Tíminn - 10.08.1989, Blaðsíða 10
10 Tíminn
Á listanum hér að neðan gefur að líta tölur
yfir veiði í 38 laxveiðiám á landinu það sem ef
er sumri borið saman við heildarveiði allt
sumarið 1988. Eins og sjá má eiga flestar ár
enn langt í land með að ná sömu veiði og
síðasta ár og er Ijóst að margar verða ekki
nema hálfdrættingar á við síðasta sumar
Reykjanes: 1989 1988
Em11iðd3r ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ 850 2006
Úlfarsá (Korpa) 250 712
ii*og^5ci ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ 260 1056
Laxá í Kjós 1470 3850
Vesturland:
Laxá í Leirársveit 795 1900
ndak11 sd ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ 83 199
Grinfi■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ 800 1960
l^ykjada1 sa ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ 15 32
r^i/l^^j3rra ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ 1150 1600
Norðura 1 cj II ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ 800 1355
1 jufura ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ 90 181
Langá 500 1510
Álftá 180 415
Haffjarðará 500 870
Straumfjarðará 170 355
Setbergsá 94 296
Haukadalsá 400 1300
Laxá í Dölum 500 2400
Glerá 12
Staðarhólsá/Hvolfsá 70 767
Vestfirðir:
Laugardalsá 210 450
Staðará í Steingrímsf 37
Norðurland vestra:
Hrútafjarðará/Síká 180 533
Miðfjarðará 813 2060
Víðidalsá/Fitjá 512 2100
\/ðitusda 1 ^5ci ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ 400 1200
Laxa ci Asum ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ 585 1800
[31 cindci ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ 320 1220
cirta ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ 32 274
Norðurland eystra:
Fninclcá 60 120
1 3Y3 í AíSalHal LallACl 1 ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ 900 2260
Austurland:
Selá 470 1107
H^jtsa ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ 430 1150
Vesturda 1 sa ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ 130 231
Breiðdalsá 44 190
Suðurland:
ÖlfiiQá 250
Stóra Laxá 80 120
Rangá 50 50
>
Fimmtudagur 10. ágúst 1989 Fimmtudagur 10. ágúst 1989 Tíminn 11'
Laxveiði hrynur eftir metár
Eftir Eggert Skúlason
Laxveiði á íslandi gengur í miklum
sveiflum frá ári til árs. Sumarið 1989
verður að öllum líkindum flokkað með
þeim lélegri. Þetta kemur þvert á spár
fiskifræðinga í vor um góða laxveiði.
Enn er mánuður eftir af veiðitímanum
og þeir bjartsýnu í hópi veiðimanna
halda í vonina um miklar síðsumarsgöng-
ur, en reynslan hefur sýnt að slíkt er
ólíklegt. Þeir svartsýnu, eða kannski þeir
raunsæju, telja að slíkar göngur komi
ekki. Astæðuna fyrir minnkandi laxa-
gengd megi rekja til lífsskilyrða í hafinu.
Fræðimenn á þessu sviði geta ekki gefið
einhlíta skýringu á þeim sveiflum sem
verða í veiðinni og vitna til þess að miklir
óvissuþættir séu í lífshlaupi laxins, sem
enn hefur ekki tekist að rannsaka til
hlítar.
Óvenju margir veiðimenn hafa farið
heim með öngulinn í rassinum, eftir að
hafa greitt himinháar upphæðir fyrir
veiðileyfi og uppihald í veiðihúsum.
Afleit byrjun
Laxveiðin hófst með Iátum í vor. Ekki
það að veiðin væri mikil, heldur gerðu
leysingar það að verkum að ár beljuðu
fram mórauðar fyrstu vikur veiðitímans.
Nægir þar að nefna Þverá/Kjarrá í Borg-
arfirði, en þar veiddist fyrsti laxinn ekki
fyrr en á tíunda degi veiðitímans. Þótti
mörgum nóg um sem þar komu, og
reiknaðist okkur á Tímanum til að meta
mætti laxinn á sex milljón krónur, þegar
tekið var tillit til þeirra upphæða sem
varið var í veiðileyfi fram til þess tíma að
Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ dró
þann fyrsta.
Var það mál manna að leysingar væru
allt að mánuði of seint á ferðinni og
hugðu margir gott til glóðarinnar, þegar
vatnsmagn yrði eðlilegt á nýjan leik. En
veiðin lét standa á sér.
