Tíminn - 12.12.1989, Side 3

Tíminn - 12.12.1989, Side 3
Þriðjudagur 12. desember 1989 Tíminn 3 Garðbæingar þurfa að laga skolpræsi sín fyrir 100-200 milljónir: Beita þeir útfjólublá- um geislum á skolpið? Garðabær er nú að láta athuga hvort hagkvæmt sé að minnka gerlamagn í skolpi með útfjólubláum geislum. Kostnaður við slíka hreinsun gæti orðið á bilinu 10-20 milljónir króna. Garðabær, Kópavogur og Seltjamarnes eru nú að velta fyrir sér hvernig þau eigi að uppfylla ákvæði nýrrar reglugerðar um mengunarvarnir. Hugsanlegt er að þessi sveitarfélög hafi samvinnu við Reykjavík um þetta mál. Á íslandi hafa útfjólubiáir geislar verið notaðir við að drepa gerla í vatni. Það er m.a. gert á Akranesi. Þessi aðferð hefur enn sem komið er ekki verið notuð við að minnka gerlamagn í skolpi á íslandi. Erlend- is er þessi aðferð víða notuð, en þar er skolpið hreinsað mun meira en gert er hér á landi. Aðferðin á að dreoa 90-99% allra gerla í skolpinu. Útbúnaður til að fækka gerlum með þessum hætti er dýr, kostar líklega um 10-20 milljónir króna. Verið er að rannsaka skolp í Garða- bæ m.a. með tilliti til hugsanlegrar hreinsunar með útfjólubláum geisl- um. Niðurstöður þeirrar athugunar ættu að liggja fyrir um áramót. Nýjustu rannsóknir á því hve langan tíma tekur fyrir gerla að brotna niður í sjó, benda til þess að það taki mun lengri tíma en menn hafa hingað til talið. Sólarljós á langstærstan þátt í að eyða gerlum í náttúrunni. Eftir því sem sjórinn er tærari gengur ljósinu betur að eyða gerlunum. Mest evðing verður því á yfirborði sjávar. I skammdeginu og á nóttunni dregur úr eyðingu gerl- anna. Upp úr áramótum verða sveitar- félögin Garðabær, Kópavogur og Seltjarnarnes að gera upp við sig hvort þau vilja hafa samstarf við Reykjavík um skolpframkvæmdir eða standa sjálfstætt að málum. Samningur gerður við Lúxemborg: Samið um gagnkvæmar almannatryggingar I gær undirritaði Guðmundur Bjarnason, heilbrigðisráðherra, fyr- ir íslands hönd samning við Lúxem- borg um gagnkvæm réttindi á sviði almannatrygginga. Samningurinn er háður fullgildingu landanna en stefnt er að því að hann taki gildi á síðari hluta næsta árs. Samningurinn sem tekur til allra þátta almannatrygginga mun hafa verulega réttarbot í för með sér fyrir þann hóp íslendinga sem hefur búið langdvölum í Lúxemborg. Hófust samningaviðræðurnar við ríkisstjórn Lúxemborgar í framhaldi af áskorun Islendinga oúsettra í Lúxemborg. Samningurinn er sambærilegur við aðra gagnkvæma samninga sem gerðir hafa verið um réttindi á sviði almannatrygginga við ríkisstiórnir Norðurlandanna og Stóra Bretlands. Gagnkvæmur samningur á sviði líf- ■ eyrisréttinda hefur einnig verið gerð- ur við ríkisstjórn Kanada. Megináhrif samningsins eru eftir- faranai: Slakað er á busetuskilyrðum sem annars gilda til að öðlast bóta- rétt í lífeyristryggingum. Tak- mörkunum fyrir greiðslu íslenskra bóta erlendis er rutt úr vegi og bætur greiddar þótt um langtímadvöl í Lúxemborg sé að ræða. Af samn- ingnum mun leiða að bótaþegi getur átt rétt til greiðslu bóta frá báðum löndunum, þó aldrei umfram það sem hann á rétt á í búsetulandinu einu fyrir sig ef hann ætti allan sinn rétt þar. Samningurinn tryggir að öllum, sem tryggðir eru samkvæmt íslenskri almannatryggingalöggjöf, verður veitt bráðnauðsynleg sjukra- hjálp í Lúxemborg, með sömu skilyrðum og íbúar Lúxemborgar. Samningurinn nær þó ekki til þeirra sem fara sérstaklega til þess að fá sjúkrahjálp. SSH Undanfarið hafa þau verið að athuga hvaða kostir eru hagstæðastir. Vandamálið sem Kópavogur og Garðabær standa frammi fyrir ef þau vilja standa sjálfstætt að málum, er að það eru viss takmörk fyrir því hvað hægt er að setja mikið af skolpi í Skerjafjörðinn. Þess vegna eru menn nú að athuga hvort hagkvæmt sé að minnka gerlamagnið í skolpinu með útfjólubláum geislum. {mengunarreglugerðinni sem tek- ur gildi um áramót er talað um að það eigi að grófhreinsa skolpið. Markmiðið verður að útiloka alla sjáanlega mengun, þ.e. allt sem flýtur. í reglugerðinni er einnig ákvæði um að skolpleiðslur eigi að ná út á fimm metra dýpi. í eldri reglugerð var talað um að skolp- leiðsla ætti að ná út fyrir meðal stórstraumsfjöruborð. Framkvæmdirnar sem sveitarfé- lögin þurfa að ráðast í eru safnræsi meðfram ströndinni, dælustöð eða