Tíminn - 11.08.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.08.1990, Blaðsíða 6
14 HELGIN Laugardagur 11. ágúst 1990 SAKAMAL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL Kókaínvíman geröi „góölynda risann“ aö villimanni Denise Duerr var 21 árs og að mörgu leyti ólík flest- um jafnöldrum sínum. Hún var einkar samviskusöm og stundvís, lét alltaf vita og baðst afsökunar ef henni seinkaði um nokkrar mínútur. Þess vegna urðu fjölskylda hennar og vinir meira en lítið áhyggjufull þegar Denise fór til vinnu sinnar mánudagsmorguninn 16. apríl 1989 og sást ekki upp frá því. Það síðasta sem sást til hennar var að hún ók bíl sínum, Pontiac Fiero 1984, niður Monroe-stræti í Garden Grove í Suður-Kaliforníu. Þá var hún að koma að heiman frá sér þar sem hún var í sambúð með Scott nokkrum Brady. Þau höfðu veríð saman í sex ár. ók hann út af hraðbrautinni og nokk- uð upp malarslóða þar sem hann stöðvaði bílinn og hleypti hundunum út. Þá var sólin að setjast og nær alger þögn ríkti nema hvað hundamir gáfu frá sér hljóð öðru hvoru. Skyndilega þögnuðu þeir þó líka og tóku að snuðra í ákafa. Eigandinn gekk að þeim til að aðgæta hvað þeir hefðu fundið og gerði ráð fyrir að það væri dýrshræ. í staðinn stóð hann yfir hálfnöktu líki ungrar konu sem flugur sveim- uðu yfir. Pilturinn sá i svip að dökkir blettir, líkastir ryði voru á blússu og höfði stúlkunnar. Einnig voru litlar Denise og tók að leita í húsinu og bíl- skúmum að vísbendingum. Það var svo sunnudagsnóttina tæpri viku eftir hvarf Denise að Scott var leiddur út handjámaður. A leiðinni út að bíln- um ávarpaði hann nágrannakonu og bað hana að læsa húsinu og gera fjöl- skyldu hans viðvart. Brady sem hafði grátið fogrum tár- um þegar honum var tilkynnt að Denise hefði fundist myrt, hélt ákaft fram sakleysi sínu. —Hún var eina stúlkan sem ég hef bundist og ég elskaði hana svo heitt, kveinaði hann. Lögreglan tilkynnti hins vegar að fimdist hefðu blóðug rúmfot í ibúð- — Við héldum grillveislu í garðin- um á sunnudagskvöld, sagði Scott lögreglunni. —Vinafólk okkar kom og það var reglulega gaman. Eg útbjó stóra samloku sem hún tók með sér í vinnuna. Hún fór ekki með neitt ann- að, hvorki fot, snyrtivömr eða neitt, bara nokkra dollara í veskinu. Hún gisti aldrei annars staðar en heima og þess vegna urðu allir svo hræddir. Hún hefur aldrei látið sig vanta í vinnu og henni dytti ekki í hug að fara neitt nema láta mömmu sína vita. Samband þeirra var mjög náið. Þegar Denise kom ekki til vinnu sinnar i tölvubankanum í Orange, hringdi áhyggjufullur yfirmaður hennar heim til Scotts sem kvaðst heldur ekki vita hvar Denise gæti verið. Foreldrar hennar vissu ekki neitt og eftir að allir höfðu borið saman ráð sín var ákveðið að kalla lögregluna til. Phil Mason lögreglu- foringi sagði að engin ástæða væri til að ætla að svo stöddu að eitthvað illt hefði hent Denise. A þriðjudagsmorgun þótti ástæða til að hafast meira að og allsheijarleit var fyrirskipuð að smávöxnu, ljós- hærðu fegurðardísinni. Lögreglu- menn ljósmynduðu íbúð hennar og leituðu i henni en fundu engar vís- bendingar. Gengið var í hús við Monroe-stræti og fólk spurt hvort það hefði orðið vart við eitthvað en eins og einn lögreglumanna orðaði það: —Engu var líkara en að stúlkan hefði gufað upp eða verið numin á brott af geimverum. Um morguninn þegar birti var feng- in þyrla til frekari leitar og sporhund- ar kallaðir á vettvang. Jafnframt