Tíminn - 01.07.1989, Síða 5
Laugardagur 1. júlí 1989
HELGIN
15
einfölduðu fylgni lífsmáta og kenn-
ingar kemur af vörum móður
Marx, sem óskaði upphátt að „Karl
safnaði kapítali í stað þess að
skrifa um það“.
Höggormurinn í aldin-
garði gáfumannanna
eru stjómmál!
Marx flytur okkur að hinum eina
og sanna höggormi í aldingarði
gáfumannanna - sem er ekki kynlíf
heldur stjómmál. Smám saman
verður það Ijóst að „gáfumaður“
er fínna orð fyrir það sem Johnson
kallar stundum „róttækling“ eða
„róttækan menntamann“. Ef rót-
tæklingar eru Iygarar gætum við
vænst þess að íhaldsmenn segi
sannleikann, og bíðum við, þetta
er tilfellið: Waugh „bar óvenju
mikla virðingu fyrir sannleikan-
um... Hann var að eigin sögn
íhaldsmaður... Waugh lýsti þjóð-
félaginu eins og það var og verður
að vera.“ Flestir gáfumanna
Johnsons eru einhvers konar
vinstri sinnar og að því kemur að
orðið „gáfumaður" merkir það
sama og „sósíalisti" eða jafnvel
„kommúnisti": Þjóðfélagsstjómun
er sköpunarverk menntamanna
sem hugsa í árþúsundum, sem trúa
því að þeir geti umbreytt alheimin-
um við bjarmann af skynseminni
einni saman... Rousseau var fram-
kvöðullinn, Marx batt þetta í kerfi
og Lenín steypti því í stofnanir."
Það er vissulega þess vert að
veita því athygli að Johnson tekur
enga hægri sinnaða gáfumenn til
umfjöllunar, s.s. Heidegger,
Pound og Paul de Man, sem ein-
mitt nú eru efni æstra umræðna.
Orwell og Edmund Wilson, einu
frjálslyndu mennimir sem Johnson
lætur í ljós nokkra velþóknun á
eða samúð með, eru undantekn-
ingamar sem sanna regiuna, menn
sem „öfugt við flesta gáfumenn"
létu sér ekki á sama standa um
raunveralegt fólk né sannleikann.
Þeir hegðuðu sér í samræmi við
gamla orðtækið að sá maður sé
flón sem ekki er kommúnisti til
þrítugsaldurs og sá sé flón sem
heldur því áfram eftir að þrítugs-
aldrinum er náð. Bæði Orwell og
Wilson hrylltu sig frá vinstri kantin-
um og færðu sig í átt til hægri,
stefnubreyting sem Johnson er
sáttur við eins og vænta mátti.
Eru siðferðisbrestir
samaog
pólitískir brestir?
í Iokaniðurstöðum bókarinnar
verður það augljóst að Johnson
dvelst við sóðalega siði og ógreidd-
ar skuldir vegna þess að hann trúir
því að siðferðisbrestir séu pólitískir
brestir. Þegar hann skrifar um
„álagið... við að bera byrði Vinstri
mannsins" vitnar hann með vel-
þóknun í þá yfirlýsingu Connollys
að margir hefðu orðið vinstri sinn-
aðir „af því að þeir hötuðu föður
sinn eða... höfðu áhyggjur af kyn-
lífi“. Það er vegna þess að stjóm-
mál gáfumanna eru verk drykkju-
rúta og hórmangara að þau eru
órökrétt og einkennast umfram
allt af ofbeldi. Og þetta ofbeldi
geisar hömlulaust vegna þess að
menntamennirnir eiga engan guð.
í stað orðanna „róttækur mennta-
maður" er hér stundum notað
„veraldlegur menntamaður", þar
sem menntamenn hafa fyrirlitið
trúarbrögð og sett sjálfa sig í stað
presta; reyndar hafa þeir framið
hið æðsta dramblæti með því að
ekki eingöngu koma fram sem
falsprestar heldur sem falsguðir.
„Veraldlegi menntamaðurinn
kann að vera guðstrúarmaður, efa-
hyggjumaður eða guðleysingi...
Öfugt við prestlega fyrirrennara
sína vora þeir ekki þjónar og
túlkendur guðanna heldur stað-
genglar."
Svo að nú sjáum við hvað
menntamenn era illviljaðir, og við
sjáum líka hvers vegna það er svo.
„Það er allt mikil ráðgáta," skrifar
Johnson, „og gefur til kynna að
menntamenn séu jafn ósanngjarn-
ir, órökvísir og hjátrúarfullir og
aðrir.“ Hversdagsleiki þessa atriðis
sem komist er að með mikilli
fyrirhöfn nær út yfír alla skynsemi.
