Tíminn - 06.01.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.01.1990, Blaðsíða 2
12 W HELGIN Laugardagur 6. janúar 1989 Risadátar hans hina virðulegustu og sparaði ekkert til. En þar með var óhófsöld- inni líka lokið. Hann hafði alltaf fyrirlitið föður sinn fyrir bruðl hans og ístöðuleysi og að jarðarförinni afstaðinni lét hann tafarlaust slíta niður öll silkigluggatjöld í höllinni og bera plussteppin af gólfunum burtu. Hann hjálpaði sjálfur til við þetta verk, sveittur og móður á nærskyrtunni einni saman. l*;í fleygði púðruðu hárkollunum, sem hann hafði orðið að bera, og lagði skrautklæðin til hliðar. Demanta föður síns, vínbirgðir og lystikerrur lét hann selja. Af þúsund hestum í hinu konunglega hesthúsi urðu að- eins þrjátíu eftir. Hann áskildi sér fimm herbergja íbúð í höllinni, handa sér og fjölskyldunni, en gerði hana að öðru leyti að skrifstofum fyrir ýmis embætti rfkisins. Hin fjöl- menna hirð var rekin burtu sem hundar væru. Til hirðarinnar höfðu talist 141 maður, en nú urðu ekki nema þrjátíu eftir. Fyrsta tilskipun hins nýja konungs var að lýsa yfir að hér eftir væri hann æðsta vald í málefnum heraflans og ríkisfj ármálanna. Yfirhershöfðingj a gerði hann Leopold af Anhalt - Dessau, öróttan og langreyndan stríðsjálk, en nokkurs konar forsæt- isráðherra varð Friðrik nokkur von Grumbkow, slóttugur en hugdeigur bragðarefur. Honum tókst að sigla milli skers og báru mest alla stjórn- artíð þessa sparsama konungs - og hagnast vel á. Ekki síst á mútum sem hann þáði frá Frökkum og Austur- ríkismönnum. Kóngi og Leopold hershöfðingja kom ágæta vel saman, enda höfðu þeir til dæmis líka kfmnigáfu. Sagði Leopold frá því í elli er þeir konung- ur rákust eitt sinn á kúahóp, sem svaf nærri nautum konungs í grennd Berlínar. Tóku þeir sig til og skáru halann af vesalings skepnunum, öll- um með tölu. Þetta var mjög skemmtileg minning í huga hers- höfðingjans. Hlátur í Evrópu Nakin og nöturleg húsakynni prússnesku hirðarinnar, svo og sam- haldsemnin í hirðhaldinu, vakti mik- inn hlátur meðal heldra fólks í öðrum ríkjum. í stað prúðbúinna þjóna gengu fáeinir hermenn um beina við hið konunglega borð og kóngur hafði ekki nema einn þjón, Eversmann að nafni. Fyrir vikið varð Eversmann mjög mikilverð persóna á hinu pólitíska sviði og kepptust sendimenn stórveldanna við að hlaða á hann gjöfum og i mútum. Margar sögur fóru af nísku kon- ungs og harðýðgi. Eitt sinn er mat- reiðslumeistari hans hafi keypt kút með ostrum af sjómönnum, spurði hann manninn hvort ostrurnar væru ekki bragðgóðar. Matreiðslumeitar- inn kvað svo vera. „Hvernig veistu það, nema þú hafir stolið úr kútnum!" æpti konungur og barði kokk sinn duglega með staf sínum. Friðrik Vihjálmur leit á sig sem föður þegna sinna og hann var með nefið niðri í hvers manns koppi. Hann fór í gönguferðir um borgina og lá leið hans um nær mannlausar götur, því fólk flýði inn um næstu dyr í hvert skipti sem til hans sást. Sæi hann einhvern verklausan fékk sá hinn sami að kenna á spörkum hans og slögum. Heyrði hann rifist inni í húsi ruddist hann inn og lamdi deiluaðila eftirminnilega. Hann gerði sér