjargað úr
fátækt þeirri og vesaldómi, sem það
var sokkið í, nema landsmönnum
yrði kennt að hagnýta sér gæði
landsins á allan hátt og þyrftu sem
minnst að sækja til annarra þjóða.
Verslunaránauðin var búin að gera
hann og marga aðra fmmherja við-
reisnarinnar sannfærða um það að:
„Hver sveit hjálpast við sín gæði,
ef haldið er rétt þar á. “
Taldi Bjöm prófastur það fyrsta
' og fremsta hlutverk sitt í veraldleg-
um efnum að sýna löndum sxnum í
verki að þessi hugsun væri rétt, með
því að gerast fyrirmynd þeirra í
öllum landbúnaði, einkum híbýla-
bótum og jarðrækt.
Úr Sauðlauksdal.
Hann skorti hvorki áræði né dug
til þess að hefjast handa, þótt efnin
væm lítil og ekki vænti hann vinaað-
stoðar. Hann vissi ógn vel að hann
varð að fara að dæmi laxins og leita
mót straumi, þar sem vom rótgrónir
hleypidómar alþýðu manna gegn því
að hagnýta sér matjurtir.
Hann sýndi bæði hagsýni og dugn-
að og græddist fé, og því varði hann
óðara til framkvæmda. Staðarhúsin
vom öll að hruni komin og lét hann
nú reisa þau að nýju og gera vandaða
kirkju. Var þá ekki annar bær reisu-
legri á öllum Vestfjörðum.
En jafnframt hóf hann margvís-
legar nýjungar sínar, framkvæmdir
og tilraunir (jarðrækt.
Garðarnir þrír
Friðrik konungur 5. hafði gefið út
tilskipun til allra bænda á íslandi um
að snúa sér að umbótum á garða-
hleðslu og jarðrækt og barst þessi
skipun út hingað 1754. Lagði kon-
ungur fram talsvert fé málinu til
framdráttar. Þessi nýmæli vom próf-
astinum í Sauðlauksdal sérlega
kærkomin og tók hann þegar til
óspilltra málanna. Hann var trúr
konungsþegn og fannst mikið til um
örlæti hilmis og var honum þakklátur
fyrir áhuga hans á velferð landsins.
Allar umbætur sínar og tilraunir
gerði hann samt á eigin kostnað,
þótt ekki gæti hann varið til þessa
nema tómstundum sínum frá emb-
ættisverkum og bóklegri iðju, því
hann var með afbrigðum skylduræk-
inn í prestsembættinu.
Frægastur varð hann snemma fyrir
garðyrkjuna. Stöku embættismenn
höfðu gert tilraunir á þessum vett-
vangi, en lítilsháttar og þeir höfðu
senn gefist upp. Hjá Bimi var þetta
miklu stórbrotnara. Hann kom upp
þrem matjurtagörðum og var sá
minnsti 63 ferfaðmar, sá næststærsti
80 ferfaðmar og stærsti garðurinn
256 ferfaðmar. Þarna ræktaði hann
margskonar káltegundir og aðrar
matjurtir og jarðepli setti hann niður
fyrstur íslendinga vorið 1759.
Þetta sama ár mun hann líka hafa
reist „lystihúsið", sem að framan
getur, og stóð það í stærsta garðin-
um. Eins og fyrr segir hvarf hann frá
því að gróðursetja laufvið í kring um
húsið, en sáði þar mustarðsfræi, sem
minnst er allra frækorna. Varð vöxt-
ur mustarðsins svo mikill að hann
tók upp yfir þakskeggið á litla „lysti-
húsinu“. Fleiri jurtir ræktaði hann
og í garðinum, sem vöktu athygli
manna og þar á meðal voru hvannir.
Unaðsreitur
Eggerts Ólafssonar
Eggert Ólafsson dvaldi langdvöl-
um hjá mági sínum, Bimi Halldórs-
syni ( Sauðlauksdal, og undi sér
löngum í „lysthúsi“ hans, sem hann
orti um hið kunna „Lysthúskvæði"
með viðkvæðinu:
„Fagurt gaiaði fuglinn sá,
forðum tíð í lundi;
listamaðurinn lengi þar við undi. “
og ennfremur:
„ Vallarþang af völdum manna
vaxa tók um lysti-ranna,
aldintoppa og tamdra hvanna..."
En mustarðurinn bar þó af öllu að
vexti:
„Mestur var af miklu blómi
mustarður, að allra dómi;
Kristur, lslands er það sómi
eftirlíking til hans brá;
þessi fríður lundar-Ijómi
langar sást um grundir. “
Og enn kvað hann:
„Sólin kom í krabbamerki
klædd var jörðin grænum serki,
sinnepsdaunninn dyggðasterki
dugði sætum þroska ná,
næst var þar af nytjaverki,
njóta smiður mundi. “
Síðustu tvær línurnar vísa til vinnu
Ólafs gamla, föður skáldsins, að
lystihússmíðinni, en hann hjó hús-
grindina saman. Gamli maðurinn
þóttist orðinn ungur í annað sinn „í
svo stökum lundi“.
Áveitu- og stíflugerð
Ekki gleymdi Björn þó túnvellin-
um, en túnið girti hann meira en 200
faðma löngum garði með heima-
mönnum sínum og aðkeyptum
vinnukrafti. En þeim megin sem að
sjónum sneri þurfti að gera varnar-
garð, vegna ágangs af foksandi.
Fékk hann því til leiðar komið með
hjálp sýslumanns að sóknarmenn
hans skyldu vinna ókeypis með hon-
um að þessu verki. Þá lét hann ræsa
fram kaldavermsl og keldur í túninu,
sem spilltu því vegna kuldans frá
þeim. Og læk veitti hann yfir túnið í
miklum þurrkum, þar sem hættast
var við bruna og eins inn í Lysthúss-
garðinn, þegar hann þurfti sérstakr-
ar vökvunar við. í lækinn lét hann