Tíminn - 06.01.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.01.1990, Blaðsíða 6
16 W HELGIN Laugardagur 6. janúar 1989 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMAL Brennandi ástríður og blóðugt morð Golfleikarinn gleymdi að leita kúlunnar þegar hann gekkfram á handlegg sem stóð upp úr jörðinni Golfleikarinn lék fyrstu níu holur vallarins rösklega og sólin skein enn uppi yfir þegar hann kom á tíundu brautina. Hann sló og bar hönd yfir augu til að horfa á eftir kúlunni þar sem hún hvarf í runnaþykknið með- fram brautinni. Á leiðinni þangað velti maðurinn vöngum yfir hvaða skyssu hann hefði gert. Þegar hann fór út af flötinni og öslaði hátt gras og kjarr í leit að. kúlunni var hann enn að hugsa en skyndilega voru allar hugsanir um golf á bak og burt og viku fyrir áfalli. Upp úr jörðinni fyrir fótum hans stóð hálfrotnuð mannshönd og hluti framhandleggs. Golfleikarinn hraðaði sér í golf- skálann og hringdi til lögreglunnar. Innan skamms var hópur manna frá morðdeildinni kominn á vettvang með skóflur. Bráðlega höfðu þeir grafið upp rotnað lík konu. Þegar fór að skyggja var rannsókn vel á veg komin í næsta nágrenni í leit að vísbendingum en er myrkur skall á hafði enn ekkert fundist. Þar sem útilokað var að setja upp Ijós og halda leit áfram var ákveðið að bíða birtingar. Daginn eftir var vettvangsrann- sókn haldið áfram og reynt eftir megni að trufla ekki golfmót sem haldið var á vellinum. Þessi fyrsta vika ágúst 1987 var annavika fyrir golfleikara á svæðinu. Tveifsilfurhringar Enn var fátt sem benti til hver konan gæti verið, raunar aðeins tveir hringar á vinstri hönd hennar. Báðir voru þeir úr silfri, ódýrir og að líkindum keyptir á ferðamannastað í Evrópu. Slíka hringa var ómögu- legt að rekja. Þó mátti af þeim íhuga þann möguleika að konan væri frá megin- landi Evrópu og hefði komið til Englands til að starfa á bresku heimili. Afar margar stúlkur leita í heimilisstörf í Englandi sem „au pair". Hinn möguleikinn var líka til staðar: Að stúlkan væri ein þeirra kvenna, einhleypra, giftra eða frá- skildra sem daglega hverfa í Eng- landi, annaðhvort viljandi eða óvilj- andi. Leitað var til almennings ef ein- hver kynni að bera kennsl á hring- ana. Þegar í stað hringdu 25 kvíðnir ættingjar stúlkna sem höfðu týnst og vildu fá að skoða hringana. Hvert einasta tilvik var athugað gaumgæfilega en það bar engan árangur. Líklegast var að stúlkan hefði horfið um jólaleytið fyrir allt að átta mánuðum, eftir rotnunarstigi líksins að dæma og gróðrinum um- hverfis. Um tfma leituðu lögreglumenn og sporhundar við golfvöllinn en án árangurs. Þá sneri lögreglan sér til sérviturs öldungs sem hafði búið í tjaldi þar skammt frá í 30 ár og þekkti svæðið eins og lófana á sér. í hálfa klukkustund gekk hann hægt og rólega urh skóginn en staðnæmd- ist loks við tré. Hann benti lögregl- unni á bókstaf sem hafði verið skorinn vandlega í börk þess. - Þetta J var skorið hér í vetur, sagði hann. - Það má ráða af vexti barkarins. Loks taldi lögreglan sig hafa eitthvað til að fara eftir. Dánaror- sökin þótti einnig staðfest: Höfuð- kúpa konunnar hafði verið moluð. Rannsókn á líkinu benti til að konan hefði verið um tvítugt og meðalhá. Staðreyndir síðar leiddu í ljós að allt var þetta rétt nema aldur konunnar. Hann reyndist fölsk vísbending. Morðið var nú sett á svið: Konan hafði verið slegin niður og höfuð hennar síðan molað, ef til vill með því að slá henni