Tíminn - 11.08.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.08.1990, Blaðsíða 2
10 HELGIN Laugardagur 10. ágúst 1990 C LANDSVIRKJUN Útboð Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í jarð- vinnu og gerð undirstaðna vegna byggingar 132 kV Blöndulínu í samræmi við útboðsgögn BLL- 13. Útboðsgögn verða afhent frá og með þriðjudeg- inum 14. ágúst 1990 á skrifstofu Landsvirkjunar að Háaleitisbraut 68, Reykjavík, gegn óaftur- kræfu gjaldi að upphæð kr. 2000,-. Framkvæma skal jarðvinnu, steypa undirstöður og stagfestur og koma fyrir bergboltum í 39 turn- stæðum. Verklok eru 30. nóvember 1990. Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, eigi síðar en þriðjudaginn 28. ágúst fyrir kl. 14:00, en tilboðin verða opnuð þar þann dag kl. 14:15 að viðstödd- um þeim bjóðendum sem þess óska. Reykjavík, 9. ágúst 1990 ✓ VATRYGGINGAFELAG ^rlar ÍSLANDS HF Utboð Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðir sem skemmst hafa í umferðaróhöppum: Daihatsu Charade árgerð 1990 Suzuki Swift GL árgerð 1990 MMC Pajero Long diesel árgerð 1989 Toyota Corolla GTI árgerð 1988 Toyota Corolla STW árgerð 1988 Toyota Lit Ace Van árgerð 1988 Daihatsu Charade LX árgerð 1988 Peugeot 205 GL árgerð 1987 Subaru 1800 árgerð 1987 Lada Samara árgerð 1987 Daihatsu Charade CX árgerð 1987 VW Golf Synzro árgerð 1986 Toyota Starlet 1300 árgerð 1985 MMC Galant árgerð 1984 Mazda 626 diesel árgerð 1984 Suzuki Alto SS80 árgerð 1983 MMC Galant 1600 árgerð 1982 Mazda 626, 2000 árgerð 1981 BMW 728 i árgerð 1980 Hús á AMC jeppa Bifreiðirnar verða sýndar að Höfðabakka 9, Reykjavík, mánudaginn 13. ágúst 1990, kl. 12-16. Á SAMA TÍMA: Á Húsavík: Lada Sport árgerð 1989 Suzuki Swift, Twin Cam árgerð 1987 Lada Sport árgerð 1987 Dodge Aries árgerð 1987 MMCCordia 1600 GLS árgerð 1983 Daihatsu Charade árgerð 1980 Á Sauðárkróki: Peugeot 405 GL árgerð 1989 MMC Tredia 1600 árgerð 1983 ÁHöfn: MMC Colt 1300 GL árgerð 1989 Daihatsu Charade árgerð 1989 Tilboðum sé skilað til Vátryggingafélags íslands hf., Ármúla 3, Reykjavík, eða umboðsmanna fyr- ir kl. 16:00 sama dag. VÁTRYGGINGAFÉLAG ÍSLANDS hf. - Ökutækjadeild — Leiftur um nótt næst undirbúningur að því að vinna úr gögnum um ferðina sjálfa og semja bók um hana. Komu ritstörf- in mest á Eggert, því Bjami sneri sér brátt að læknisfræðinni á ný og 1760 tók hann við landlæknisemb- ættinu, sem stofnað var það ár. Ferðabókin Eggert hóf að rita ferðabókina í Kaupmannahöfii, en vorið 1760 fékk hann leyfi til að fara til íslands og dveljast þar árlangt. Var heilsa hans tæp um þær mundir og hugði hann að loftslagið heima mundi bæta hana. Settist hann að hjá mági sínum, Bimi Halldórssyni í Sauð- lauksdal og undi þar hag sínum hið besta. Dróst að hann færi aftur ut- an, þangað til 1764, en þá var stjómina tekið að lengja eftir að hann lyki starfi sínu. Tilkynnti hún honum þá um vorið að honum yrðu ekki lengur greidd laun þau er hann hafði notið til þessa. Var talið að hann hefði sætt rógburði nokkrum ytra. Brá