Tíminn - 18.10.1989, Qupperneq 2
2 Tíminn
Miðvikudagur 18. október 1989
Hvatt til frekari uppbyggingar
Tímanum hefur borist eftirfarandi
fréttatilkynning:
„Á héraðsfundi Skagafjarðarpróf-
astsdæmis var eftirfarandi samþykkt
gerð með samhljóða atkvæðum allra
fundarmanna:
„Héraðsfundur Skagafjarðarpróf-
astsdæmis, haldinn á Hólum í
Hjaltadal 15. október 1989, lýsir
ánægju með endurgerð Hóladóm-
kirkju og fagnar bættri aðstöðu
kirkjunnar á staðnum. Hvetur fund-
urinn til frekari uppbyggingar svo að
staðurinn megi sem best gegna hlut-
verki sínu í kirkjulegu tilliti. Telur
fundurinn að góð tengsl kirkju og
skóla á Hólastað séu báðum aðilum
gagnleg og bendir á nauðsyn þess að
komið verði upp húsnæði þessara
aðila fyrir minja- og bókasöfn auk
skrifstofuhúsnæðis.
Þá telur fundurinn sjálfsagt að
gætt verði samræmis í kirkjulegri
uppbyggingu á Hólum og á Löngu-
mýri.“
Sauðárkróki,
16. október 1989,
Hjálmar Jónsson."
Breska stórfyrirtækið Butler:
Rennir hýru auga
til Hekluvikurs
Fulltrúar breska stórfyrirtækisins
Butler, sem sérhæfir sig í framleiðslu
húseininga, voru hér á landi í síðustu
viku til að kanna aðstæður og áhuga
á að reisa stóra verksmiðju sem
framleiða mundi þilplötur úr Heklu-
vikri og innfluttu gipsi. Fulltrúar
fyrirtækisins ræddu þessi mál m.a.
við iðnaðarráðherra og fulltrúa
Hafnarfjarðar, þar sem einn af þeim
stöðum sem til greina koma fyrir
verksmiðjuna er í Kapelluhrauni
skammt frá álverinu í Straumsvík.
Verksmiðjuhúsið yrði um 12 þús-
und fermetrar að stærð, en lóðin
sem verksmiðjan þyrfti að hafa til
umráða er um 40 þúsund fermetrar,
auk þess sem hafnaraðstaða þarf að
vera góð. Helstu staðir sem til greina
koma og þar sem góðar hafnir eru
skammt frá, eru við Straumsvík og
Grundartanga. Þilplötumar sem
framleiddar væm, yrðu fluttar á
markað í Bretlandi og er áætlað að
árlegur útflutningur gæti orðið um
18 skipsfarmar. Þá mundi verksmiðj-
an veita 70 til 80 manns atvinnu,
miðað við fulla framleiðslu. Hins
vegar hefur hagkvæmniskönnun
ekki farið fram og því óljóst hvort
hagkvæmara sé fyrir fyrirtækið að
flytja vikur óunninn úr landi og
vinna hann í Skotlandi.
Það sem einkum rekur Butler
hingað til lands er Hekluvikurinn.
Slíkur vikur þekkist ekki nema á
þremur stöðum, þ.e. við Heklu, í
Kenýa og á Ítalíu, en ítalir hafa
bannað útflutning á vikri.
-ABÓ
CASE EH dráttarvélin er hlaðin aukabúnafti eins og vökvamilligír sem tvöfaldar hraðasvið gírkassa,
lyftutengdum dráttarkrók, læstu ffamdrifi með rafinnsetningu, glæsilegu húsi með lituðu gleri, sóllúgu,
útvarpi, sléttu gólfi (XL), vinnuljósum aftan og ffaman og mörgu fleiru
Missiö ekki af þessu einstaka tækifæritil aö sameina hagstæö kaup á glæsilegri og
vel útbúinni CASEIH dráttarvél og aö fá innifaiiö í veröinu í boöi ftamleiöanda flug og |
hótel ásamt námskeiöi í meöhöndlun og notkun CASEIH dráttarvéla.
Verflum mefl sýningar á CASEIH á eftiitöldum stöðum kl. 13.00-17.00.
Girðingav. Víðihlíð fimmtudag 19. október
Vélaval, Varmahlíð mánudag 23. október
KÞ. Húsavík miðvikudag 25. október
Vélsm. Húnvetninga Blönduósi föstudag 20. október
Dieselverk, Akureyri þriðjudag 24. október
Ketilás, Skagafirði fimmtud. 26. október
Hafið samband við sölumenn okkar efla umhoðsmenn ng fáifl nánari
upplvsingar um betta einstaka tilboð.
