Tíminn - 01.09.1989, Blaðsíða 9
8 Tíminn
Föstudagur 1. september 1989
Föstudagur 1. september 1989
Tíminn 9
'
■■
-
.. :
■
J'WÉZ-
: !
Eldur í gufubaði í Mosfellsbæ í fyrra, en þetta er eitt af 39 tUvikum um bruna og tjón þar sem rafmagn kom við sögu.
Tímamynd: Pjclur
Heimsmethafar í innflutningi um 2.500 nýrra tegunda raffanga á ári, en eftirliti ábótavant:
Allt f rá úrvalsvöru niður í rusl
íslendingar munu ekki langt frá einu
heimsmetinu sínu með innflutningi á
þriðja þúsund nýrra raftækja á einu ári -
sem á hinn bóginn er svo talandi dæmi um
fádæma kaupgleði og nýjungagirni
landans. Þrátt fyrir að fjöldi tækja sem
víða eru prófunarskyld, t.d. sjónvarps-
og hljómflutningstæki, séu það ekki hér á
landi berast Rafmagnseftirliti íslenska
ríkisins fleiri prófunarskyld rafföng (um
2.500 á ári hverju) heldur en sambærileg-
um stofnunum í öðrum löndum. Nauðsyn
á eftirliti og aðgát má m.a. merkja af því
að 44 brunatjón og slys af völdum raf-
magns urðu í landinu á s.l. ári. Þrátt fyrir
það leynast „þrjótar" í hópi innflytjenda
sem reyna að komast fram hjá þessu ör-
yggiseftirliti.
Heimilistæki mörg hættuleg ef...
í 39 tilfellum urðu tjón af rafmagni,
aðallega eldsvoðar, hér á landi í fyrra.
Þess utan voru 5 tilfelli um slys á
mönnum, oftast rafiðnaðarmönnum við
störf. Meirihluti eldsvoðanna var vegna
heimilistækja sem flestir umgangast og
nota dags daglega. Þrisvar var sjónvarpið
t d. sökudólgurinn. Eldsupptök voru oft í
lömpum eða í snúrum að þeim, tvisvar í
frystikistum, nokkrum sinnum vegna of-
hítunar á eldavél. Einnig komu við sögu
Eftir Heiði Helgadóttur
þurrkari, kaffikanna, straujárn (m.
ónýtri snúru), hitablásarar, lóðbolti og
rafmagnstafla. Stundum bilaði hitastillir
á tækjum, en í öðrum tilfellum var um
kæruleysi/klaufaskap að ræða. Eftirlit er
því varla að ófyrirsynju.
... hreinasta martröð...
Rafmagnseftirlitið afgreiddi 2.527 um-
sóknir um raffangaprófanir árið 1988
(9% fjölgun frá 1987). Þar af voru um 370
afgreiddar með synjun. Nær helmingur
umsóknanna var vegna heimilistækja,
áhalda og verkfæra, nær þriðjungur
vegna Ijósabúnaðar en aðeins um 20%
vegna búnaðar til raflagna og fíngerðs
rafeindabúnaðar.
Bergur Jónsson rafmagnseftirlitsstjóri
var spurður um ástæðu þess að hátt í 2
þúsund ný tæki og lampar skuli þurfa
prófun á einu ári- hvort „innflutnings-
gleði“ landans ætti þar kannski hlut að
máli?
„Örugglega. Gott dæmi eru jólaser-
íurnar, sem verið hafa hreinasta martröð
hjá okkur. Það er fluttur inn þvílíkur
mýgrútur af tegundum, að ekki er hægt
að finna nokkurn samjöfnuð í þeim lönd-
um sem við þekkjum til. Auk þess að
hafa bannað fjölmargar, sem eru algert
rusl og stórhættulegar, erum við með
slatta sem sleppur í gegnum prófanir -
þótt við sjáum það af okkar fagþekkingu
að þær eru óttalegt rusl. Síðan eru aðrar
sem eru mjög góðar og svo allt þarna á
milli.
Tilgangurinn sá einn að græða
- Landsmenn eru mjög innflutnings-
glaðir og margir sem fá hugmyndir að
flytja inn. Á erlendum vörusýningum sjá
þeir kannski eitthvað og hugsa með sér:
Þetta er stórsniðugt, ég get grætt á þessu.
