Tíminn - 12.12.1989, Síða 2

Tíminn - 12.12.1989, Síða 2
2 Tíminn Þriójudagur 12. desember 1989 Miklar breytingar á vaxtabótum sem samþykktar voru s.l. vor: Vaxtabæturnar lækkaðar áður en þær taka gildi Hafa menn menn í fjármálaráðuneyti misreiknað sig á því hvað ríkið kæmi til með að greiða í vaxtabætur á komandi hausti? Eða þóttu þær kannski of ríflega skammt- aðar þegar nánar var að gætt? Meðal skattalagabreytinga sem fjármálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um eru margar breytingar á hinum nýju vaxtabótum sem sam- þykktar voru á Alþingi s.l. og eiga að taka gildi frá áramótum. Flestar miða þær að almennri lækkun bótanna frá enn gildandi lögum. En auk þess á að „stoppa í göt“ í núverandi lögum. Annars vegar að koma í veg fyrir að menn gætu notið fullra vaxta- bóta þrátt fyrir tugmilljóna eignir t.d. í spariskírteinum. Og hins vegar að koma að nokkru í veg fyrir nýjan „ekknaskatt" sem óbreytt lög hefðu í mörgum tilfell- um valdið. Ein veigamesta breytingin er sú, að sú vaxtaupphæð sem menn verða að borga bótalaust hækkar úr 5% í 6% af tekjum (tekjuskatts- stofni). Af þessari breytingu leiðir t.d. að einstaklingur með 900 þús.kr. árslaun fær ekki vaxtabæt- ur fyrr en greiddir vextir fara yfir 54.000 kr. í staðinn fyrir 45.000 kr. nú. í öðru lagi eru upphæðir há- marks vaxtabóta lækkaðar frá 6.700 kr. til einstaklings upp í 11.500 kr. til hjóna. Hámark vaxta- bóta miðað við verðlag í desember 1988 er samkvæmt núgildandi lögum: Einstaklingar 95.000 kr. Einstætt foreldri 125.000 kr Hjón__________________155.000 kr. í frumvarpi fjármálaráðherra eru upphæðir miðaðar við láns- kjaravísitölu í desember 1989, sem hefur hækkað um 19,7% frá fyrri viðmiðun. Þar er gert ráð fyrir að hámark vaxtabóta verði eftirfar- andi (innan sviga hverjar upphæðir væru með 19,7% hækkun frá des. 1988): Einstakl. 107.000 kr. (113.700) Eins.for. 140.000 kr. (149.400) Hjón 174.000 kr. (185.500) Á hinn bóginn er gert ráð fyrir hærri eignamörkum áður en eignir valda skerðingu á vaxtabótum einkanlega hjá einstaklingum. Þessi mörk (m.v. hækkun láns- kjaravísitölu frá des. 1988) eru nú 2.035 þús.kr. fyrir einstaklinga og einstæð foreldri og 4.070 þús. fyrir hjón. 1 frumvarpinu hækka þær í 2.500 þús. og4.150 þús. Vaxtabæt- ur falla niður þegar eignaskatts- stofn nemur tvöföldum þessum upphæðum. Við útreikning vaxtabóta er nú sett undir „leka“ í gildandi lögum hvað varðar eignaskattsstofninn. Eftir breytinguna verður miðað við allar framtalsskyldar eignir (m.a. skattfrjáls ríkisskuldabréf húsbréf) að frátöldum skuldum. Þá er nú lagt til að sett verið „þak“ á leyfilegan vaxtafrádrátt á ári: 400 þús.kr. hjá einstaklingi, 525 þús.kr. hjá einstæðu foreldri og 650.000 kr. hjá hjónum. Þetta „þak“ er hins vegar svo hátt að t.d. tekjur hjóna geta farið upp undir 8 millj.kr. á ári áður en þær valda skerðingu bótanna. Samkvæmt gildandi lögum hefðu vaxtabætur lækkað og jafnvel fallið niður við fráfall annars hjóna sem rétt eiga á bótum. í frumvarpinu er lagt til að eftirlifandi maki, sem situr í óskiptu búi skuli fá vaxtabæt- ur eins og um hjón væri að ræða næstu