hann þá við og fór utan haustið 1764 og lagði verk sitt fyr- ir stjóm visindafélagsins og gekk hún þá úr skugga um að allt var með felldu um vinnu hans við ferðabókina. Vora honum þegar fengin aftur launin. Lauk hann svo við bókina 1766, en ekki var hún prentuð fyrr en 1772-1774. Er hún mikið verk, um 1100 blaðsíður í tveimur bindum og fylgir uppdrátt- ur af landinu og 51 eirstungið myndablað. Skömmu síðar var hún prentuð á þýsku og á frönsku var hún prentuð 1802. Ferðabókin var á sinni tíð hinn mesti fengur fræði- mönnum og hafði að sjálfsögðu mikil áhrif til þess að leiðrétta hug- myndir erlendra manna um landið og þjóðina, sem síst var vanþörf. Enn í dag hefur hún stórmikið gildi fyrir oss Islendinga sem heimildar- rit um hagi og háttu manna hér á átjándu öld. Er hér að mörgu vikið, lýst háttum og siðum manna i ýms- um byggðarlögum, klæðaburði, matarhæfi, sjúkdómum, umgengni og þrifnaði, húsagerð og atvinnu- háttum til lands og sjávar. Lýsingar á jarðfræði og náttúra landsins, er stórmerkar vora á sinni tíð, era hins vegar um flest úreltar orðnar. Ólöglærður lögmaður Saga Eggerts Ólafssonar eftir að hann hafði lokið ferðabókinni varð ekki löng. Vorið 1766 hélt hann heim til Jslands og settist að hjá mági sínum í Sauðlauksdal. Hafði stjómin veitt honum nokkur bið- laun, meðan hann hafði ekki fengið launað starf. Vorið 1767 var hann skipaður varalögmaður sunnan og austan, án þess að hann hefði um það sótt. Aftur hafði hann sótt um varalögmannsembætti norðan og vestan, er Ólafur Stefánsson tók við amtmannsembætti, en það var nú veitt Jóni Ólafssyni varalög- manni. Bar það til að Jón Ólafsson var tengdasonur Bjama sýslu- manns Halldórssonar á Þingeyram, en hann hafði fengið Víðidalstungu með Hólmffíði konu sinni, dóttur Páls lögmanns Vídalíns. Vildu þau Jón og kona hans flytja norður á ættareign þessa. Stjóminni var vandi á höndum við Jón, er gegnt hafði varalögmannsembætti um nokkra hrið. En hér reið það þó baggamuninn að hann var nú að vinna að samningu lögbókar handa landsmönum og hafði Bjami sýslu- maður verið skipaður honum til að- stoðar i þessu verki. Var harla nauðsynlegt að þeir sætu ekki of langt hvor frá öðrum, meðan á þessari samvinnu stæði. Varð svo Eggert að sætta sig við það að verða eftirmaður Jóns Ólafssonar í varalögmannsembættinu sunnan íslensk kona f hátíðabúningi. Myndin er trúlega ffá Eggert Ólafssyni komin. Lýsingar Ferðabókarinnar á mannlífi og atvinnuháttum hafa ómetanlegt gUdi, þótt náttúruvísindaleg atriði séu löngu úrelt og austan. Reyndar var veiting þessi allumhend stjóminni, því að lögum samkvæmt mátti ekki skipa ólöglærðan mann í dómaraemb- ætti. En yfir það var nú brúað með því að setja Eggert það skilyrði að hann sýndi lagakunnáttu sína með ritgerð um lögfræðilegt efni, er kæmi í stað lagaprófs. Var Rantzau stiftamtmaður helsti stuðnings- maður Eggerts í máli þessu og hon- um hinn auðveldasti í hvívetna. Þegar Eggert ritaði honum og kvaðst ekki mundu geta lokið lög- fræðiritgerðinni