Þegar nú er svo komið, að um mánuður
er eftir að veiðitímanum virðist sem
margar af „stóru ánum“ verði ekki nema
hálfdrættingar á við það sem veiddist í
fyrra. Þó ber að taka fram að árið í fyrra
var einstaklega gott laxveiðiár.
Ljós punktur í svartnættinu
En þetta er ekki alslæmt eins og ætla
mætti. Vigfús Jóhannsson deildarstjóri
fiskeldisdeildar Veiðimálastofnunar telur
að sú staða sem upp er komin verði þess
valdandi að aukið magn tveggja ára fisks
verði í göngum í laxveiðiár á næsta ári.
Vigfús segir að hlutfall smávaxinna eins
árs hænga í endurheimtum hafbeitar-
stöðva sé mjög hátt.
Hængurinn hefur þann eiginleika að ná
kynþroska smávaxinn, en öðru máli gegn-
ir um hrygnuna. Vigfús telur því að stór
hluti þeirra bæti við sig öðru ári í sjó áður
én þær vitja heimaslóða, kynþroska í leit
að hrygningastöðvum. Þetta bendir til
aukins hlutfalls tveggja ára fisks á næsta
ári, en jafnframt verður að taka tillit til
þess að með því að fiskurinn snýr ekki
aftur fyrr en eftir tvö ár, aukast náttúruleg
afföll verulega.
Af þessu má sjá að vel þess virði getur
verið að vera tímanlega í veiðileyfakaup-
um á næsta ári.
En hver er svo ástæðan fyrir því að
hængurinn reynist svo smávaxinn, en
hrygnan lætur yfirhöfuð ekki sjá sig?
Vigfús segir að þær ástæður megi rekja
til lélegra skilyrða í sjónum, þegar seiði
gengu niður í fyrra vor. Hitastig sjávar
var lágt og skilyrði fyrir laxaseiði í
uppvexti voru því léleg. Við lágt hitastig
sjávar versna einnig skilyrði fyrir þau
sjávardýr sem laxinn nærist á, og afleið-
ingarnar þekkja flestir veiðimenn.
„Ásarnir“ á hálfvirði
Sú deyfð sem verið hefur yfir veiðinni
kemur fram í mörgum myndum. Eitt
skýrasta dæmið er þó að finna í Laxá á
Ásum, þar sem veiði var mjög slök í júní.
Veiðileyfi gengu kaupum og sölum á
hálfvirði. Þess eru dæmi að menn seldu
stöng, sem þeir höfðu borgað fyrir 110
þúsund krónur á 50-60 þúsund krónur.
Margir veiðimenn sem Tíminn ræddi
við í gær segja að mjög lítill fiskur sé í
ánum og göngur séu litlar og stopular.
Um göngur í árnar segir áðurnefndur
Vigfús Jóhannsson að ekki sé loku fyrir
það skotið að lax verði að ganga í árnar
út ágústmánuð. „Menn skulu þó ekki
búast við stórgöngum. Komið er fram
yfir tíma þeirra. Það má hinsvegar búast
við að fiskur verði að ganga allan ágúst.
Ef við tökum mið af hafbeitinni, sem
gefur mjög góða jnynd þar sem allt sem
heimtist er tekið, sýnir það sig að aðal-
göngutíminn er frá miðjum júlí og fram
í fyrstu viku ágústmánaðar,“ sagði
Vigfús.
Meðalþyngd fellur um kíló
Sá lax sem gengið hefur í hafbeitar-
stöðvar hefur verið mun smærri en í
fyrra. Vigfús nefnir sem dæmi að í fyrra
hafi meðalvigt á hafbeitarfiski verið í
kringum þrjú kíló eða sex pund. „í dag
er meðalvigtin upp á 2 til 2,2 kíló. Þetta
er gríðarstórt stökk niður á við.
En hvað varðar heildarmynstrið þá
líkist þetta sleppingum árið 1983. Þá
komu upp svipuð skilyrði og nú virðast
hafa skapast og heimtur urðu einungis
3% á eins árs fiski 1984. Að ári urðu
heimtur á tveggja ára fiski einnig þrjú
prósent úr árganginum, en verðmæta-
sköpunin varð verulega meiri, heldur en
ef stærri hluti hefði skilað sér eins árs
gamall. Þegar um er að ræða tveggja ára
fisk er hann um fjögur til sjö kíló á móti
þremur kílóum eins árs.“
Af athugunum sem Veiðimálastofnun
hefur gert virðist mega ætla að um
helmingi minni heimtur verði í hafbeit í
ár en í fyrra.