Vélar og þjónusta hf.
Jámhálsi 2 Sími 91 -83266
Sala á rauðu ginseng:
Sölubann á
K-dagur Kiwanishrcyfingarinnar er á laugardaginn. Á myndinni sjást Kiwanismenn pakka K-lyklum til að senda út
um land.
K-dagur til styrktar geðsjúkum:
1700 innlagnir á
ári vegna geðsýki
Á hverju ári fara um 1700 innlagð-
ir sjúklingar í gegnum meðferð á
Geðdeild Landspítalans, auk mikils
fjölda sem sækir göngudeildarþjón-
ustu. Stærsti hópur þeirra sem eru á
fullri örorku eru það vegna meiri-
háttar geðsjúkdóma og afleiðinga
þeirra. Er hér um að ræða fjórðung
þeirra sem metnir eru með 75%
örorku eða meira, eða á bilinu
11-1200 einstaklinga. Þessar upplýs-
ingar koma fram í tilkynningu frá
Kiwanishreyfingunni í tilefni af K-
deginum næstkomandi laugardag.
Kiwanishreyfingin gengst fyrir K-
deginum og þann dag munu Kiwan-
ismenn og fjölskyldur þeirra selja
K-lykla til ágóða fyrir geðsjúka.
Takmarkið er að selja 65 þúsund
lykla á 200 krónur stykkið og nota á
peningana til að koma upp vernduð-
um sambýlum í Reykjavík og á
Akureyri.
Stór hópur fólks með geðræna
kvilla er í miklu húsnæðishraki og á
erfiðar uppdráttar en aðrir hópar
fatlaðra að fá húsnæði. Þessir ein-
staklingar ýmist missa húsnæði hvað
eftir annáð eða ráða ekki við að búa
einir. Hlutskipti þeirra verður það
að fara aftur og aftur til dvalar á
sjúkrahúsi. Vegna þessara stað-
reynda leggur Kiwanishreyfinin
áherslu á að safna fé til áfangastaða
og sambýla.
Á undanförnum árum hefur sala
Kiwanishreyfingarinnar á K-lyklum
átt drjúgan þátt í að byggja upp
verndaðan vinnustað við Kleppspít-
ala, áfangastað í Álfalandi í Reykja-
vík og unglingageðdeild Landspítal-
ans við Dalbraut. Hefur aðstoð al-
mennings í landinu því skipt sköpum
fyrir endurhæfingarmöguleika geð-
sjúkra.
SSH
Bsendur /
Munið hausttilboðið á CASEIH
dráttarvélunum - tryggið ykkur vél í tíma.
eftirlíkingu
Vegna umfjöllunar fjölmiðla um
að sala á rauðu ginsengi hafi verið
bönnuð er rétt að taka fram að
bannið á ekki við um rauða ginseng-
ið frá Ríkiseinkasölunni í Kóreu og
Eðalvörur flytja inn.
Ginsengið sem búið er að stöðva
sölu á vegna vörusvika var innflutt
Banaslysið
í Ljósavatni
Þau sem létust, þegar bifreið
sem þau voru í valt í Ljósavatn í
S-Þingeyjarsýslu aðfaranótt
mánudags, hétu Aldís Björgvins-
dóttir, Björgum II, Ljósavatns-
hreppi, fædd 30. júní 1942 og
Grímur Sigurbjörnsson, Björg-
um, Ljósavatnshreppi, fæddur 4.
febrúar 1926. Grímur var mágur
Aldísar. -ABÓ
og selt í Heilsuhúsinu. Svikin fólust
í því að hylkin innihéldu ekki það
magn ginsengs sem sagt var á um-
búðum. Þar var staðhæft að hvert
hylki innihéldi 330 millirömm af
rauðu ginseng en það reyndist vera
milli 90-180 milligrömm við mæling-
ar Hollustuverndar og Lyfjaeftirlits-
ins. Farið var að rannsaka hylkin
vegna grunsemda neytenda um að
uppgefið magn af ginsengi væri ekki
rétt og bárust kvartanir til Neytenda-
samtakanna vegna þess.
Vegna þessa mál hefur fyrirtækið
Eðalvörur sent frá sér tilkynningu
þar sem kemur fram að bannaða
ginsengið hafi verið Iéleg eftirlíking
af rauða ginsenginu frá Ríkiseinka-
sölunni í Kóreu en hið síðarnefnda
verði áfram á markaðinum. Síðan
segir: „Hið svikna ginseng var ein-
göngu selt í verslunum Heilsuhússins
og er Eðalvörum algjörlega óvið-
komandi. Eðalvörur harma þann
misskilning sem mál þetta hefur
valdið." SSH