Tíminn - 13.01.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.01.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur 13. janúar 1989 Titniim MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og _____Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Landgræðsluskógar Um það verða naumast deilur að stofnun Skógræktarfélags íslands árið 1930 markar tíma- mót í gróðurverndar-, uppgræðslu- og ræktunar- sögu íslendinga, ef á hana er litið sem heild. Hins vegar er ofmælt að segja íslenskar ræktun- arhugsjónir hefjast við þann atburð, því að skiln- ingur hugsjónamanna var löngu vaknaður á nauð- syn alhliða ræktunarstefnu, sem m.a. næði til þess að vernda og græða upp skógarleifar og kjarrgróð- ur. Ræktunarhugsjónin beindist auk þess að örfoka landi og eyðisöndunum sem víða blöstu við og fróðir menn vissu að höfðu myndast í aldanna rás og stórlega aukist frá því að land byggðist. En upphaf ræktiinarstefnu á íslandi verður að sjálf- sögðu rakið til vakningar um almenna búnaðar- hætti á öldinni sem leið og er hluti af þeirri þjóðarvakningu sem þá reis um framfarir til lands og sjávar, aukið stjórnfrelsi og sókn í menningar- málum. Hvað skógrækt og uppgræðslu varðar var skiln- ingur framsýnna manna skýr um þau efni um og eftir aldamótin. Það kemur fram í skrifum og aðgerðum einstakra manna og markar stefnu fyrstu innlendu ríkisstjórnar landsins, sem reyndar hafði ekki nema einn ráðherra, raunsæis- og hugsjónamanninn Hannes Hafstein, sem kunni manna best að taka skynsamlegum ráðleggingum um löggjafarmál. Ungmennafélagshreyfingin sem fékk á sig fast mót með stofnun Ungmennafélags íslands árið 1907 gerði skógræktarmál að stefnuskráratriði og framkvæmdamálefni, þótt nú megi sjá að eitthvað fór úrskeiðis í framkvæmd hugsjónarinnar um að „klæða landið“ sem voru einkunnarorð hugsjóna- manna um gróðurmál fyrir 80-90 árum og hafa ekki orðið snjallari eða innihaldsríkari með árunum og eiga vel við enn í dag. Rangt er að halda því fram að ekkert hafi áunnist í gróðurverndar- og ræktunarmálum á öldinni allri. Auðvitað hefur mörgu fleygt fram á því sviði. Hitt er annað að vandamálin eru enn hin sömu, baráttan við eyðingaröflin þarf að halda áfram. Hugsjónin um alhliða ræktunarátak á íslandi hefur síst af öllu misst gildi sitt. Á okkar tímum má það vera hugsjón og félagslegu framtaki til styrktar að þekking á náttúrulögmálum, þ.á m. samspili mannvistar og umhverfis, hefur vaxið og knýr menn til að horfa á umhverfismál sem eina stóra heild. Skógræktarfélag íslands hefur haft frumkvæði um að mynda víðtæk samtök um að árið 1990 verði „Ár landgræðsluskóga“. Það felur í sér að gróður- setja eina og hálfa milljón trjáplantna í meira en 70 útvalin skógræktarsvæði í öllum landshlutum. Hér er verið að stofna til útivistar- og almennings- skóga sem komandi kynslóðir munu njóta og landið allt verða fyrir þær sakir betra og byggilegra. Þessu stórhuga skógræktarátaki í tilefni sextugs- afmælis Skógræktarfélags íslands ber að fagna og óska góðs gengis. O FT ER MINNST á ís- lensk sérkenni þegar rætt er um menningu og listir í landinu, og er þá lagt út af gömlum arfi, sem aldrei er eins ríkt í okkur aö minnast og í kringum jól og áramót. Þá er eins og upp í okkur rísi þörf fyrir að fara með sömu sálma og þulur og raulaðar hafa verið í barnæsku hverrar kynslóðar. Þetta endurtekur sig sífellt ár eftir ár, svo fast í sniðum að á viðfangsefnum okk- ar á þessum hátíðum hafa orðið sáralitlar breytingar í áranna rás. Aðeins ytri búnaður hefur tekið breytingum. Jólatrésseríur eru komnar í staðinn fyrir kerti og messur hafa verið færðar inn á heimilin fyrir tilstilli útvarps og sjónvarps. Eldra