Þetta þýðir þó ekki endilega helmingi
minni laxagengd í íslenskar veiðiár. Talið
er að seiðin sem klekjast út við náttúruleg
skilyrði séu hæfari til að bjarga sér en þau
sem undirbúin eru við tilbúin skilyrði í
hafbeitarstöðvum, til að ganga til sjávar.
Því má lauslega áætla að laxagengd í
veiðiárnar sé um 20 til 25% minni en var
t.a.m. í fyrra. Erfitt er þó að gera sér
fullkomlega grein fyrir þessu, þar sem
mjög misjafnt er hversu mikið veiðist af
þeim laxi er gengur í ár. Heyrst hafa tölur
allt niður í 15% og upp í 40%, og allt þar
á milli.
Erfitt vor fyrir seiði
Ár voru víðar kaldar í vor, þegar
eðlilegur niðurgöngutími var fyrir laxa-
seiði. Fullvíst má því telja að niðurgöngu-
tími hafi dreifst og getur það komið niður
á eins árs fiski næsta sumar. Hinsvegar
berast betri fréttir til stangveiðimanna
varðandi sjávarhita og skilyrði í sjónum
frá því í vor, en var vorið 1988.
Ef við tökum þetta stuttaralega saman
gæti útkoman orðið þessi: Von er á
sterkum göngum tveggja ára fisks á næsta
ári. Flest bendir til þess að eins árs fiskur
verði ekki langt undir meðallagi. Sem
sagt von gæti verið á uppsveiflu strax á
næsta ári í stangveiðinni. Vert er þó að
hafa í huga að spár fyrir þetta sumar voru
á svipuðum nótum og í raun hlýtur að
vera mjög erfitt að segja til um hver
útkoman verður og ræðst ekki endanlega
fyrr en fært hefur verið inn í veiðibækur
næsta sumars.
Rangár og Laxá í Kjós
Tíminn hefur ekki haft spurnir af nema
tveimur ám sem hafa haldið sínu. Laxá í
Kjós er aflahæst enn sem komið er, en
virðist þó ekki ætla að verða nálægt eigin
meti sem sett var í fyrra. Þá ber að geta
þess að Rangárnar hafa gefið óvenju vel
eða um fimmtíu laxa, sem er jafnmikið
og í allt fyrrasumar. Þar er að skila sér
geysiöflugt starf sem veiðifélagið um
árnar hefur unnið síðustu ár. Viðbúið er
að þeirra verði oftar getið á komandi
árum, en það er yfirlýst markmið Stanga-
veiðifélags Rangæinga að fylla árnar af
laxi. Miklar sleppingar eru í gangi og
verða næstu ár.
Netin tóm í ár
Það eru fleiri en stangveiðimcnn og
fiskeldismenn sem hafa um sárt að binda
bregðist laxvciði. Netabændur við Hvítá
hafa dágóðar tekjur af laxveiði. í fyrra
var veiðin með eindæmum góð oft var
það sem netin bókstaflega sukku af laxi.
Nú snýst dæmið við. Veiðin hefur verið
rýr og fer vart batnandi úr þessu. Neta-
bændur hafa heyrst tala um að ekki væri
nema tittur og tittur á stangli í netunum
og vart tæki því að leggja upp á slíka
veiði.
Áfram hækkar verðið
Það hefur sýnt sig að þrátt fyrir léleg
sumur inn á milli í laxveiðinni, lækkar
verðið ekki að sama skapi árið eftir.
Veiðimenn eru ávallt tilbúnir að kaupa
leyfin þegar vorar og virðist ekki skipta
máli þótt þau hækki um verulegar upp-
hæðir. Allir virðast trúa því að veiði
skáni.
Einhverjir hafa þó haft á orði að
einkaþotum á Reykjavíkurflugvelli hafi
fækkað síðari ár og hafa það til marks um
að færri útlendingar veiti sér þann munað
að koma í lax á íslandi. Þá er einnig
athyglisvert að víða hefur útlendingatím-
inn verið styttur og skotið inn í hann
„Íslendingatíma“ þar sem menn brúka
maðkinn og mokveiða oft.
/