Tíminn - 12.12.1989, Síða 7
Þriðjudagur 12. desember 1989
Tíminn 7
llllllllllllllllllllllllllll VETTVANGUR llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
Þórarinn Þórarinsson:
Omakleg árás á Olaf Jóhannesson
Lúðvík Jósepsson á mikinn þátt í sögu landhelgismálsins
og því ekki undarlegt að hann hefur á efri árum séð ástæðu
til þess að skrifa bók um þennan þátt sinn í sögunni. Það
kemur heldur ekki á óvart að hann gerir hlut sinn góðan.
Hitt kemur hins vegar á óvart að hann vegur mjög
óvægilega og ómaklega að Ólafi Jóhannessyni og reynir að
gera hlut hans sem minnstan og verstan. Sú mannlega
skýring er til á þessu að Ólafur gnæfir hæst af þeim sem
komu við sögu landhelgisbaráttunnar á þessum árum og
Lúðvík virðist óttast að hann skyggi á sig.
Það er óumdeilanlegt að forusta
í landhelgismálum við útfærslur
fiskveiðilögsögunnar í 12 mílur og
síðar í 50 mílur hvíldi mest á
herðum Ólafs bæði sem forsætis-
ráðherra og sem dómsmálaráð-
herra og yfirmanns landhelgisgæsl-
unnar. Þessu forustuhlutverki
gegndi Ólafur með miklum sóma
og er því almennt talinn í hópi
merkustu stjórnmálamanna Is-
lands á þessari öld. Hann markaði
sér í upphafi stefnuna með þeim
orðum að sýna bæri einbeitni og
festu með hæfiiegri gætni. Þessi
orð einkenndu alveg sérstaklega
stjórn hans á landhelgisgæslunni.
Því urðu árekstrarnir við Breta á
hafinu hættuminni en búast mátti
við ef tillit er tekið til liðsmunar.
Lúðvík áfellist Ólaf fyrir að hafa
sýnt linkind og stundum gefið varð-
skipunum fyrirmæli um að halda
að sér höndum. Hér verður að
gæta þess að bæði mannslíf og skip
voru í hættu ef fyllstu hörku væri
ávallt beitt. Bresku togaraskip-
stjórarnir heimtuðu sífellt að stjórn
þeirra veitti þeim aukna herskipa-
vernd en hún þráaðist við, m.a.
vegna þess að hún lá undir þrýstingi
frá öðrum NATO-ríkjum að
þjarma ekki úr hófi fram að íslend-
ingum og neyða þá þannig til
brottgöngu úr NATO sem hefði
getað orðið upphafið að upplausn
þess. Það er rétt hjá Lúðvfk að
Islendingar lágu einnig undir þrýst-
ingi frá NATO en þó voru Bretar
sennilega undir enn meiri þrýstingi
frá samtökunum sem hvöttu þá til
að fara gætilega.
Það var Ólafur Jóhannesson sem
tók þá ákvörðun í byrjun þorska-
stríðsins um 12 mílna útfærsluna
að beita klippunum svonefndu en
þær reyndust mjög áhrifamikil
vopn; þess vegna varð að beita
þeim með gætni.
í viðtali við Baldur Möller, sem
var ráðuneytisstjóri í dómsmála-
ráðuneytinu, er birt er í Ólafsbók,
er að finna glögga lýsingu á ástand-
inu á miðunum á þessum árum, en
Baldur hafði öðrum betri aðstæðu
til að fylgjast með þessum málum.
Baldur lýkur viðtalinu með þessum
orðum:
„Ólafur sýndi landhelgisgæsl-
unni, skipherrum varðskipanna og
áhöfnum þeirra mikið traust og
hann sýndi það í verki að hann mat
réttilega og skildi þá sífelldu hættu
sem þeir voru í við þessar sérstöku
aðstæður. Að tillögu Ólafs var
ákveðið að varðskipsmönnum
skyldu greidd 10% áhættuþóknun
ofan á laun.
Ólafur bar hag landhelgisgæsl-
unnar mjög fyrir brjósti og vildi að
hún yrði sem best búin tækjum á
sjó og í lofti og sótti fast á um
fjárveitingar. Einkum efldist land-
helgisgæsla úr lofti í ráðherratíð
hans.
