Tíminn - 03.11.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.11.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminn Föstudagur 3. nóvember 1989 ur\rvuv> i Hnr 30. þing Kjördæmissambands fram- sóknarfélaganna á Suðurlandi á Hótel Selfossi, dagana 3. og 4. nóv. 1989. Steingrímur Hermannson Bjarney Bjarnadóttir Gissur Pétursson Sigurður Kristjánsson Oddur Gunnarsson Paul Richardsson Björn S. Lárusson Ragnheiður Sveinsbjörnsdóttir GuðmundurKr. Jónsson Dagskra: - Föstudagur 3. nóv. Kl. 20.00 Þingsetning. Kjörnir starfsmenn þingsins. Skýrsla formanns K.S.F.S. Skýrsla gjaldkera K.S.F.S. Skýrsla Þjóðólfs. Umræður um skýrslur og reikninga. Álit kjörbréfanefndar. Kl. 21.00 Ávörp gesta. Kl. 21.20 Stjórnmálaviðhorfið. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra flytur erindi og svarar fyrirspurnum. Kl. 22.20 Mál lögð fyrir þingið. Nefndastörf. Laugardagur 4. nóv. Kl. 9.00 Nefndastörf (framhald) Kl. 10.00 Atvinnumál í nútiðogframtið. Framsögumenn: SigurðurKristjáns- son, kaupfélagsstjóri, Oddur Gunnarsson, iðnráðgjafi. Björn S. Lárusson, markaðsfulltrúi. Paul Richardsson, framkvæmdastjóri. Ferðaþjónusta bænda. Pallborðsumræður. Kl. 12.00 Matarhlé. Kl. 13.00 Sveitarstjórnarkosningarnar, Ragnheiður Sveinbjörnssdóttir Hafnar- firði, Guðmundur Kr. Jónsson Selfossi, Andrés Sigmundsson Vestmannaeyjum. - Umræður. Kl. 14.30 Nefndir skila áliti. Umræður. Afgreiðsla mála. Kl. 16.00 Kosningar. Kl. 17.00 Þingslit. Kl. 20.00 Árshátíö K.S.F.S. að Hótel Selfossi. (Með fyrirvara um breytingar) Kjördæmissamband framsóknarfélaganna á Suðurlandi. Kvöldfagnaður K.S.F.S. Haldinn í Hótel Selfossi laugardaginn 4. nóvember 1989. Húsið opnað kl. 19.30. Borðhald hefst kl. 20.00. Matseðill: Rjómalöguð grænmetissúpa. Glóðarsteikt lambafillet með bakaðri kartöflu, salati og grænmeti. Mintu- og kókostriffle. Dagskrá: Ávörp. Gamanmál. Einsöngur: Loftur Erlingsson. Karl Sighvatsson leikur „dinner“-músík. LÚDÓ og STEFÁN Borðapantanir á Hótel Selfossi í síma 22500. Allir velkomnir - Góða skemmtun Loftur Erlingsson Skagfirðingar - Sauðárkróksbúar Stefán alþingismaður Stefán Guðmundsson alþingismaður verður með viðtalstíma föstu- daginn 3. nóvember kl. 16-19 í Framsóknarhúsinu á Sauðárkróki. REYKJAVÍK Létt spjall á laugardegi Laugardaginn 4. nóvember kl. 10.30 verður rabbfundur, „Létt spjall á laugardegi", haldinn í Nóatúni 21. Fulltrúaráðið Á myndinni eru m.a. Sigurður Líndal prófessor, Smári Geirsson höfundur bókarinnar og Jón Böðvarsson ntstjori Iðnsögu íslendinga. Timamynd Árni Bjarna „Frá eldsmíði til eleksírs“ Út er komin fjórða bókin í Safni til iðnsögu íslendinga, „Frá eldsmíði til eleksírs" eftir Smára Geirsson fyrrverandi skólameistara Verk- menntaskóla Austurlands á Nes- kaupstað. Þetta er fyrra bindið að iðnsögu Austurlands. í bókinni er fjallað um prentiðnað, bókband, efnaiðnað, skinnaverkun og málm- iðnað á Austurlandi. Höfundur bókarinnar vann að hcimildasöfnun í tvö ár. Hann ferðaðist um allt Austurland og talaði m.a. við 136 menn. Bókin er um 300 síður og hana prýða rösklega 200 myndir. Aður hafa komið út þrjú bindi í Safni til iðnsögu íslendinga. Þau eru „Eldur í afli“, saga málmiðnaðar á 19. öld og á fyrri hluta 20. aldar eftir Sumarliða íslejfsson, „Ull verður gull“, saga ullariðnaðar á síðari hluta 19. aldar og á 20. öld eftir Magnús Guðmundsson og „Brotin drif og bílamenn", saga bifvéla- virkjunar frá upphafi fram að síðari heimsstyrjöld eftir Ásgeir Sigur- gestsson. Nú er unnið að fjórum nýjum bókum í Safni til iðnsögu Islendinga. Ritstjóri verksins er Jón Böðvarsson fyrrverandi skólameist- ari. - EÓ BYGGINGARNEFND ÞJÓÐARBÓKHLÖÐU MÓTMÆLIR Tilraun til manndráps: Sex ára fangelsi Hæstiréttur hefur dæmt 25 ára Reykvíking, Víði Kristjánsson í sex ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Gæsluvarðhald Víð- is frá 15. nóvember sl. kemur til frádráttar refsingu. Víðir stakk mann um fertugt með hníf á heimili þess síðamefnda að morgni sunnudagsins 