Tíminn - 01.07.1989, Qupperneq 4
14
HELGIN
Laugardagur 1. júlí 1989
Ný bók um andans jöfra veldur fjaörafoki:
Varðar okkur um
persónuleikagalla
stórbrotinna listamanna?
„Intellectuals“ nefnist nýútkomin bók eftir Paul
Johnson og virðist vera hin hnýsilegasta ef marka má
ritdóm um hana eftir Wendy Doniger O'Flaherty sem
nýlega birtist í ritdómakálfi The New York Times.
Þ.e.a.s. ef lesendur hafa gaman af því að kynnast
ýmsum skuggahliðum á átrúnaðargoðum sínum, and-
ans jöfrum sem hafa gefið aðdáendum sínum margar
ánægjustundir. Það má líka deila um hvort lesendur
varðar nokkuð um ýms atriði í fari snillinganna sem
mörgum finnst að megi kyrr liggja.
Hvað er „menntamaður“?
Þetta er bók eftir menntamann
sem segir lesendunum að hlusta
ekki eftir því sem aðrir mennta-
menn segja. Aldous Huxley skii-
greindi einu sinni menntamann
sem þann sem hefði fundið eitt-
hvað áhugaverðara en kynlíf. Skil-
greining Pauls Johnson er jafn
sérviskuleg, þ.e. að menntamaður
sé sá sem vilji umbreyta heiminum,
stjórnmálalega, í samræmi við
meginreglur sem hann býr sjálfur
til. Þar að auki „marki virðingar-
leysi fyrir sannleikanum og að
kjósa hugmyndir frekar en fólk
hinn sanna veraldlega mennta-
mann.“ Af þeim sem Johnson
neyðir til að leggjast á flet Pró-
krústesar fær ein tylft sérstakan
kafla hver um sig: Rousseau, Shell-
ey, Marx, Ibsen, Tolstoy, Heming-
way, Brecht, Bertrand Russell,
Sartre, Edmund Wilson, Victor
Gollancz og Lillian Hellman. í
lokakaflanum eru hins vegar sam-
an komnir George Orwell, Evelyn
Waugh, Cyril Connolly, Norman
Mailer, Kenneth Tynan, Rainer
Werner Fassbinder, James Baldw-
in’og Noam Chomsky. Johnson fer
á yfirborðslegri hraðferð um bók-
menntaferil hvers og eins og styðst
við hugmyndir til að komast þang-
að sem hann ætlar sér, þ.e. að
fjalla um líf þessara karla - og
einnar konu. Hann hefur engan
áhuga á því sem þessir höfundar
skrifuðu, heldur á því sem þeir
gerðu - nánar tiltekið því sem aðrir
segja að þeir hafi gert, þar sem
bókin er því sem næst eingöngu
byggð á heimildum annarra.
Lygi, hór og óheiðarleiki
sameiginleg einkenni
Augljósa kenningin er sú að
menntamenn eiga slæma ævi. Það
sem liggur ekki eins í augum uppi
er sú fortakslausa ályktun, að þess
vegna séu hugmyndir mennta-
manna slæmar. Hinar ýmsu ásak-
anir eru snarlega gerðar algildar
með sífelldum samanburði sem
gefur það almennt til kynna að
þessa galla eigi allir menntamenn
sameiginlega (gefið í skyn að engir
sem ekki eru menntamenn séu
haldnir þessum göllum). Johnson
veltir sér upp úr öllu því ljóta sem
þessir miklu hugsuðir hafa gert og
það er svo sannarlega gaman að
lesa kaflana þar sem hann fer á
kostum. Hann veitir sérstaka at-
hygli þeirri syndaþrenningu sem
einkennir þennan hóp, þ.e. lygi,
hór og óheiðarleiki þegar peningar
eru annars vegar.
Lygi er sérstaklega mikilvæg í
röksemdafærslu Johnsons þar sem
hún gefur í skyn að við ættum ekki
að trúa því sem menntamenn
segja: „Eitt af því sem kemur
sterklega fram í öllum athugunum
á menntamönnum er sú litla virð-
ing sem þeir bera fyrir sannsögli."