í fljótu bragði, svaraði stiftamtmaður því að í bréf- inu um þetta væri enginn frestur til- tekinn og mætti þetta dragast nokk- uð. Þá fékk Eggert leyfi til þess að mega hafa aðsetur sitt á eignaijörð sinni, Hofstöðum í Miklaholts- hreppi á Snæfellsnesi og þyrfti hann ekki að flytja þaðan meðan Bjöm lögmaður Markússon gæti gegnt embætti sínu. Vorið 1767 setti Eggert bú saman á Hofstöðum og efndi þar til húsa- gerðar allmikillar. Um haustið gekk hann að eiga frændkonu sína, Ingibjörgu Guðmundsdóttur, sýslu- manns Sigurðssonar. Stóð brúð- kaup þeirra með miklum veg í Reykholti, en þar var þá prestur Þorleifur Bjamason, móðurbróðir Ingibjargar. „Þar var mest öll siða- skipan og veisla að fyrri manna hætti, sem í höfðingjabrúðkaupum var vani hér á landi á fimmtándu öld og nokkuð ffarn á sextándu. Það var brúðgumareið og minni borin að fomum sið“, segir Bjöm Halldórsson. Veturinn 1767 til 1768 dvöldust þau hjónin í Sauð- lauksdal, því að ekki var þá enn lokið húsagerð á Hofsstöðum. Um vorið bjóst Eggert að flytjast bú- ferlum austur yfir Breiðafjörð. 30. maí 1768 lagði hann út frá Skor með konu sína, búslóð og fylgdar- lið á tveimur skipum. Skall þá á of- viðri mikið með furðumiklu haf- róti, er skipin vora komin um viku sjávar frá landi. Sneri þá annað skipið aftur, en hitt, er Eggert stýrði, hélt áffarn og hvarf í sæ- rokið og spurðist ekki til þess síð- an. Fórust menn allir er á því skipi vora, svo og fjárhlutur, þar á meðal margt bóka og handrita Eggerts. Hefur sá mannskaði einna mestur orðið er Eggert Ólafsson drakkn- aði, aðeins 42 ára að aldri. Kall hrópandans Hér á við að minnast nokkuð á manninn sjálfan. Hann var um margt sérstæður og umffam flesta menn að skapfestu, vitsmunum og fjölhæffi þekkingu. Um hans daga átti þjóðin marga dygga menn og þjóðholla, en engan eins brennandi í anda. Hann hafði flestum mönn- um betur kynnst landinu og högum þjóðarinnar og hafði ef til vill gleggra skilning en nokkur sam- tímamanna hans á því hvers þjóðin þarfnaðist mest. Hann var áhuga- samur um ffamfarir allar og umbæt- ur á bjargræðisvegum landsmanna, sem um hans daga var uppi haldið, hafði mikla unun af jarðrækt og sá glögglega að hér mátti miklum ár- angri ná, ef dyggilega væri unnið. Allt slíkt var ágætt og næsta gagn- legt, en það var ekki nóg. Mestu varðaði að manna þjóðina, vekja hana af þeim dofa, sem hún var í fallin, glæða þjóðemiskennd henn- ar, sjálfsvirðingu og metnað. Kjark- inn og kraftinn til nýrrar ffamsókn- ar vildi hann sækja til fortíðarinnar, þeirra tima er þjóðin lifði ffjáls í landi sínu, óbuguð og heils hugar í lífi sínu og starfí. Þótt hann væri ríklundaður og jafnvel talínn dramblátur, var það metnaður hans að vera bóndasonur. Fyrr á dögum vora bændur blóð og mergur þjóð- ríkis á íslandi. Ætti Island að rísa úr rústum varð alþýðan, bændumir, að ranka við sér, kannast við uppruna sinn. Mjög var það gagnlegt að nema heimspeki og erlend tungu-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.