Oft og tíðum hafa þeir hins vegar hvorki
nokkra fagþekkingu né hina minnstu
þjónustulund. Tilgangurinn er sá einn að
flytja inn hlut sem þeir telja sig geta grætt
á - enda engar hömlur á því hverjir mega
flytja inn og hvað þeir geta flutt inn.
- Síðan fer það bara eftir því hvað
þetta kostar og hversu nýjungagjarnir
landsmenn eru hvort viðkomandi tekst
að selja hlutinn eins og heitar lummur.
Stundum virðast menn geta náð alveg
ótrúlegri sölu, eins og dæmi eru þekkt
um. Við virðumst því vera ákaflega ný-
jungagjörn og kaupa oft allan andsk...
sem aðrar þjóðir láta sér ekki detta í hug
að kaupa - vegna þess að hlutina vantar
ekkert á heimilið.
- Þrátt fyrir 2.500 prófanir hér á landi
er fjöldi tækja, sem er prófunarskyldur
víða annarsstaðar, það ekki hér, þótt
þess væri vissulega þörf. Rafeind heimi-
listæki, t.d. magnarar, sjónvarpstæki,
myndbandstæki og fleiri eru t.d. ekki
prófunarskyld. Við vitum þó að þau geta
verið stórhættuleg, vitum að bæði sjón-
varps- og myndbandstæki hafa valdið
brunatjónum, bæði hér á landi og annars-
staðar."
Þrír sjónvarpsbrunar
í ársskýrslu Rafmagnseftirlitsins kom
fram að þrisvar t.d. kviknað í sjónvarps-
tækjum á síðasta ári.
- Þessvegna ráðleggjum við fólki að
taka þau alltaf úr sambandi, ekki aðeins
slökkva á tækinu sjálfu. Þá má benda á að
stórhættulegt er að stinga sjónvarps-
tækjum inn í hilluskápa, eins og víða er
gert, því það veldur svo mikilli hitamynd-
un. Það sama er að segja um myndbands-
tækin, sem oft eru annað hvort skorðuð í
þröngum hillum, inni í tækjasamstæðu
eða jafnvel á gólfteppi þar sem ekkert
getur loftað undir þau. í samstæðum hitar
t.d. hvert tæki annað upp og það myndast
óeðlilegur hiti, sem annað hvort leiðir til
bilana í tækjunum ellegar hreint og beint
að hitinn kveikir í.“
í nefndri skýrslu vekur líka athygli að
tjón sem Rafmagnseftirlitið rannsakar
hafa verið nær tvöfalt fleiri s.l. þrjú ár
heldur en mörg næstu ár á undan.
Án þess að geta fullyrt það kvaðst
Bergur geta sér til að þessi fjölgun sé,
a.m.k. að hluta til vegna þess að eftir-
litinu er oftar tilkynnt um eldsvoða vegna
rafmagns. Þó ástæðan geti oft virst liggja
í augum uppi geti annað komið í ljós.
Þannig var t.d. um eld í eldhúsviftu, sem
síðan hafi komið í ljós að stafaði af verk-
smiðjugalla í smáhlut (þétti). Eftir sam-
starf við rafmagnseftirlit í Þýskalandi
komu fleiri tilfelli um eld í ljós og þetta
leiddi síðan til þess að allar viftur sömu
tegundar voru innkallaðar.
Vegna þess að Rafmagnseftirlitið kom-
ist hreinlega ekki yfir að anna eftirliti
með öllu sem inn er flutt segir Bergur líka
ýmislegt berast hingað til lands sem jafn-
vel hefur verið synjað í öðrum löndum.
Það sé þó ekki vegna viljaleysis, heldur
þess að stjómvöld hafi ekki gefið færi á
að sinna þessu eins og þörf er á og þyrfti
að gera ef vel ætti að vera.
Helmingur amerískra afturreka
Þýskaland hefur algera yfirburði þegar
litið er á fjölda prófaðra tækja eftir lönd-
um og þau standast hana yfirleitt vel. Fá
tæki frá Norðurlöndunum, Austurríki,
Sviss og Japan fá líka synjun frá Raf-
magnseftirlitinu. Á hinn bóginn komst
aðeins rúmlega þriðjungur raffanga frá
Taiwan í gegnum „nálarauga" RER í
fyrra. Og sérstaka athygli vekur, að nær
helmingur raffanga frá Bandaríkjunum
hefur verið gerður afturreka á árinu.
