Tíminn - 01.09.1989, Blaðsíða 15
Föstudagur'1. september 1989 Tíminn 15
.................. ............. 1 .............' ............................1 i'iiiiiiiiiiiiiiii.! :n;iiiiiiiiiniiii' • ..................................... ............. .................................... aiiiiiiiiiii/T!ii!iiiiiiiiii:n
Handknattleikur:
Kanar í heimsókn
- A-Þjóðverjar koma í næstu viku
Bandaríska landsliðið í hand-
knattleik leikur um helgina landsleik
gegn liði íslands, en bandaríska liðið
mun dvelja í tvær vikur hér á landi
við æfingar og keppni.
Leikurinn verður á sunnudag í
hinu nýja íþróttahúsi á Seltjarnar-
nesi kl. 20.00. Þetta verður í fyrsta
sinn sem landsleikur fer fram í
húsinu.
í næstu viku leikur bandaríska
liðið þrjá leiki gegn íslenska ungl-
ingalandsliðinu U-21 árs, en liðið
býr sig nú undir úrslitakeppni heims-
meistaramótsins á Spáni. Á mánu-
dag verður leikið í íþróttahúsinu á
Keflavíkurflugvelii íd. 20.00 en
bandaríska liðið mun dveljast á
vellinum og æfa í íþróttahúsinu þar.
Á þriðjudag leika liðin í Digranesi
kl. 20.00 og á fimmtudag verður
leikið í fyrsta sinn í nýja íþróttahús-
inu í Garðabæ kl. 18.00.
Sá leikur verður forleikur að
landsleik íslendinga og A-Þjóð-
verja. Daginn áður leika A-Þjóð-
verjar fyrri leik sinn í heimsókninni
á Akureyri kl. 20.00.
Landsliðshópurinn fyrir þessa
leiki er þannig skipaður:
Knattspyrna:
Ólafur og
Kristinn með
gegn Finnum
- sem eldri leikmenn
Á þriðjudaginn kemur Ieika
fslendingar gegn Finnum í
undankeppni Evrópumóts
landsliða 21 árs og yngri.
Leikurinn fer fram á Akureyr-
arvelli og hefst Id. 19.00.
Guðni Kjartansson þjálfari
liðsins hefur valið eftirtalda
leikmenn til þátttöku ■ leikn-
um.
Markverðir:
Ólafur Gottskálksson . . . í A
Adólf Óskarsson......ÍBV
Aðrir leikmenn:
Einar Páll Tómasson . . Val
Steinar Adólfsson .... Val
Eyjólfur Sverrisson . UMFT
Alexander Högnason . . . f A
Haraldur Ingólfsson . . . . f A
Kjartan Einarsson .... ÍBK
Baldur Bjarnason . . . Fylki
Þórhallur Víkingsson . . FH
Ólafur Kristjánsson . . . FH
Þorsteinn Halldórsson . KR
Heimir Guðjónsson . . . KR
Jóhann Lapas.......... KR
Ólafur Þórðarson . . Brann
Kristinn R. Jónsson . . Fram
BL
Knattspyma:
Forsala á
HM - leikinn
Forsala aðgöngumiða á
landsleik íslendinga og A-
Þjóðverja í undankeppni HM í
knattspyrnu, sem leikin verður
á Laugardalsvelli á miðvikudag
kl. 18.00 hefst í dag.
Selt verður í dag í Austur-
stræti og Kringlunni kl. 12-19.
Á morgun verður selt í Kringl-
unni kl. 10-16 og á mánudag og
þriðjudag í Austurstræti og á
Laugardalsvelii kl. 12-18. Á
miðvikudag verða miðar seldir
frá kl. 11 á Laugardalsvelli.
Sú nýbreytni hefur verið tek-
in upp að fólk utan af landi
getur pantað miða í síma 91-
84444 á sunnudaginn Id. 14-19.
Sækja verður pantanir fyrir lok
forsölu kl. 18 á þriðjudag.
Markverðir:
Guðmundur Hrafnkelsson . . . FH
Hrafn Margeirsson.......Víkingi
Gísli Felix Bjarnason ...... KR
Aðrir leikmenn:
Guðmundur Guðmundss. . Víkingi
Bjarki Sigurðsson ......Vfiringi
Jakob Sigurðsson ............Val
Valdimar Grímsson............Val
Þorgils Óttar Mathiesen .... FH
Geir Sveinsson.......Granollers
Birgir Sigurðsson.......Vflringi
Skúli Gunnsteinsson . . Stjömunni
Gunnar Gunnarsson........Ystad
Brynjar Harðarson ...........Val
Jón Kristjánsson.............Val
Kristján Arason ............Teka
Alfreð Gíslason..........Bidasoa
Atli Hilmarsson .... Granollers
Óskar Ármannsson .............FH
Guðjón Árnason................FH
Gunnar Beinteinsson...........FH
Margt smátt
Brussel. BelgarogHollendingar
hafa í hyggju að sækja sameiginiega
um að fá að halda úrslitakeppni
Evrópumóts landsliða 1998. Gert er
ráð fyrir að keppnin verði haldin í 5
belgískum og 5 hollenskum borgum.
