Tíminn - 18.10.1989, Blaðsíða 8
8 Tíminn
Miðvikudagur 18. október 1989
Miðvikudagur 18. október 1989
Tíminn 9
Tuttugasta kirkjuþing tekur fyrir alvarlegt siðfræðilegt vandamál sem snertir 5. boðorðið:
Dauðinn í Ijósi líffæraf lutninga
Eftir Stefán Asgrímsson
„í»að er ekkert smáræði sem hér er til
umfjöllunar í árlegu þinghaldi kirkju-
þings; sjálfur grundvöllurinn að andlegri
velferð þjóðarinnar og einn snarasti
þátturinn í þjóðmenningu okkar er hér
á dagskrá,“ sagði Óli Þ. Guðbjartsson
kirkjumálaráðherra þegar hann ávarpaði
kirkjuþing í gær.
Kirkjuþingið, hið tuttugasta í röðinni,
hófst í gær með guðsþjónustu í Bústaða-
kirkju. Sr. Jónas Gíslason predikaði en
sr. Einar Þór Þorsteinsson prófastur og
dr. Gunnar Kristjánsson prestur að
Reynivöllum þjónuðu fyrir altari. Bisk-
up íslands; Ólafur Siiúlason setti síðan
kirkjuþing og gat þess í setningarræðu
sinni að þetta þing væri hið síðasta á
kjörtímabili núverandi þingheims.
Biskup þakkaði fyrrverandi kirkju-
málaráðherra, Halldóri Ásgrímssyni
störf hans og bauð velkominn nýjan
ráðherra; Óla Þ. Guðbjartsson. Þá
minntist hann Stefaníu Gissurardóttur
vígslubiskupsfrúar á Selfossi sem lést
þann 13. september s.l.
Kirkjan, sjálfstæð stofnun
Óli Þ. Guðbjartsson kirkjumálaráð-
herra sagði að gæta bæri þess að líta ekki
á þjóðkirkjuna sem ríkisstofnun. Hún
væri sjálfstæð en nyti stuðnings ríkisins,
en stuðningurinn væri gagnkvæmur.
Kirkjan ætti að vera grundvöllur þess
skipulags sem allt annað hvílir á.
„Ég tel ennfremur að öll kirkjuleg
lagasetning á Alþingi þurfi að vera með
því hugarfari og þeim ásetningi að skilja
og vernda þjóðkirkjuna í hennar mikil-
væga verki,“ sagði ráðherra ennfremur.
Við upphaf þings í gær höfðu öll
þingmál ekki komið fram en helstu mál
sem fyrir þinginu liggja eru þau helst að
setja Hjálparstofnun kirkjunnar nýja
reglugerð. Þá verður fjallað um nýja
tilraunanámsskrá til fermingarundirbún-
ings og ályktunartillaga um kirkjulega
réttarstöðu presta sem ráðnir eru til
starfa af stofnunum, félagssamtökum
eða einstökum þjóðkirkjusöfnuðum.
Stóru spurningarnar
Þá liggur fyrir þinginu að fjalla og
álykta um líffæraflutninga og skilgrein-
ingu á dauðanum. Flutningsmenn til-
lögunnar eru biskup íslands; hr. Ólafur
Skúlason og dr. Gunnar Kristjánsson
prestur. Tillagan hljóðar svo:
„Kirkjuþing ályktar að láta fara fram
athugun á siðfræðilegum sjónarmiðum
hér á landi varðandi líffæraflutning og
skilgreiningu dauðans. Skal það gert
með fræðilegri álitsgerð sem unnin verði
af nefnd sérfróðra manna í siðfræði og
læknisfræði. Skal álitið lagt fyrir næsta
kirkjuþing."
Þótt tillagan sé ekki margorð er hér
um afar margþætt mál að ræða enda
orðið nauðsynlegt að skilgreina á ný
hvenær maður telst látinn, einkum í Ijósi
líffæraflutninga og aukinnar tækni og
þekkingar í læknavísindum. Hin gamla
skilgreining um að maður teljist látinn
þegar hjartað hefur stöðvast er hreinlega
orðin það óljós þótt einföld virðist, að
nauðsynlegt er að kryfja skilgreiningu
dauðans til mergjar með öllum tiltækum
siðfræði- heimspeki- og líffræðilegum
rökum.
Hvenær er maður dáinn
Kirkjunnar menn hafa, ekki síður en
lögfræðingar og læknar o.fl. hugað tals-
vert að þessum málum undanfarin ár og
þann 18. ágúst 1989 skipaði biskup
Islands; hr. Ólafur Skúlason, þriggja
manna nefnd presta, þá Braga Skúlason
sjúkrahúsprest, Ólaf Odd Jónsson sókn-
arprest og dr, Gunnar Kristjánsson sókn-
arprest til að fjalla um hvenær maður
teldist látinn og hvort þar ætti að miða
við þegar hjartað hefur hætt að slá eða
þegar heilinn hefur hætt að starfa.