Okkur er öðra vísi farið en Renault
skipstjóra í „Casablanca“ sem var
„Hneykslaður! Hneykslaður!“
þegar við komumst að því að
Shelley var róni, Tolstoy óforbetr-
anlegur fjárhættuspilari og Hem-
ingway alkóhólisti. Það sem er
hneykslanlegt er siðferðileg gremja
Johnsons og von hans um að við
lesendur skellum líka tungu í góm
af vanþóknun.
„Við höffum rétt til að
vænta almenns velsæm-
is, jafnvel af skáldi!“
Af hverju ættu eiginlega
menntamenn að hegða sér betur
en aðrir? Johnson heldur því fram
að þeir sem segja okkur hinum
hvemig við eigum að hegða okkur
ættu sj álfír að hegða sér betur en
fólk flest, en ekki segja okkur
hvemig við eigum að hegða okkur.
Hann vísar til fjölmargra dæma
þar sem er hrópandi ósamræmi
milli orða og gerða varðandi um-
gengni þeirra við konur. Hann
vísar til manna eins og Ibsen,
Shelley, Russell og Sartre, sem
vora sjálfir framarlega í flokki í
kvenréttindabaráttunni, og hvem-
ig þeir fóru með sín eigin böm,
eins og Rousseau og Tolstoy, sem
skrifuðu svo mikið um mikilvægi
menntunar. Hann viðurkennir að
„mjög fáir eiga líf sem þyldi ná-
kvæma skoðun og það er eitthvað
illkvittið við að leggja fyrir siðferð-
isdóm líf Rousseaus sem hefur
verið kannað út í ystu skúmaskot
af þúsundum fræðimanna. En sé
tekið mið af fullyrðingum hans, og
þó enn frekar þeim áhrifum sem
hann hefur haft, er ekki annars
úrkosti.“ Johnson lýsir velþóknun
sinni á dómi Orwells um Pound:
„Við höfum rétt til að vænta al-
menns velsæmis, jafnvel af skáldi“.
En það er enginn vandi að mæla
andstæðunni bót og vænta þess að
skáld hegði sér verr en annað fólk.
Margir miklir hugsuðir hafa verið
ákaflega taugaveiklaðir og sumir
hreint og beint vitfirrtir. Reyndar
getur það vel verið svo að hinar
háu hugsjónir þeirra verði til þess
að syndugir hugsuðir verði jafnvel
verri manneskjur en þeir annars
væra, og það gerir þá hreint ekki
berskjaldaða fyrir ásökunum um
tvískinnung. Þegar Evelyn Waugh
var spurður hvemig hann gæti
hegðað sér svo illa eftir að hann var
orðinn kaþólikki svaraði hann:
„Hugsið um hvað ég væri miklu
verri ef ég væri ekki kaþólikki“.
Undantekningamar era ekki gáfu-
menn sem drýgja syndir heldur
þeir sem láta það ógert, þessir fáu
tvöföldu snillingar sem era góðir
bæði í lífinu og listinni. Bók um þá
væri þess virði að lesa hana.
Johnson hefði betur haft í huga
hina ágætu bók eftir hetju hans
Edmúnd Wilson „The Wound and
the Bow“, þar sem haldið er fram
nauðsyn þess að fylgni sé milli
iistahæfileika (boginn) og alvar-
legra persónulegra galla (undin).
Eða það mætti taka annan pól í
hæðina og mæla til varnar göfgun,
þ.e. að fólk sem getur ekki fest ást
við raunverulegt fólk beini stífluð-
um mannlegum tilfinningum á al-
mennan vettvang og tjái þær á
þann hátt að kemur miklu fleira
fólki til góða en nánustu (van-
ræktu) fjölskyldu þeirra. Verð-
skulduð sektartilfinning Tolstoys
rak hann til að gefa frá sér mikil-
fenglega list sem hann greiddi með
mannlegar skuldir sínar. Margur
Nóbelsverðlaunahafinn, rétt eins
og maðurinn sem stofnaði til þeirr-
ar viðurkenningar (vopnaframleið-
andi), hefur þurft að grípa til
óvenjulegra hæfileika sinna til að
bæta fyrir óvenjulegar syndir sínar.
Þess vegna ættum við að „fyrirgefa
þeim fyrir að skrifa vel“ (eins og
W.H. Auden sagði um Paul
Claudel í kvæði hans um dauða
Yeats).
Á að dæma orð manna
í Ijósi gerða þeirra?
