Tíminn - 12.12.1989, Side 4
4 Tíminn
Þriðjudagur 12. desember 1989
FRÉTTAYFIRLIT
SAN SALVADOR - Kaþ
ólski erkibiskupinn i San Sal-
vador hefur sakaö Alríkislög-
reglu Bandaríkjanna um að
hafa heilaþvegiö konu sem var
eini sjónarvotturinn aö morö-
unum á sex jesúítaprestum í
San Salvador og fengið hana
meö þvingunum til að breyta
upphaflegum framburði sínu.
Konan haföi áöur sagt aö
morðingjarnir hafi klæöst
grænum herklæðum og benti
allt til þess aö um stjórnarher-
menn heföi verið aö ræöa. Eftir
strangar yfirheyrslur hjá FBI
breytti hún framburði sínum og
sagðist ekki viss um hvort
búningarnir heföu verið grænir.
Bandaríkjamenn styðja af alefli
rfkisstjórn San Salvador og
fær El Salvador mestu hernaö-
araðstoö og efnahagsaðstoö
frá Bandaríkjunum aö ísrael
slepptu.
BERLÍN - Sendiherrar
Bandamanna í Berlín hittust á
fundi í Vestur-Berlín í gær og
var það fyrsti fundur þeirra í
átján ár. Sovétríkin, Bandarík-
in, Bretland og Frakkland
skiptu Þýskalandi niöur í her-
námssvæði eftir síöari heims-
styrjöldina og gildir sú skipting
í raun enn þann dag í dag
hvað Berlín varðar. Hernáms-
stjórnir hinna vestrænu
Bandamanna eru í raun æðstu
valdhafar í Vestur-Berlín og
það sama gildir um Sovétmenn
í austurhlutanum.
VARSJÁ - Ríkisstjórn Pól-
lands sem er undir forsæti
Samstööu er nú um þaö bil að
ná samningum við Alþjóða
gjaldeyrissjóðinn um hagstæð
lán upp á hundruð milljóna
dollara til að rétta við efna-
hagslíf landsins sem er í
rústum.
BONN - Vestur-þýska lög-
reglan skýrði frá því að hún
hafi komið í veg fyrir sprengju-
árás Rauðu herdeildarinnar á
rannsóknarmiðstöð iðnfyrir-
tækis nærri Dusseldorf eftir að
vegfarandi fann miða á götu
þar sem skýrt var frá sprengju-
árásinni.
BELGRAD - Kommúnista-
flokkurinn í Króatíu, sem er
næst stærsta lýðveldið í Júgó-
slavíu, fór fram á það að frjáls-
ar fjölflokka kosningar færu
fram í landinu og að Júgóslav-
ar fylgi þannig lyðræðisþróun-
inni í Austur-Evrópu. Með
þessu skipa Króatar sér við
hlið Slóvana gegn Serbum, en
Serbía er langstærsta lýðveld-
ið í ríkjasambandinu.
LONDONDERRY - Þrír
breskir hermenn særðust í
sprengjutilræði á Norður-(r-
landi og er gert ráð fyrir því að
(rski lýðveTdisherinn sé að
hefja sprengjuherferð nú fyrir
jólin.
Illllllllllllllllllllllll AÐUTAN llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll^
Raddirharölínumanna í miöstjórn sovéska
kommúnistaflokksins aö styrkjast á ný:
Gorbatsjof
bauð upp á
afsögn
Mikhafl Gortbatsjof forseti Sovétríkjanna bauðst til að láta
af völdum á fundi miðstjórnar sovéska kommúnistaflokksins
um helgina. Ástæðan var óvægin gagnrýni harðlínumanna
sem vildu fá Gorbatsjof til að hægja á umbótastefnu sinni.
Það var Sovétleiðtoganum ekki að skapi og sagðist hann ætla
að standa staðfastur við umbótastefnu sína, en bauðst til að
segja af sér embætti ef meiríhluti miðstjórnar æskti þess.
Fréttaskýrendur í Moskvu telja
að með því að bjóðast til að segja af
sér hafi Gorbatsjof viljað styrkja
stöðu sína og fá endurnýjað umboð
miðstjórnar til að halda ótrauður
áfram stefnu sinni og setja ofaní við
harðlínumennina.
Það var forsætisráðherra Eist-
lands, Indrek Toome sem skýrði frá
þessu í viðtali við æskulýðsblaðið
Noorte Haal í Eistlandi.
- Það voru ræðumenn sem lýstu
yfir óánægju sinni með núverandi
umbótastefnu miðstjórnarinnar,
sagði Toome í viðtalinu.
- Rök þeirra voru að okkur væri
sífellt hrósað í hinum kapitalfska
heimi og það væri nokkuð ákveðin
merki þess að eitthvað væri ekki í
lagi. Gorbatsjof gat ekki látið þessu
ósvarað og sagði: „Ef þetta er
skoðunin, við munum ræða það mál,
þá er ég ekki að halda í stöðu mína.
Þetta er lífsstarf mitt. Það er ekki
minn háttur að sjá ofsjónir, ég mun
ekki gefa eftir,“ hafði forsætisráð-
herra Eistlands eftir Gorbatsjof.
Á fundi miðstjórnar tók Gorbat-
sjof mjög ákveðið fram að forystu-
hlutverk sovéska kommúnista-
flokksins yrði ekki skert í Sovétríkj-
unum í náinni framtíð, þó einhvern
tíma gæti komið að því að stjórnar-
skrárákvæðið sem tryggir forystu-
hlutverk flokksins yrði numið úr
gildi.