Þá óskaði biskup eftir því í skipunar-
bréfi til nefndarmanna að þeir fjölluðu
jafnframt um líffæraflutninga frá einum
manni til annars og líffæraflutninga milli
landa.
í greinargerð með ályktunartillögunni
segir að vegna tímskorts hafi nefndin
ákveðið að reifa málið í stórum dráttum
og leggja síðan til að framhald yrði á
umfjöllun um málið. Það yrði með þeim
hætt að guðfræðingar og læknar eða
aðrir sérfróðir menn fjölluðu um málið.
Síðan segir:
„Flestum er ljóst að aukin vísinda- og
tækniþekking hefur leitt manninn inn á
ný svið sem áður voru óþekkt og þar sem
við blasa ný og áður óþekkt vandamál.
Þar er oft erfitt um siðferðilega grund-
vallaða ákvarðanatöku og glíma því
margir við vanda af þessum sökum.
Hér er til umræðu sá margþætti vandi
sem við blasir á sviði læknisfræði. Þar er
um að ræða spurningar sem vakna í
hugum lækna og hjúkrunarfólks, en ekki
síður sjúklinga og aðstandenda þeirra.
Meðal þeirra atriða sem hér koma til
greina eru:
Tæknifrjóvgun, þar sem spurningin
um upphaf lífs einstaklingsins vaknar.
Fóstureyðingar sem lengi hafa verið
erfitt og viðkvæmt atriði á þessu sviði.
Líffæraflutningar...
Heiladauði...
Líknardauði er eitt þessara vandmeð-
förnu mála sem oft koma upp og þarfnast
umfjöllunar. Fleiri atriði mætti nefna.“
Tæknin úreldir skilgreiningar
I greinargerðinni segir að hér sé vissu-
lega ekki um ný vandamál að ræða. Hins
vegar hafi aukin tækni og þekking á sviði
læknisfræði vakið upp áður óþekktar
siðferðilegar spurningar sem einstakling-
ar meðal heilbrigðisstétta standa oft
frammi fyrir. Þessir einstaklingar verði
oft á tíðum að taka erfiðar ákvarðanir og
að óljóst sé á hvaða grundvelli slíkar
ákvarðanir séu teknar á sjúkrahúsum til
dæmis. Það sé full ástæða til að spurning-
um um þessi mál verði svarað. Síðan
segir:
„Það er hlutverk kirkjunnar að veita
handleiðslu við siðferðislega ákvörðun.
í vandamálum samtímans þar sem ekki
er við að styðjast hefðir eða viðtekin
sjónarmið, má handleiðslu kirkjunnar
ekki skorta. Þar er hennar brýn þörf.
Hlutverki sínu gegnir kirkjan best í
þessu efni þegar hún myndar vettvang
fyrir umræðu meðal þeirra sem gersý
þekkja til viðkomandi vanda og sem
næst honum standa hverju sinni. Með
því móti getur hún veitt þá handleiðslu
sem þörf er á.“
-En hvenær er maður látinn og hvenær
ekki?
Einn nefndarmanna; sr. Ólafur Oddur
Jónsson hefur tekið saman efni um
dánarskilgreiningar en ritgerð sr. Ólafs
Odds er lögð fram sem fylgiskjal með
ályktunartillögunni.
Fimmta boðorðið úrelt?
—Allír læra boðorðin tíu á ungum aldri
og flestallir líta á t.d. fimmta boðorðið,
„þú skalt ekki mann deyða,“ sem gildan
siðferðilegan sannleika. Nú er þetta
einfalda boð ekki lengur jafn einfalt og
það var fyrrmeir, einkum hvað varðar
t.d. lækna.
í siðalærdómi lækna er þess getið að
rni
i imamyna:
I Bjarna
það sé skylda þeirra að viðhalda lífi en
hvað nú ef það kostar hugsanlega líf eins
að viðhalda lífi annars? Því hlýtur dauða-
skilgreining að vera verulegt vandaverk.
Um þetta segir sr. Ólafur Oddur:
„Nútíma læknisfræði á það á hættu að
grípa inn í á mörkum lífs og dauða á
þann hátt að hlutverk læknisins, að
lækna viðkomandi sjúkling, verður að
ómannlegri ógn. Það ber ekki að við-
halda lífi hvað sem það kostar þegar
möguleikar mannlegs lífs og meðvitund-
ar eru ekki lengur fyrir hendi. Það er
rangt að gera lífið sem slíkt algilt þar sem
dauðinn er hluti af lífinu.
