Tíminn - 13.01.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.01.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn ,■)<* ^ci rn í * i ri »>N *j Laugardagur 13.' janúar 1990 ÚTLÖND : Almenningur í Rúmeníu áréttar vilja sinn um aö kommúnistum verði vikið frá: 10.000 mótmæla stef nu ríkisstjórnar Rúmeníu Ion Iliescu forseti og Petre Roman forsætisráðherra þegar byltingin gegn Ceausescu var í höfn. Þeir eru báðir fyrrum harðir kommúnistar og eiga nú undir högg að sækja þar sem almenningur vill ekki sjá kommúnista við völd. Þúsundir mótmælenda umkringdu í gær aðsetur rúmensku bráðabirgða- stjórnarinnar í Búkarest, hrópuðu slagorð gegn kommúnisma og neyddist Ion Iliescu forseti til að verja sig og stefnu sína, standandi á brynvarinni bifreið. Við- brögð stjórnarinnar urðu að lokum þau að banna starf- semi kommúnistaflokksins. Eru það fyrstu mótmælaaðgerð- irnar í Búkarest síðan Ceausescu var tekinn af lífi og þær fyrstu er beinast gegn bráðabirgðastjórninni. Er talið að um tíu þúsund manns hafi tekið þátt í mótmælunum. Iliescu reyndi ákaft að fá iðandi mannþröngina sem safnast hafði fyr- ir framan utanríkisráðuneyti Rúm- eníu til að gefa sér hljóð svo hann gæti útskýrt stefnu sína, en Þjóð- frelsunarfylkingin sem stjórnað hef- ur Rúmeníu frá því Ceausescu var steypt af stóli hefur haft bækistöðvar sínar þar. Uiescu hét mannfjöldanum að þeir sem bæru ábyrgð á manndrápunum meðan á byltingunni stóð yrðu dregnir fyrir rétt og réttarhöldin yrðu opinber. Á meðan hrópaði mannfjöldinn: „Dauði, dauði, dauði“. Mótmælaaldan reis í kjölfar þjóð- arsorgar sem ríkisstjórnin hafði boð- að til til að minnast þeirra er féllu í hinum blóðugu götubardögum sem áttu sér stað þegar Ceausescu var steypt af stóli. Rúmenska sjónvarpið hætti við að senda út fyrirfram ákveðna dagskrá til að geta sýnt beint frá mótmælaað- gerðunum. Með Iliescu uppi á hinni bryn- vörðu bifreið var Petre Roman for- sætisráðherra og þeir Dumitru Ma- zilu og Gelu Voican-Voiculescu varaforsetar. Greinilegt er að Mazilu er vinsæl- astur þessara manna og hrópaði mannfjöldinn: „Mazilu, Mazilu, við viljum Ma- zilu sem forseta". Mazilu er fyrrum sendiherra Rúm- eníu hjá Sameinuðu þjóðunum og höfundur mannréttindaskýrslu um Rúmeníu, þar sem hann gagnrýndi harðlega mannréttindabrot Ceaus- escus. Fyrir það missti hann stöðu sína og var færður í stofufangelsi á sínum tíma. Bráðabirgðastjórn Þjóðfrelsun- arfylkingarinnar hefur setið undir sífellt harðari ámælum fyrir það að í henni eru margir kommúnistar. Ótt- ast margir að kommúnistar haldi áfram völdum þrátt fyrir hina blóð- ugu byltingu. Iliescu hét mannfjöldanum að brátt yrði birt kosningalöggjöf þar sem tryggt væri að allir gætu komið sjónarmiðum sínum á framfæri. Sagðist hann reiðubúinn til þess að fá Sameinuðu þjóðirnar til að hafa yfirumsjón með kosningunum í apríl ef það væri vilji almennings. Austur-Þýskaland: Öryggislög- reglan sett í saltpækil Hans Modrow forsætisráðherra Austur-Þýskalands lét undan gífur- legum þrýstingi frá stjórnarandstöð- unni og fjórflokkunum sem sitja í austurþýsku ríkisstjórninni með kommúnistum og frestaði því fram yfir komandi kosningar að koma á fót nýrri öryggislögreglu. -Það verður engin öryggislögregla stofnuð fyrir ó.maí sagði Modrow í Volkskammer, austurþýska þinginu í gær. Modrow hafði lagt mikla áherslu á að koma á fót nýrri örygg- islögreglu í stað hinnar illræmdu Stasi sem lögð var niður er umbóta- sinnar komust til valda í Austur- Þýskalandi. Átti hin nýjaöryggislög- regla að vinna gegn eiturlyfjasmygli, öfgahópum og þá sérstaklega nýna- sistum sem reyndar hafa starfað í Austur-Þýskalandi um nokkurt skeið. Áætlunum Modrows og kommúnista um að koma á fót nýrri öryggislögreglu hefur vægast sagt verið illa tekið af öðrum. Hringborðsviðræður ríkisstjórn- arinnar og stjórnarandstöðunnar um framtíð Austur-Þýskalands hafa ver- ið við það að fara út um þúfur vegna þessa, en vendipunkturinn varð í gær þegar samstarfsflokkar komm- únistaflokksins sögðust mundu segja sig úr ríkisstjórninni ef öryggislög- reglan yrði sett á fót. Bæði stjórnar- andstaðan og fjórflokkarnir hafa sakað kommúnista um að reyna að endurheimta það alræðisvald sem flokkurinn hafði fyrir hina friðsömu byltingu fólksins í októbermánuði, með því að koma nýrri öryggislög- reglu á fót. Comecon með frjálsa markaðsstefnu Á fundi forsætisráðherra Comecon-ríkjanna sem haldinn var í Sofiu í Búlgaríu nýlega, komu fram sterkar óánægju- raddir með fyrirkomulagið á þessu viðskiptabandalagi Sovétríkjanna og annarra kommúnistaríkja. Eftir miklar umræður um til hvaða breytinga skyldi gripið, sumir töluðu um að nauðsynlegt væri að gera róttækar breytingar en aðrir vildu að bandalagið yrði hreinlega lagt niður, varð niðurstaðan sú að smám saman yrði tekið mið af frjálsum markaðslögmálum og viðskipti færu fram í hörðum gjaldeyri en ekki rúblum. Ríkin voru öll á einu máli um að vöruskiptaverslun væri löngu úrelt form. Ein röksemd Austur-Evrópu- ríkjanna fyrir því að róttækra breytinga væri þörf og jafnvel ætti að leggja Comecon niður var sú að Sovétríkin hefðu um langt árabil mergsogið grannríkin um skárri varning sem þar væri framleiddur og greiddu ekki sannvirði fyrir. En það kunna að vera fleiri hliðar á því máli. Moskvufréttir fjalla að- eins um málið fyrir skemmstu, reyndar í öðru samhengi, og verður hér aðeins sagt frá þeirri hlið sem að Sovétborgurum snýr í vöru- skiptunum. Sovétborgarar láta ekki lengur bjóða sér hvað sem er Á undanförnum árum hafa Sovétborgarar orðið sér meira meðvitaðir um að ekki er allur varningur boðlegur sem á boðstöl- um er, þrátt fyrir vöruskort í' landinu og mikla fyrirhöfn til að verða sér úti um hann. Nýlega hafa sérfræðingar gert 18 mánaða rann- sókn á gölluðum vörum á markaði og komist að raun um að það eru ekki bara innlendar vörur sem ekki standast skoðun, þær innfluttu eru jafnvel sýnu verri. Þeir fundu 1,5 milljón gallaðra skópara í umferð og u.þ.b. sama fjölda prjónaflíka. Og viðskiptavinirnir eru farnir að forðast að kaupa gallaðan varn- ing eða skila honum aftur enda er eina viðmiðunin sú hvort kúnninn tekur eftir því hvort eitthvað er að eða ekki. En þar sem kjörorðið í sovéska kerfinu hefur jafnan verið að leggja meiri áherslu á magn en gæði hefur verið gripið til þess ráðs að reyna að koma þessu dóti út í öðrum landshlutum, þar til endan- lega er gefist upp og úrganginum safnað saman í geysistórar geymsl- ur. Þar er á hverjum tíma 4-5 milljóna rúblna virði þessa úrkasts saman komið og enginn veit hvað í rauninni á að gera við það! Langmestur hluti gallaða vamingsins frá Comecon-löndunum Meira en 80% af öllum innflutt- um neysluvarningi til Sovétríkj- anna - svo gott sem fjórðungur þess varnings sem er á markaði - koma frá löndunum í Comecon. Og langmestur hluti úrgangsins kemur líka þaðan - meira en 90% af skófatnaðinum og yfir helmingur fatnaðar. Sovétmenn halda því fram að þeir séu farnir að gera meiri gæðakröfur en fyrr, en þessi fyrrum leiðitömu fylgiríki þeirra geti ekki uppfyllt þær. Og að fylgiríkin ætli að bæta upp skort á fatnaði og fótabúnaði með því að senda Rússum heilmikið af annars flokks varningi sem enginn hafi þörf fyrir, óvandaðar vefnaðarvör- ur og minjagripi. Skv. núverandi 5-ára áætlun eru t.d. 68% af út- flutningi Búlgara, 43% frá Póllandi og 36,5% frá Ungverjalandi slíkur varningur. Og hann safnar ryki í geymslum í Sovétríkjunum. Samkvæmt opinberum skýrslum í Sovétríkjunum safnast fyrir 50 milljón rúblna virði af slíku dóti á ári hverju. Og alls hefur safnast saman í geymslum allt að eins milljarðs rúblna virði af þessu drasli. Hver hefur hlutur samningamanna Rússa verið? Nú spyrja Sovétmenn hvað hafi komið til að fulltrúar þeirra hafi samþykkt slík viðskipti. Áttu þeir ekki annarra kosta völ? Eða eru markaðir Comecon-landanna virkilega svona allslausir? Það er engin dul dregin á að léttur iðnaður í þessum löndum hefur tekist á flug að undanförnu, með stuðningi lána frá Vesturlöndum, og þau flytja nú út til margra iðnvæddra landa há- gæða tískuvarning. Hefur þetta farið framhjá samningamönnum Rússa? Þegar rætt er við viðskiptafull- trúa í Ungverjalandi og Póllandi svara þeireinum rómi: Viðbjóðum Rússum þessar vörur en þeir vilja þær ekki. Þeir velja í besta falli 20% af þeim þúsundum gerða af skófatnaði og fatnaði sem frammi liggur á árlegum vörusýningum Comecon-ríkjanna. Og þar festa Rússarnir kaup á einföldustu og látlausustu hlutunum, og það sem skiptir mestu máli - þeim ódýrustu. Er það skortur á erlendum gjaldeyri sem veldur? Nú spyrja Rússar hvort ekki verði því viðkomið að auka inn- flutning á vönduðum varningi vegna hins hrikalega skorts á gjald- gengum erlendum gjaldmiðli. Margir hagfræðingar hafa hins veg- ar lengi talað um að möguleiki væri á að haga innkaupunum á annan hátt. „Við hófum sjálfir minnkað rúbluna niður í því sem næst ekki neitt“ „Við gætum verið miklu kröfu- harðari og eyðslusamari á Comec- on-markaðnum ef rúblan okkar, sem hefur verið undirstaðan í vöru- skiptunum, væri í raunverulegu samhengi við dollarann," segir háttsettur maður við stofnun þá í Sovétríkjunum sem fer með efna- hagsmál kommúnistaríkjanna. „Núverandi gengi rúblunnar, sem er aðaleiningin sem stuðst hefur verið við í vöruskiptum Comecon- ríkjanna, var sett á með handafli og getur ekki tryggt jafnræði í vöruskiptum. Við vitum að rúblan er ekki gjaldgeng á erlendum mörkuðum, en hérna verður hún að „virka“ á mörkuðum bar sem veldi dollarans er talsvert. I grófum dráttum má segja að við höfum sjálfir búið til þetta tap. í mörg ár höfum við tekið við ekki mjög vinsælum, né mjög nýtískulegum og stundum hreinlega úrgangs varningi í staðinn fyrir olíuna, okkar, gasið og baðmullina. í raun- inni höfum við minnkað rúbluna niður í því sem næst ekki neitt. Borið saman við dollarann er miklu auðveldara fyrir fyrirtæki Comec- on-ríkjanna að selja fyrir rúblur - þau þurfa ekki á nýlegum tækni- búnaði að halda til þess, ekki fyrsta flokks hráefnum, né víðtækum og dýrum auglýsingum eins og þegar vestrænir markaðir eiga í hlut. Loftvog gjaldmiðils landanna endurspeglar greinilega þennan mismun í kostnaði við vinnuna. í vöruskiptum Comecon-ríkjanna er dollarinn 2-3 sinnum verðmætari en rúblan. T.d. er gengið í Ung- verjalandi 61 fórinta á dollar og 27 fórintur á rúblu og í Póllandi er það 2.100 zloty á dollara og 650 zloty á rúblu. Nú eru þverstæðu- kenndar aðstæður komnar upp, opinberlega er rúblan á svipuðu gengi og hálfur annar dollar, en í reynd hafa Ungverjar reynt að selja okkur 800 fórinta skyrtur (sem kosta 5 dollara á heimsmark- aði) fyrir 10 dollara og ívið meira," segir þessi sami maður. Tap Rússa vegna „gagnkvæmrar aðstoðar" geysimikið f Moskvufréttum segir ennfrem- ur að það sé erfitt að gera sér grein fyrir því tapi sem Rússar verði fyrir vegna slíkrar „gagnkvæmrar að- stoðar". „Ef við lítum á utanrík- isviðskipti okkar í erlendum gjald- eyri, sem eru meira og minna í jafnvægi, með hliðsjón af heims- markaðsverði í dollurum, komum við strax auga á hrikalegt ósam- ræmi. Það kemur í ljós að við afhendum Comecon-ríkjunum fyr- ir svo gott sem ekki neitt bróður- partinn af hráefnum okkar og elds- neyti. Á ári hverju færum við Ungverjalandi „að gjöf“ 1,5-1,8 milljarð dollara en fyrir þá upphæð hefðum við getað klætt mjög vel tugi milljóna Sovétborgara. Þessi upphæð nemur reyndar 5-10 millj- örðum dollara á ári hverju hvað varðar Comecon-ríkin í Evrópu. En þetta er allt reiknað í dollur- um. Innleysanlega rúblan gerir okkur að skuldurum. Við skuldum Ungverjalandi nú þegar meira en 800 milljónir rúblna og á árinu 1988 skulduðum við Tékkóslóv- akíu, Austur-Þýskalandi og Rúm- eníu yfir 2.300 milljónir. Og þetta þýðir hreinlega nýjan samdrátt í vöruframboði á markaði hér heima sem voru tómlegir fyrir.“ Þetta er mat Rússa á þeirra eigin hag af vöruskiptunum innan Com- econ-bandalagsins skv. Moskvu- fréttum, og virðist ekki vanþörf á að taka eitthvað til á þeim bæ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.