Tíminn - 10.08.1989, Qupperneq 7

Tíminn - 10.08.1989, Qupperneq 7
Fimmtudagur 10. ágúst 1989 Tíminn 7 List augnabliksins Alþýðuleikhúsið á hundadögum '89: Macbeth eftir William Shakespeare. Þýðing: Sverrir Hólmarsson. Leik- stjórn: Inga Bjarnason. Leikmynd: Gunnar Örn. Búningar: Gerla. Tónlist: Leifur Þórarinsson. Lýsing: Árni J. Baldvinsson. Svo vill til af sérstökum ástæðum að þessi umsögn mín um Macbeth- sýningu Alþýðuleikhússins er síð- búin. Ég hef því getað fylgst með viðbrögðum annarra við henni. Þar skiptir nokkuð í tvö horn. Sumum hefur leiðst þessi sýning mjög. Ungur leiklistarfræðingur, nýkominn frá prófi, kvað upp um hana áfellisdóm í útvarpi, að því er mér skildist aðallega á þeim for- sendum að leikstjóri blandaði sam- an brögðum frá ýmsum stíltegund- um sviðslistar. Og hvað með það? Leikstjóm sjálfstæðs stjómanda er ekki skólaverkefni heldur skal hún birta persónulegt listaverk, - slíkt ætti að liggja leikhúsfræðingum í augum uppi. Og sjálfstætt verk er þessi sviðsetning Ingu Bjamason. Að sönnu er hún misjöfn, sumt í henni ekki nægilega skýrt eða vel útfært, annað af vanefnum gert, áhöfnin misvíg. Engu að síður býr sýningin yfir kostum og hefur nógu margt forvitnilegt í sér fólgið til þess að óhætt er að hvetja leiklist- arunnendur til að láta hana ekki fram hjá sér fara. - Hún mun verða á fjölunum fram eftir mánuðinum í íslensku óperunni. Áður en vikið er að einstökum þáttum sýningarinnar er víst óhjá- kvæmilegt að staldra við þýðing- una, svo mikil athygli sem að því hefur beinst að Macbeth er hér í nýjum íslenskum búningi en ekki notuð þýðing Helga Hálfdanarson- ar sem þráfaldlega hefur verið lofsunginn fyrir Shakespeare-þýð- ingar sínar. Liggur nærri að mönn- um finnist þurfa að afsaka það að Macbeth skuli hafa verið þýddur á ný. En þetta þarf auðvitað ekki að afsaka á neinn hátt, fremur en Helgi þurfti á sínum tíma að verja það að hann skyldi snúa verkum sem Matthías Jochumsson hafði áður þýtt, þar á meðal Macbeth. Vel á minnst, ég hygg að þýðingar Matthíasar, ekki síst Macbeth- þýðingin hafi sitthvað fram yfir þýðingu Helga, svo vel sem hún er af hendi leyst. Að minnsta kosti sýnast mér sum eintöl Macbeths svipmeiri í meðförum Matthíasar. Þýðingu Sverris hef ég ekki séð á bók en hún mun í þann veginn að koma út. En nú hef ég heyrt hana á sviðinu tvívegis og get ekki annað sagt en það að hún hljómar einkar vel, liðug, smekkvísleg og aðgengileg, - og hefur þá sú ákvörðun að þýða Macbeth enn á ný fyllilega hlotið réttlætingu sína. Sverrir leysir mjög upp hinn bundna bragarhátt sem bæði Matt- hías og Helgi fylgja. Auðvitað má um það deila. En leikstjóri hefur með þessu viljað færa verkið nær áhorfendum og ég held að það hafi tekist. Og í þessu felst engin lítils- virðing við eldri þýðendur. Það hvarflar auðvitað ekki að Helga Hálfdanarsyni, og kemur skýrt fram í formála að hinu mikla safni hans, að hans búningur á Shake- speare eigi að gilda til allrar fram- búðar. Enda væri í meria lagi furðulegt að líta svo á. Annað nýtt í þessari sýningu er tónlist Leifs Þórarinssonar sem átti góðan þátt í að magna andrúmsloft sýningarinnar. Að vísu þótti mér hún óþarflega teygð á stöku stað, nánast eins og brú þar sem fram- vinda sýningarinnar var í hægara lagi. Hægagangurinn reynir dálítið á þolinmæði áhorfandans í byrjun, en eftir því sem á líður sættir hann sig við þann hraða sem leikstjórinn hefur valið. Um ytri búnað og sviðsmynd má deila. Á sviðið setja mikinn svip ódæðisins. En Margrét vex við glímuna og er best í lokaatriðinu, svefngöngunni, þar náði hún veru- legri dýpt svo atriðið í heild varð sterkt. Aðra leikendur er varla ástæða til að telja sérstaklega nema Mac- duff sem Harald G. Haralds lék og gerði það betur en ég hef séð hann leika um langt skeið. Einkum var hann góður í atriðinu