Tíminn - 28.07.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.07.1990, Blaðsíða 3
HELGIN 11 Laugardagur 28. júlí 1990 gullhringar nokkrir o.fl. þ.h. er sent var utan, en þótti ekki markvert og var því sent aftur að Hólum og leyft að selja það fyrir málmverð. Vorið 1759 sendi stjómin annan múrarameistara að Hólum, Caspar Schlátzer að nafni. Var þá tekið til við hleðslu veggjanna. Var því lokið vorið 1763. Stóð lengst á tréverkinu, smíð bekkja o.þ.h. en um haustið var kallað að kirkjan væri fúllbúin. Var hún vígð 20. nóvember 1763, en byijað að vinna að henni 10. ágúst 1757. Hafði smíð hennar því staðið rúm 6 ár. Aður var þess getið að kirkjan var breikkuð lítils háttar ffá því sem upphaflega var til ætlast. Að öðru leyti virðist fylgt hafa verið teikningu de Thurah. Þó var enginn söngpallur í kirkjuna settur og enginn tum yfir stöpli, sem þó virðist hafa átt að vera, og þakið úr timbri í stað þess að það átti upphaflega að vera úr bláum þaksteini. Að öðm leyti var vandað til kirkjunnar og þótti hún á sínum tíma hið veglegasta hús og er það reyndar enn. Kostnaöurinn þrefaldaðist Sveinn lögmaður Sölvason, er um þetta leyti var umsjónarmaður Hóla- stóls, kemst svo að orði um smíð dómkirkjunnar, samkvæmt Djákna- annálum: „Margur af fávísum al- múga hafði knurrað og illa mælt fyr- ir Hóladómkirkju byggingarverki og héldu það myndi eyðileggja stiftið, en sú varð raun á að allir bændur stóðu jafhréttir og myndi ekki hafa verið rikari þó engu hefði til kirkj- unnar kostað.“ Stjómin myndi afhir á móti kunnað hafa að segja aðra sögu af sinni reynslu af verki þessu. Vorið 1760 hafði kirkjan þegar kostað rúml. 3 þús. rd. og er þar að sjálf- sögðu ekki talið annað en útlagður eyrir fyrir byggingarefni, verkfæri og laun smiða og múrara. En þá var svo mikið eftir, að líkast til hefir kirkju- smíðin kostað stjómina allt að því þrefalda þá upphæð er í fyrstu var áætlað að kirkjan myndi kosta hana og stólinn í sameiningu. Fé þetta mun allt hafa verið greitt af samskotafénu 1757 og 1758. Stóllinn mun ekkert hafa til lagt en biskup sjálfúr lítils háttar fé úr sínum eigin vasa, er hann vildi fá endurgreitt frá stjóminni. Mun það hafa verið verkalaun er greidd voru haustið 1757, en stjómin vísaði biskupi að heimta fé þetta af þeim er skylduvinnuna áttu að greiða af höndum. Má ætla að það hafi seint goldist." Samskotaféð fór til Björgvinjar En þótt bygging dómkirkjunnar væri myndarlega af höndum leyst, fór á annan veg um endurhýsing skóla og Frumteikningar að kirkjunni. biskupsseturs á Hólum. Ekki er þeim, sem þetta ritar, kunnugt um það hve miklu hin almennu samskot til við- reisnar Hólastóli árið 1758 námu, en sögur gengu um að það hefði verið stórmikið fé og miklu af því síðan varið til þess að hýsa upp staðinn í Björgvin eftir brunann mikla 1757. Hvað sem hæft er í þessu, er það víst að kirkjustjómarráðið sá sér ekki fært að hjálpa Gísla biskupi til þess að hýsa upp staðinn, svo sem það hafði þó gefið honum a.m.k. ádrátt um, jafnvel fúllt loforð, og fór hann þess þó að vísuþrisvar á leit, 1758, 1759 og 1760. I skýrslu Magnúsar lög- manns um kirkjusmíðina 1756, sem fyrr var greint, taldi hann að staðinn mætti hýsa af timbri úr gömlu kirkj- unni og má vera að eitthvað af því hafi verið notað til þess að dytta að bæjarhúsunum á Hólum, en mest fór það í vöraskemmu er reist var í Kolkuósi 1759 til geymslu á kalki og öðram vamingi stólsins. r/ijf tgfvá.. 7S7C3 r. 1 l f—i j—V ULTRA endist iangt umfram hefð- bundnar bóntegundir. útsölustaðir I - stöövarnar Oliufélagiðhf Við bjóðum ykkur velkomin til Fáskrúðsjjarðar I verslun okkar fáið þið flestar þœr vörur sem ykkur kann að vanhaga um á ferðalaginu Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga Fáskrúðsfirði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.