Yfirlýsing Gorbatsjof þessa efnis
er andsvar þeirrar ákvörðunar Lít-
háa um að koma á fót fjölflokkakerfi
í sovétlýðveldinu og afnema forrétt-
indi kommúnistaflokksin.
Um helgina fóru fram sveitar-
stjórnarkosningar í Lettlandi og
Eistlandi. í Lettlandi er næsta víst
að Þjóðfylkingin hlaut um það bil
60% atkvæða, en óljóst er hvernig
úrslitin urðu í Eistlandi.
Kasmír:
Herskáir múslímar
hefta áfengissölu
Herskáir múslímar sem berjast
fyrir aðskilnaði Kasmír, eina hérað-
inu í Indlandi þar sem múslímar eru
í meirihluta, náðu að loka síðustu
áfengisútsölu héraðsins sem er í
einkaeign. Múslímarnirsem tilheyra
herskáum hóp er kallar sig Tígrar
Allah stormuðu gráir fyrir járnum
inn í síðustu vínverslunina í Sringar
og kröfðust þess að dyrum verslunar-
innar yrði lokað að eilífu. Annars
virtist í gær allt stefna í að svo færi,
enda hafa yfirvöld í Kasmír komið
að einhverju leyti til móts við kröf-
urnar.
Innanríkisráðherra Indlands er
múslími og sá fyrsti slíkur sem
gegnir því embætti. Hann tók við í
síðustu viku þegar V.P. Singh for-
sætisráðherra myndaði nýja ríkis-
stjórn Indlands.
Mikhail Gorbatsjof forseti Sovétríkjanna bauðst til að segja af sér er
harðlínumenn gagnrýndu stefnu hans.
Hlýtt haust í Prag, eftir tuttugu ára hret:
Kommúnistar í minni-
hluta í nýrri stjórn
Ný ríkisstjórn tók við völdum í Tékkóslóvakíu á sunnudag-
inn og er það fyrsta ríkisstjórnin í fjörutíu ár þar sem
kommúnistar eru ekki í meirihluta. Á sama tíma sagði
harðlínumaðurinn Gustav Husak af sér embætti forseta, en
hann hefur haldið um valdataumanna frá því Vorið í Prag var
kæft af herjum Varsjárbandalagsins árið 1968. Er talið að
andófsmaðurinn og leikritaskáldið Vaclav Havel muni taka
við sem forseti landsins, en Havel er helsti leiðtogi Borgara-'
legs vettvangs sem neytt hefur kommúnista til umbóta og til
að láta af forystuhlutverki sínu.
fengi blóð eigandans að fljóta um
gólfin.
Yfirvöld í Kasmír þrjóskast hins
vegar við að loka sínum áfengisútsöl-
um, en þeirra er gætt af vopnuðum
vörðum.
Nokkrir hópar múslíma berjast
vopnaðri baráttu gegn yfirvöldum í
Kasmír. Samkvæmt trú þeirra er
áfengisneysla bönnuð og sýnir lokun
fjölmargra staða í einkaeign þar sem
áfengi hefur verið á boðstólum, að
hinir herskáu múslímar hafa víðtæk
áhrif í héraðinu. Þeir gerðu sitt til að
koma í veg fyrir að fólk greiddi
atkvæði í jjingkosningunum á
dögunum og tókst það bærilega, því
kjörsókn losaði ekki 30 prósentin.
Sumir hópanna vilja að Indlands-
hluti Kasmír verði sameinaður Pak-
istan, en einn þriðji héraðsins lenti
þeim megin landamæranna þegar
ríkin hlutu sjálfstæði frá Bretum.
Aðrir vilja að Kasmír verði samein-
að að nýju og hljóti fullt sjálfstæði.
Um helgina bættu herskáir músl-
ímar um betur og rændu dóttur
innanríkisráðherra Indlands og hót-
uðu að myrða hana ef fimm félagar
þeirra yrðu ekki leystir úr haidi.
Stjórnvöld í Pakistan hvöttu músl-
ímana til að þyrma dótturinni og
Forsætisráðherra í hinni nýju
stjórn er kommúnistinn Marian
Calfa, en auk hans eru níu ráðherrar
úr kommúnistaflokknum. Hins veg-
ar eru sjö ráðherrar óflokksbundnir,
tveir koma frá Sósíalistaflokknum
og tveir frá Þjóðarflokknum, en
þessir flokkar hafa feneið að starfa
mjög takmarkað unair járnhæl
kommúnista gegnum tíðina.
Calfa skýrði frá því á blaðamanna-
fundi eftir fyrsta ríkisstjórnarfund
hinnar nýju stjórnar, að ríkisstjórnin
væri einungis bráðabirgðastjórn sem
muni stjórna landinu fram að frjáls-
um kosningum sem gætu verið
haldnar í júnímánuði.
Calfa skoraði á alla þá Tékka og
Slóvana er flúið hafa Tekkóslóvakíu
að koma aftur, annaðhvort til að
heimsækja föðurland sitt eða setjast
þar að á ný.
- Dyrnar standa öllum opnar,
sagði forsætisráðherrann.
Það var mjög táknrænt að í gær
var hafist handa við að rífa niður
landamæragirðinguna að Austur-
ríki, en Tékkar ákváðu það í síðustu
viku að nema járntjaldið illræmda á
brott.
Þess má geta að hin nýja ríkis-
stjórn hefur í undirbúningi að leita
til vestrænna ríkja um efnahagsað-
stoð, en efnahagslíf landsins er í
kaldakoli líkt og efnahagslíf flestra
Austur-Evrópuríkj a.