fréttu vinir og kunningjar Denise um hvarf hennar og tóku að leita á eigin spýtur, ýmist akandi, gangandi eða bara með því að nota símann. Á þriðjudagskvöld vissu allir sem þekktu Denise að hún var týnd. Ekki var einsdæmi að stúlkum væri rænt á leið til vinnu, þeim ekið á afskekkta staði þar sem þeim var nauðgað og þær síðan myrtar. Tilhugsunin um að Denise hefði hlotið þau örlög var óbærileg og allir gerðu það sem þeir gátu. Hundar finna líkiö Enginn gat komið með nokkra rök- rétta skýringu á hvarfi Denise aðra en Denise Duerr og unnusti hennar skutu skjólshúsi yfir gamlan skólafélaga. Hann þakkaði fyrir sig á næsta óvenjulegan hátt. þá að eitthvað hefði komið fyrir hana. Engin tilkynning barst um að bíllinn hennar hefði átt aðild að um- ferðaróhappi því þá hefði fjölskylda hennar fengið að vita það strax. Reyndir lögreglumenn voru svo sem ekki óvanir því að fást við svip- uð mál en í nánast öllum tilfellum hafði viðkomandi stungið af frá alls kyns vandræðum heima fyrir. Hér var því hins vegar ekki til að dreifa og allir sem þekktu Denise luku upp ein- um munni um að hún væri óliklegust allra til að stinga af. Lögreglumenn spurðu mörg hundr- uð manns, bæði ættingja, kunningja og vinnufélaga. Að vísu voru Scott, unnusti Denise og nánustu ættingjar svo harmi lostnir að þeir treystu sér ekki til að ræða málin. Kona nokkur sagðist hafa séð svarta Pontiac-bílinn aka út úr bílskúmum á mánudagsmorgun en treysti sér ekki til að staðfesta að Denise hefði verið undir stýri. Lýsing á bílnum var birt í útvarpi. Hann var auðþekktur óbreyttur og númerið var CEEYA 3. Denise hafði sjálf málað með skær- bleiku orðið „Fiero“ á skottlokið og púðann milli framsætanna vantaði. Hann hafði þjófur tekið með sér um leið og hljómtækin. Alls staðar leit- aði lögreglan að bílnum en allt kom fyrir ekki. Hann virtist ekki vera á ferðinni. Leitinni að Denise var jafhframt haldið áfram fram i myrkur og enn bættust sjálfboðaliðar við á miðviku- dagsmorgun. Tilkynningar bámst um að svarti bíllinn með bleiku stöfunum hefði sést í Riverside og Los Angeles og loks barst leitin til San Diego. Þyrlur sveimuðu yfir kjarri vöxnum hlíðum en hvergi sást tangur né tetur af bílnum eða eiganda hans. Þá var það að ungur maður frá Bu- ena Park ók út með hunda sína til að leyfa þeim að hlaupa um. Rétt við umdæmismörk Orange og Riverside stungur hér og þar um líkamann sem blóð var storknað yfir. Þegar ungi maðurinn gerði sér ljóst á hvað hann var í raun að horfa á, rak hann ósjálfr- átt upp langdregið kvein og stífur af hryllingi brölti hann af stað að bíln- um með hundana á hælunum. Unnustinn handtekinn Það var orðið dimmt þegar lögregl- an kom á staðinn með kastljós. Líkið lá á bakinu og augun störðu upp i loftið. Blússan var toguð upp undir hendur og líkið var nakið fyrir neðan mitti. Lítill vafi lék á hvert morð- vopnið var. Likaminn var nánast þak- inn stungum eftir ísbrodd. Líkið var flutt i líkhúsið í Riverside og þar skáru fingrafor þess úr um að hér var komin Denise Duerr. Ljóst var að henni hafði verið nauðgað. Talsmaður lögreglunnar sagði að þegar fómarlamb væri jafn fallegt og Denise væru strax athuguð viss at- riði; svo sem óánægður elskhugi, af- brýðisamur aðdáandi eða jafnvel öf- undsjúk vinkona. Aðgengilegasta skýringin var að Denise hefði hitt morðingja sinn milli heimilis síns og vinnustaðar. Hann hefði myrt hana og síðan ekið líkinu út í kjarrlendið. Nær fullvist