fólk hefur brugðist við þessum breytingum á þann veg, að til skamms tíma var það að minnast kertagerðar á heimilum og tilhalds í mat. En sálmarnir eru þeir sömu og áður og hátíðarsiðirnir nauða líkir. Merkilegt má kalla að ekki skuli hafa verið á þessa hátíðarmenn- ingu ráðist, svo öndverð sem hún hlýtur að vera í hugum þeirra, sem telja að hið þjóðlega í fari okkar sé lítils virði, og nær væri okkur að apa meira eftir útlendingum. Við gerum það hvort eð er flesta daga ársins og líkjum öpuninni saman við framfarir, sem er óskylt mál. Sé minnst á þjóðlegar eigindir á virkum dögum nefnast þær þjóðremba, sem þykir voðalega ljót. Börn sinnar tíðar Sérkennilegt er að pólitískir trúbræður, sem hafa talið að alþjóðahyggjan væri svarið við eigin útþenslustefnu, hafa haft þau áhrif á íslandi á liðnum tíma, að upp er vaxinn hópur menntafólks, sem notar orð eins og þjóðremba sem skammaryrði um allt milli himins og jarðar, sem varðar ísland, sé máli erfða- menningar okkar haldið fram. Þetta fólk fer ekki svo til út- landa, að það komi ekki heim uppfullt af hugmyndum um hvernig við eigum að hegða okkur, skrifa og tala. Einn telur að við eigum að gera flesta hluti eins og Svíar, annar að hér eigi að ríkja líkt skipulag og í Sovét- ríkjunum og sá þriðji að hér sé ólíft nema að tekið verði upp hagkerfi Bandaríkjanna. Allt eru þetta börn sinnar samtíðar með einkenni smáþjóðar í far- teskinu. Umræðan í landinu mótast af slitrum úr hinni og þessari áttinni, þ.e. margvíslegri hugmyndafræði, sem hrært er í einn graut á sama tíma og freist- að er að leysa margvíslegan áþreifanlegan vanda út frá vand- anum sjálfum en ekki samkvæmt margrómuðum kennisetningum frá útlöndum. Þannig eru það alltaf við sjálf sem íbúar í þessu landi, sem verðum að ná árangri hvað sem kennisetningum líður, með þjóðrembu ef ekki vill bet- ur til, og þegar við sjáum fram fyrir fætur okkar fyrir moldroki þeirra sem starfa eftir útlendum fyrirmyndum. Samið um vexti Nú stendur yfir stórfelld til- raun til að ná samkomulagi á vinnumarkaði, sem byggir á svokallaðari núlllausn. Helsti hluti þeirrar lausnar er að ná niður nafnvöxtum. Þeir og annar fjármagnskostnaður hafa leikið atvinnuvegina þannig, að nú er varla til í landinu fyrirtæki sem ber sig. Einstaklingurinn býr við sömu búsifjar af völdum nafn- vaxtanna. Bankar græða, sem þarf ekki að vera af því vonda, og eigendur peninga græða, sem þarf ekki heldur að vera af því vonda. Hins vegar hefur alveg skort allt meðalhóf í þessum efnum. Nú er efnahag velflestra þannig komið, að í fyrsta sinn freista aðilar vinnumarkaðarins að koma á samningum sem fela í sér stórlækkun á vöxtum. Tak- ist að minnka fjármagnskostn- aðinn umtalsvert stórbatnar efnahagur hvers einstaklings svo að segja samstundis, og fyrir- tækjum vex afl við að losna að einhverju leyti undan oki fjár- magnskostnaðar. Kenningin er að verðbólgan stjórni nafnvöxt- unum. Hún gerir það ekki. Al- veg eins má segja að háir nafn- vextir og þar af leiðandi mikill fjármagnskostnaður sé sá eldi- viður sem verðbólgan nærist á. Hér á borðinu er kvittun fyrir mánaðarlegri afborgun. Skuldin er 114.819,90 krónur. Afborgun er 8.333,33 kr. Vextir eru 803,60 kr. Nú er vert að geta þess að verðbólga mælist lítil þessa dag- ana. En útreikningar, sem byggjast meðal annars á henni, taka ekki tillit til þess. Afborgun af þessu láni fylgir alltaf sama verðbótasúpan hvernig sem verðbólgan hreyfist. Verðbætur af þessu láni, sem fylgja afborg- un, eru sem sagt upp á 4.654,07 kr., og til viðbótar eitthvað sem heitir uppfærsla verðbóta 2.066,9o kr., eða samtals verð- bætur upp á 6.720,97 kr. Þessar verðbætur hafa farið hækkandi