Tíminn - 12.12.1989, Page 16

Tíminn - 12.12.1989, Page 16
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 —686300 RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINQAR Hatnarhúsinu v/Tryggvagötu, ® 28822 SAMVINNUBANKINN BYGGÐUM LANDSINS PÓSTFAX TÍMANS 687691 DAGAR TIL JOLA Tímiiin ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1989 Júlíus Sólnes tilvonandi umhverfisráðherra segir sjálfstæðismenn tefja framgang lagabreytinga er heimila stofnun umhverfisráðuneytis: Tilburðir sjálf- stæðismanna eru aumkunarverðir Umræður um breytingar á stjórnarráðslögunum, er heimila stofnun sérstaks umhverfisráðuneytis, fóru fram í neðri deild Alþingis í gær. Til stóð að fyrstu umræðu væri lokið í síðustu viku, en þar sem Júlíus Sólnes, tilvonandi umhverfisráðherra, var þá erlendis, krafðist stjórnarands- taðan þess að málinu yrði frestað þar til hann kæmi til baka. Ragnhildur Helgadóttir, þing- maður Sjálfstæðisflokks fór aftur fram á frestun umræðna í gær og krafðist þess að heilbrigðisráð- herra væri viðstaddur, en hann var í gær í Lúxemborg þar sem hann undirritaði fyrir {slands hönd gagn- kvæma samninga um almanna- tryggingar. Samkvæmt heimildum Tímans mun nú vera útilokað að málið verði afgreitt fyrir áramót. Júlíus Sólnes formaður Borgaraflokksins segist ekki hafa áhyggjur þó svo verði. Hann er þó ekki ánægður með þá töf sem hefur orðið á afgreiðslu frumvarpsins, en upp- haflega stóð til að Júlíus yrði ráðherra umhverfismála um ára- mót. Júlíus sagði að sér þættu tilburðir stjórnarandstöðunnar við að tefja og hindra þetta mál í umræðum um umhverfisráðuneytið vera aumk- unarverðir. Hann minntist sérstak- lega á sjálfstæðismenn í því sam- bandi og sagði þá í aðra röndina þykjast bera umhverfismál fyrir brjósti sér, en á hinn bóginn gerðu þeir allt sem í þeirra valdi stæði, til þess að koma í veg fyrir að þessum málaflokki yrði skipað með þeim hætti að einhver árangur hlytist af. „Það er eiginlega erfitt að átta sig á þeirra afstöðu," sagði Júlíus, „nema þá að þeir telji að umhverf- ismál sé málaflokkur sem ekki eigi að leggja neina áherslu á og þar af leiðandi ekkert að sinna. Menn geta velt því fyrir sér hvort það sé skýringin á hegðun þeirra, eða er skýringin bara sú að þeir séu hér í einhverju pólitísku upphlaupi að reyna að sprengja stjórnarsam- starfið? Það virðist fara óskaplega fyrir brjóstið á þeim að við skulum vera í ríkisstjórn og ég og Óli Þ. Guðbjartsson skulum vera ráð- herrar. Það er kannski það sem fyrst og fremst hrjáir þá öðru fremur.“ - En hvað verður gert þegar ljóst er að umhverfisráðuneytið kemst ekki á laggirnar fyrir áramót? „Við höldum áfram þingi eins lengi og þarf í janúar, til þess að klára öll mál sem við þurfum að ljúka fyrir þinghlé,“ sagði Júlíus Sólnes. „Það er alveg eins og var bæði í fyrra og hittifyrra. Þetta kemur mér í sjálfu sér ekki á óvart, því ég tók þátt í þeim leik sjálfur í stjórnarandstöðu að koma málum á þann veg. Ég geri ráð fyrir að mál verði með sama hætti núna.“ Júlíus sagði að þetta hefði ekki annað í för með sér en að þinghlé drægist fram til 10-12 janúar og þá yrðu öll þau þingmál sem stjórnin þyrfti að koma í gegn í öruggri höfn. Aðspurður um tæknilega örðugleika þess að koma á sérstöku umhverfisráðuneyti á næstu vikum, sagðist Júlíus vonast til þess að málið færi til nefndar í þessari viku, eða byrjun næstu. „Ég hef nú séð þyngri mál en þetta,“ sagði hann, og skírskotaði í því sambandi til frumvarps um stjórnun fiskveiða, sem samþykkt var árið 1987, eftir miklar umræð- ur. „Ég held að við höfum séð jrað svartara.