Tíminn - 12.12.1989, Síða 5
Þriðjudagur 12. desember 1989
Tíminn 5
Gleymdust bættar samgöngur á Norðurlandi í áætlun um jarðgangagerð?
Jarðgöng í Héðinsfjörð
talin álitlegur kostur
Vakin hefur veríð upp hugmynd um að gerð verði jarðgöng
milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar í Héðinsfjörð þegar gerð
ganganna gegnum Olafsfjarðarmúlann verður lokið. Sverrír
Sveinsson veitustjóri á Siglufirði hefur viðrað þessa hugmynd
opinberiega og hefur hún vakið mikla athygli sveitarstjórn-
armanna.
Nú er rúmlega 60 km leið frá
Siglufirði til Ólafsfjarðar sé farið um
Lágheiði, og 120 km eru frá Siglu-
firði til Akureyrar. Verði hugmynd-
in um jarðgöngin framkvæmd verður
heildarvegalengdin frá miðbæ Siglu-
fjarðar til miðbæjar Ólafsfjarðar ein-
ungis 21 kílómetri og leiðin frá
Siglufirði til Akureyrar yrði um 83
km. Stærsta hluta ársins, eða þegar
Lágheiðin er lokuð, þurfa Siglfirð-
ingar að aka mun lengri leið, eða 200
km vegalengd til Akureyrar.
Byggðirnar tengdar
Á ráðstefnu um jarðgöng á íslandi
sem haldin var á vegum Verkfræð-
ingafélags fslands 1981 komu meðal
annars fram hugmyndir sem gerðu
ráð fyrir að tengja byggðirnar við
utanverðan Evjafjörð saman með
jarðgöngum. I októbermánuði síð-
astliðnum fékk Sverrir Sveinsson þá
Hauk Tómasson, forstjóra Vatns-
orkudeildar Orkustofnunar og Birgi
Jónsson, formann Jarðgangafélags
íslands til að færa þessar hugmyndir
á kort og gera kostnaðaráætlun.
Þar segir að líta megi á Múlagöng-
in sem fyrsta hluta fyrrnefndrar
tengingar, sem síðan haldi áfram inn
fyrir Ólafsfjörð og upp Árdal, inn af
Kleifum, upp í 280 metra hæð yfir
sjó. Þarna þurfi að leggja nýjan veg
um 3 km að lengd og sennilega að
styrkja veginn að Kleifum. Úr Ár-
dalnum komi síðan 1,6 km göng yfir
í Víkurdal en munni ganganna þeim
megin yrði í um 200 metra hæð yfir
sjávarmáli. Einnig þurfi að leggja
veg niður Víkurdal og inn með
Héðinsfjarðarvatni að vestan eða
austan, eftir því hvorum megin sé
minni snjóflóðahætta, alls er þessi
kafli 7 km. Þá kæmi aftur göng til
Skútudals sem væru 2,6 km að
lengd. Þessi göng myndu byrja í um
100 metra hæð í Héðinsfirði en
munni þeirra í Skútudal yrði í um
200 metra hæð yfir sjávarmáli. Það-
an lægi svo 2-3 km langur vegur
niður á flugvallarveg í Siglufirði.
Kostnaður 1,2 milljarðar
Kostnaður við þessar framkvæmd-
ir áætla Haukur og Birgir að verði
1,2 milljarðar króna á verðlagi
haustsins 1989 miðað við eininga-
verð Vegagerðarinnar.
Sundurliðaður skiptist kostnaður-
inn þannig: Göng sem samtals eru
um 4 km kosta 1 milljarð króna.
Forskálar ganganna kosta samtals
80 milljónir króna. Nýir vegir, sam-
tals 12-13 km kosta 120 milljón
krónur.
Auk þess að vegalengdir milli
byggða á þessu svæði myndu minnka
verulega eins og rakið var hér að
framan telur Sverrir kostina einnig
vera þá að þessi vegur gæti verið fær
við þær aðstæður að Öxnadaisheiði
teppist, hann yrði þannig til að fresta
jarðgöngum um þann fjallveg sem
þegar er kominn í umræðu.
Vegurinn gæfi þeim sveitarfélög-
um sem staðsett eru á norðanverðum
Tröllaskaga tækifæri til þess að taka
sameiginlega á verkefnum framtíð-
arinnar hvort sem það er á sviði
menningar eða atvinnumála og hann
kæmi Siglufirði úr þeirri sérstöðu að
vera endastöð í að vera í umferð-
arhring.
Þá myndi vegurinn opna leið að
dýrmætum möguleikum sem felast í
jarðvarma í Héðinsfirði, þar sem
eru ákjósanlegar aðstæður til fisk-
eldis.
Nordurland varð útundan
Á árinu 1985 var Sverrir Sveinsson
meðflutningsmaður að þingsálykt-
unartillögu um gerð langtímaáætlun-
ar um jarðgangagerð þar sem hugað
skyldi að stefnumótun að jarðganga-
gerð á íslandi. Þegar skýrlan um
jarðgangagerð var svo lögð fram
árið 1987 hafi hann orðið fyrir mikl-
um vonbrigðum þar sem í henni var
lögð áhersla á jarðgangagerð á Vest-
fjörðum og Áustfjörðum en ekki
minnst á tengingu Siglufjarðar við
Eyjafjarðarsvæðið eftir að jarð-
göngunum um Múlann verður lokið.