dælustöðvar, hreinsistöð og útrásar- stöð. f sveitarfélögum þar sem ströndin er löng, eins og á Seltjarn- arnesi, getur kostnaðurinn orðið mjög mikill. Kostnaður við þessar framkvæmd- ir skipta hundruðum milljóna króna. Frumathugun á kostnaði við skolp- leiðslu fyrir Garðabæ bendir til þess að kostnaðurinn verði á bilinu 100- 200 milljónir. -EÓ Loðnan fundin? Nokkrir loðnubátar fengu þokka- legan afla í fyrrinótt, á miðunum suðaustur af Kolbeinsey. Einn bátur tilkynnti um afla eftir nóttina, en það var Helga 2 RE og var aflanum, 900 tonnum landað á Siglufirði í gærkvöldi. Aflann fékk Helga 2 aðfaranótt sunnudags, þá 200 tonn og 700 tonn aðfaranótt mánudags. Loðnan sem veiddist mun hafa verið í ágætu ásigkomulagi. Snemma í gærmorgun hafði Bjarni Ólafsson AK fengið 450 tonn og Sjávarborgin GK 300 tonn. Skarðsvíkin SH fékk í gærmorgun 100 tonn í kasti. Aðrir bátar sem voru á miðunum fengu flestir ein- hvern afla, en loðnan stóð djúpt. í gær lögðu fjölmargir bátar úr höfn á miðin, og má þar m.a. nefna bátana á Ólafsfirði og Akureyri, Neskaup- stað og Eskifirði, auk annarra. Loðnuflekkurinn sem fundist hef- ur er um þriggja mílna, en loðnan stóð djúpt í fyrrinótt þar sem heið- skírt var og tunglskin. 1 nótt var spáð éljagangi og gerðu menn sér vonir um að loðnan sækti nær yfirborðinu og yrði því viðráðanlegri. -ABÓ Lést eftir vinnuslys Maðurinn sem klemmdist milli ‘ brettastafla og járnbita við vinnu sína í verksmiðju Sana á Akur- eyri á föstudag, lést á Fjórðungs- sjúkrahúsi Akureyrar aðfaranótt laugardags. Hann hét Steinþór Sigurjóns- son, til heimilis að Álfabyggð 8 á Akureyri. Steinþór var 37 ára gamall, kvæntur og þriggja barna faðir. -ABÓ Stóra kókaínmálið: Þarf sakadómari að víkja úr sæti? „Ég reikna með að úrskurða um mitt hæfi í þessari viku,“ sagði Ásgeir Friðjónsson sakadómari við ávana- og fíkniefnadómstólinn, að- spurður hvort hann þyrfti að víkja úr dómi þegar stóra kókaínmálið svo- kallaða verður dómtekið. Ástæða þess að svo gæti farið að Ásgeir víki úr sæti dómara er sú að bent hefur verið á úrskurð mannrétt- Banaslys í Fljótum Maður lést skömmu áður en komið var með hann á sjúkrahús á Sauðárkróki eftir harðan árekstur tveggja bíla skammt frá bænum Melbreið í Fljótum á sjötta tímanum á sunnuaag. Bifreiðarnar voru að mætast á þröngum vegi þegar þær skullu saman. Ökumenn voru einir í bifreiðunum og slapp hinn öku- maðurinn með minniháttar meiðsl. -ABÓ indadómstólsins í Strassborg um danskt sakamál. Þar er bent á að ef afskipti dómara af rannsókn er lang- varandi og ítrekuð, þó svo allt sé rétt gert og lögum samkvæmt, þá geti það verið vafasamt að sá hinn sami dómari megi leggja efnisdóm á málið að lokum. Þarna er ekki verið að tala um einn gæsluvarðhaldsúr- skurð, heldur ef dómari lendir í því að þurfa að framlengja gæsluvarð- haldsúrskurð nokkrum sinnum, eins og sakadómari í ávana- og fíkniefna- málum hefur gert, vegna eins hinna ákærðu í stóra kókaínmálinu, sem laus var úr gæsluvarðhaldi fyrir helgi eftirsetu í varðhaldi síðan 12. maí sl. Nú er beðið eftir að lög, sem sett voru á Alþingi nýlega þess efnis að heimilt sé að fjölskipa dóm í ávana og fíkniefnamálum, öðlist gildi með birtingu í Lögbirtingablaðinu. „Hvað sem um mig verður vænti ég þess að dómurinn verði fjölskipaður, þ.e. þrír dómarar," sagði Ásgeir. Ekki er að fullu ljóst nvenær málið verður dómtekið, en þegar lögin hafa öðlast gildi, þá er næsta mál að koma dóminum saman og ef um verður að ræða dómara sem ekkert hafa verið í málinu þá þurfa þeir að fá einhverja daga til að kynna sér málsgögnin. -ABÓ EINDAGINN ER 15. HVERS MÁNAÐAR taoP'ntoeJnabsend Launagreiðendum ber að skila afdreg- inni staðgreiðslu af launum og reikn- uðu endurgjaldi mánaðarlega. Skilin skulu gerð eigi síðar en 15, hvers mán- aðar. Ekki skiptir máli í þessu sambandi hversu oft í mánuði laun eru greidd né hvort þau eru greidd fyrirfram eða eftirá. Með skilunum skal fylgja greinar- gerð á sérstökum eyðublöðum, „skila- greinum", blátt eyðublað fyrir greidd laun og rautt fyrir reiknað endurgjald. Skilagrein ber ávallt að skila einnig þó svo að engin staðgreiðsla hafi verið dregin af í mánuðinum. Allar fjárhæðir skulu vera í heil- um krónum. Gerið skil tímanlega DQIS t\OI\ FÉQSSKATTSDÚRI

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.