Tíminn - 20.07.1989, Síða 11

Tíminn - 20.07.1989, Síða 11
10 Tíminn Fimmtudagur 20. júlí 1989 Fimmtudagur 20. júlí 1989 Konur lenda oftar í aftanákeyrslu en karlar, en karlar valdaoftarslysum: Hálsinn er Akkilesar hæll kven fólks sem keyrir bíl Eftir Guðmund Steingrímsson í könnun sem Marta Kristín Lárusdótt- ir, háskólanemi, hefur gert í samvinnu við fyrirtækið Talnakönnun, kemur m.a. fram að kvenmenn slasast mun frekar í slysum en karlar og munar þar mest um hálsmeiðsli sem þær hljóta í miklum mæli. Einnig kemur fram að karlmenn brjóta mun oftar af sér í árekstrum og er mestur munur í gáleysi, of hröðum akstri og ölvun. í könnuninni, sem er jafnframt loka- verkefni í Tölvunardeild Háskóla íslands, notaðist Marta við upplýsingar sem Talnakönnun safnaði saman að til- stuðlan Umferðarnefndar Reykjavíkur- borgar, um bílslys á íslandi á árunum 1983-1987. í þessum gögnum má finna öll helstu atriði varðandi umferðarslys á þessum árum. Þar kemur fram hlutverk þeirra sem koma við sögu, aldur, kyn, eðli og aðdragandi óhappsins, tegundir meiðsla og fleira sem talið var að kæmi að gagni. Karlökumenn í meirihluta Samkvæmt tölum frá Umferðarráði voru umferðarslys á íslandi 1983-1987 40.833 talsins. í 37.943 slysum meiddist enginn heldur var einungis um eignartjón að ræða. í þessum gögnum sem Marta notaðist við eru skráð um 3500 bílslys og um 9000 manns komu þar við sögu. Af þessum níuþúsund slösuðust tæplega fimmþús- und, en upplýsingar vantar um 300 manns. Þess má geta að 939 manns slösuðust og létust í umferðarslysum hér á landi á síðasta ári samkvæmt tölum Umferðar- ráðs. Þeir voru 40 færri en árið á undan. Látnum í umferðarslysum fjölgaði úr 24 árið 1987 í 29 árið 1988. Á árunum sem könnunin nær til voru upplýsingar um ökumenn bílanna alltaf skráðar, hvort sem þeir meiddust eða ekki, en upplýsingar um farþega voru einungis skráðar ef þeir meiddust. í frumkönnun á gögnum kom í ljós að karlar voru mun oftar ökumenn í slysum, en konur hins vegar oftar farþegar í bílunum. En þar sem svo mismunandi skráningaraðferðir voru notaðar fyrir þessa hópa og mikill munur var á skipt- ingu kynjanna í þeim, ákvað Marta að einskorða rannsóknina við ökumenn. Skipting ökumanna hér á landi eftir kyni árið 1988 var á þá leið að karlar voru 71,6% ökumanna og konur 28,4%. Síð- ustu ár hefur þetta hiutfall verið í sama farinu. Svo virðist sem ökumenn í umferðar- slysum skiptist eftir kynjum eins og ökumenn almennt. í þessum 3500 slysum óku karlar í 72% tilvika en konur í 28%. Eru konur veikara kynið? Álykta má samkvæmt könnuninni að konum sé töluvert hættara við meiðslum en körlum. í árekstrunum slösuðust 47,4% kvenmanna en hlutfallið hjá körl- um var aðeins 26,7%. Almennt fer hlut- fall þeirra sem slasast hækkandi á árunum 1983-1987. Og þróunin heldur áfram. Samkvæmt tölum Umferðarráðs fór slösuðum kven- mönnum fjölgandi á árinu 1988, ef far- þegar eru taldir með. Slasaðir kvenmenn í umferðinni voru 406 þetta ár og fjölgar um 34 frá árinu á undan. Slösuðum karlökumönnum og farþegum fækkar hins vegar í 533 árið 1988 úr 607 ári áður. Aumir kvenhálsar í könnun Mörtu gefur einnig að líta eðli meiðslanna. Þar má sjá að munurinn á milli kynjanna liggur aðallega í háls- meiðsium. í 22,7% tilvika slösuðust kvenmenn á hálsi, en aðeins 7,4% karla. meiddust á þeim líkamshluta. Þess má geta að hálsmeiðslum hefur fjölgað mikið hjá báðum kynjum á undanförnum árum. Önnur meiðsl skiptast nokkuð svipað á milli kynja, en þó hlutu karlmenn oftar beinbrot, í 2,5% tilvika, en hlutfallið hjá konum var 1,8%. Kvenmenn urðu mun oftar fyrir varan- legri örorku, eða í 6,4% tilvika, en karlar í 2,7%. Karlmenn hlutu þó oftar örorku á háu stigi, af 868 slösuðum körlum hlutu sjö 51-100% örorku, en engin af 532 kvenmönnum. Á meðal kvenna urðu 67% fyrir vinnu- tapi í einhvern tíma en hjá körlum var hlutfallið 57,2%. Marta veltir fyrir sér samvirkni hálsmeiðsla almennt og örorku og vinnutaps og kemst að þeirri niður- stöðu að karlar verði oftar fyrir vinnutapi vegna hálsmeiðsla, en konurnar lendi oftar í varanlegri örorku. f tölum Umferðarráðs fyrir árið 1988 má sjá að 299 ökumenn, farþegar og vegfarendur urðu fyrir alvarlegum meiðslum á því ári, en voru 380 ári áður. Mun fleiri urðu fyrir minni háttar meiðsl- um á