13. nóvem- ber 1988. Tildrög málsins voru þau að mennirnir tveir hittust í miðbæ Reykjavíkur á laugardagsnótt og bauð maðurinn Víði með sér heim í íbúð í vesturbæ Reykja- víkur. Til ósættis mun hafa komið milli mannanna og lagði Víðir til mannsins með stórum hníf og stakk hann í kviðarhol. Hann hlaut mikil meiðsl af, enda hnífs- blaðið um 20 sm langt og 4 til 5 sm breitt. Að svo búnu fór Víðir úr íbúðinni, en manninum tókst að gera lögreglu viðvart. Víðir var síðan handtekinn síðdegis á sunnudeginum og hefur hann sætt gæsluvarðhaldi frá 15. október á fyrra ári. -ABÓ Byggingarnefnd Þjóðarbókhlöðu ákvað á fundi sínum 31. október að skrifa menntamálaráðherra bréf, þar sem því yrði mótmælt, hversu bæði lögin um þjóðarátak til byggingar Þjóðarbókhlöðu 1986 og lögin um Þjóðarbókhlöðu og endurbætur menningarbygginga 1989 hafa verið þverbrotin. Þótt lagðar hafi verið á 684 m. kr. samkvæmt fyrri lögunum, hefur einungis 249 m. kr. enn verið ráðstafað til bókhlöðunnar. f seinni iögunum frá í vor er tvívegis tekið fram, að verja skuli sjóðnum, sem myndaður skal, í upphafi til að Ijúka byggingu Þjóðar- bókhlöðunnar. Þ.e. „þar til bygg- ingu Þjóðarbókhlöðu er lokið, skal sérstakur eignarskattur samkvæmt lögum þessum renna til þeirra fram- kvæmda eftir því sem þörf krefur“, eins og segir að lokum í ákvæði til bráðabirðga. í 8. grein laganna segir svo: „Sjóðsstjórn ákveður framlög úr sjóðnum í byrjun hvers árs, þegar fjárlög hafa verið samþykkt." Þrátt fyrir þetta ákvæði og hin fyrrnefndu um forgang Þjóðarbókhlöðu, eru fjárlagasmiðir þegar búnir að ráð- stafa sjóðnum fyrirfram, eins og fjárlagafrumvarpið fyrir árið 1990 sýnir, og skeyta þar í engu um ákvæði laganna. Til framkvæmda við Þjóðarbók- hlöðu 1990 eru einungis ætlaðar 60 m. kr. úr hinum nýja sjóði, þótt ráðgert sé að leggja á 270 m. kr. En Háskóla íslands síðan ætlað að leggja byggingarsjóði bókhlöðunnar til 60 m. kr. af happdrættisfé sínu. Þessu hafa forráðamenn Háskólans og margir fleiri mótmælt harðlega, eins og kunnugt er. Skorað er á menntamálaráðherra og Alþingi að sjá til þess, að fyrr- nefndum lögum verði fylgt og bók- hlöðunni tryggt það fé, sem henni ber samkvæmt þeim. Jafnframt, að ríkisstjórnin standi við þau fyrirheit, er hún gaf í stefnuyfirlýsingu sinni haustið 1988, að lokið verði bygg- ingu Þjóðarbókhlöðu innan fjögurra ára, þ.e. á árinu 1992. Foreldrafélag misþroska barna: Hyggja á stofnun Norðurlandsdeildar Foreldrafélag misþroska barna hefur í hyggju að stofna Norður- landsdeild á morgun þann 4. nóv- ember ef nægur áhugi er fyrir hendi. Starfsemi félagins hefur einkum verið bundin við Stór-Reykjavíkur- svæðið, en þar eru félagar flestir og boðið er upp á flesta þá þjónustu sem þessum börnum stendur til boða, auk þess sem þar eru allir stjórnarmenn búsettir. Félagið hefur á stefnuskrá sinni að færa úr kvíarnar og stendur til að stofna fyrstu deild- ina í félaginu. Þann 4. nóvember nk. kl. 14.00 verður haldinn fundur í Síðuskóla á Akureyri. Gestir fundarins verða þau Sigrún Sveinbjörnsdóttir, sál- fræðingur og framkvæmdastjóri Svæðisstjórnar um málefni fatlaðra, Geir Friðgeirsson, barnalæknir og Matthías Kristiansen formaður For- eldrafélags misþroska barna. Sigrún mun ræða um misþroska barna almennt, Geir útskýrir ýmislegt tengt greiningu og Matthías segir frá störfum og skipulagi foreldrafélags- ins. Að þessum erindum loknum mun verða stofnuð deild, Norður- landsdeild, ef áhugi er fyrir hendi. Allt áhugafólk, jafnt foreldrar sem fagfólk er hvatt til þess að mæta á fundinn og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. - ABÓ Foreldrafélag misþroska barna hefur gefið út bækling til að kynna mis- þroska. v^1.\ }/1 ' PA Er barn þitt \ \ óvenjulega ™ ÓRÓLÉC1! fí i ‘J V ■y Eru vandamálin svo mikil og langvarandi aö þaö veldur vandræðum heima, hjá nágrönnunum, I leikskólanum eöa i skölanum ? Á bamiö í erfiöleikum meö aö lesa og skrifa ?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.