Lygarnar ná allt frá blekkingu til
að þjóna eigin tilgangi og til með-
vitaðrar endurskoðunar á sögunni,
frá því að láta hugann reika um
goðafræði, til gorts af kynlífi,
sjálfsblekkingar og einfalds
skoðanamunar. Pví er það að þeg-
ar okkur er sagt að saga Heming-
ways af því þegar hann kynnti sér
nákvæmlega getnaðarlim F. Scotts
Fitzgerald á karlaklósettinu „virð-
ist vera uppdiktuð", kunnum við
að velta fyrir okkur hvernig herra
Johnson viti hvað er rétt og hvað
rangt í þessari sögu. Hann viður-
kennir að það kunni að vera ósann-
gjarnt að saka rithöfunda um „að
ljúga“, að Hemingway hafi litið á
lygi sem „hluta af þjálfun sinni sem
rithöfundar" og játar að rithöfund-
ar „Ijúgi oft ómeðvitað og muni
síðan eftir ósannsöglinni með
djúpri iðrun“. Samt sem áður spyr
Johnson: „Að hve miklu marki
vænta menntamenn þess yfirleitt
og krefjast þess að vita sannleikann
um þá sem þeir dást að?“
Er þetta fólk allt lygarar?
Gáfumenn (þetta á sérstaklega
við um Rousseau, Tolstoy,
Hellman, Sartre, Simone de
Beauvoir, Russell, Hemingway,
Gollancz og Baldwin) skrifa að því
er virðist „hispurslausar" játningar
þar sem „valinn heiðarleiki er að
sumu leyti óheiðarlegasta viðhorf-
ið“. Þeir „afvopna lesandann með
því sem virðist vera hneykslanleg
hreinskilni og viðurkenning á sekt
(en) ... fela í rauninni miklu meira
en þeir Ijóstra upp“. Þetta falska
hispursleysi gerir Johnson
öskureiðan vegna þess að það
heppnast, af því að aðrir hugsa
ekki eins og hann, að þetta fólk sé
lygarar. Röngu játningarnar eru
líka fordæmdar vegna þeirra vand-
ræða sem þær skapa, sér í lagi
þegar lyft er lokinu af öskju Pand-
óru með kynlífsleyndarmálunum
og innihaldið birtist niaka gáfu-
mannsins, ekki síður en almenn-
ingi yfirleitt. Johnson skráir fag-
mannlega þá vanlíðan sem slíkar
„opnar dagbækur" leiddu yfir líf
Rousseaus (sem játaði að kona
sem hann var getulaus með hefði
sagt: „Láttu konur eiga sig og
leggðu stund á stærðfræði-), Tol-
stoys og konu hans Soniu („mar-
traðarorrusta hennar við c igbæk-
urnar" ráku hann til að halda
„leynidagbók" sem hann faldi í
einu reiðstígvélinu sínu þar sem
konan hans fann hana auðvitað) og
Simone de Beauvoir (sem reitti
Nelson Algren svo til reiði þegar
hún birti ástarbréfin sem hann
hafði sent henni að hann sagði „Ég
hef komið í hóruhús um víða
veröld og konurnar þar loka alltaf
dyrunum“.
Siðleysi í kynlífi
Þessir gáfukarlar ftpra sér konur
í nyt, segir Johnson. Shelley gældi
við hugmyndina um að fremja
sifjaspell með því að bæta systrum
sínum í kvennabúrið sitt. Tolstoy
„lét það hjá líða að segja konum
sem hann hafði samfarir við að
hann hefði fengið kynsjúkdóm og
kynni enn að vera haldinn honum“
og Hemingway „skrifaði dónalegt
ljóð, „Til legganga Mörthu
Gellhorn", sem hann líkti við
hrukkóttan háls gamals hitapoka.
Það las hann upphátt fyrir allar
konur sem hann fékk með sér í
bólið." Sartre „tileinkaði opinber-
lega „Critique de la Raison
Dialectique“, sem kom út 1960,
Simone de Beauvoir, en fékk út-
gefanda sinn Gallimard til að
prenta sér tvö eintök með áletrun-
inni „Til Wöndu“. Norman Mailer
stakk aðra eiginkonu sína í kvið og
bak með hnífi. Þegar Fassbinder
gifti sig „kom brúðurin að svefn-
herbergisdyrunum læstum og brúð-
gumanum og svaramanninum í
rúminu hennar." Connolly, sem
var staddur í rúminu með giftri
heiðurskonu í London þegar gerð
var loftárás, stökk óriddaralega
fram úr bólinu með þeim orðum að
„Fullkominn ótti varpar burt ást-
inni“.