Búist er við því að formleg umsókn
verði lögð fram á næsta ári.
San Juan, Puerto ríco. ai-
þjóðaólympíunefndin fundar þessa
dagana í Puerto Rico. Lyfjamál eru
mjög ofarlega á baugi á fundinum og
komið hefur fram að nauðsynlegt sé
að ný alþjóðareglugerð um lyfjamál
verði samin. Þá hefur það einnig
komið fram á fundinum að Peking,
höfuðborg Kína mun á næsta ári
sækja um að fá að halda Ólympíu-
leikana árið 2000. Þá hefur og komið
fram að borgaryfirvöld í Berlín hafa
sýnt því áhuga að haldá leikana árið
2004. Viðræður standa yfir milli
yfirvalda í vestur og austurhluta
borgarinnar um sameiginlega um-
sókn um leikana.
Boston. Evrópubikarmeistarar
Jugoplastika í körfuknattleik hafa
höfðað mál gegn NB A-liðinu Boston
Celtics, fyrir að bera víurnar í lands-
liðsmanninn Dino Radja. Radja sem
enn er samningsbundinn júgóslavn-
eska liðinu, hefur gert eins árs
samning við Celtics.
New York. Þrettán leikmenn
í bandarísku NFL atvinnumanna-
deildinni í fótbolta, hafa verið
dæmdir í eins mánaðar leikbann
fyrir notkun stera lyfja. Þetta mun
vera í fyrsta sinn sem bandarísk
atvinnumannadeild refsar leikmönn-
um fyrir notkun steralyfja. Samtök
leikmanna í NFL- deildinni fóru
fram á lögbann á þessar aðgerðir, en
beiðni þeirra var hafnað.
ÍSÍ með
námskeið
Fræðslunefnd ÍSÍ mun í septem-
ber standa fyrir leiðbeinanda og
fræðslunámskeiðum.
1.-3. september verður haldið
námskeið þar sem Grunnstig ÍSÍ
verður kennt. Kennarar verða Olga
Lísa Garðarsdóttir og Anton
Bjamason.
A-stig ÍSÍ, samræmdur bóklegur
hluti verður námsefnið á námskeiði
helgina 16.-17. september. Aðal-
kennari á því námskeiði verður Guð-
mundur Ólafsson íþróttakennari.
Námskeið fyrir byrjendur í
íþróttasálarfræði verður haldið 29.
september til 1. október. Kennari
verður dr. A. Morgan Olsen prófess-
or við íþróttháskóla Noregs. Skrán-
ing og nánari upplýsingar fást á
skrifstofu ÍSÍ.
1x2 1x2 1x2 1x2 1x2
Get-raunir!!!
Enginn var með 12 rétta í
34. leikviku getrauna um
síðustu helgi. Þar að auki
voru aðeins 2 með 11 rétta.
Þeir fengu hvor í sinn hlut
56.747 kr.
Fyrsti vinningur 264.839
kr. bætast því við 1. vinning
nú um helgina og verður
potturinn því tvöfaldur.
Úrsiitin um síðustu helgi
voru nokkuð óvenjuleg fyrir
þær sakir að jafnteflin fleiri
en gengur og gerist. Fjórir
heimasigrar, sjö jafntefli og
einn útisigur er skipting sem
ekki sést um hverja helgi.
Þegar skipting getrauna-
merkjanna er á þessa lund
er varla von á því að nokkur
nái 12 réttum.
Hópleikur getrauna ligg-
ur niðri um þessar mundir.
Millibilsástand rfkir nú, þar
sem nýr hópleikur hefst 9.
september. Fjölmiðla-
keppnin liggur einnig niðri,
en nýr leikur hefst einnig
þann 9. september. Tveir
nýir miðlar taka þátt í fjöl-
miðlakeppninni í vetur, Al-
þýðublaðið og Hljóðbylgj-
an á Akureyri.
Fylkir var söluhæsta fé-
lagið í síðustu viku með
9,857% áheita, Fram kom
næst með 8,256% og KR
hafði 6,547%.
