Tíminn - 13.01.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.01.1990, Blaðsíða 5
Laugardagur 13. janúar 1990 • -Títninn 5 Kvennalistinn spyr bankastjórn Landsbanka: Deiiuumfiskverðfrestað: Kvennalistinn hefur sent bankastjórn Landsbankans bréf þar sem spurt er meðal annars hvort stjórnin hyggist hindra á einhvern hátt að Kristín Sigurðardóttir, starfsmaður Kaupþings, taki fullan þátt í störfum bankaráðsins. Á síðasta ári jókst heildarútflutn- ingur Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna um 20% og hjá Sjávarafurða- deild Sambandsins um 15,6%. Verð- mætaaukningin varð hins vegar meiri hjá Sjávarafurðadeildinni eða 41,4% á móti 37% hjá SH. Sameig- inlega fluttu þessir aðilar út sjávaraf- urðir fyrir um 24 milljarða á síðasta ári. Árið 1989 reyndist þriðja stærsta útflutningsár að magni til í sögu SH, sem stofnuð var 1942. Heildarút- flutningur SH í fyrra nam 96 þúsund tonnum sem er um 20% magnaukn- ing miðað við 1988 að verðmæti tæplega 15 milljarða íslenskra króna, sem er 37% verðmætaaukn- ing í krónum talið. Framleiðsla SH árið 1989 varð liðlega 92 þúsund tonn. Til Bandaríkjanna fóru rúmlega 27 þúsund tonn í fyrra, en tæplega 24 þúsund árið 1988. Frystur fiskur seldist fyrir 5.885 milljónir í fyrra sem er 45% verðmætaaukning. í V-Evrópu varð aukningin um 20% í magni og 43% í verði. Flutt voru út 36 þúsund tonn af fiski fyrir 4.766 milljónir. Söluaukning varð á mörkuðum í Frakklandi og V-Þýska- landi en samdráttur varð á Bret- landsmarkaði. Flutt voru út 24 þúsund tonn til Asíulanda á síðasta ári á móti tæp- lega 18 þúsund tonnum árið 1988. Á árinu var opnuð markaðsskrifstofa SH í Tókíó og hafði það góð áhrif á sölu á þessum slóðum. Sjávarafurðadeild Sambandsins flutti út tæplega 54 þúsund tonn af sjávarafurðum á síðasta ári sem er 15,6% aukningfrá árinu 1988. Sölu- verðmæti útflutningsins var rúmlega 9 milljarðar íslenskra króna sem er 41,4% aukning. Útflutningur til Bandaríkjanna var rúmlega 14 þúsund tonn sem er 26% aukning. Útflutningur til V- Evrópu jókst um 11% og var rúm- lega 23 þúsund tonn. Til A-Asíu voru flutt út tæplega 13 þúsund tonn semeraukning um21%. Hins vegar varð 11% samdráttur í útflutningi til Sovétríkjanna. Söluaukning varð mest á markaði í Taiwan eða 67%. Þangaö voru seld 2588 t. Söluaukning varð hjá Sjávar- afurðadeildinni á mörkuðum í Frakklandi og V-Þýskalandi en sam- dráttur í Bretlandi. -EÓ Samkomulagá Vopnafirði Samkomulag tókst í gær milli sjómanna og útgerðarmanna á Vopnafirði um að fresta deilu um fiskverð, þar til nýtt fiskverð hefur verið ákveðið. Bráðabirgðasam- komulagið gerir ráð fyrir að fiskverð sem taka á gildi 1. febrúar taki einnig til janúarmánaðar. Þá hefur sjómönnum á ísfisktogar- anum Eyvindi Vopna verið gefin fyrirheit um að hluti aflans verði seldur á mörkuðum innanlands eða utan. Bræla hefur verið fyrir austan land og fara skipin út þegar gefur, en þau hefðu átt við eðlilegar aðstæður að halda til veiða þann 4. janúar. -ABÓ Mikil söluaukning varð hjá SlS og SH á síðasta ári: Fiskafurðir fluttar út fyrir 24 milijarða Kvennalistinn gerir sérstaklega að umtalsefni orð Sverris Hermanns- sonar bankastjóra í fréttatíma RÚV þar sem hann sagði meðal annars að kjöri Kristínar yrði mætt af „full- kominni hörku“. í bréfinu spyrja kvennalistakonur meðal annars hvað bankastjórinn eigi við með þessum