Tíminn - 10.03.1990, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.03.1990, Blaðsíða 1
 P*ÉI§ 10.-11. MARS1990. Sex landa sýn snikk arans f rá Barðaströnd Ferðasaga Ásgeirs Sigurðssonar snikkara var rituð af honum sjálfum um 1680 og er hér birt eftir afskríft frá því um 1800. Reisa Ásgeirs Sigurðssonar, eins og handrítið nefnist, er sárafágætt og einungis tii í uppskriftum. Handrit það, sem hér er birt, er komið norðan úr Steingrímsfirði og er með hendi séra Hjaita Jónssonar á Stað. Höfundur ferðasögunnar fæddist í Rauðsdal á Barðaströnd um 1650. Hann sigldi til Kaupmannahafnar 1668 til að fullnuma sig í trésmíði. Var lengi siður á þeim tíma að fullnuma iðnaðarmenn á Norðurlöndum færu í eins konar flakk suður um lönd, ferðuðust borg úr borg og unnu sér inn farareyri til næsta áfangastaðar. Var það kall- að að „valsa" á meðal piltanna eða „vallsa" og mun orðið komið þaðan í íslensku. í slíka flakkferð fór Ás- geir með öðrum pilti vorið 1673 og ferðaðist a.m.k. um sex lönd, uns hann sneri heim til íslands frá Hamborg vorið 1677 og hafði þá verið níu ár erlend- is. Þótt ferðasaga Ásgeirs sé stutt, er hún engu að síður merkileg, líka fyrir þá sök að ekki er mikið um samtíma lýsingar frá þessum tíma. Hér er afritið látið halda sér næstum stafrétt, en nútímaritháttur látinn fylgja innan sviga. Þótt á ferðasögunni sjáist að Ás- geir snikkari hefði að skaðlausu mátt vera fjölorðari en hann er um ævintýraferð sína suður í löndin, verður að segjast eins og er að sagan er furðu lið- lega skrifuð og skemmtileg. Að því leyti gefur hún í sínu stutta formi ekkert eftir frásögn Jóns Indíafara og annars mikils siglara, sem lenti til Kína, Áma Magnússonar frá Geitastekk. Hann var öld seinna á ferðinni og skrifaði merka ferðasögu. Gengið til segls Anno 1668 þann 25. Augusti gengum vér til segls af Vatnseyri í Patreksfirði og höfðum góðan norð- vestan vind. Kaupmaðurinn hét Isaac Kloman, en skipherrann Pétur Lau- ritzson. Eg gaf mig í kost hjá kaup- manninum og gaf eg honum rikisdal á viku fyrir mig yfir hafið. Þessi góði vindur varði ei lengi, því þann 26. Aug(usti) höfðum vér austanvind út Breiðafjörð. Þó náðum vér hinn 29. undir Snæfellsjökul. Þann 30. Aug(usti) sáum vér Geirfuglasker. Eg var þá ekki vel til passa, svo eg lá niður í skipi. Kaupmaðurinn sendi mér þá glas með franskt vín, og skip- aði mér að drekka. Eptir það batnaði mér. Þann 1. Sept. sigldum vér fyrir bí Vestmannaeyjar (þ.e. framhjá Veshnannaeyjum) og svo landinu (í) hvarf. Þá höfðum vér norðaustan veður með svo miklu frosti að hver dropi, sem slóst upp á skipið, fraus, en þetta veður var svo mikið, að vér gátum engin segl fært, utan eitt. Þann 2. Sept. sá eg fuglaflokk mikinn í hafinu, sem hér er kallaður fýlungur, en Danskir kalla þá haffugl. Svo vor- um vér í því mikla og dimma hafi, sem vér sáum engin lönd frá 1. Sept. og til þess 11. Snemma um morgun- inn var hrópað af einum bátsmann: land! land! hverjum kaupmaðurinn gaf tvenna mórauða sokka. Þetta land var Færeyjar; þær eru 13 með háum björgum. Þar voru margir bátar um sjóinn að fiska, en enga fundum vér, því vér gátum ekki að þeim siglt fyr- ir logni. Um nóttina forlétum vér Færeyjar, og fengum góðan norð- vestan vind, svo vér fengum Hetland (Hjaltland) í sigti þann 12. Sept., nær um miðjan dag. Þetta land er með há- um fjöllum og hlíðum, sem hér. Þennan góða vind höfðum vér allt til þess 14. Sept.; þá fengum vérNoreg í sigti, og svo mikinn norðvestan vind, að eg þenkti, allt mundi ganga í stykki. Eg var þá mjög hljóður, vildi þá heldur hafa verið í Islandi en þar. í þessu veðri sló svo niður voru skipi á síðuna, að sjórinn rann upp yfir siglu, og lá það svo á bumbinum (bumb- unni) heilar 2 stundir. Skipherrann lét tilsegja fólkinu að befala sig guði. Þessu næst gaf vor herra, því stundin var ekki komin, að stóra seglið rifn- aði í sundur, og því kastaði skipið sér upp úr kafinu. Hleyptum vér svo með það inni í Flekkiern (Flekkefjord, fremur en Flekkerö), sem er einn sjó- staður í Noregi. Þar vorum vér í 3 daga að lagfæra reiðann aptur, og þar skipið hafði lestz (laskast). Þar fór ég á land með öðrum og keypti mjólk og ost af bændum. Fengum vér þá 3 potta af mjólk fyrir eina duggaravett- linga, en fyrir ostinn, sem vóg 4 merkur, gáfum vér tvenna