Leikimir á seðlinum um
helgina, sem mun vera 35.
leikvika, em úr 2. deild
ensku knattspyrnunnar og
1. deildinni hér á Fróni.
Sölukerfið lokar kl. 13.55 á
laugardag.
11 Valur-Þór: 1
Með nýjan þjálfara mæta
Valsmenn galvaskir til leiks
og þrátt fyrir mikla baráttu
Þórsara fyrir stigi í botnbar-
áttunni þá reynast Vals-
menn sterkari aðilinn.
Kefiavík-Vflringur: 2
Þjálfari Keflvíkinga hefur
einnig látið af störfum.
Staða liðsins er vonlítil og
lánið er ekki með þeim í
þessum leik. Víkingar hirða
öll stigin.
FH-Akranes: x
FH-ingar töpuðu stórt fyrir
Skagamönnum f Krikanum
í bikarkeppninni og sú út-
reið verður þeim ofarlega í
1 huga í þessum leik. Þeir ná
þó aðeins jafntefli gegn
frískum Skagamönnum.
KA-Fylkir: 1
| Lið KA stendur best að vígi
í efsta sæti 1. deildar. Margt
bendir til þess að liðið kræki
í sinn fyrsta íslandsmeist-
aratitil í sumar og Fylkis-
menn verða þeim ekki til
trafala. Minnugir fyrri leiks
liðanna mæta KA-menn
mjög ákveðnir til leiks.
Bradford-Portsmouth: 1
Leikmenn Bradford verða
að teljast mun sigurstrang-
legri aðilinn í þessum leik
og ekki skemmir heima-
völlurinn fyrir.
Brighton-Port Vale: 1
Öruggur heimasigur í þess-.
um leik, þar sem nýliðarnir
í 2. deild reyna að krækja í
dýrmæt stig, en liðið hefur
það ekki að sigra á útivelli
það sem af er deildarkeppn-
innar.
Hull-West Ham: x
West Ham verður í topp-
baráttu í 2. deild í vetur,
svo mikið er víst. Þeir ná þó
aðeins einu stigi gegn Hull
á útivelli.
Ipswich-Bournemouth: 1
Sömu sögu er að segja um
Ipswich og West Ham. Lið-
ið verður í toppbaráttunni í
vetur, en lið Bournemouth
kann mun betur við sig á
heimavelli en úti og það
gegn svo sterku liði.
Middlesbr.-Sheff. Utd.: x
Lið Sheffield er sterkt um
þessar mundir og líklegt til
þess að blanda sér í barátt-
una um 1. deildarsæti.
Middlesboro liðið er hins
vegar sterkt á heimavelli og
því er jafntefli ekki svo
fjarri lagi.
Stoke-Leeds: 1
Þrátt fyrir nýja leikmenn
hefur lið Leeds ekki náð að
standa undir þeim vonum
sem til liðsins voru gerðar.
Ósigur gegn Stoke verður
ekki til þess að bæta úr skák.
Watford-Leicester: 1
Öruggur sigur hjá Watford
í þessum leik. Liðið hefur
staðið sig vel það sem af er
og Leicester-liðið sem vænt-
anlega mun sætta sig við
jafntefli í leiknum, heldur
heim á leið án stiga.
WBA-Sunderland: 2
Lið WBA er neðst í 2. deild
með 1 stig úr þremur leikj-
um. Liðið var nálægt því að
tryggja sér 1. deildarsæti í
vor, en brást á örlaga-
stundu. Er WBA nú á leið
niður í 3. deild, eða Sunder-
land á leið upp í 1. deild.
FJÖLMIÐL ASPÁ iá'E-ite.iíi áEiKJ&r fmis
1 ' 1 LEIKIR 2. SEPT. ’89 ~l co 2 > Q Z Z 2 F Z 3 1 2 [ DAGUR e Q. tt •=J </} 2 œ 9 M 1 z < z CL 1 SAVTALS |