þó enga grein fyrir að nokkur kynni að óttast sig eða hata. Þegar hann einhverju sinni var í gönguferð og sá vegfaranda leggja á flótta, er hann nálgaðist, stöðvaði hann manninn undir eins. Hann greip í öxl honum og spurði hví hann hefði ætlað að hlaupa. „Ég var hræddur," svaraði vesa- lingurinn. „Hræddur? Hræddur!" æpti Frið- rik Vilhjálmur og varð blár í framan af heift. „Þú átt að elska mig! Elska mig, andstyggðin þín!" Þar með lét hann stafprikið ríða um höfuð og herðar manninum drykklanga stund. Ógnvaldur og skelffir þegnanna Þannig varð konungur ógvaldur og skelfir þegna sinna. En hann gerði ekki greinarmun á háum og lágum og krafðist þess, eins og hann orðaði það, af hverjum manni að hann væri „vel kristinn, iðjusamur borgari og góður hermaður." Ríkis- ráðsmaður einn, von Schlubhut, barón, hafði verið dæmdur í fangelsi fyrir sjóðþurrð, en konungur vildi láta hengja hann. Baróninn mót- mælti og sagði þetta „enga meðferð á prússneskum aðalsmanni" og hét að gjalda féð að fullu. Konungurinn varð bálreiður, eins og honum var tamt. „Ég vil ekki sjá þína skítugu peninga," orgaði hann og lét hengja von Schlubhut fyrir framan sjálft ráðhúsið í Berlín að ölluin öðrum ríkisráðsmönnunum áhorfandi. Friðrik Vilhjálmur hafði ætíð tvær skammbyssur á skrifborði sínu og voru þær hlaðnar salti. Úr þeim skaut hann á þjóna sína, ef honum mislíkaði og missti einn þeirra auga eftir slíkt skot. Svo hræddir voru menn við hann að embættismaður nokkur féll dauður, þegar hann frétti að konungur ætlaði að kalla hann fyrir sig. Annar var lúbarinn og kallaður „skepna og óþverri", þar sem hann hafði ekki svarað rétt, þegar kóngur spurði hver staða hans væri. „Ég er leyndarráð yðar hátign- ar og heiti Blank," hafði maðurinn sagt í stað: „Ég kallast leyndarráð Blank." Gjaldþrota smariki verður stórveldi Ekki leikur vafi á að Friðrik Vilhjálmur var meira en sérvitur, þótt ekki vilji sagnfræðingarnir „af- greiða" hann á svo einfaldan hátt að kalla hann geðbilaðan. Hann tók við nær gjaldþrota ríki úr hendi föður síns, sem var sokkinn í skuldir heima og erlendis, og kom því á traustan grundvöll efnahagslega. Hann vakti yfir ríki sínu með spansk- reyrinn á lofti og gerði her þess þann besta í allri Evrópu. Tvímælalaust hélt hann sig alltaf við jörðina og varð ekki settur út af laginu, og sennilega leyndist í honum brot af snillingi. Æði skapsmuna hans og viljafesta skilaði ríkulegum árangri, þótt með svo ógeðfelldum aðferðum væri og raun var á. Hann útrýmdi spillingu að heita má fullkomlega í embættismannakerfinu og gerði ekki greinarmun á mönnum í „réttlæti" sínu - hann var jafn djöfullegur við alla. Enginn vogaði sér að mótmæla honum eða ráðleggja honum heils- hugar - með einni undantekningu þó. Snemma á ferli sínum kom hann sér upp klíku vildarmanna, sem kom saman á hverju kvöldi við pípureyk- ingar og þar leyfðist mönnum að tala frjálslegar en ella. Engir þjónar máttu koma nærri þessum samsæt-; um, sem hófust klukkan fimm á daginn og stóðu fram á nótt - stundum fram undir morgna. Allir urðu að vera með pípu í munninum, tóma ef ekki vildi betur. Sjálfur mun kóngurinn