Þróun læknavísindanna hefur gert það
óljóst hvað bannið að deyða merkir.
Hugtakið dauði er orðið tvírætt. í gamla
daga var maður látinn ef hjartað hætti að
slá og menn önduðu ekki lengur. Nú er
þörf víðtækari skilgreiningu á dauðan-
um. Sú skilgreining kann að liggja fyrir
innan tíðar. En á meðan svo er ekki
þurfa læknar og aðstandendur sjúklinga
að taka á sig ábyrgð á skilgreiningunni
heiladauði. Umræðan um þá skilgrein-
ingu hefur nær eingöngu tengst umræð-
unni um líffæraflutning.“
... “Prof. Erik Olav Backlund sem ég
hlustaði á í Harðangri í Noregi í október
1988 sagði að líkaminn deyi smátt og
smátt og það væri óskhyggja að tala um
látinn mann með lifandi líkama eða
lifandi og látna sjúklinga.“
Rýmri skilgreiningar
„Varahlutaþörf“
-Eftir að líffæraflutningar hófust að
marki hafa sumir læknar legið undir grun
um að leita annarrar og rýmri skilgrein-
ingar á dauðanum en þá sem áður var
góð og gild og er raunar tiltekin í
íslenskum lögum - að maður sé látinn
þegar hjartsláttur og andardráttur hafi
stöðvast. Þeir hafa a.m.k. í vaxandi mæli
sagt að hann felist í heiladauða sem
raunar er skilgreindur nokkuð misjafn-
lega.
Menn hafa gert því skóna og nefnt
dæmi til staðfestingar að læknar vilji
þannig ráða yfir líffærum hins „látna“.
Sr. Ólafur Oddur nefnir dæmi af banda-
rískri skólastúlku sem úrskurðuð var
látin af lækni og dánarvottorð gefið út og
undirritað af foreldrum hennar.
Einum tíma síðar voru augu stúlkunn-
ar og nýru tekin úr líkinu og notuð til að
græða í sjúklinga. „Þetta sýnir að for-
sendur heiladauða er hægt að nota til að
ná markmiðum er snerta viðkomandi
sjúkling á engan hátt. Þá er sjúklingurinn
í raun gerður að hlut og það er siðlaust
að hlutgera manninn, því það gerir allar
siðferðilegar viðmiðanir merkingarlaus-
ar. Það er mikið grundvallaratriði að
viðkomandi hafi sjálfur samþykkt að
gefa líffæri, komi til þess á lífsleiðinni,“
segir sr. Ólafur Oddur.
-En hverjar eru skilgreiningar læknis-
fræðinnar á dauðanum? Ólafur Oddur
hefur tekið þær saman í ritgerð sinni og
eru þær þessar helstar:
í fyrsta lagi er það líffræðilegur dauði
eða frumudauði þegar líffæri hættir að
starfa. Líffræðilegur dauði getur verið
þróunarferli þar sem mismunandi líffæri
deyja á mismunandi tímaskeiði.
I öðru lagi tala menn um klíniskan
dauða en þar eiga læknar við það þegar
samhæfð starfsemi líkamans hættir
endanlega. Undir þessum lið tala læknar
síðan um dauða af fimm tegundum eða
gráðum ef gróflega má komast að orði:
1. Líffærakerfisdauði. Þá er átt við að
hjartsláttur og öndun hafi stöðvast. Þeg-
ar svo er komið var áður litið svo á að
maðurinn væri látinn, en nú er litið á
þetta sem vísbendingu um að starfsemi
heilans hafi stöðvast.
2. Algjör heiladauði. Hann felur í sér
að starfsemi heilans hættir í báðum
heilahvelum, heilastofni og litla heila.
Endurlífgun telst ómgerleg.
3. Mænukylfudauði. í mænukylfunni
eru stöðvar sem stjórna öndun, blóð-
þrýstingi og hjartslætti þannig að sjálf-
krafa öndun og meðvitund hættir.
4. Heilahveladauði. Þá deyja bæði
heilahvelin en ekki mænukylfa og litli
heili og maðurinn getur haldið áfram að
anda.
5. Vitrænn dauði. Þá hættir vitræn
starfsemi mannsins og sjálfsvitund hans
hverfur.
Um þessi flóknu mál mun 20. kirkju-
þing fjalla og raunar má fastlega búast
við að um þessi mál verði fjallað áfram
á næstu þingum og raunar í heilbrigðis-
kerfinu og meðal almennings, enda er hér
um einar stærstu siðfræðilegu spurningar
sem menn standa frammi fyrir um þessar
mundir, að ræða.
- ■ " • ................................................................................................................................
i i