1 X 7?
1 Valur - Þór 1 1 1 1 X i 1 1 1 8 1 o i
'if Keflavík - Víkingur 2 1 2 2 1 X 2 X 2 2 2 51
Í F.H. - Akranes 1 1 X 1 X 1 2 1 2 5 2 'í;
p K.A. - Fylkir 1 1 1 1 1 1 1 1 1 9 0 0 f
i Bradford - Portsmouth 2 1 1 2 X 1 1 1 1 5 2 2 íj
1 Brighton - Port Vale X 1 1 1 1 1 1 1 1 8 1 - * o S
| Hull - West Ham 2 2 X 2 2 2 2 X 2 0 2 7 í
| Ipswich - Bournemouth 1 1 I? 1 1 1 1 1 1 9 0 0 P
1 Middlesbro - Sheff. Utd. 2 1 X 1 X 2 1 X 2 3 3 3 :i:
i Stoke - Leeds 2 2 1 2 2 2 11X 2 2 1 6 ii
1 Watford - Leícester 1 1 1 1 1 2 7[T X 7 1 1 \
1 W.B.A, - Sunderland 1 Li 2 X 1 7 11 1 7 1 7
Betra
seint en
aldrei
Það gekk ekki þrautalaust fyrir sig
að flauta leik Einherja og Vest-
mannaeyja á. Upphaflega átti
leikurinn að leikast laugardaginn 15.
júlí. Að ósk liðanna var hann færður
fram á föstudaginn 14. En svo illa
vildi til að Vestmannaeyingar kom-
ust ekki til Vopnafjarðar vegna
veðurs í Eyjum. Þá var reynt þann
15. en ekki gekk það og heldur ekki
þann 16. Þá var brugðið á það ráð
að fresta leiknum allt til 29. ágúst.
En, viti menn, auðvitað var ófært
sem fyrr og var það mál manna að
leikur þessi ætti alls ekki að fara
fram og var leiknum frestað um einn
dag og þá settur á klukkan 18.00
vegna birtuskilyrða.
Upp rann 30. dagur ágústmánaðar
og skein sól glatt í heiði og Vest-
mannaeyingar flugu vígreifir ásamt
stuðningsmönnum til Vopnafjarðar.
En kálið var ekki sopið þó í ausuna
væri komið. Dómaratríóið átti flug
klukkan 15.30 sem þótti svona í
síðasta lagi vegna ldhgdar flugs.
Þegar ganga átti um borð kom í ljós
að flugvél þeirra var í lamasessi
vegna bilunar og engin vél fékkst í
staðinn. Eftir mikla hvatningu frá
dómurum leiksins var vélinni tjaslað
saman og flogið af stað kl. 17.00 og
klukkan 18.40 sagði Egill Már Mark-
ússon dómari ieiksins „ Betra seint
en aldrei" og flautaði leikinn á.
Sparkarar
áferð
og flugi
Næstkomandi keppnistímabil
mun keppnisfyrirkomulagi 3. deildar
í knattspyrnu verða breytt. í stað
tveggja riðla, suðvestur og norðaust-
ur, eins og nú er, mun aðeins verða
einn riðill með tíu lið innbyrðis. Nú
þegar lítið er eftir af íslandsmótinu
í knattspyrnu er mjög farið að skýr-
ast hvað lið munu skipa hina nýju 3.
deild og er niðurstaðan mjög athygl-
isverð.
Að öllum líkindum verða aðeins
þrjú lið frá suðvesturhorni landsins
og afgangurinn dreifður um allt
land. Ef við lítum á liðin, þá mun
deildin líta út sem hér segir: Af
suðvesturhominu koma Haukar úr
Hafnarfirði, sem koma upp úr fjórðu
deild, Þróttur Reykjavík, sem sigldi
lygnan sjó í þriðju deild a-riðli og lið
ÍK úr kópavogi, sem að öllu óbreyttu
tapar baráttunni um 2. deildar sæti
fyrir Grindavík. Þá munu í nýrri 3.
deild sitja núverandi 3. deildar lið,
BÍ frá ísafirði, sem var í a-riðli
deildarinnar, Þróttur Neskaupstað,
Dalvík og Reynir Árskógsströnd,
sem öll vom í b-riðlinum. Þá kemur
Akureyrarliðið TBA úr 4. deild. Þá
em aðeins eftir þau lið sem falla úr
2. deild en það verða enn ein
landsbyggðarliðin, Völsungur frá
Húsavík og Einherji frá Vopnafirði.
Á þessu má sjá að deildin verður
örugglega sú dýrasta á næstkomandi
sumri, óteljandi flugferðir fýrir liðin,
og að ógleymdum kostnaði við dóm-
gæslu og ekki ólíklegt að kostnaður-
inn muni ríða einhverjum félögum
að fullu, ekki síst þar sem áhorfenda-
fjöldi er hverfandi.
Með fyrirvara verður 3. deildin
sem hér segir árið 1990:
ÍK, Haukar, TBA, Reynir Árskógs-
strönd, ÞrótturNeskaupsstað, Þrótt-
ur Rvík. BÍ, Völsungur, Einherji
Dalvík.