Tíminn - 12.12.1989, Síða 10

Tíminn - 12.12.1989, Síða 10
10 Tíminn Þriðjudagur 12. desember 1989 lllllllllllllllllllllll DAGBÓK llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Signý Sæmundsdóttir sópransöngkona og Fríða Sæmundsdóttir píanóleikari. Háskólatónleikar í Norræna húsinu Á morgun, miðvikudaginn 13. des., verða Ijóðatónleikar haldnir í Norræna húsinu Id. 12:30. Að þessu sinni koma fram Signý Sæmundsdóttir, sópransöng- kona og Fríða Sæmundsdóttir píanóleik- ari. Á efnisskrá eru eingöngu lög við texta Goethes, m.a. öll ljóð Mignon úr bókinni „Wilhelm Meisterjahre" við tónlist Schu- manns og einnig ljóð Grétu úr Fást við tónlist Schuberts og Hugos Wolf. Jólasýning í Nýhófn Nýlega var opnuð jólasýning í listasaln- um Nýhöfn, Hafnarstræti 18. Á þessari sýningu, sem er sölusýning, eru verk eftir fjölda listamanna. Opnunardaginn verður boðið upp á veitingar og sungin jólalög. Sýningin er opin virka daga kl. 10:00- 18:00 á laugardögum kl. 14:00 að lokunar- tíma verslana og á Þorláksmessu kl. 10:00-23:00. Sýningin stendur fram yfir áramót. KJÖLFAR KRÍUNNAR Ljósmyndasýning í Norræna húsínu Nýlega var opnuð ljósmyndasýning í anddyri Norræna hússins. Sýndar eru ljósmyndir eftir Þorbjörn Magnússon og Unni Þóru Jökulsdóttur, sem þau hafa tekið á ferðalögum sínum um heiminn undanfarin fimm ár. Þau smíðuðu skútuna Kríu og sigldu á henni um heimsins höf, frá Danmörku til Ástr- alíu, með viðkomu á Grænhöfðaeyjum, Senegal, Grenada, Venesúela, Galapag- os, Tahiti, Tonga og Fiji-eyjum, svo eitthvað sé nefnt. Sýningin nefnist „Kjölfar Kríunnar“. Þorbjörn og Unnur ætla að segja frá ferðum sínum og bregða litmyndum á tjald áður en Ijósmyndasýningin verður formlega opnuð. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Sýningin verður opin alla daga kl. 09:00-19:00, nema sunnudaga kl. 12:00- 19:00 og stendur til 17. desember. Bamagæsla í Bemhöftstorfu Nemar á 3. ári í Fósturskóla Islands bjóða upp á barnagæslu í Bernhöftstorfu í desember fyrir börn 2ja-8 ára. Opið verður frá kl. 14:00 á föstudögum og frá kl. 10:00 á laugardögum. Margt verður til skemmtunar: leikir, föndur og ýmsar uppákomur. Myndakvöld F.Í. Myndakvöld Ferðafélags Islands verð- ur miðvikudaginn 13. desember í Sóknar- salnum, Skipholti 50a, og hefst kl. 20:30 stundvíslega. Fyrst sýnir Eygló Sigurðardóttir, hús- vörður F.í. í Þórsmörk, myndir frá lífi og starfi húsvarða á þessum vinsæla stað. Eftir hlé verður stuttur annáll um vinnu- ferðir F.I. á liðnum árum. Veitingar í hléi. Allir velkomnir, félag- ar og aðrir. (Aðg. 200 kr.). Tónlistarvika 10.-17. des. í tilefni 40 ára afmælis Laugarneskirkju Dagana 10.-17. desember verður Tón- listarvika í Laugarneskirju í Reykjavík í tilefni 40 ára afmælis kirkjunnar. Haldnir verða 9 tónleikar, þá verður messað báða sunnudagana og verður þá einnig boðið upp á fjölbreytta tónlist. Alla virka daga vikunnar mun Ann Toril Lindstad halda hádegistónleika kl. 12:00. Hún flytur þá orgelverk eftir ýmsa höfunda. Þriðjudaginn 12. des. verða tónleikar með Blásarakvintett Reykjavíkur, sem þeir kalla „Kvöldlokk á jólaföstu". Kvint- ettinn mun leika verk eftir W.A. Mozart, Ludwig van Beethoven og J. Haydn. Aðalfundur íslenska mannfræðifélagsins Islenska mannfræðifélagið heldur aðalfund sinn í veitingastofu Tæknigarðs, Dunhaga5,miðvikud. 