þegar Mac- duff berst voðafregnin um dráp konu sinnar og bama, - í heild lék hann af krafti og öryggi. Kraft- minni var að sönnu leikur Andra Arnar Clausen sem Banquo, en þó viðunandi. Sérkennilegast í sýningunni er hve hlutur nornanna er gerður mikill. í fyrsta lagi er þeim fjölgað úr þrem í sex. Sú breyting er býsna hæpin. Örlaganornir goðafræðinn- ar eru sem kunnugt er þrjár. Með því að skipa nornunum líka í hlutverk þjóna í höllinni lætur leikstjórinn þær raunar umvefja sýninguna. Og auðvitað er það kvenkynið sem örlögum ræður hér: Nornirnar villa Macbeth og kona hans ræður úrslitum um að hann Viðar Eggertsson og Erlingur Gíslason. risaandlit sem snúa fram öðm hverju en á bakhlið þeirra er kastali til að gefa í skyn vettvang- inn. Andlitin eiga líklega að tákna samviskuna, - öll em þau næsta daufleg og gat ég engan veginn séð að þau mögnuðu áhrif atburða á sviðinu. Búningar vom skræpóttir og skorti æskilegan einfaldleika. Best í sviðsmyndinni var lýsingin, einkum var rauði litur baksviðsins notaður á markvissan hátt til að undirstrika ógnina. Allt það sem nú var talið er umgjörð, að vísu þýðingarmikil, en þó aðeins umgjörð um það mannlega drama sem hér fer fram. Leikendavalið er nokkuð misvel heppnað, og í sumum litlum en þó þýðingarmiklum hlutverkum alveg misheppnað. Nefni ég þá sérstak- lega hinn aldna kóng Duncan sem Bjöm Karlsson leikur. Það er öld- ungis fráleit ráðstöfun og átti mik- inn þátt í að gera byrjun leiksins áhrifalitla, nánast afkáralega. Með því líka að aðalsmennimir (Viðar Eggertsson, Gunnar Rafn Guð- mundsson og Pétur Eggerz) vom í dauflegasta lagi. Kristjáni Franklín Magnús varð einnig lítið úr vand- ræðalegu hlutverki Malcolms. Valgeir Skagfjörð lék liðsforingja, Margrét Ákadóttir í hlutverki sínu sem lafði Macbeth og Erlingur Gíslason sem Macbeth. Lafði Macbeth og eiginmaður hennar leggja á ráðin að morðinu. ennfremur morðingja, og Björn Karlsson lék annan morðingja og prest. Þótt litlu varði finnst mér svona nýting leikara óheppileg. Macbeth-hjónin em í sjónar- miðju sýningarinnar. Erlingur Gíslason sker sig að mínum dómi alveg úr í þessari sýningu. Hann er bæði eldri, reyndari - og snjallari en aðrir leikendur. Macbeth verð- ur í meðfömm hans umfram allt mannlegur. Erlingur er mikilhæfur skapgerðarleikari og fær hér tæki- færi til að leika á allan þann skala sem hann ræður yfir. Hann er íronískur, notfærir sér þá hlið hlut- verksins vel. Og hann var einnig öruggur í atriðinu fyrir og eftir morðið: náði dýpt í túlkun á óhug og hryllingi Macbeths. Þróun hans síðar þegar hann veður æ lengra út í blóðflauminn sýndi Erlingur líka vel. Að öllu samanlögðu er túlkun Erlings hér verulegt skref á ferli eins okkar fremsta leikara. Margrét Ákadóttir er vaxandi leikkona. Að vísu þótti mér hún fullmjúk í harðýðgi lafðinnar þar sem hún eggjar mann sinn til fremur ódæðið þótt áformið væri raunar áður fætt í huga hans. En leikstjórinn hefði þurft að útfæra hið kvenlega áhrifavald betur og nánar. En allar leikkonurnar sem nomimar léku sýndu skörulegan leik. Sigurveig Jónsdóttir er líka í hlutverki hins drukkna dyravarðar. Það er nýlunda að sjá konu í því hlutverki og heyra hana fara með karlaklám það sem dyraverði er lagt í munn. Þannig er þessi sýning; ójöfn og geigandi í ýmsum greinum, en býður upp á góðan skapgerðarleik í meginhlutverkum. Það er stund- um svo að fáein augnablik, þegar bjarmar af snjallri leiklist, geta fengið mann til að sætta sig við langar stundir í áhorfendasalnum. Og þau augnablik eru allnokkur í þessari sýningu, þökk sé Erlingi umfram aðra, einnig Margréti. Fyrir því og af þeim nýmælum sem sýningin býður og áður var á drepið skulum við vissulega gefa þessum blóði drifna leik gaum í íslensku óperunni. Gunnar Stefánsson

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.