þessum árum. Veldur streita hálsmeiðslunum? Ölvaðir og kærulausir glannar Ástæður þessa óvenju háa hlutfalls hálsmeiðsla á meðal kvenna geta verið margvíslegar. í norska tímaritinu Trafik- en og Vi veltir norskur læknir þessu atriði fyrir sér og segir að streita hjá konum orsaki oft vöðvabólgu eða þreytu í öxlum og hálsi, en karlar finni frekar til eymsla í maga. Konum verði því meira um þegar hnykkur kemur á þær en körlum. Annar læknir skrifar í sama blað og segir að aftanákeyrslur valdi frekar háls- meiðslum en önnur slys. Þar getur ástæð- an verið komin því konur á íslandi lenda oftar í aftanákeyrslum en karlar sam- kvæmt könnuninni. Einnig geta ástæður verið þær að hálspúðar, sem eru samkvæmt tölum frá Umferðarráði í um 90% bifreiða, séu ekki rétt stilltir. En þó ættu karlmenn frekar að meiða sig á hálsi ef hálspúðar eru of neðarlega þar sem meðalhæð karla er mun meiri en kvenna. Þá hefur verið sannað að meiri kraftar virki á fólk í árekstri á smærri bílum. Ekki er ólíklegt að kvenmenn keyri frekar í þeim bílum og séu því líklegri til að slasast. Eins og áður sagði lentu kvenökumenn oftar í aftanákeyrslum, eða 24%, en 16,6% karla lentu í þess háttar óhappi. Karlar lentu oftar framan á ökutæki, 8,6% karla lentu í þess háttar slysum, en 5% kvenmanna. Akstur í veg fyrir öku- tæki var orsök slysa í um 34% tilvika hjá báðum kynjum. Af þeim sem lentu í árekstrum gerðust 41,6% karla sig seka um brot en aðeins 31,4% kvenna voru í órétti. Karl- mennirnir gerðust oftar sekir um gáleysi, eða í 13,1% tilvika, en konur í 8,1%. Þá brutu 2,1% karla af sér vegna ölvunar, en 1,2% kvenna. Einnig keyrðu karlar í 3,6% árekstra of hratt en hlutfallið hjá konum var 1,2%. Konur virtu umferðar- merki ekki í 11% tilvika, sem er svipuð tala og hjá körlum, og var það algengasta brotið hjá þeim. Galsi í ungum piltum Þegar tegund umferðarbrota er skoðuð með aldur ökumanns til hliðsjónar kemur fram að um 7,6% drengja undir 19 ára aldri keyrðu of hratt, en aðeins 1,3% stúlkna á sama aldri. Einnig er gáleysi mjög áberandi meðal 17-19 ára drengja, þar var hlutfallið 15,1%, en 8,6% hjá stúlkum. Af þessu má draga þá ályktun að galsinn í ungum drengjum sé miklu meiri en í stúlkunum, sem virðast taka nýfengnu bílprófi með meira jafnaðar- geði. Stúlkurnar eru þó ekki með öllu saklausar því þær virtu ekki umferðar- merki í 13,2% tilvika, enstrákar í 11,1%. Þegar svo litið er á karlmenn á milli tvítugs og þrítugs minnka hraðaksturstil- felli niður í 5,3%, ölvun hækkar í 3,9%, og gáleysi var ástæða 12,6% umferðar- slysa karla á þessum aldri. Hjá konunum standa þessir liðir nokkurn veginn í stað á öllum aldursskeiðum. Meðal fólks á aldrinum 21 til 24 ára varð umtalsverð fækkun á slösuðum á árinu 1988 frá árinu áður. Árið 1987 slösuðust 126 en 103 á síðasta ári. í þessum tölum er ekki einungis átt við ökumenn heldur eru farþegar í bifreiðun- um og vegfarendur einnig taldir með. Karlarnir róast með aldrinum Athyglisvert er, að hjá körlum 30-59 ára var of hraður akstur orsök slysa í aðeins 1,7% tilvika. Ölvun karlöku- manna á þessum aldri var orsök 1,3% slysa og gáleysi minnkar í 11,7%. Þegar svo litið er á ökumenn yfir ■ Tíminn 11 nmamyna: Arm njama sextugt var hraöakstur oftar orsök árekstra á meðal kvenna, í 1,6% tilvika, en aðeins 0,2% karla keyrðu of hratt. Ökumenn á þessum aldri virðast ekki virða umferðarmerki eins og vera skyldi. í 22,3% árekstra, þar sem karlar yfir sextugt óku, voru umferðarmerki ekki virt og hlutfallið er 26,6% hjá kven- mönnunum. En þess ber þó að geta að á meðal ökumanna á þessum aldri eru umferðar- slys ekki eins tíð og hjá þeim yngri, enda eru ökumenn færri. Því hefur hvert slys mikil áhrif á hlutfallið. Ef skoðaður er fjöldi slasaðra á síðasta ári, meðal ökumanna, farþega og vegfar- enda, 65 ára og eldri, má sjá að þeim fjölgaði úr 75 manns árið 1987 í 95 manns 1988. Áróður beinist að þessum atriðum í lokaorðum sínum í könnuninni, sem birtist í síðasta hefti íslenska Trygginga- markaðarins fyrir árið 1988, fer Marta Kristín Lárusdóttir nokkrum orðum um þessa háu slysatíðni á meðal kvenna og þá niðurstöðu að karlar brjóti oftar af sér. Hún óskar þess að fyrirbyggjandi áróður beinist að þessum atriðum í framtíðinni.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.