En jafnvel þó að við gefum
okkur - og sú staðhæfing er vissu-
lega langt í frá pottheld - að fólkið
sem Johnson hefur valið að skrifa
um sé andstyggileg sköpunarverk,
þurfa þá hugmyndir þess að vera
andstyggilegar? Ætti að dæma orð
manna í ljósi gerða þeirra? John-
son heldur því fram að það ætti að
gera. Hann er sammála dómi
Waughs um Connolly og spyr
„Hvemig gæti náungi eins og
Connolly gefið mannkyninu ráð-
leggingar um hvemig það eigi að
haga málum sínum?“ Johnson ein-
blínir á „siðferðileg og dómgreind-
arleg meðmæli menntamanna til
að segja mannkyninu hvemig það
eigi að koma fram. Hvernig stjóm-
uðu þeir eigin lífi? Vora þeir
sanngjamir í kynferðislegum og
fjárhagslegum viðskiptum sínum?
Sögðu þeir og skrifuðu þeir sann-
leikann?“ Hann kemst að þeirri
niðurstöðu að hvað varðar gáfu-
menn „höfðu hugmyndir fórgang
fram yfir fólk. Mannkyn, með
stóram staf, fram yfir karla og
konur, eiginkonur, syni eða
dætur.“
Álit Johnsons er að svona eigi
þetta ekki að vera. Hann heldur
því fram að „mikið starf gáfnanna
stekkur ekki fram vegna óhlutlægs
< starfs heilans og ímyndunaraflsins.
Það á sér djúpar rætur í persónu-
leikanum." Þetta er svo sannarlega
rétt. En þar með er ekki sagt að
óhjákvæmilegt sé að ef persónu-
leikinn sé gallaður sé andlegt starf
viðkomandi gallað í beinu sam-
hengi. Við höfum lært af Freud að
ástæður gerða okkar era umfram
allt ákveðnar með miklu flóknari
aðferðum en slík ætlun gefur til
kynna. Ennfremur geta endanleg
áhrif, til góðs eða ills, hugverks
sem endist öldum saman ekki verið
bundin því stutta lífi persónuleik-
ans sem skapaði það.
„Treystið frásögninni
- ekki sógumanni!“
Orðið „intellectuals“ sem á ís-
lensku er þýtt sem gáfumenn eða
menntamenn, er einkennandi fyrir
menntunarleysið í menningu
okkar, sem æsir fjölmiðlana til að
setja í gapastokk fullorðið fólk
sem orðið er frægt, vegna synda
sem það á að hafa framið á æskuár-
um. En skyldleikinn með því lífi
sem lifað er og listinni sem skilin er
eftir er ekki bara einföld stjórn-
málabarátta.
D. H. Lawrence (sem vissi vel
um hvað hann var að tala) hafði
rétt fyrir sér þegar hann gaf okkur
þetta ráð: Treystið frásögninni,
ekki sögumanni. Og margur dapr-
ari en vísari vitringur hefur rétti-
lega aðvarað lærisveina sína: Gerið
það sem ég segi, ekki það sem ég
geri. Sartre hefur best lýst hinni
sönnu og dapurlegu kaldhæðni
varðandi þetta: „I mörg ár notaði
ég pennann minn eins og sverð. Nú
skil ég hvað við erum. Hvað með
það, ég skrifa og ég ætla að halda
áfram að skrifa bækur“. Bókum
mikilla hugsuða er oft bjargað af
raslahaugi lífa sem eru sorglega
gölluð. Og tíma okkar er betur
varið til að lesa hinar stórkostlegu
bækur þeirra en í að lesa bækur
sem smækka þá og velta sér upp úr
kámugu lífi þeirra.
STAÐGREIÐSLA 1989
BREYTTUR
PERSONUAFSLA TTUR
FRÁ IJÚLÍ
PERSÓNUAFSLÁTTUR VERÐUt
19.419 KR. Á MÁNUÐI r
SJÓMANNAAFSLÁTTUR
VERÐUR 535 KR. Á DAG
Þann 1. júlí nk. hækkar persónu-
afsláttur í 19.419 kr. á mánuði og sjó-
mannaafsláttur í 535 kr. á dag. Hækk-
uninnemur8.84%.
Hækkunin nær ekki til launa-
greiðslna vegna júní og hefur ekki í för
með sér að ný skattkort verði gefin út til
þeirra sem þegar hafa fengið skattkort.
Ekki skal breyta upphæð per-
sónuafsláttar launamanns þegar um
eraðræða:
• Persónuafslátt samkvæmt náms-
mannaskattkorti 1989.
• Persónuafslátt samkvæmt skatt-
korti með uppsöfnuðum persónu-
afslætti 1989.
Ónýttur uppsafnaður persónu-
afsláttur sem myndast hefur á tímabil-
inu 1. janúar til 30. júní 1989 og sem
verður millifærður síðar hækkar ekki.
Á sama hátt gildir hækkun sjó-
mannaafsláttar ekki um millifærslu á
uppsöfnuðum ónýttum sjómanna-
afslætti sem myndast hefur á tímabil-
inu 1. janúar til 30. jún í 1989.
Launagreiðendurmunið að hœkka persónuafslátt
vegnajúlílauna.
RSK
RÍKISSKATTSTJÓRI