13. des. kl. 17:30. Félagið var stofnað 1969 og hefur staðið að fjölmörgum fræðslufundum fyr- ir almenning um mannfræðileg efni og skyldar greinar. Að loknum aðalfundarstörfum talar dr. Jens Ó.P. Pálsson, forstöðumaður Mannfræðistofnunar Háskóla Islands, um starfsemi stofnunarinnar og lslenska mannfræðifélagsins. Skýrt verður m.a. frá því hverjir munu flytja fyrirlestra á vegum félagsins og Mannfræðistofnunar- innar á næsta ári. Kvenfélag Kópavogs Spilað verður í kvöld, þriðjud. 12. des., í Félagsheimili Kópavogs. Byrjað verður að spila kl. 20:30. ÚTVÖRÐUR 2. tbl. 4. árg. Það er byggðahreyfingin Útvörður (áður Samtök um jafnrétti milli lands- hluta), sem gefur ritið út. Útvörður hefur aðsetur á Egilsstöðum á Héraði. Meðal efnis í blaðinu greinin Jafnvægi í byggðaþróun verður að nást, sem Gunn- laugur Júlíusson skrifar. Hlöðver Þ. Hlöðversson skrifar: Við þurfum menn, en Hlöðver er form. stjórnar Útvarðar. Elísabet Benediktsdóttir segir frá „Átaksverkefninu á Egilsstöðum og Seyðisfirði", en það hefur staðið í tvö ár. Guðrún Hallgrímsdóttir veltir fyrir sér hvar muni verða næsta virkjun á landinu í grein sinni: Næsta virkjun? Sveinn Runólfsson á þarna grein sem hefur að fyrirsögn: Stiklað á stóru í gróðurverndarstarfi Landgræðslu ríkisins og Björn Benediktsson skrifar: Land- græðsla og gróðurvernd. Þá er minnst Hvanneyrar og sagt frá afmælishátíð sem haldin var í júní sl. vegna 100 ára afmælis skólans. Hörður Bergmann fjallar um margvís- leg mál í grein sinni „Byggðastefna í umbúðaþjóðfélagi" og Sigurður Helga- son fjallar um „Byggðaþróun á Norður- löndum“. Margar fleiri greinar eru í blaðinu og frásagnir, svo sem af fiskeldi o.fl. Einnig eru fréttir af félagsstarfi Útvarðar. k! Fl* Blásarar Fyrirliggjandi Fyrirliggjandi ■ Gott verð - SÍMI: 681500 - ÁRMÚLA 11 Myndlistarsýning í MJÓDD Halla Haraldsdóttir, myndlistarkona frá Keflavík, heldur sýningu á verkum sínum í verslun Hjartar Nielsen, Mjódd- inni, í desember og janúar. Halla er fædd og uppalin á Siglufirði. Hún var við nám í Myndlistar- og hand- íðaskóla íslands í tvo vetur og seinna í kennaradeild skólans í einn vetur. Aðal- kennari hennar þar var Erró. Síðan hélt hún til Danmerkur og stundaði nám hjá dönskum listmálara, Sören Esbjerg, í tvo vetur. Frá árinu 1978 hefur Halla verið í tengslum við gler- og listiðnaðarverkstæði D.H. Oidtmann í Þýskalandi, fyrst við nám og seinna við störf hjá fyrirtækinu. Hún hefur haldið fjölda einka- og samsýn- inga heima og erlendis og hlotið margvís- legar viðurkenningar fyrir list sína. Myndir Höllu á þessari sýningu eru vatnslitamyndir unnar með blandaðri tækni, auk glerlistaverka. Öll verkin eru unnin á þessu ári. Sýningin, sem er sölusýning, er opin á verslunartíma, alla virka daga kl. 10:00-18:30 og kl. 10:00- 16:00 á laugardögum. Brúðusýning í Bogasai Þjóðminjasafns Jón E. Guðmundsson opnaði sýningu í Bogasal Þjóðminjasafnsins 5. desember og stendur hún til 17. des. Jón hóf starfsemi lslenska Brúðuleikhússins fyrir 35 árum, 5. des. 1954, og hefur starfrækt það síðan. Fyrsta verkefnið var leikritið Rauð- hetta í þýðipgu Ævars Kvarans, og mun það einnig verða sýnt núna. Einnig eru á sýningunni krítar- og vatnslitamyndir, ennfremur ýmsir