Tíminn - 05.05.1990, Side 1

Tíminn - 05.05.1990, Side 1
Islendingar meðal „svertingja og eskimóa" „Skrælingjasýningin“ í Kaupmannahöfn 1905 olli uppnámi meðal landa heima og erlendis Vorið 1904 gaf etatsráð H. Andersen danska heimilis- iðnaðarfélaginu (Dansk Kunstflidforening) fýrírheit um að vilja styrkja og stuðla að því að efnt yrði til al- mennrar sérsýningar í Kaupmannahöfrí á heimilis- iðnaði og öðru frá dönsku Vesturheimseyjunum. Þessi etatsráð Andersen var mjög áhrífamikill kaup- sýslumaður, sem lengi hafði búið í Thailandi, er þá hét Síam, og auðgast mjög. Síðan stofnaði hann og stjómaði hinu gríðarstóra kaupsýslu- og siglingafé- lagi „Östasiatisk Komp- agni“. Hann var talinn vell- auðugur maður. Nú kom það í ljós er undirbúning- ur að þessari sýningu hófst að efht hafi verið til slíkrar sýningar í húsa- kynnum Iðnaðarmannafélagsins í Kaupmannahöfn tiltölulega nýlega. Það þótt því eigi tiltækilegt að stofna til sérsýningar fyrir Vesturheimseyjar einvörðungu svo skömmu á effir þessari sýningu. Var því hafist handa um að víkka svið sýningarinnar þannig að hún næði einnig til „ný- lendunnar Grænlands og hjálendn- anna Islands og Færeyja", eins og það var orðað í fundargerð heimilis- iðnaðarfélagsins frá árinu 1904. Átti þannig að vekja áhuga fjöldans á högum hinna fjarlægari þegna Dana- veldis, afurðum þeirra, lifnaðarhátt- um og náttúru landanna. Sýningarsvæði í Tívoií Formaður danska heimilisiðnaðar- félgsins var um þessar mundir Emma Gad flotaforingjaffú og þekktur rit- höfundur í Danmörku. Henni var fal- ið að hefja samninga við forstjóra Tí- volí í Höfn um afhendingu á nokkurri spildu hins ffæga skemmtigarðs und- ir sýningarskála, sem óhjákvæmilegt þótti að reisa fýrir sýningarmuni og Dr. Valtýr. Við sjálft lá að hann yrði rekinn úr stúdentafélaginu í Höfri. til veitinga. Tókust þeir samningar vel. Væntanlegur hagnaður skyldi skiptast jafnt á milli félgsins og Tí- volí, en felagið hugðist nota sinn hlut til ókeypis kennslu í heimilisiðnaði fyrir ungar stúlkur frá sýningarlönd- unum, þar á meðal frá Islandi og S- Jótlandi. Félagsstjómin sneri sér svo til Lou- vise krónprinsessu, eiginkonu Frið- riks, sem síðar varð Friðrik VIII Danakonungur og fór þess á leit við hana að hún gerðist vemdari sýning- arinnar, og varð hún við þeirri ósk. „Stór nöfn“ Konumar í heimilisiðnaðarfélaginu er fyrir þessu stóðu vom allar lands- þekktar og þær söfnuðu um sig mikl- um fjölda málsmetandi manna og „finna“ kvenna í höfuðstaðnum og skipuðu stórar nefndir til að sjá um sýninguna. Skal hér fáeinna getið er í aðalnefhd sátu auk ffú Emmu Gad og H. Andersens etatsráðs: Þama var Moses Melchior stór- kaupmaður, Henningsen ctatsráð, Ramsing flotaforingi, sem fulltrúi fyrir Vesturheimseyjar, Ryberg for- stjóri fyrir Grænland og Möller jus- titsráð fyrir Færeyjar. Þá vom hér Ame Petersen forstjóri, Thrane for- stjóri, Krieger skrifstofustjóri, Knud Sehested kammerherra, Westermann prófessor, Knud Steffensen rithöf- undur, Anna Bissen prófessorsffú, A. Kragh prófessorsffú, greifafrú Polly Ahlefeldt, frú Ida Christensen- Gelmuynden, frú Mathilde David- Sveinn Bjömsson, síðar forseti fslands. Hann lagði til að hver maður skrifaði heim og hvetti til andstöðu við sýningaráformin. sen, ungfrú Susanne Rubin, von Krogh kammerherra, Marius Jensen ritstjóri, H. N. Andersen etatsráð og Lassen Landorph forstjóri. Fulltrúar íslands Ekki em þó allir nefhdarmenn enn upp taldir, þar á meðal íslenskir full- trúar, sem vora Thor E. Tulinius stór- kaupmaður og konsúlsfrú Helga Ví- dalín, kona Jóns konsúls Vídalín. Moses Melchior var kjörinn formað- ur nefndarinnar og sátu þau næst honum Emma Gad og Emil Gluckst- ad, bankastjóri. Þetta var löngu áður en upp komst að Gluckstad hafði gerst sekur um stórkostleg fjársvik við banka þann er hann stjómaði og fleiri banka. Námu svikin mörg Hannes Hafstein sagði sig úr sýningamefndinni í Reykjavík. hundmð milljónum króna og höfðu mikil áhrif á allt framkvæmdalíf í Danmörku í mörg ár. En þó má sjá að hér var á ferðinni mikið lið og frítt. I framkvæmdanefhd sýningarinnar var fulltrúi kosinn fyrir hvert land, sem sýningin náði til og fýrir ísland sat í henni Thor E. Tulinius. Sérstak- ar sýningamefndir vom einnig skip- aðar og í þá íslensku var Thor E. Tul- inius enn skipaður, ásamt þeim Finni Jónssyni prófessor, Valtý Guð- mundssyni dósent, Hannesi Hafstein ráðherra, frú Helgu Vídalín, fýrrv. landshöfðingjaffú Thorberg og loks þeim mæta manni, Daniel Bmun, herforingja. Smávörur fyrir 2000 krónur Á sameiginlegum fundi nefndanna 14. október 1904 gerði ffú Emma Gad grein fýrir tilhögun hinnar vænt- anlegu sýningar. Var samþykkt að kaupa ýmsa smámuni ffá Vestur- heimseyjum fýrir 3000 kr., sumpart til sölu á sýningunni og sumpart sem hluti í hlutaveltu, sem fram átti að fara á sýningarsvæðinu í Tivolí. Frá íslandi átti að kaupa smávömr fýrir 2000 kr., ffá Færeyjum fyrir 1500 kr. og frá Grænlandi fýrir 1000 kr. Finnur Jónsson, prófessor, gat þess á fundinum að sérstök sýningarnefhd hefði verið sett á laggimar í Reykja-

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.