ummælum. Sverrir Hermannsson sagði í sam- tali við Tímann í gær að bréfinu hafi ekki verið svarað en það yrði gert á næstu dögum. „Varðandi það hvað ég eigi við með því að ég ætli að mæta þessu af fullkominni hörku, hef ég áður sagt að ég er hér í ábyrgðarmiklu starfi og ég hef ríkum skyldum að gegna hjá Landsbanka 40 loðnuskip með 28.000 t af loðnu: Mesti afli á sólarhring Mokveiði var á loðnumiðunum djúpt út af Gerpi aðfaranótt fimmtu- dags. Öll skipin sem voru að veiðum, 40 að tölu tilkynntu um afla, samtals 28.380 tonn og er það mesti afli sem tilkynnt hefur verið um á einum degi á loðnuvertíð til þessa. 10. mars á síðasta ári var fyrra met BjarniJónS' son látinn Bjarni Jónsson í Bjarnarhöfn lést á Sánkti Fransiscu sjúkrahús- inu í Stykkishólmi aðfaranótt 10. janúar s.l. Hann fæddist 2. sept- ember 1908 að Svanshóli á Ströndum. Eftirlifandi kona Bjarna er Laufey Valgeirsdóttir og eignuðust þau tíu börn, sem öll komust upp. Bjarni fékk Bjarnarhöfn 1931 og bjó þar síðan. Hann hafði mikil afskipti af félagsmálum vestra og var oddviti Helgafellshrepps í átta ár. Þau stunduðu fjölbreyttan búskap og voru sveitarsómi. sett, en þá var tilkynnt um 30 tonnum minni afla en þann 11. janúar sl. Loðnan sem veiðst hefur er stór og góð, en nokkur barningur hefur verið að fylla skipin, vegna þess hversu köstin eru í flestum tilfellum smá. Þess má einnig geta að aflinn aðfaranótt fimmtudags er um helm- ingur þess sem veiddist á vertíðinni fyrir jól, en þá komu á land rúm 54 þúsund tonn. Ekkert skip tilkynnti um afla í gær, þar sem öll skip voru í höfn til löndunar, enda bræla á loðnumiðun- um. -ABÓ íslands. Öllum ágangi á hagsmuni bankans mun ég mæta af fullri hörku. Hér er með óeðlilegum hætti verið að stimpla inn trúnaðarmann- eskju úr annarri stofnun sem starfar á sama vettvangi og Landsbankinn. Ég hef margítrekað að persónulega þekki ég konuna ekki. Mér er sagt að hún sé skelegg og ágæt kona og þess vegna þykir mér leiðinlegt að þurfa að bera hönd fyrir höfuð Landsbankans en það er hægt að vísa til umsagnar skrifstofustjóra Alþingis um þetta efni og það á sjálfsagt fleira eftir að koma fram sem ber að sama brunni.“ Sverrir sagðist jafnframt ekki átta sig á hvernig stæði á því að Kvenna- listinn geti ekki ráðið fram úr svo einföldu máli. „Ég velti því fyrir mér hvernig flokksmynd sem ekki getur ráðið fram úr svo einföldu máli, án þess að fara fram með þetta mikla vængjabusl, mun standa að af- greiðslu mála þegar þær komast að stjórn landsins eins og þær segjast að minnsta kosti stefna að.“ - Eru aðrir í bankastjórninni sam- mála þér í þessu máli? „Þú verður að spyrja þá um það, en ég geri reyndar ráð fyrir því og heyri ekki betur. Við þurfum að gæta hagsmuna bankans og við telj- um að það sé vegið að bankanum með þessari óeðlilegu skipan mála og gegn því ber okkur skylda að snúast.“ - Getið þið nokkuð gert í raun og veru? „Bankaráðið verður auðvitað að gera þetta upp við sig. Svo virðist að samsetning ráðsins með þessu móti geri það vanhæft og ég veit ekki hvort bankaráðið vill búa við það.