Hann hafi því ákveðið að vekja
athygli á málinu á ný þegar Múla-
göngin væru komin vel á veg. SSH
Niðurstöður sjórannsókna Hafrannsóknastofnunar:
Hitastig og selta í
meðallagi á miðunum
Niðurstöður úr leiðangri rann-
sóknaskipsins Bjarna Sæmundsson-
ar á loðnumiðum liggja fyrir, en
gerðar voru athuganir á hitastigi og
seltu sjávarins í kring um landið. í
heild sýna niðurstöður sjórannsókna
á miðunum umhverfis landið í nóv-
ember sl. að hitastig og selta voru í
meðallagi fyrir árstímann.
Fyrir Vesturlandi og Vestfjörðum
ríkti hlýsjórinn út að sterkum skilum
við pólsjóinn og hafísinn í Austur-
Grænlandsstraumi. ísrekið var og er
með mesta móti á árstímanum, eins
og greint hefur verið frá. Á land-
grunnssvæðinu austur með Norður-
landi gætti strandstraums með lágri
seltu niður á um 100 metra dýpi, en
tiltölulega háu hitastigi sem rekja
má til sumarhitans. Þessi hiti á
slóðinni er þó ekkert einsdæmi fyrir
árstímann, nema síður sé. Vetrar-
kólnun var hafin í sjónum í nóvem-
ber og náði hún niður á um 80 metra
dýpi. Við landgrunnsbrúnina út af
Norðurlandi voru svo skilin milli
strandsjávarins og kalda sjávarins í
Austur-Í slandsstraumi.
Djúpt út af landgrunnshallanum
norðanlands og norðaustan á 400 til
600 metra dýpi í svonefndum milli-
sjó, sem kemur norðan úr hafi og er
leifar hlýja sjávarins við Noreg og
Svalbarða, reyndist seltan í haust
vera óvenju lág. Þessar aðstæður í
sjónum í íslandshafi voru þær einu í
Bjarna Sæmundssonar í nóvember.
mælingunum sem voru á annan veg
en venjulega að því er séð verður.
Þær hafa áhrif á blöndun sjávar,
lagskiptingu og skil í sjónum.
Skilin milli kaldsjávarins og hlý-
sjávar fyrir Austur og Suðaustur-
landi voru á venjubundnum stað og
við Suðurland var ástand sjávar í
hlýja sjónum svipað og í meðalári.
Ástand sjávar á fslandsmiðum
verður næst kannað í febrúar 1990.
-ABÓ
Fjöldi atvinnulausra í Reykjavík
og Reykjanesi þrefaldast á einu ári:
Atvinnuleysi
enn að aukast
Fjölgun atvinnulausra frá sama
tíma í fyrra hefur að lang mestu leyti
orðið á höfuðborgarsvæðinu og á
Reykjanesi. Atvinnulausir í Reykja-
vík og Reykjanesi í nóvember voru
nú yfir þrefalt fleiri heldur en í sama
mánuði 1988, en í öðrum landshlut-
um hefur atvinnulausum fjölgað um
rúman þriðjung að meðaltali, en
mismunandi eftir landshlutum.
Skráð atvinnuleysi í nóvember
svaraði til þess að nær 2.200 manns
hafi verið án vinnu allan mánuðinn,
sem er tæplega 20% fjölgun frá
næsta mánuði á undan, en í kringum
tvöfalt fleiri en í nóvember 1988.
Um helmingur allra atvinnulausra er
nú í Reykjavík og Reykjanesi, nær
1.100 manns, en þar voru atvinnu-
lausir aðeins um 340 í sama mánuði
í fyrra.
Fjöldi atvinnulausra skiptist þann-
ig milíi landshluta í nóvember 1988
og 1989:
Nóv. 1988 1989
Höfuðb.svæði 300 916
Suðurnes 43 177
343 1.093
Vesturland 100 216
Nl.vestra 130 150
Nl.eystra 284 351
Austurland 33 100
Suðurland 224 254
Alls: 1.156 2.183
Konur eru í nokkrum meirihluta
allra atvinnulausra (1.230 alls),
nema á höfuðborgarsvæðinu þar sem
þær eru færri. Atvinnulausum körl-
um hefur á hinn bóginn fjölgað
meira en konum, hvort sem miðað
er við næsta mánuð á undan eða
sama mánuð á síðasta ári. Þannig
voru t.d. aðeins um 150 atvinnulaus-
ir karlar á skrá á höfuðborgarsvæð-
inu í nóvember í fyrra, en þeir eru
nú um 500, eða yfir helmingur allra
atvinnulausra karla í landinu í mán-
uðinum. -HEI
Fjárlög í
aðra umræðu
Fjárlagafrumvarpið kom frá
fjárveitinganefnd síðdegis í gær
og verður það tekið til annarrar
umræðu í sameinuðu þingi eftir
hádegi í dag. Stefnt er að því að
ljúka annarri umræðu í dag og
senda frumvarpið aftur til nefnd-
ar á morgun. Tillögur fjárveit-
inganefndar til hækkunar á út-
gjöldum ríkisins eru um 1,2 millj-
arðar og verði þær samþykktar
þýðir það rúmlega fjögurra millj-
arða halla ríkissjóðs á næsta ári.