munir skornir út í ís- lenskt birki. Upplýsingar um leikbrúðusýningar meðan á sýningum stendur eru í síma 28888. Sýningar í Norræna húsinu Laugardaginn 9. des. opnaði Jóhanna Bogadóttir sýningu á grafíkmyndum í bókasafni Norræna hússins. Á sýningunni eru litógrafíur og myndir með blandaðri tækni, unnar á sl. tveimur árum. Sýningu Jóhönnu á málverkum og teikningum er nýlokið á Kjarvalsstöðum. Síðan er hún á förum til Bandaríkjanna með sýningu í boði háskólans í Tacoma. Sýningin er opin kl. 13:00-19:00 alla daga nema sunnudaga, en þá er bókasafn- ið opið kl. 14:00-17:00. Sýningunni lýkur 22. desember. í anddyrí sýna Þorbjöm Magnússon og Unnur Þóra Jökulsdóttur Ijósmyndir sem þau hafa tekið á ferðum sínum um heimsins höf. Sýninguna nefna þau „KJÖLFAR KRlUNNAR", en skútan þeirra heitir Krían. Sýningin stendur til 17. desember. Minningarkort Félags nýmasjúkra Minningarkort félagsins eru til sölu á eftirtöldum stöðum: IKirkjuhúsinu, hjá Hönnu í síma 672289 og hjá Salóme í síma 681865. Jólakort eftir málverki Jónasar Guðmundssonar Komið er á markaðinn nýtt jólakort sem gert er eftir málverki Jónasar Guð- mundssonar, listmálara og rithöfundar, sem lést fyrir um það bil tveimur árum. Fyrirmyndin að jólakortinu heitir „Sjómenn". Kortin fást í bókabúðum og eins hjá Jónfnu H. Jónsdóttur, en hún hefur einnig eftirprentanir af málverkum Jónasar til sölu. Vinningar í happdrætti Félagsheimilis tónlistarmanna Dregið var í happdrætti Félagsheimilis tónlistarmanna 10. nóvembersl. Vinning- ar komu á eftirtalin númer: 1. vinningur: Skoda Favorit 1990 kom á númer 1504. 2. vinningur: Ferð fyrir tvo til Mallorca á vegum ferðaskrifstofunnar Atlantik að verðmæti kr. 70.000 kom á númer 4770. 3. -6. vinningur: 40 tímar í hljóðveri: Hljóðrita, Stúdíó Bjartsýni, Stúdíó Stef, Stúdíó Stöðin (án upptökumanns) komu á númer 404 - 272 - 2356 - 442. 7.-8. vinningur: Innborgun á vöruút- tekt hjá Molto kr. 50.000 komu á númer 4162 - 3141. 9. vinningur - Yamaha laser geislaspil- ari frá Hljóðfæraverslun Poul Bernburgs hf. kom á númer 1573. 10. -11. vinningar: Sony tvöfalt segul- band frá Japis hf. komu á miða númer 4577 - 3569. 12.-13. vinningar: Myndverk að eigin vali að upphæð kr. 10.000 komu á miða númer 3711 - 4501. 14.-18. vinningar: Maturog drykkurað eigin ósk samkvæmt matseðli á veitinga- staðnum Mongolian Barbeque komu á númer 4182 - 3777 - 2005- 2750. 19.-20. vinningar: íslensk tónlist (8 plötur og geisladiskar) heildarútgáfa kom á númer 3701 - 637. Heidi sýnir í Hlaðvarpanum í Gallerí Hlaðvarpanum stendur nú yfir sýning Heidi Kristianscn á myndtepp- um, sem saumuð eru með ásaums- og quilt-tækni. Á sýningunni eru 25 teppi, flest saumuð á þessu ári. Heidi er frá Þrándheimi í Noregi og Iærði þar, en hefur verið búsett á íslandi síðan 1980. Sýningin er opin alla daga til kl. 18:00 fram til 17. desember og er aðgangur ókeypis. Sprek úr fjöru eftir Jón Kr. Guðmunds- son, fræðimann á Skálds- stöðum í Reykhólasveit. Bók full af fróðleik um örlög genginna kynslóða við innanverðan Breiðafjörð. Verð aðeins kr. 1.870.- IBHENfilK CAVl.LNG herrann SPREK FJORU ÞJ ÓDLÍFSÞÆTTIR JÓN KR. GUDMUNDSSON ó Skóldsstöðum Sendiherrann eftir Ib H. Cavling Höfundinn þarf vart að kynna fyrir íslenskum les- endum, slíkar hafa vin- sældir bóka hans verið hér- lendis. í þessari bók Cavl- ings er spennan í hámarki. Verð aðeins kr. 1.995.