hafa reykt allt að þrjátíu pípur á kvöldi. Brúnsvíkurbjór var á borðum og kalt kjöt. Hér var líka fræðsla í boði, því sérsatakur lesri þuldi upp úr erlendum blöðum, sem borist höfðu. Þessi lesari var löngum fróðleiksmaður nokkur, Jakob Paul von Gundling, og verður nú nánar frá honum og ömurlegu hlutskipti hans sagt. Óslökkvandi menntahatur Friðrik Vilhjálmur var allt sitt líf svarinn óvinur lærdómsgrúskara, kennara og „viskubrunna" hvers- konar og Gundling varð samnefnari allra þessara greina í augum konungs. Stöðugt varð Gundling að þola spott og hrekkjabrögð kóngsins og lagsmanna hans í „tóbaksráðu- neytinu." Konungurinn lét samt hækka hann í tign og hlaða á hann nafnbótum án afláts, en í hvert sinn fylgdi einhver háðuleg auðmýking; með. Faðir konungs hafði sett á stofn Prússnesku vísindaakademíuna og fengið engan minni mann en Leibniz til þess að veita henni forstöðu. En með valdatöku Friðriks Vilhjálms lagðist öll starfsemi akademíunnar af og bókasafn hennar bætti ekki við nema örfáum skræðum á aldarfjórð- ungi. Leibniz hraktist úr landi. Þótti kóngi vel til fallið að „hirðfífl" hans, Gundling, settist í sæti heimskek- ingsins, sem forstöðumaður þessarar stofnunar. Enn var Gundling gerður að hirð- siðameistara, sem auðvitað var tómt spé, því hirðsiðir tíðkuðust engir í höllinni. Var vesalings maðurinn látinn íklæðast einkennisbúningi, sem þessari upphefð hafði fylgt í stjórnartíð fyrri konungs og var yfirmáta skrautlegur: frakki, brydd- aður með geitarskinni, hattur prýdd- ur strútsfjöðrum og háhælaðir skór. Þessu var hann látinn skrýðast við embættistökuna og færðu kumpán- arnir í tóbaksráðuneytinu honum apakött að gjöf, klæddan á sama hátt, í leiðinni. Sögðu þeir nærstödd- um að apakötturinn væri „óskilgetið barn" Gundlings og létu hann faðma kvikindið og kyssa, um leið og hann opinberlega gekkst við afkomanda sínum. aðgangur að hinum konunglega vín- kjalíara. Þetta var eina huggunin, sem Gundling hlaut í vistinni hjá Friðrik Vilhjálmi og varð til þess að fyrr en varði drakk hann sig í hel. Við krufningu kom enda í ljós að innyflin voru öll spillt af langvarandi ofdrykkju. En konungur átti eftir að hafa af honum eina skemmtunina enn: hann lét nefnilega grafa hann í vínámu við mikla viðhöfn! Kynleg kveðja En allir fengu þeir sem samskipti áttu við Friðrik Vilhjálm að kynnast áreitni hans á einhvern hátt. Dæmi um það er þegar hann heilsaði upp á hirðmenn sína eftir messur á sunnudögum. Þetta var einskonar liðskönnun, sem fór fram með því móti að hirðmennirnir óku fram hjá konungi í vögnum sinum, en sjálfur sat hann á hestbaki og heilsaði hverjum um sig. Marga ávarpaði hann vingjarnlega, en öruggasta teiknið um að menn voru í náðinni var það að hann lyfti tveimur fingr- Friðrik Vilhjálmur I., faðir prúss- neska hemaöarandans, var hat- aður af þjóö sinni og hersveitum, sem hræddust hann eins og fjandann sjálfan. Á fundum tóbaksráðuneytisins var Gundling látinn drekka sig auga- fullan - þ. e. nær á hverju kvöldi. Er hann eitt sinn lá ofurölvi í einkennis- búningnum rændu þeir konungur og kumpánar hans af honum lykli þeim sem hann bar um