Þráhyggjan um getnaðar-
liminn - ogbágt hrein-
lætisástand
Menntamenn (eða það úrval
þeirra sem Johnson kynnir lesend-
um sínum) eru haldnir þráhyggju
um kynfæri karla. Rousseau „var
alltaf í vandræðum með getnaðar-
liminn"; Marx hafði blöðrur á
sínum; Ibsen „vildi ekki bera kyn-
færi sín, ekki einu sinni við læknis-
rannsókn. Var eitthvað athugavert
við þau - eða hélt hann að eitthvað
væri athugavert við þau?“ Victor
Gollancz hafði þá trú að hann ætti
eftir að missa notagildi getnaðar-
limsins, hann ímyndaði sér að
limurinn skryppi inn í skrokkinn á
honum og „var stöðugt að taka
hann út til að skoða hann vandlega,
til að ganga úr skugga um hvort
hann sýndi merki kynsjúkdóms
eða bara til að gá hvort hann væri
enn á sínum stað“.
Þetta eru vissulega skemmtilegar
dónasögur en hvað segja þær okkur
um gáfumenn? Við fræðumst um
að margir þeirra kusu sífellt yngri
og yngri konur eftir því sem aldur-
inn færðist yfir þá (Ibsen, Heming-
way, Sartre, Russell) - en sá
smekkur er varla bundinn við
mikla hugsuði. Það er reyndar ekki
nauðsynlegt að draga einhverja
kvenréttindakonu fram úr gröf
sinni til að segja okkur að karlar
hafí yfirleitt farið illa með konur.
Annar skapgerðargalli sem John-
son helgar að því er virðist óþarf-
lega stóran skammt af athygli er
hið hryggilega hreinlætisástand
flestra gáfumanna, sem hann tuðar
um lon og don eins og móðir
táningsstráks. Marx „fór sjaldan í
bað eða þvoði sér yfirleitt", og
herbergið hans var eins og svína-
stía. Hemingway „var ákaflega
skítugur", að því er þriðja kona
hans segir, og leyfði ógeltum fress-
köttunum sínum að spranga um
uppi á matarborðinu. Brecht „var
alltaf skítugur" og það á ögrandi
og óheiðarlegan hátt. „(Theodor)
Adomo sagði að Brecht hefði eytt
mörgum klukkutímum í það á
hverjum degi að troða skít undir
neglurnar á fingrunum svo að hann
liti út eins og verkamaður“. Russell
var svo andfúll að lafði Ottoline
Morrell neitaði að sofa hjá honum
um skeið. Sartre var „ógeðslega
skítugur“ og Connolly skildi eftir
„baðherbergismulning" í botni
standklukku gestgjafa síns og
beikonsneiðar sem bókamerki í
bókum þar sem hann var gestkom-
andi. Afhverjuer Johnson aðhafa
fyrir því að segja okkur frá þessu?
Voru hugsanir þessara manna
óhreinar vegna Iíkamlegs óþrifnað-
ar þeirra?
Þessari tegund röksemdafærslu,
frá lífsmáta til listar, er sérstaklega
beint gagnvart Marx þar sem segir
að „furðulegt getuleysi hans til að
meðhöndla peninga skýrir hvers
vegna hann eyddi svo miklum tíma
og plássi á það efni“. Röksemda-
færslan er eftirfarandi: Marx, sem
gat ekki borgað vextina af skuldum
sínum fór að líta á „kröfugerð um
greiðslu vaxta, sem er bráðnauð-
synleg í hverju því kerfi sem bygg-
ist á kapítali, sem glæp gagnvart
mannkyninu". Hins vegar fór hann
sjálfur strax að „arðræna alla sem
hann náði til“. Rousseau, Shelley,
Brecht og Russell er öllum lýst sem
gefnum fyrir að arðræna aðra.
Einkum er Marx ásakaður um að
hafa „tilhneigingu til að hagnýta
sér þá sem hann umgekkst" og
þetta er sagt hafa leitt til kenningar
hans um að almúginn sé arðrænd-
ur. Ómeðvituð háðsádeila á þessa