Tíminn - 01.07.1989, Qupperneq 3
Laugardagur 1. júlí 1989
HELGIN
13
r-
framtakssemi af öllum betri
mönnum, innanlands sem utan.
Konungur sæmdi hann minnispen-
ingi úr silfri 1765 með áletruninni
Pro merita, þ.e. að verðleikum.
Þrem árum síðar gerði danska land-
búnaðarfélagið hann að bréflegum
meðlim sínum.
Nú var líka flogin um landið
fregnin um framúrskarandi atorku
hans og hvaða arð og ágóða jarð-
yrkja og aldinrækt hans veitti
honum. En langt leið þar til öðrum
tókst að ná svipuðum árangri.
Bjöm ritaði og gaf út tvö merkileg
rit, Atla og Ambjörgu og voru þetta
kennslukver fyrir unga búendur,
bónda og húsfreyju. Atli var prent-
aður í Hrappsey 1780 og eftir að
Bjöm hefur farið nokkmm orðum
um fiskveiðamar, sem hann að vísu
telur ómissandi bjargræðisveg, segir
hann:
„En ekki er það gleðileg tilhugsun
að land þetta verði að bemm klettum
til þess að þurrka á veiðarfæri sjó-
manna... enginn bjargræðisvegur
er þarfari hér á landi en jarðyrkjan,
ég á við túna og engjarækt og síðan
nautpeningurinn, sem honum er
samfara, feitir jörðina og fæðir
verkamanninn. Ekkert erfiði launar
búandanum betur fyrirhöfn sína, já,
þá lifir hann sæll í landinu og niðjar
hans eftir hann og ber sæmdar-
mannsnafn á ókomnum öldum“.
Þetta rit hugsjónamannsins um
hans hjartans mál, landbúnaðinn,
var sett upp í samtalsformi, þar sem
ungur maður er hugsar til búskapar
spyr aldraðan búhöld ráða. Er lík-
legt að varla hefur bændum og
búaliðum borist þarfari bæklingur í
hendur, né íslenskum konum ráða-
drýgri bók en Ambjörg. Að þessum
ráðum var farið um land allt fram
yfir miðja 19. öld og margir urðu
búmenn góðir, sem ræktu þau af
alúð. Ambjörg er heiðurskona á
Vestfjörðum, sem sýnir háttu og
siðu góðrar húsmóður í hússtjóm,
uppeldi bama og innanhúss búsýslu.
Dæmin tók Bjöm af Rannveigu,
konu sinni, sem var afbragð kvenna
og manni sínum mjög kær.
Síðustu ár séra Bjðms
Hér hefur verið hlaupið á því
helsta sem þessi mikli brautryðjandi
áorkaði. Hann sýndi fram á mögu-^
leika í garðyrkju, sem aðrir höfðu
talið fjarstæðu og átti það eftir að
leiða af sér mikla blessun. En ekki
heppnaðist honum allt. Til dæmis
mistókust trjáræktartilraunir hans
með öllu. Lagði hann þó á þær mikla
áherslu, því hann vildi vita hvort
landsmenn gætu bætt úr eyðingu
skóganna með útlendu trjáfræi.
Þarna var um fullkomna brautryðj-
andahugsun að ræða og sama mátti
segja um garðinn sem hann lét reisa
gegn sandfokinu og áður er á minnst.
Þegnskylduvinnan sem hann kom á
við gerð garðsins aflaði honum samt
óvinsælda og var garðurinn nefndur
„Ranglátur" í almenningsmunni.
Þeear Bjöm var hálfsextugur að
aldri og þreyttur orðinn á að þjóna
hinu erfiða prestakalli, sótti hann
um Setbergsprestakall. Var honum
veitt það og flutti hann þangað með
mest öllum vamaði sínum 1782.
Mjög má honum hafa bmgðið við að
koma hér að kálgarðslausri jörð, en
hafa skilið allt eftir í besta blóma í
Sauðlauksdal. Varð honum því fyrst
fyrir að brjóta land til jurtagarðs-
stæðis á Setbergi og á næstu þrem
ámm var hann búinn að reisa að
nýju öll íbúðarhús staðarins með
öðmm fleirum og endurbæta kirkj-
una að þaki og máttarviðum.