- Já, það er nokkuð merkilegt með
Bandaríkin. En ég hef tekið eftir því að
þeir framleiða allt frá mjög góðri vöru og
svo niður í algert rusl. Þeir framleiða líka
margt eftir eigin reglum sem einungis er
ætlað á innanlandsmarkað. Þessir hlutir
eru samt oft keyptir hingað í hugsunar-
og þekkingarleysi og standast ekki þær al-
þjóðlegu reglur sem hér er farið eftir,“
segir Bergur.
Alltaf þrjótar innan um...
Sumir láta sér þó ekki segjast, því ekki
mun svo ótítt að rafföngum sem ekki hafa
staðist prófun, hafi samt verið laumað
hér á markað. Bergur var spurður hvort
mikið bæri á „þrjótum" að þessu leyti.
- Almennt séð held ég að orðið sé mun
minna um þetta. Yfirleitt er mjög góð
samvinna milli okkar og innflytjenda og
þeir hafa öðlast aukinn skilning á því að
við erum einungis að reyna að uppfylla
kröfur um öryggi, enda höfum við getað
sýnt þeim og sannað að mörg tilfelli eru
um hið gagnstæða.
- Óneitanlega eru þó alltaf nokkrir
þrjótar inn á milli, sem maður er í sífelld-
um eltingaleik við. Stundum hefur maður
á tilfinningunni að þeir séu fyrst og fremst
að reyna að ná sér niðri á náunganum -
þ.e. að útilokað sé að þeir séu bara svona
heimskir. Maður með meðalvit hlýtur að
skilja að öryggiskröfurnar eru gerðar fyr-
ir heildina og eins til að forða þeim sjálf-
um frá skaðabótaskyldu ef tjón eða slys
hlýst af þeim rafföngum sem þeir eru að
flytja inn. En svona menn eru því miður
til.“
Iðgjaldahækkun á „skussana"
Ósjaldan hafa heyrst dæmi um það eft-
ir milljónatjón í eldsvoða að Raf-
magnseftirlitið hafi, jafnvel árum saman,
gert athugasemdir um lélegan frágang
eða jafnvel hættulegan trassaskap.
- Allt of mörg dæmi eru um vítaverðan
trassaskap, þegar menn vilja ekki endur-
nýja raflagnir þótt þeim sé bent á hættuna
sem af þeim stafar. Það skilja allir að laga
þarf lekt þak, skipta um brotið klósett og
pípur ef það flæðir út á gólf. En að endur-
nýja þurfi raflagnir sem sjást ekki inni í
veggjum virðist önnur saga. Sumir virð-
ast jafnvel ekki einu sinn átta sig á því
þótt rofar og tenglar hangi loklausir út úr
veggjum. Þeir vita að þeir mega ekki
■ :
koma við vissan vír eða skrúfu, en hafa
vanið sig á að kveikja og slökkva þannig
að ekkert gerist. Eða tafla, sem getur ver-
ið svo koluð og brunnin, að það er bara
tímaspursmál hvenær verður skammh-
laup í henni og sprenging.
- Við höfum verið að reyna að fá trygg-
ingafélögin til að vinna með okkur í þessu
vegna þess að menn fá tryggingafé greitt
þó svo að það hafi brunnið hjá þeim
vegna vítaverðs gáleysis. Okkur þykir
hart að þessir menn skuli síðan standa
sigri hrósandi með tryggingafé greitt að
fullu og þar með peninga til að byggja
upp nýtt hús eftir bruna þess gamla sem
allt var í rúst.“
Með slíkum trassaskap, oft árum
saman, segir Bergur þessa menn líka
setja alla sem hjá þeim starfa í stórhættu.
Rafmagnseftirlitið hefur lagt til að þeim
sem tryggja húsnæði, þar sem skoðun
hefur sýnt hættulegt ástand raflagna, 1
verði gert að greiða iðgjald samkvæmt
hærri áhættuflokki. Þá væri bæði um að
ræða aukna pressu á úrbætur auk þess
sem stærri hluti tjónsins kæmi þá úr vasa
trassanna sjálfra. Nærtækt dæmi eru t.d.
mismunandi áhættuflokkar í bílatrygg-
ingunum. - HEI