fimm árin eftir lát maka. -HEI Fræðslurit um eldvarnir Brunamálastofnun ríkisins hefur gefið út upplýsingarit um eldvarnir í iðnaðar- og atvinnuhúsnæði. í ritinu er fjallað meðal annars um brunavarnir frá sjónarhóli Raf- magnseftirlitsins, viðbrögð við elds- voða, tegundir elds, ábendingar til forráðamanna fyrirtækja og val á viðvörunar og slökkvibúnaði. í inngangi brunamálastjóra kemur fram að á undanförnum árum hcfur orðið nokkur öfugþróun hér á landi hvað brunatjón varðar. Nokkrir stórbrunar hjá atvinnufyrirtækjum hafa árlega orðið til þess að bruna- tjón hér á landi hafa vaxið frá því að vera með þeim lægstu í heimi á íbúa upp í það að vera sambærileg við brunatjón í hinum stóru iðnríkjum Vesturlanda. SSH . aOVARKIR I ÍONAÐAfl- OG atvi BR'IJNAMAIA STOfNUN KÍKÍSINS Bergsteinn Gizurarson brunamálastjóri með bæklinginn sem Brunamála- stofnun hefur gefíð Út. Tímamynd: Pjelur Uppsafnaður söluskattur við kaup á aðföngum til fiskvinnslu: Endurgreiðsla fellur í ljósi óvissu um fjármögnun endurgreiðslu vegna uppsöfnunar söluskatts við kaup á aðföngum fiskvinnslu hefur sjávarútvegsráðu- neytið ákveðið að fella að svo stöddu niður endurgreiðslu söluskatts til fiskvinnslufyrirtækja vegna útflutn- ings í desember 1989. Ákvörðun um frekari endur- greiðslu verður tekin í upphafi næsta árs, en líkur benda til að íækka þurfi endurgreiðsluhlutföllin, þar sem niður óvissa ríkir um aukafjárveitingar til endurgreiðslu uppsafnaðs sölu- skatts. Söluskattur vegna útflutnings í nóvembermánuði verður endur- greiddur og eru endurgreiðsluhlut- föllin eftirfarandi: frysting 2%, rækjuvinnsla 2%, hörpudiskvinnsla 2,5%, síldarsöltun 1%, söltun 1%, hersla 1%, mjöl- og lýsisvinnsla 2%, lyfrarlýsi 1% og ísvarin og kæld flök 1,%. -ABÓ aARBABA **'> Stee„ Erik Nerlöe SVIKAVEFUR k»,ob»w SKUGGSJÁ EKKI ER ALLT SEM SÝNIST. Theresa Charles. Annabella hafði verið yfir sig ástfangin af Davíð, og var niðurbrotin, þegar hann fór skyndilega til Ástralíu. En hún var viss um að hann myndi snúa aftur til hennar, þó aðrir væru ekki á sama máli. LYKILORÐIÐ. Else-Marie Nohr. liugo Mein biðurásamt lítilli dótturdóttursinni eftir móður litlu telpunnar. En hún kemur ekki. Skelfingu lostinn sér gamli maðurinn að dóttur hans er rænt. Litla telpan stendur einmana og yfirgefin. Mamma er horfin. AUÐUG OG ÓFRJÁLS. Barbara Cartland. Ail að bjarga föður sínum frá skuldafangelsi giftist Crisa Silas P. Vander- hault. Nokkru síðar er Crisa orðin ekkja eftir einn af ríkustu mönnum í Ameríku. En nú er hún eins og fangi í gylltu búri. SVIKAVEFUR. Erik Nerlöe. Elún hefur að því er virðist allt, sem hugurinn girnist. liún hefur enga ástæðu til að stela, en samt er það einmitt það sem hún gerir. Eða hvað? Er einhver að reyna að koma rangri sök yfir á hana? ENGINN SÁ ÞAÐ GERAST. Eva Steen. Elún er daufdumb. Mún hefur búið hjá eldri systursinni, frá því aðforeldrar þeirra fórust í bílslysi. Systirin hefur haldið vandlega leyndu fyrir yngri systur sinni leyndarmálinu, sem foreldrar þeirra tóku með sér í gröfina. SKUGGSJÁ - BÓKABVÐ OUVERS STEINS SF

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.