hálsinn og var embættistákn hans. í refsingarskyni fyrir að hafa týnt lyklinum var hann látinn ganga fram og aftur um Berlín í heila viku með stóran, gylltan trélykil bundinn við fót sér. Eitt sinn vaknaði Gundling af svefni við það að nokkur lítil bjarn- dýr voru að troða á honum. Þau voru að vísu með múl og klærnar höfðu verið klipptar af þeim, en vesalings maðurinn hrækti blóði í marga daga. Öðru sinni voru varð- menn látnir taka Gundling, fara með hann út á frosið svell á hallarsík- inu og berja honum við svellið, uns það brotnaði. Þegar hann kom heim til sín var iðulega búið að brjóta upp dyrnar á herbergi hans og umturna þar öllum hlutum. Einu sinni gerði Gundling tilraun til flótta, en hermenn konungsins handsömuðu hann skjótlega. Hann var dreginn fyrir rétt og hótað lífláti, en komst senn að því að allt var þetta einn allsherjar brandari. Kon- ungur hækkaði hann skjótlega í tign og lét auka við laun hans. Einn góðan veðurdag lét herra hans svo tilkynna að honum væri heimill frír um upp að enni sér, þannig að þeir líktust hornum á dádýri, en slíkt merki þýddi að gömlum sið að viðkomandi væri „kokkáll". Sagt er að liðið hafi yfir marga hirðfrúna, þegar maður hennar hlaut slíka kveðju frá konungi. „Löngu piltarnir" En furðulegastur var sá áhugi sem konungurinn hafði á háum her- mönnum. Ekki var hann fyrr sestur á konungsstól en hann myndaði liðssveit þá sem kölluð var „Risa- varðsveitin í Potsdam", en í Pots- dam var höll og aðsetur konungsins. Hann kallaði þessa hermenn „löngu piltana" og hann aflaði þeirra í sínu eigin ríki, keypti þá utanlands eða hlaut þá að gjöf frá erlendum þjóðhöfðingum, sem vildu ávinna sér náð hans og hylli. En flestir voru teknir nauðugir og þvingaðir til þjónustu. Hafði hann á sínum snær- um um þúsund manna lið, sem höfðu ekki annað fyrir stafni en að þefa uppi hávaxna menn, þ.e yfir 180 sm. á hæð, sem töldust mjög stórir menn á þeirri tíð. Mun unj tólf þúsund dölum hafa verið varið á árunum 1713 1735, til þess að kaupa háa menn, sem ekki gafst kostur á að hremma með valdbeitingu. Ann- ars var enginn ferðamaður óhultur í Prússlandi fyrir að verða tekinn nauðugur í herinn, en háir menn höfðu alls enga von um undankomu. | Meira að segja voru hávaxnir sendi- menn erlendra ríkja gripnir og væri mótmælt, var þeim sleppt með sem- ingi. Þessar mannaveiðar konungs teygðu sig allt suður á ítalíu og m.a. var hávaxinn prestur í ítalska Tyrol tekinn er hann stóð frammi fyrir söfnuði sínum, og fluttur til Berlín- ar. Einna kunnast varð mál Ira nokkurs, Kirkland að nafni. Hann hafði verið þjónn í London, en var keyptur úr vistinni af prússneska sendiherranum og fluttur til Prúss- lands undir fölsku yfirskini. Þar var hann þegar munstraður í risaliðs- sveitina. Spratt af þessu mikið mála- stapp og sendiherrann átti ekki afturkvæmt til Lundúna. Æði og örvænting „Ég léti mér fátt um finnast, þótt mér væru boðnar fegurstu konur heims", sagði konungur, „ en sá sem færir mér háa hermenn má biðja mig hvers sem vera skal. Þeir eru veik- leiki minn!" Fleiri veikleika hafði hann samt. Þar á meðal var tóbak og veiðar og hann drakk