“ SSH Vilja álver í Þorlákshöfn Frá Sigurði Boga Sævarssyni fréttarítara Tímans á Selfossi: Fulltrúaráð Sambands sunn- lenskra sveitarfélaga boðaði alþing- ismenn kjördæmisins, auk sveitar- stjórnarmanna til fundar í gær, þar sem rætt var um álver í Þorlákshöfn. Héraðsnefnd sendi nýlega frá sér ályktun þess efnis að athuga bæri þennan möguleika, þ.e.a.s. að koma upp stóriðju á þessu svæði. Benti héraðsnefndin á að svæðið hefði goldið nálægðarinnar við Reykjavík- ursvæðið í atvinnulegu tilliti. Umræða fundarins snérist í ríkum mæli um flutningalegu hlið málsins, en það hefur ekki hvað síst hamlað því að Þorlákshöfn hafi komið jafn ríkulega inn í umræðuna um staðar- val. Nú í seinni tíð hefur sú stað- reynd orðið ljósari að farið er að nota smærri skip til súrálsflutninga hingað til lands en verið hefur og eykur það tvímælalaust möguleika Þorlákshafnar, en þar er höfnin fremur smá. Menn á Suðurlandi eru fullir áhuga um að komast inn í umræðu um álver og taka þar með þátt í þeirri baráttu að fá álver heim í hérað. Hallfríður Guðmundsdóttir sem kom nýlega til landsins eftir eins árs dvöl í Panaina. TímamyDd: Árni Bjarna. Skiptinemar í Panama komnir heim: EINSOGÁ „KARNEVAU" íslensku skiptinemarnir fimm sem hafa dvalið í Panama síðast- liðið ár komu til landsins á mánudaginn. Yegna hernaðar- íhlutunar Bandaríkjamanna var dvölin óvenjulegri en skiptinem- ar geta yfirleitt átt von á og um hríð var áformað að sækja nem- ana og koma þeim úr landi af ótta við hemaðarátökin. Eftir að kyrrð komst á fengu þau að fara aftur til fjölskyldna sinna í Panama. Þegar farþegaflug frá land- inu hófst að nýju gátu þau svo haldið áleiðis heim til íslands. Hallfríður Guðmundsdóttir er ein af fimmmenningunum sem hafa dvalið síðastiiðið ár í Panama. Hún sagði í samtali við Tímann að hún ásamt hinum skiptinemunum hefði verið á ferðalagi þegar innrásin var gerð og verið stödd á eyju sem er byggð indíánum í San Blaseyjaklas- anum. Hallfríður sagði að þau hefðu Ient í hálfgerðri einangrun á eyjunni í nfu daga vegna innrásarinnar. „Við ætluðum að vera þarna á eyjunni í fimm daga en eftir tveggja daga dvöl var okkur sagt að innrás hefði verið gerð svo við urðum föst á eynni vegna þess að hún er í eigu Panama- hers og okkur var bannað að fara.“ Hallfríður sagði að þau hefðu í sjálfu sér orðið lítið vör við það er innrásin var gerð og fengið fréttir f gegnum talstöð. „Þessa nótt sem innrásin var gerð sváfum við á ströndinni og við sáum yfir tuttugu flugvélar fljúga yfir og þá veltum við því fyrir okkur hvað væri að gerast. Morguninn eftir var okkur svo sagt að innrás hafi verið gerð í Panama.“ Herþyrlur frá Bandaríkjamönn- um sóttu skiptinemana og dvöldu þau á svæði Bandaríkjahers eina nótt innan um fólk sem hafði misst heimili sitt. „Eftir þessa nótt fórum við inn í borgina og það var ömurleg sjón sem blasti við okkur þar sem búið var að sprengja fjölda húsa og eyðileggingin var mikil.“ Varðandi það hvort þau hefðu einhvern tíma orðið hrædd sagði Hallfríður: „Við vorum auðvitað öll alveg drulluhrædd. Við áttum alveg eins von á því að sprengjum yrði varpað á eyjuna. Annars gerði mað- ur sér ekki alveg grein fyrir þessu, manni fannst þetta ekki vera raun- veruleiki.“ Aðspurð sagði Hallfríður að hún hefði einungis orðið vör við ánægju íbúanna með afskipti Bandaríkja- manna og yfir því að vera lausir við Noriega þó vissulega hafi verið sorg yfir því hvé margir óbreyttir borgar- ar dóu. „Þegar Noriega gaf sig fram var stemningin eins og á karnevali. Það var dansað á götunum með potta og pönnur og fólkið faðmaðist og kysstist." SSH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.