við trjástofn. Það var þó ekki fullvíst. Ennfremur gat veríð að hún hefði verið myrt annars staðar og síðan flutt út í skóginn. Hópur manna leitaði meðfram veg- inum að sönnunargögnum og annar hópur talaði við íbúa í grenndinni ef einhver kynni að hafa séð grunsam- legan bíl á ferð. Æstur maður á f östum bíl Merkilegasta vísbendingin í mál- inu kom þegar eigandi dráttarbíls í nágrenninu gaf síg fram og skýrði frá atburði sem átti sér stað í janúar. Hringt var til hans vegna bíls sem sat fastur í leðju á kjarrsvæði. Staðurinn reyndist vera skammt frá þar sem líkið fannst. - Maðurinn var í miklu uppnámi, rifjaði eigandi dráttarbílsins upp. Slíkt var svo sem ekki óeðlilegt en þessi maður virtist hafa áhyggjur af öðru og meira en bara bíl sínum. - Þegar ég var búinn að losa bílinn, tilkynnti náunginn að hann hefði enga peninga til að borga mér með, hélt maðurinn áfram. - Ég sagðist þá taka varahjólið sem trygg- igu en hann sagðist ekki hafa neitt slíkt. Ég trúði honum ekki og leit í farangursgeymslu bílsins. Þá rauk hann upp og skipaði mér að hætta að snuðra. Ég vildi engin vandræði og fór án þess að fá eína tryggingu. Hann lofaði að borga mér en ég vissi að hann gerði það aldrei. - Þú hefur þó ekki fengið nafnið hans? spurði lögreglumaður. - Ég hef það hérna, svaraði mað- urinn. -Ég er líka með bílnúmerið, bætti hann við og rétti fram blað- snepil. Nafnið var R. Jones og líklegt var að það væri falskt nafn. Sú trú styrktist til muna þegar í ljós kom að bílnúmerið var af flutningabíl sem ekið hafði verið á haugana nokkru áður. Jones þessi þurfti samt ekki að vera morðingi, þótt líklega ætti hann sér eitthvert leyndarmál. Vísindaleg rannsókn útilokaði brátt R. Jones því hún leiddi í ljós að líkið hafði verið grafið öllu lengur en í fyrstu var talið, eða síðan í byrjun desember 1986, heilum mán- uði áður en dráttarbíllinn var kallað- ur á vettvang. Reynt var að dæla efnablöndu undir húð þá sem eftir var á fingrum líksins í því skyni að ná fingraförum þess en það dugði ekki til að komast að hver konan var. Enn var leitað til almennings því einhver hlaut að hafa þekkt konuna. Tannlæknir úti á landi Eftir nokkra daga kom miðaldra vélvirki frá Hertfordshire og sagði dapurlega sögu. Eiginkona hans, 38 ára að aldri hvarf að heiman sumarið 1981, á sama tíma og heimilisvinur hvarf að heiman frá sér. Nokkrum dögum síðar sást konan í Dublin en síðan hafði ekkert til hennar spurst. Hin íturvaxna Jean Cotter stundaði Ijúfa lífið þartil þeim elskhug- anum lenti saman í síðasta sinn. Lögreglan fór vandlega yfir þetta 6 ára gamla mál þar sem lýsingin &• konunni kom nákvæmlega heim við líkið. Eftir mikla vinnu varð ljóst að þetta var ekki rétta konan. Svipaðar sögur voru reyndar mýmargar en hægt var að afskrifa þær flestar og enn var ekki ljóst hver Rólegheitamaðurinn Seymour Brown þoldi lengi vel bæði árásir og svívirðingar en loks fauk í hann. konan í skóginum við golfvöllinn var. Þegar komið var fram í september 1987 og meira en mánuður liðinn frá líkfundinum var megináherslan lögð á að leita þess tannlæknis sem gert hafði við tennur hinnar myrtu og gæti þekkt handarverk sín. Hann fannst loks í Mansfield í Nottinghamshire og sagði að þetta væri mjög líkt einum sjúklingi sínum sem horfið hafði sex árum áður. Konan hét Jean Cotter og var fimmtug. Þótt hún gæti verið sú myrta f skóginum, var lítið annað á

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.