Það má telja mikla gæfu að ekki
skyldi hljótast af mannskaði og
meiri háttar tjón í þessum hættu-
legu átökum. Hér voru mestu hags-
munamál íslensku þjóðarinnar í
veði, sjálfur lífsgrundvöllur
hennar. Það var ekki síður gæfa
þjóðarinnar að eiga Ólaf Jóhannes-
son sem leiðtoga á þessum viðsjár-
verðu baráttutímum.“
Undir þessi orð Baldurs Möller
má hiklaust taka hvað sem líður
hinum afbrýðifullu ummælum
Lúðvíks Jósepssonar, enda er
Baldur Möller viðurkenndur einn
heiðarlegasti og grandvarasti emb-
ættismaður þjóðarinnar á þessum
tíma.
Það kemur fram í bók Lúðvíks
að í raun hafi viðræður Ólafs
Jóhannessonar við Edward Heath
verið óþarfar því samkvæmt ensk-
um blöðum á þeim tíma hefðu
margir breskir togaraskipstjórar
neitað að láta úr höfn vegna ónógr-
ar herskipaverndar á íslandsmið-
um. Þetta var vitanlega gert til þess
að leggja áherslu á kröfur um
aukna herskipavernd. Hefði það
svo bæst við að íslendingar hefðu
neitað viðræðum við Breta hefði
það styrkt þessar kröfur. Viðræð-
urnar við Breta drógu úr því að
stjórn þeirra léti undan kröfunni
um aukna herskipavernd.
Morguninn áður en Ólafur svar-
aði boði Heaths bað hann okkur
Eystein Jónsson að koma heim til
sín og sagði okkur frá boðinu.
Eysteinn var fyrrverandi formaður
flokksins en ég var þá formaður
þingflokksins. Við hvöttum hann
eindregið til fararinnar, enda var
þá staðan í þorskastríðinu þannig
að á hverjum degi var hægt að
búast við frétt um að íslenskt
varðskip hefði verið siglt niður og
óvíst væri um áhöfn þess. Það
hefði verið hreint ábyrgðarleysi að
neita viðræðum undir þessum
kringumstæðum.
Sem söguritari hefur Lúðvík ein-
kenni þeirra sagnamanna sem láta
viljandi eða óviljandi gleymast
ýmis mikilvæg atriði. T.d. finn ég
hvergi í bókinni getið um þá tillögu
sem Hermann Jónasson og Skúli
Guðmundsson fluttu á Alþingi
1946 um uppsögn landhelgissamn-
ingsins frá 1901 sem Danir höfðu
gert fyrir íslands hönd. Uppsögn
þessa samnings var fyrsta skrefið
sem stíga þurfti til útfærslu. Sam-
kvæmt ósk Bjarna Benediktssonar
utanríkisráðherra var sú tillaga
Ólafur Jóhannesson.
dregin til baka en hann upplýsti að
Ólafur Thors hefði falið Hans G.
Andersen þjóðréttarfræðingi at-
hugun þessa máls. Málið frestaðist
til 1949 þegar Alþingi samþykkti
uppsögn samningsins. f kjölfar
þess var fiskveiðilögsagan færð út
1952, eftir að Alþjóðadómstóllinn
kvað upp dóm í máli Breta og
Norðmanna en samkvæmt honum
var fjögurra mílna landhelgi viður-
kennd lögleg og innan hennar voru
allir okkar firðir og flóar.
Þá sýnist mér það vanta í frásögn
Lúðvíks að á allsherjarþingi Sam-
einuðu þjóðanna 1949 fengu ís-
lendingar því framgengt að al-
þjóðalaganefnd samtakanna yrði
falið að fjalla um lögsögu ríkja yfir
sjávarsvæðum með ströndum
fram. Þetta mætti mikilli mót-
spyrnu ríkja sem vildu engar breyt-
ingar. Því töfðu þau að nefndin
skilaði áliti á næstu þingum. Hans
Andersen var fulltrúi íslands í
nefndinni og fylgdi því fast fram að
hún skilaði áliti. Það tókst fyrst
vorið 1956 þegar hún skilaði áliti á
þann veg að lög leyfi ekki stækkun
landhelgi út fyrir 12 mílur.
Vinstri stjórnin, sem fór með
völd vorið 1956, greip þetta ákvæði
í áliti nefndarinnar fegins hendi og
túlkaði á þann veg að leyfilegt væri
að færa landhelgina út í 12 mílur.