Að þessu starfi loknu tók heilsa
hans að bila og sjónin dapraðist
óðum. Hann fór utan til þess að leita
sér lækninga á sjónleysinu og dvaldi
heilan vetur í Kaupmannahöfn. En
ferðin var árangurslaus, þó margs
væri við leitað. Hvarf hann þá heim
aftur og veitti konungur honum 60
rd. fjárstyrk og naut hann þessarar
náðargjafar þau sex ár sem hann átti
ólifuð. Hann dó 24. ágúst 1794.
Ævitíminn eyðist
Bjöm Halldórsson var með hærri
mönnum, herðabreiður, útlima-
þrekinn og rammur að afli, kvikur á
fæti og alvarlegur í bragði. Augun
vom skarpleg og hvikuðu ekki.
Svarthærður var hann, en jarpur á
brún og skegg, nærsýnn, lágróma,
en hraðmæltur. Hakan var nokkuð
framskotin.
Um hann er sagt að hann hafi
verið sanngjam og réttsýnn, gestris-
inn við ríka sem snauða, en þó
fálátur vð ókunnuga. Öllum var
hann ráðhollur og sagður manna
traustastur um leyndarmál annarra.
Við fátæka var hann hugull og
nærgætinn að öllum jafnaði, þótt þar
mætti teljast hafa orðið misbrestur á
er hann þvingaði menn í garðhleðsl-
una og áður er á minnst.
Áður er minnst á Atla og Am-
björgu, en auk þessara rita samdi
hann bækling um „Grasnytjar“ og er
hann talinn eitt hið merkasta rit um
það efni, sem samið var á íslandi á
fyrri tímum. Síðast en ekki síst ber
að nefna íslenska orðabók hans með
latneskum þýðingum, sem prentuð
var í Kaupmannahöfn 1814. Hafði
hann unnið að bókinni 15 ár og er
hún ómetanleg heimild fyrir íslenska
málsögu.
Hér er fjölmargt ótalið um séra
Bjöm Halldórsson og það sem hon-
um tókst að koma í verk um dagana.
Starf og iðjusemi einkenndi allt hans
líf og lýsir þvf enginn betur en hann
sjálfur f hinu kunna kvæði sínu
„Ævitíminn eyðist":
„Ég skal þarfur þrífa
þetta gestaherbergi,
eljan hvergi hlífa,
sem heimsins góður borgari.
Einhver kemur eftir mig sem
hlýtur:
bið'ég honum blessunar
þá bústaðar
minn nár f moldu nýtur. “
'0
íjfl
IUMFERÐAR
RÁÐ
&
oí
Gutt
KLÚBBUR 17!
Er kveikt á perunni?
Klúbbur 17 óskar eftir hugmyndum að
merki fyrir samtökin og slagorð, sem nota má
í áróðri fyrir bættri umferðarmenningu.
Klubbur 17 er samtök áhugafólks, 17-20 ára,
um bætta umferðarmenningu og fækkun
slysa meðal ökumanna.
Viðurkenningar verða veittar fyrir bestu hugmyndirnar.
Hugmyndum skal skila fyrir 15. júlí n.k., merktum dulnefnij
á skrifstofu RKÍ á Rauðarárstíg 18, 105 Reykjavik.
Frekari upplýsingar eru veittar í síma 26722
1.500 MIUIONIR
KRÓNA RENNA í VASA
KJÖRBÓKAREIGENDA
UM MÁNADAMÓTIN
í F0RMI VAXTA
0G VERDBÓTA
Rétt einu sinni hafa Kjörbókareigendur ríkulega
ástæðu til að gleðjast. Nú um mánaðamótin leggst hvorki
meira né minna en einn og hálfur milljarður króna í
formi vaxta og verðbóta við innstæður Kjörbóka.
En það er ekki allt talið enn: Standi innstæða á Kjörbók
lengur en 16 mánuði reiknast afturvirk hækkun á vexti,
og síðan aftur eftir 24 mánuði.
Samkvæmt nýjum lögum um verðtryggingu verða
bankarnirnú að breyta ákvæðum skiptikjarareikninga að
hluta. Það er gert á þann veg að verðtryggingar-
viðmiðunin gildir fyrir þann hluta innstæðu sem stendur
óhreyfður heilt samanburðartímabil.
Næsta samanburðartímabil er
frá 1. júlí til 31. desember.
Kjörbók Landsbankans, kjörin leið tii sparnaðar.
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna