Tíminn - 13.01.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 13.01.1990, Blaðsíða 13
Laugardagur 13. janúar 1989 n.vi\i\^ ■ Mnr Nefnd um friðlýsingu Norður-Atlantshafsins Nefnd fulltrúaráðs framsóknarfélaganna um frið- lýsingu Norður-Atlantshafsins er boðuð til fundar í Nóatúni 21 laugardaginn 13. janúar kl. 10.30. Guðmundur G. Þórarinsson formaður Guðmundur G. Þórarinsson FUF við Djúp Rabbfundur með Pétri Sigurðssyni, formanni Alþýðusambands Vestfjarða, sunnudaginn 14. janúar kl. 17 í Framsóknarhúsinu á ísafirði. Stjórnin. Halldór Stefán Páll Siglfirðingar Almennur stjórnmálafundur verður haldinn á Hótel Höfn sunnudaginn 14. jan. kl. 14. Frummaslendur: Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra og al- þingismennirnir Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson. Allir velkomnir. Alexander Stefánsson Davíð Aðalsteinsson alþingismaður varaþingmaður Vesturlandskjördæmi Alexander Stefánsson alþingismaður og Davíð Stefánsson varaþing- maður verða til viðtals og ræða stjórnmálaviðhorfið og héraðsmál á eftirtöldum stöðum sem hér segir: Búðardalur Sunnudaginn 14. janúar kl. 14. í Dalabúð. Breiðablik, Snæfellsnesi Mánudaginn 15. janúar kl. 14. Grundarfjörður Mánudaginn 15. janúar kl. 20.30 í Hraðfrystihúsi Grundarfjarðar. Hellissandur Þriðjudaginn 16. janúar kl. 17 í Röst. Ólafsvík Þriðjudaginn 16. janúar kl. 21 í Framsóknarhúsinu. Stykkishólmur Miðvikudaginn 17. janúar kl. 20.30 í Lionshúsinu. Borgarnes Fimmtudaginn 18. janúar kl. 20.30 í Framsóknarhúsinu. Allir velkomnir. Framsóknarflokkurinn á Vesturlandi. Drífa Sigfúsdóttir Viðtalstími LFK Drífa Sigfúsdóttir, bæjarfulltrúi í Keflavík, verður til viðtals á skrifstofu Framsóknarflokksins, Nóa- túni 21, fimmtudaginn 18. jan. kl. 16-18. Sími 91-24480. Stjórn LFK Framsóknarfólk Húsavík Almennur félagsfundur verður haldinn laugardaginn 13. janúar kl. 10.30 í Garðari. Fundarefni: 1. Kosningaundirbúningurinn. 2. önnur mál. Félagar, fjölmennið. Framsóknarfélag Húsavíkur. Kópavogur - Þorrablót Hið landsfræga þorrablót framsóknarfélaganna í Kóþavogi verður haldið í Félagsheimili Kópavogs laugardaginn 20. janúar og hefst kl. 20.00. Matinn frá Sveinbirni í Veislustöðinni þekkja allir og Lúdósextett og Stefán sjá um fjörið fram undir morgun. Miðapantanir: Einar í síma 43420 og 41590, Guðrún í síma 641512 og hjá formönnum félaganna. Tryggið ykkur miða tímanlega á þessa glæsilegu skemmtun. Nefndin. Tíminn 21 IIIHIIIlllllllllllllll spegill .........................................................................................................................................................Illillll................II......................Illlll Sspiiií ■ l.cilani Saicllc' i jolakjulmim. cii Iiiiii ci' Ik'i' ikhcdd laiiduni llaiiclskjol o)> sa<;di a<1 |>ai> cantadi liaru a sig jolasscina- liiifiina! Playboy- fyrirsæta 48 ára Leikkonan Elke Sommer er fædd í Berlín 5. nóvember 1941 og er því orðin 48 ára. Hún hefur alltaf þótt hin mesta kynbomba, og fyrir 20 árum fengu ráða- menn tímaritsins „Playboy" hana til að sitja fyrir á nektarmynd. Elke sagðist ekki hafa talið það neitt vandamál fyrir sig. Hún hefði alltaf litið á nekt sem eðlilega, og hún gangi mikið um klæðlaus heima hjá sér og við sund- laugina. En þegar Elke fékk aftur tilboð frá Playboy - og nú orðin 48 ára - þá sagðist hún hafa farið að hugsa málið. „Hvers vegna ekki?“ spurði hún sjálfa sig. Hún komst að þeirri niðurstöðu, að hún hefði kropp sem myndi sóma sér vel á mynd, þó hann væri kannski ekki ungpíulegur lengur. „Mér fannst það vera f þágu góðs málefnis, að sýna það, að kona komin að fimmtugu, eins og ég er, gæti verið fallega vaxin og mynd af henni augnayndi. Ég samþykkti tilboðið frá Playboy, en setti aðeins það skilyrði, að myndirnar yrðu teknar úti, en ekki á rúmi eða silkiteppi eða í ögrandi stellingum. Klámmyndir komi alls ekki til greina." Samið var um að taka myndirnar í Mexíkó á fallegri strönd og Elke Sommer var mynduð nakin hlaupandi út í sjóinn. Einnig voru teknar myndir af henni í blómagarði, þar sem hún vökvaði bæði sjálfa sig og blómin úr vatnsslöngu. Allir voru ánægðir með myndatökuna, ekki síst fyrirmyndin, sem sagðist hafa það á tilfinningunni, að þarna hefðu verið tekn- ar myndir sem sýndu eðlilegt samband manns við náttúruna. Elkc Somiiici scgisl hiiu cilja smui iiiiðaldra kon-y iiin, að likaiui þcirra / SC' ckki Slðlll' l'allc'giir cii þcirra Migri. AÆtá................. TVÆR Á UPPLEIÐ Það þykir góð byrjun hjá ungum leikkonum, eða svonefndum „smástirnum", að fá hlutverk í þekktum sjónvarpsþáttum. Hér sjáum við tvær dömur, sem sagðar eru á uppleið á framabrautinni. Það eru þær Leilani Sarelle og Luann Lee. Leilani er sú með síða og þykka hárið og gullnu hring- eyrnalokkana. Hún hefur bæði leikið í framhaldsþáttunum „Rem- ington Steele", með Pierce Brosn- an o.fl. og „Highway to Heaven“, með Michael Landon (Húsið á Sléttunni). Hún hefur líka sést á „stóra hvíta tjaldinu" í kvikmynd- inni „Shag“. Luann Lee með síðu eyrnalokk- ana er bæði söng- og leikkona. Hún hefur komið fram í Las Vegas, leikið í Beverly Hills Cop II og í sjónvarpsþáttunum „Married With Children". Og báðar leikkonurnar hafa stundað fyrirsætustörf og eru alltaf eftirsóttar á því sviði. Þær hafa því módelstörfin upp á að hlaupa, ef leikframi þeirra skyldi ekki verða eins glæsilegur og búist er við. Á þessum myndum sjáum hvernig þær taka sig út hjá ljós- myndaranum. Auðséð er að stúlk- urnar eru vanar að sitja fyrir. Elke Sommer

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.