í maí 1956 gaf hún út reglugerð um
12 mílna fiskveiðilögsögu. Deilur
risu um framkvæmd málsins milli
Alþýðuflokksins og Alþýðubanda-
lagsins og munaði minnstu að
stjórnin springi. Framsóknar-
flokknum tókst þó að jafna þá
deilu og tók reglugerðin þá gildi 1.
september 1956. Jafnframt tókst
Framsóknarflokknum að afstýra
því að í reglugerðinni væru undan-
þága fyrir íslenska togara til veiða
innan fiskveiðiiögsögunnar en Al-
þýðubandalagið hafði boðist til að
fallast á hana.
Á allsherjarþinginu 1957 var
ákveðið að kalla saman hafréttar-
ráðstefnu á næsta ári (1958), og
kom þar í ljós vaxandi fylgi við
útfærslu lögsögunnar.
Næsta allsherjarþing ákvað að
boða til nýrrar hafréttarráðstefnu
1960. Á henni styrktist enn staða
þeirra ríkja sem lögðu áherslu á
frekari útfærslu. Eftir hana lét
Tíminn svo um mælt í fyrirsögn:
„Tólf mílum okkar er borgið." Þá
birti Tíminn viðtal við Hermann
Jónasson, sem var fulltrúi á ráð-
stefnunni, undir þessari fyrirsögn:
„Baráttan í landhelgismálinu held-
ur áfram og er nú komin út fyrir
tólf mílur.“
Þessi þróun í hafréttarmálum
hélt áfram á alþjóðlegum vettvangi
og vegna hennar gátu íslendingar
fært fiskveiðilögsöguna út í 50
mílur 1972 eftir að það hafði verið
einróma samþykkt á Alþingi fyrir
atbeina Framsóknarflokksins.
Þótt þróunin á alþjóðavettvangi
stefndi hraðfara í 200 mílna efna-
hagslögsögu reyndu Bretar að
halda áfram herskipavernd á ís-
landsmiðum, enda þótt þeir hefðu
lýst því yfir að þeir myndu sjálfir
taka sér 200 mílur. Eftir vonlausa
valdbeitingu gáfust þeir loks upp í
Osló vorið 1976.
Smátt er fagurt
Ingibjörg Haraldsdóttir:
Nú eru aörir timar,
Mál og menning, 1989.
Þetta er frekar smágerð og fínleg
ljóðabók, en margt er þó vel í henni
gert ogaf efalausri vandvirkni. Þegar
í fyrsta ljóðinu kveikir bókin áhuga
og vekur forvitni. Það ljóð heitir
Auglýsing og er svona:
Lýst er eftir konu
sem fór að heiman í árdaga
fáklædd og loguðu
eldar í augum
lagði á brattann og hvarf
inn í viðsjála þokuna
æskurjóð og hefur
ekki sést
ekki sést síðan.
Hér er að vísu ort um konu, en ætli
það séu samt ekki býsna margir af
báðum kynjum sem geta yfirfært
ljóð á borð við þetta yfir á sjálfa sig
eða aðra kunnuga? Þá sem eru að
byrja að eldast og finna kannski
hugsjónaeld æsku sinnar vera farinn
að kulna? Þetta er að vísu margnot-
að yrkisefni, en hér er þó vel haldið
á því, og vafalaust skírskotar það til
margra kvenna dagsins í dag vegna
umræðunnar um stöðu og réttindi
þeirra nú á dögum.
Og reyndar þarf ekki að fletta
nema örfáar blaðsíður aftur eftir
bókinni, þá er þar annað ljóð sem
einhvern veginn er þannig gert að
maður stansar aftur líkt og ósjálfrátt
við það. Það heitir Römm er sú taug:
Þegar konan hafði staðið
í sömu sporum nokkra hríð
varð henni litið niður
fyrir fætur sér
og sjá: þeir höfðu skotið
rótum.
Stundu síðar
var hún sokkin
ígljúpan svörðinn.
Hér er í rauninni annað tilbrigði við
sama stefið á ferðinni: hvernig fólk
getur orðið rótfast í daglegu lífi
sínu, komist hvorki strönd né lönd.
Og getur víst raunar átt við um
einstaklinga af báðum kynjum.
Styrkur bestu ljóðanna hér liggur
að mínum dómi í skírskotunum á
borð við þessar, þ.e.a.s. að þau vísa
beint til efna sem vænta má að
venjulegum dæmigerðurm íslend-
ingum finnist að komi sér við. Af
þeim ástæðum er sitthvað hér sem
verður að teljast lífvænlegt. Þarna er
til dæmis ljóð um Breiðholtið í
Reykjavík, annað um útsýnið yfir
borgina, það þriðja um næturhrafna
Reykjavíkur og það fjórða um leður-
klædda vélhjólamenn. Allt eru þetta
efni sem dregin eru beint út úr
raunverulegum samfélagsveruleika
okkar og eru því líkleg til þess að
vekja áhuga.
Aftur á móti er það greinilegt að
höfundur sækist hér öllu meir eftir
yrkisefnum sem snúast um mannleg-
ar tilfinningar heldur en um efnis-
Þjónn
Efivarð Ingólfsson
Aml i Hólminum
Engum líkur
Æviþættlr Árna Helgasonar, fyrrum sýslus-
krifara, póstmeistara og gamanvísnahöf und-
ar.
Æskan
Árni Helgason er mjög sérstakur
maður, enda löngu orðinn þjóð-
sagnapersóna. Af því er nokkuð
sagt í inngangi þessarar bókar og
verður ekki endurtekið hér.
Tvennt vita flestir um Árna. Hann
er hugsjónamaður, áhugamaður um
heilbrigt líf og bindindi á banvæn
efni og óholl. Og hann er sérstakur
skemmtikraftur, hefur samið og
sungið gamanvísur við frábærar
undirtektir.
Og hér er komin bók þar sem Árni
rekur minningar sínar.
Árni segir vel frá foreldrum
sfnum. Hins vegar virðist sagan
verða lausari í reipum þegar hann á
sjálfur í hlut. En frá mörgu skemmti-
legu segir hann.
kennda hluti úr daglegu lífi okkar.
Meðal annars ber hér talsvert á
ástinni og ýmsum tilbrigðum hennar,
sem og skyldum atriðum. Má vera
að þar þyki ýmsum að séu heldur
margnotaðri viðfangsefni á ferðinni.
í bókarlok eru þó hins vegar nokkur
ljóð um efni frá Chile, Kúbu og
Moskvu, sem óneitanlega auka aftur
á fjölbreytnina.
Árni fer ekki dult með það að
hann fylgir Sjálfstæðisflokknum. Þó
leggur hann enga áherslu á að túlka
það sem hann kallar sjálfstæðis-
stefnu. Og ekki færir hann fram nein
málefnaleg rök sem varða ágreining
í flokknum þó að hann víki lauslega
að því. Þetta er ekki pólitískt spurn-
ingakver.
Árni segir frá því að honum hafi
verið boðið að sækja Stjórnmála-
skóla Sjálfstæðisflokksins 1938.
„Ólafur Thors talaði við Magnús
Gíslason sýslumann og bað hann um
að koma þeim orðum til mín að ég
yrði að koma, hann skyldi sjá um
mig eftir komuna til Reykjavíkur."
Þetta er eflaust rétt. En af hverju
talaði Ólafur ekki sjálfur við Árna?
Mér dettur í hug að Ólafur Thors
hafi sagt Magnúsi að finna einhvern
ungan og efnilegan mann til að
koma og Magnús hafi þá nefnt Árna
og fengið skilaboðin samkvæmt því.
J heild verður þetta að teljast
nokkuð vönduð og vel unnin ljóð-
abók. Hún er ekki stór í sniðunum,
en bætir það upp með þeirri vand-
virkni og alúð sem hún ber með sér
að hefur verið beitt við alla smíði
ljóðanna.
Eysteinn Sigurðsson.
Þegar Árni segir frá því að fjár-
málaráðuneytið hafi falast eftir sér
til að vinna á sýsluskrifstofunni í
Stykkishólmi set ég það í samband
við að Magnús Gíslason var þá
orðinn skrifstofustjóri í fjármála-
ráðuneytinu. Árni hafði unnið hjá
honum eystra svo að Magnús átti að
vita hvers vænta mátti af honum.
Gamanvísumar hans Áma njóta
sín ekki í annarra flutningi eins og
hans sjálfs. Samt mun hann mörgum
skemmta með þessari bók.
Það er ekkert ósamræmi í því að
vera bindindismaður og gaman-
vísnaskáld. Hvort tveggja er af sömu
rótum runnið. Það er viljinn til að
gleðja, gera lífið bjartara, ánægju-
legra, fegurra. Og bókin um Árna
sýnir okkur hann eins og hann er,
góðgjarn og hjartahreinn.
Þannig er hann og þannig viljum
við eiga hann.
H.Kr.
lífsgledinnar