og át heil ósköp. Einkum fundust honum góðar ostrur, og á hann að hafa étið allt að hundrað á einu kvöldi. Þá var hann sífellt að þvo sér um hendurnar - ótal sinnum á degi hverjum - og hann skipti daglega um skyrtu. Þetta var hrein- lætisæði, sem sannarlega var ekki almennt um hans daga og bendir til að hann hafi verið haldinn einhvers konar Pílatusarduld. í risavarðsveitinni voru um 4000 manns og helmingurinn var kaþól- ikkar og flestir í þjónustu gegn vilja sínum. Þeim var fenginn kaþólskur prestur, Bruns að nafni. Hann segir að f sveitinni hafi verið Frakkar, ftalir, Spánverjar, Portúgalír, Ung- verjar, Slavar, Króatar, Pólverjar, Bæheimsmenn, Englendingar, írar, Rússar, Tyrkir, Svíar, Danir og Eþíópíumenn - „ og fleiri menn af afrísku og asísku þjóðerni." Þarna voru prestar, prinsar, greifar, læknar, doktor í lögum og svo fram- vegis. Meðferðin á mönnunum var svo slæm að stöðugt voru samsæri í gangi. Bruns segir að hermennirnir hafi sífellt verið að reyna að kveikja í höllinni í Potsdam og drepa konung þanng, í von um að öðlast frelsi. Refsingarnar voru skelfilegar og oft- ast voru þeir brotlegu kaþólskir. Því spurði konungur Bruns eitt sinn hví kaþólikkarnir væru „svo slæmir", sagði vera vel við þá gert og að þeim væri ágætlega borgað. Bruns játaði að kaup þeirra hefði raunar verið gott, en örvænting þeirra var meiri en svo að það fengi sætt þá við kjörin. Þeim var líka ætlað að þjóna í liðinu allt lífið - eða þar til konungi þóknaðist að leysa þá undan merkjum. Gjaf ir til konungs Aðrir þjóðhöfðingjar færðu sér þessa fáránlegu ástríðu konungs í nyt, til þess að koma fram ýmsum málum. Þeirra á meðal var Pétur mikli, sem sendi honum „áttatíu Moskvubúa, alla orðlagða fyrir lengd". Seinna sendi hann 150 til viðbótar og síðan nokkra á ári hverju. Þessu hélt drottning zarsins áfram eftir dauða hans og skipaði héraðsstjórum sínum að safna sam- an í umdæmi sínu „öllum þeim mönnum sem eru 180 sm. að lengd og þaðan af hærri." Eins fóru aðrir þjóðhöfðingjar í Evrópu að, því þegar bænir og hótanir komu að engu gagni, greiddu nokkrir „háir" úr málunum. Árið 1715 sendi saxneskur ráðherra kon- unginum tvær tyrkneskar pípur og stóran pakka af tóbaki með. Þetta færði konungi ungur maður, sem var yfir tveir metrar á hæð og bað ráðherrann Friðrik Vilhjálm að þiggja gjafirnar „og þann fríða ungling, sem færir yður þær." Agúst sterki, Pólverjakóngur og kjörfursti af Saxlandi, hafði komið sjálfum sér upp lítilli deild hávaxinna manna. Er konungur heimsótti Ágúst kom hann auga á mann í deildinni, Svía, sem var hvorki meira né minna en 240 sm. á hæð. Konung- ur linnti ekki látum að fá manninn, sem var þó ákaflega heimskur, og um síðir lét Ágúst undan. En vesal- ings Svíanum var engin leið að læra kúnstir þær sem hann átti að gera á heræfingunum, þrátt fyrir spörk og slög. Varð konungur loks svo æfur að hann rak piltinn úr herdeildinni. Hann flæktist til Berlínar, en tókst með engu móti að sjá sér farborða vegna vitsmunaskorts. Urðu enda- lok hans þau að hann dó úr hungri og volæði í prússnesku höfuðborg-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.