vettlinga. Þann 19. Sept. leystum vér upp, og sígldum austur með Noreg. Þar eru miklir skógar á landi, en við sjóinn björg mikil, en sumstaðar víkur, og þar hús og byggð. Þann 21. Sept. komum vér að Langanesi (mun vera Lindisnes, Líðandisnes) í Noreg; þar er kynt bál hverja nótt, svo skipin skuli ei sigla upp á það á nóttunni, því það skagar svo langt fram í sjó- inn. Þann 22. Sept. forlétum vér Nor- eg og bar þá ekkert til tíðinda, fyr en þann 25. Sept. sáum vér mörg skip, sem voru hollenzk, dönsk og eng- elsk, sem komu frá Noreg, meðal hverra var einn skozkur caper (ræn- ingjaskip). Strax þeir sáu oss, því vér höfðum holsteinskt flagg, skutu þeir eptir oss, en skipherran lét vinda upp öll segl, sem skipið gat fært, og þar með höfðum vér svo góðan vind, að það gekk sem ein píla, svo þeir náðu oss ekki. Þann 26. Sept. voru þeir forflöjnir (horfhir). Þann sama dag lét skipherra kalla allt fólkið inn í ká- hyttu og var haldin bæn, fyrir það guð hafði frelsað oss frá þeim. Þann 27. Sept. sáum vér Jutlandsskaga og sama dag komum vér í Sundið; og strax kom þar einn bátur með ferskan fisk að selja. Fór svo vor kaupmaður með þeim í land, en vér sigldum skipinu inn fyrir Helsingjaeyri, og lögðumst þar fyrir akkeri; fórum svo í land að fá fréttir og segja af vorri reisu. Eptir það fórum vér til skips Frá Barðaströnd. Héöan lá leið hins unga trésmíðanema m.a. til Sviss og Austumikis. aptur, og voru dregin upp akkerin, og sigldum svo inn fyrir tollbúð og lögðumst þar. Var þá leystur bátur- inn, fórum svo á land. Voru skrifuð upp öll vor nöfh, og urðum vér að gefa þar fyrir 2 skildinga danska. Síðan fylgdu mér 2 af kaupmannsins fólki inn í staðinn og heim í hans hús, því hann reisti sjálfur á vagni frá Helsingjaeyri og heim. Högg og slög Undarlega brá mér þá að sjá landsins háttalag og þá herlegu bygg- ingu, og svo fólksins búning, með öðru fleiru, er þá bar fyrir sjónir. Hjá vorum kaupmanni var eg það eptir var ársins, allt til Anno 1669 þann 2. Jan(uarii) í góðu yfirlæti af honum og hans elsku kvinnu, sem hér Anna María Klómanns, því hún var mér svo góð, sem það hefði verið mín kjötleg móðir. En hvað annað, sem við bar eða að höndum kom á þess- um vetrartíma á strætum eða gatna- mótum, nenni eg ekki um að skrifa. Þann 2. Januarii fékk eg húsbónda- skipti. Kom eg þá til að læra snikk- arahandverk, fýrir tilhlutan þessa kaupmanns, eptir minni bón, því eg hafði lyst þar til. Þessi snikkari hét Hans Hildebrand, en konan Margar- eta Byonings. Voru þá lesnar fyrir mér lífsreglur, hversu eg skyldi halda mig á mínum læriárum, sem var fyrst: eg skyldi læra í hálft fjórða ár, og gefa þar til 20 dali slétta; eg skyldi gera allt það, sem minn húsbóndi eða mín matmóðir, befalaði mér; eg skyldi enga nótt vera út af þeirra húsi, annars skyldi sá tími engu reiknaður vera, eg hefði þangað til verið; eg skyldi ekki mega ganga út af húsinu, hvorki um sunnudaga né rúmhelga utan leyfis; eg skyldi ekk- ert kaup fá í það hálft fjórða ár, eður klæði, utan matinn alleina; eg skyldi ekki ganga í sæng fyr en mér væri skipaó, en skyldi fara á fætur, þá klukkan væri 4 (2 stundum fyrir miðjan morgun), með þeim öðrum fleiri póstum, sem varla nenni skrifa. Þetta mundu þykja hörð lög í voru landi við vinnufólk sitt. Þessum skil- málum varð eg öllum játa, og þar til lofaði ísak Klomann að standa til rétta, ef eg hlypist um, sem hans handskript útvísar, og hjá mér liggur. Síðan tók mitt ánauðarok að vaxa dag frá degi. Eg hugsaði opt til for- eldra minna, þó mig lítið stoðaði. Eg fékk þá högg og slög upp á hvern dag, stundum af mínum tilverknaði, en stundum fyrir litla eða enga sök. Mat og drykk þóttist eg ekki hafa meir, en eg þurfti, en erfiði og ill orð nóg, lét þó ei mikið á mér festa, því eg þenkti að hefna, þá eg hefði útlært, en stór raun var mér að því, að eg mátti ekki slá, þegar eg var sleginn, og gerði eg það meir fyrir ísaks Klo- manns orð og hans konu, en mitt stöðuglyndi, því þau báðu mig að eg skyldi líða það með þolinmæði; þar með sendi mér sú ehrugöfuga kvinna mat á laun, og lét segja mér að ég skyldi koma til sín, þá eg kæmist út, hvað eg forsómaði. Anno 1670 varð eg hættulega krankur af köldu, svo að eg hélt mig deyja, hvar af eg gladdist, því þá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.