“ - ÁG Kveikt á jólatré við Austurvöll Um helgina voru tendruð jólaljós á jólatré á Austurvelli. Tréð er gjöf Oslóarborgar til Reykjavíkur. Gíf- urlegt fjölmenni kom saman á Aust- urvelli af þessu tilefni. Veður var sérstaklega gott og átti það án efa mestan þátt í að svo margir brugðu sér í bæinn til að horfa á ljósin kvikna. Að sjálfsögðu komu jóla- sveinarnir við á Austurvelli og skemmtu ungum sem öldnum með söng. En það voru fleiri en Reykvík- ingar sem tendruðu jólaljós, því víða um land voru slíkar athafnir um helgina. -EÓ/Tímamynd Árni Bjarna Þór Vilhjálmsson hæstaréttardómari og fyrrum forseti Hæstaréttar: Ekki íhugað að segja af mér vegna dómsins „Ég svara því siuttlega að það hef ég ekki íhugað,* sagði Þór Vil- hjálmsson hæstaréttardómari og fyrrum forseti Hæstaréttar, aðspurð- ur hvort hann hafi íhugað að segja af sér dómaraen bætti í ljósi þess dóms sem fallinn -r í máli Magnúsar Thoroddsen fyrrt m forseta Hæsta- réttar. Við rannsókn máls Magnúsar komu áfengiskai ip fyrri forseta Hæstaréttar fram. Upplýstist að Þór hafði keypt verulc gt magn áfengis á kostnaðarverði. í málflutningi verj- anda Magnúsar fyrir Hæstarétti kom fram að fyrirrennarar Magnúsar í embætti forseta Hæstaréttar höfðu notað sömu viðmiðunarreglu við sín kaup, þ.e. svokallaða þumalputta- reglu. Aðspurður hvort hann teldi sig hafa farið út fyrir þær reglur sem í gildi hafi verið kvað Þór nei við. Hann sagðist aðspurður ekkert getað úttalað sig um það hvort hann teldi dóm Hæstaréttar í máli Magn- úsar, sem féll á föstudag á einhvern hátt rangan. -ABÓ Salan á jólabókunum: BEDID EFTIR KORTATÍMABILI Enn er jólabókasalan ekki kom- in á fullt skrið og töldu margir bókakaupmenn sem Tíminn talaði við í gær, skýringuna vera þá að fólk hefði verið að bíða eftir að nýtt greiðslukortatímabil hæfist. í flestum verslunum hófst nýtt korta- tímabil f gær. Verslunarmaður sem hefur unn- ið við bóksölu í mörg ár ságði að saian hæfist óvenju seint og blank- heit væru einkennandi í þjóðfélag- inu. Laugardagurinn hefði verið mun lciegri hvað varðar bóksöluna en sami dagur i fyrra. Spáði hann því að salan kæmist ckki á fullt skrið fyrr cn rétt fyrir jólin og „að á Þorlák verði allt brjálað," eins og hann orðaði það. Þegar verslunarmennirnir sem talað var við voru beðnir að nefna íslenska titla sem þeim virtist að seldust mest eða fólk sýni mestan áhuga voru hinar ýmsu endurminn- inga- og viðtalsbækur áberandi sem fyrr: Sendiherrafrúin segir frá, eftir Hebu Jónsdóttur, Ég og lífið, eftir Ingu Huld Hákonardóttur, Skýrt og skorinort, eftir Indriða G. Þor- steinsson og Sagan sent ekki mátti segja, eftir Nönnu Rögnvaldar- dóttur. Af öðrum bókum má nefna Fransí Biskví eftir Elínu Pálma- dóttur, Náttvíg eftir Thor Vil- hjálmsson, safn „Eyjabókanna,“ eftir Einar Kárason og Ég heiti fsbjörg. Ég er ljón eftir Vigdtsi Grímsdóttur og Undir eldfjalli, eftir Svövu Jakobsdóttur. Gott úrval er af barna- og ung- lingabókum fyrir þessi jól og hefur saia á þeim verið ntjög góð. Einn verslunarmaður ncfndi sem skýringu á því hve salan færi seint af stað að bókatitlar fyrir þessi jól væru óvenju margir, 40 fleiri en í fyrra og salan væri jafnari og engir titlar skæru sig úr. í fyrra hefðu bækur eins og Ein á forsetavakt og Býr íslendingur hér? skorið sig úr hvað varðar sölu. SSH

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.