þrátt fyrir það að lánsupphæðin fari lækkandi með hverjum mán- uði. Mikill vinningur væri að því, bæði fyrir einstaklinga og allt athafnalíf í landinu að skrúfa niður í þessu verðbótakerfi, sem tekur ekki nema takmarkað tillit til hreyfinga verðbólgunnar. Við eða peningarnir Þegar vaxtabreytingin var gerð á sínum tíma átti hún að verða til þess að auka gildi peninganna. Við þá gildisaukn- ingu átti lánamarkaðurinn að taka einskonar stökkbreytingu til hins betra, þ.e. að fyrirtæki og einstaklingar færu varlegar í lántökur. Ekki bar mikið á þeirri þróun, eins og dæmin sanna. Fólk hélt áfram að byggja og skulda og fyrirtæki héldu áfram að byggja rekstur sinn á lánum. Smám saman varð ljóst, að þær aðfengnu kenningar, sem vaxta- breytingin byggði á voru ekki þess megnugar að breyta pen- ingaþörf húsbyggjenda og fyrir- tækja. Hér giltu önnur lögmál en úti í hinum stóra heimi, þ.e. í Bonn, City í London og Wall Street. Þjóðrembustíllinn varð hinum aðfengnu kenningum yfirsterkari. Nú er reynt að semja um þessi peningamál. Að- ilar vinnumarkaðarins eru orðn- ir svo undirokaðir af aðfengnum kenningum um hegðunarmynst- ur fjármagns, að þeir vilja sem fyrst snúa aftur til fyrri hátta, og þess jafnvægis í peningamálum, sem við finnum sjálf að hentar okkur. Það erum við sem búum hér, en ekki peningarnir. Samt eru öflugir aðilar á kreiki, bæði bankar og einstakl- ingar, sem mæla með óbreyttu ástandi. Þeir halda nefnilega að eitthvað verði með peninga að gera þegar allir eru komnir á hausinn. Til vara leggja þeir til að bráðnauðsynlegt sé að tengja krónuna við erlenda mynt svo eitthvert gagn verði að henni. Erfiðleikar Sambandsins Eitt af þeim fyrirtækjum, sem hefur verið leikið grátt vegna fjármagnskostnaðar er Sam- band ísl. Samvinnufélaga. Sam- bandið er mikil lyftistöng fyrir byggðirnar, þar sem það er víða stór atvinnurekandi í sjávarút- vegi. Kaupfélagaverslunin er einnig mjög áberandi þáttur í umsvifum byggðanna, þótt betri samgöngur og auðveld ferðalög hafi sett svip sinn á þá verslun á síðustu árum. Um það bil sem forstjóra og formannaskipti urðu hjá Sambandinu og Guð- jón B. Ólafsson tók við for- stjórastarfi og Ólafur Sverris- son, fyrrum kaupfélagsstjóri í Borgarnesi, varð formaður stjórnar, var sýnt að Sambandið var komið í mikla fjárhagslega erfiðleika. Lánastaða innan- lands og erlendis var þannig, að auðséð var að Sambandið yrði að bregðast hart við til að minnka fjármagnskostnað, og jafnframt draga saman seglin eftir því sem ástæður leyfðu fyrir þetta móðurskip samvinnu- viðskipta í landinu. Samvinnu- tryggingar hurfu inn í nýtt trygg- ingarfélag, Vátryggingarfélag íslands, og viðræður hófust um kaup Landsbankans á Sam- vinnubankanum. Þær viðræður virðast standa enn. Lengi var talið að Sambandið, og þá sam- vinnuhreyfingin í landinu, væri svo stórt og voldugt, að vindar verðbólgu, nafnvaxta og skuldir myndu aldrei ná að sverfa undir- stöðurnar. Andstæðingar Sam- bandsins og samvinnumanna hafa líka látið svo. En sannast sagna er, að það eru ekki öf- undsverðir menn, þeir Guðjón B. og Ólafur Sverrisson. Margir undu við mas og þras Svo virðist sem andstæðingar Sambandsins hafi færst í aukana við mas og þras út af hugsanleg- um kaupum Landsbanka á Sam- vinnubankanum. Eftir langar viðræður á milli aðila, undirrit- uðu Sverrir Hermannsson, bankastjóri, og Guðjón B. Ólafsson, forstjóri, samkomulag 1. september s.l. haust sem gerði ráð fyrir kaupum Landsbankans á Samvinnubankanum fyrir 828 milljónir kr. Á þessu samkomu- lagi voru ýmsir fyrirvarar, en að auki fylgdu minnispunktar frá Guðjóni B. þar sem hann hélt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.