Tíminn - 12.12.1989, Blaðsíða 1
ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1989 - 245. TBL. 73. ÁRG. - VERÐ í LAUSASÖLU KR. 90,-
Sverrir Sveinsson veitustjóri á Siglufirði hefur látið gera kort og kostnaðar-
áætlun um gangagerð og vegalagningu í framhaldi af Múlagöngunum:
Hugmynd um göng og
veg um Héðinsfjörð
í kostnaðaráætlun sem
gerð hefur verið varðandi
ganga- og vegagerð milli
Olafsfjarðar og Siglufjarð-
ar, um Héðinsfjörð, kemur
fram að slík framkvæmd
kostar 1,2 milljarða króna.
Sverrir Sveinsson veitu-
stjóri á Siglufirði hefur
varpað fram hugmynd um
gerð ganganna og hefur
þeirri hugmynd verið vel
tekið af sveitarstjórnar-
mönnum nyrðra. Telur
Sverrir að Múlagöngin
séu einasta fyrsti hluti
tengingar Siglufjarðar við
aðrar byggðir og kæmi
Siglufirðí í þá aðstöðu að
vera í umferðarhring í
stað þess að vera enda-
stöð.
Sverrir segist hafa orðið
fyrir vonbrigðum með
skýrslu um jarðganga-
gerð frá 1987, en þar var
ekki minnst á tengingu
Siglufjarðar við Eyjafjarð-
arsvæðið.
• Blaðsíða 5
Horft úr Héðinsfirði á fjöllin milli Ólafsfjarðar og Héðinsfjarðar.