Tíminn - 20.07.1989, Blaðsíða 17
Tíminn 17
Fimmtudagur 20. júlí 1989
GLETTUR
- Mér fannst þú ganga óvenjulega hratt í dag.
- Mér er sama þó þú hafir tekið að þér að vera
sálnahirðir hjá fótboltaliði... þú tekur strax af þér
þetta höfuðfat!
- Aðeins góður arkitekt gæti verið svona
rómantískur...
- Hvernig tilfinning ætli að það sé, að vera í baði
og svo hringir síminn?
■ ------------------------------------------------
Joan Collins um ítalska leikarann Antonio Zequila:
„Nei, hann er alls
ekki kærasti minn!“
Roseanne sækir um skilnað
Roseanne Barr hefur sótt um skiinað frá manni sínum
William Pentland.
Roseanne Barr sem íslend-
ingum er af góðu kunn úr
sjónvarpsþáttum, hefur nú
sótt um skilnað við mann sinn
eftir fimmtán ára hjónaband.
Roseanne vísar til þess að
óbrúanlegur ágreiningur ríki
í hjónabandinu og krefst hún
þess að fá fullan umráðarétt
yfir börnum sínum þremur.
William Pentland eigin-
maður Rseanne segir að
Roseanne sé allsendis óhæf
móðir og hefur krafist þess að
fá yfirráðarétt yfir börnum
sínum.
William segir að Roseanne
hafi átt í erfiðleikum tilfinn-
ingaléga og oft á tíðum átt
erfitt með að halda skapinu í
jafnvægi. Þar að auki segir
William að Roseanne hafi
haldið fram hjá sér.
Roseanne segir hins vegar
að Willam hafi skaðað böm
sín með harðneskju og and-
legri kúgun.
Roseanne sótti ekki um
meðlög enda budda hennar
farin að minna á vöxt hennar
sjálfar eftir velgengni sjón-
varpsþáttanna.
Börn Roseanne búa hjá
móður sinni, en nokkuð er
um liðið frá því eiginmaður-
inn fór út af heimilinu.
Fyrir nokkrum mánuðum
mátti Iesa í slúðurdálkum
blaða í Evrópu, að Joan Coll-
ins hefði eignast nýjan kær-
asta. Til sannindamerkis birt-
ust margar myndir af Joan
með ungum (24 ára) ítölskum
leikara, Antonio Zequila, og
var sagt að þau væm ástfangin
og myndu líklega ætla að
giftast.
Joan Collins, sem er orðin
55 ára, er alltaf eftirsótt, og
herrunum þykir mikið varið í
að hafa þessa fallegu konu
upp á arminn á skemmti-
stöðunum.
Joan kynntist Antonio í
samkvæmi í London, þar sem
hún var með George Hamilt-
on og „Bungalow-Bill“
Wiggins, en ítalinn ungi bol-
aði þeim í burtu og gerði sér
mjög títt um Joan.
Síðan var eins og hann
fylgdist með því hvar leikkon-
an héldi sig og alltaf var
Antonio á næstu grösum, og
ljósmyndararnir vom dugleg-
ir að mynda parið.
í blaðaviðtali lét svo An-
tonio Zequila gamminn geisa
og sagðist vera elskhugi leik-
konunnar, og hann ætlaði til
Ameríku og koma sér áfram
í kvikmyndum. Þau myndu
gifta sig þegar hún hefði gert
að fullu upp sín mál eftir hinn
erfiða skilnað við fyrrverandi
eiginmann sinn, Peter Holm.
Þessi trúlofunarfrétt varð
þó endaslepp, því að næst
heyrðist það af sambandi
þeirra turtildúfanna, að í
samkvæmi henti Joan Collin
kampavínsglasi í hinn unga
ítalska „sjarmör" og sagði
honum að fara norður og
niður. „Hann er algjör
plága,“ sagði leikkonan
„hann skilur ekki að ég vil
ekkert með hann hafa. Hann
er ekki kærastinn minn, og
hefur aldrei verið, hann
hreinlega skrökvar því að við
hafí verið elskendur.“
í London bauð Antonio Zequila Joan út að borða
Joan Collins með vinum
sínum, þeim Bill Wiggins
(t.v.) og George Hamilton
... og í Frakklandi var þessi mynd tekin af þeim „... en við vorum ekki saman,“ sagðl
Joan, sem afneitaðl vininum opinberlega skömmu seinna