- BÓKAÚTGÁFAM HILDUR AFGREIÐSLA: AUÐBREKKU 4 - 200 KðPAVOGI1 SÍMAR 641890 - 93-47757 TIL SÖLU Toyota Corolla 1600 Gti 1988 ekinn 32.000 km □ Rafmagn í rúðum □ Raflæsingar □ Sóllúga □ □ Vökvastýri □ Vetrar- og sumardekk. □ Skipti möguleg. Verðhugmynd 1.050.000.- Upplýsingar í síma 686300 frá kl. 9.00 til 14.30 og 675603 eftir kl. 18.00. ATHUGASEMD vegna viötals við Gunnar Bjarnason, fyrrverandi ráðunaut Vegna þess sem kom fram í sjónvarpsviðtali við Gunnar Bjarnason, fyrrverandi ráðunaut, 18. nóvember sl. og snerti Búnað- arfélag íslands og störf Gunnars hjá því, þykir stjórn félagsins ástæða til að taka eftirfarandi fram. Gunnar sagði í viðtalinu: „Þeir samþykktu aldrei ferð(ir) mína(r) og hafa aldrei kostað mig í nokkurn hlul“ og átti þar greinilega við Búnaðarfélag íslands. Af þessu mátti skilja að Gunnar hafi ekki á sinni löngu starfstíð hjá Búnaðarfélagi íslands fengið starfsfé eða greiddan ferðakostnað eins og aðrir ráðunautar félagsins. Að sjálfsögðu er það rangt. Gunn- ar var „kostaður“ af fjármunum B.f. til ferðalaga innanlands og utan, m.a. til fjölmargra ferða til að kynna íslenska hestinn. Þetta veit Gunnar vel þó að honum hafi hrotið annað af munni. Á öðrum stað í viðtalinu tók Gunnar þannig til orða: „Mér hefur fimm sinnum verið ýtt úr störfum eða stöðum sem ég átti að fá vegna þess að mér var ekki treyst.“ Ekki er ljóst hvað hann hefur átt við með þessu eða hvaða störf hann telur sig hafa átt að fá í lífinu. En hitt er ljóst að Gunnari var aldrei vikið úr starfi hjá Búnað- arfélagi íslands. Hann kom fyrst til starfa hjá félaginu árið 1940 sem hrossaræktarráðunautur og gegndi því til ársins 1961 að hann sagði starfi sínu lausu og gerðist skóla- stjóri á Hólum. Árið 1963 var hann aftur ráðinn til félagsins, sem ráðunautur í ali- fugla- og svínarækt í hálfu starfi, og var það til ársins 1974. Eftir það var hann ráðunautur um útflutning hrossa í 1/4 starfi fram á árið 1987 að hann hafði einn um sjötugt. Jafnframt störfum sínum hjá B.í. gegndi Gunnar lengst af öðrum störfum sem hér verða ekki rakin. Þá leyfir stjórn B.í. sér að gera athugasemd við þau ummæli stjórnanda þáttarins er hún hóf spurningu til Gunnars með þeim orðum að gengið hefði á ýmsu í samskiptum Gunnars og Búnaðar- félags Islands. Með þessu er verið að gefa hluti í skyn sem ekki eru í samræmi við raunveruleikann. Af hálfu Búnaðarfélagsins á þetta alls ekki við, hvað sem Gunnari kann að finnast nú. Stjórn Búnaðarfélags íslands þykir miður að Gunnar Bjarnason skuli nú að loknum löngum starfs- degi fyrir félagið og í þágu land- búnaðarins vera svo neikvæður í afstöðu sinni til fyrrverandi vinnu- veitenda og samstarfsmanna og fara um þá niðrandi orðum eins og hann gerði í umræddu sjónvarps- viðtali. Hún furðar sig m.a. á ummælum Gunnars um dr. Hall- dór Pálsson sem alla tíð sýndi honum hollvild þó að skoðanir þeirra væru oft mjög ólíkar. Enda hefur Gunnar aldrei verið látinn líða fyrir skoðanir sínar, hvað þá að litið hafi verið á hann sem „andstæðing" félagsins á meðan hann starfaði fyrir það. F.h. stjómar Búnaðarfélags íslands Hjörtur E. Þórarinsson

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.