var að hún hefði ekki verið myrt þar sem líkið fannst. Þar vom engin merki um átök í hávöxnu grasinu. Rannsóknin beindist nú opinberlega að þekktum kynferðisglæpamönnum og vandræðaseggjum sem gengu lausir á svæðinu en svo lítið bar á snem nokkrir lögreglumenn sér að því að athuga nánar Scott Brady, unnusta Denise. Fundist höfðu leifar af blóði í íbúð hans og margt gat bent til að þar hefðu verið átök. Nágrannar gægðust meðfram gluggatjöldum þegar skari lögreglu- manna birtist á heimili Scotts og inni sem vel gætu tengt Scott morð- inu á unnustu hans. Talið var nánast víst að Denise hefði verið stungin til bana með ísbroddinum, líkinu vafið í rúmfotin og síðan ekið út í kjarrlend- ið í Riverside. Bíllinn kemur í leitirnar Scott Brady varð að bíða í fangels- inu meðan lögreglan raðaði saman brotunum. Næsta vísbending var símtal. Millie Anderson og Donna móðir hennar hringdu í neyðarsíma lögreglunnar þegar þær heyrðu lýs- ingu á bíl Denise, rétt eftir að tilkynnt var að líkið hefði fimdist. Donna mundi eftir bílnúmerinu á bílnum sem stjúpsonur eiginmanns hennar var á þegar hann kom í heimsókn daginn áður. Hann var enn á heimil- inu þegar tilkynningin kom. Donna læddist út og athugaði bílnúmerið en síðan læstu mæðgumar sig inni í svefhherberginu og hringdu til lög- reglunnar. Ekki voru nema nokkrar mínútur liðnar þegar lögreglumenn komu á staðinn og handtóku heimilisgestinn, grunaðan um morðið. Hann hét Cam- eron Seaholm, var 22 ára og hafði verið félagi Scotts Brady i skóla. Þegar Scott var sagt að Cameron hefði verið handtekinn, grunaður um að hafa verið samsærismaður hans við morðið, hafði Scott meira að segja. —Hann var hjá okkur, sagði Scott. —Hann kom illa til reika og kvaðst ekki hafa neinn samastað. Við bjugg- um um hann i sófanum. Hann sagði að ættingjamir sem hann bjó hjá kærðu sig ekki um hann lengur og hefði skipað honum að fara. Scott átti erfitt um mál þegar hann sagði lögreglunni að svo hefði Cam- eron bara horfið skyndilega. —Hann var kunningi minn síðan úr skóla og Cameron Seaholm var fálátur einfari sem flæktist um.Hvemig stóð á að hann ók bíl hinnar myrtu? kom aldrei nálægt Denise. Við höfð- um verið saman síðan við vom 15 ára. Mér datt ekki í hug að hann væri viðsjárverður enda hefði mér þá ekki dottið í hug að skjóta yfir hann skjólshúsi. Scott gat sagt lögreglunni að Cam- eron væri nánast umrenningur sem stundum dveldi hjá föður sínum á Long Beach en þegar honum væri vísað á dyr þar færi hann til móður sinnar i Santa Ana. Scott kvaðst furðu lostinn yfir að Cameron skyldi vera bendlaður við morðið á Denise. —Þau rifust aldrei, sagði hann. —Við reyndum að hjálpa honum. Svo finnst hann á bílnum hennar. Hvemig komst hann yfir bílinn? Þann 1. maí vom bæði Scott og Cameron formlega ákærðir fyrir morðið á Denise Duerr. Vegna blóð- ugu rúmfatanna á heimilinu og bíls- ins þótti nánast vist að þeir hefðu báðir staðið að verknaðinum. —Hvomgur segir sannleikann, full- yrti Dave Weiss, lögreglustjóri Ri- verside. Vitni sagöi ósatt Þá var enn hringt til lögreglunnar og við það þrengdist snaran um háls Scotts. Vitni sem áður hafði sagt lög- reglunni að það hefði séð Scott heima fyrir klukkan hálfátta að morgni dagsins sem Denise hvarf, dró nú framburð sinn til baka. —Ég laug fyrir hann, sagði maður- inn. —Það var heimskulegt af mér. Hann hringdi til mín daginn eftir að Denise hvarf og bað mig að segja þetta ef lögreglan spyrði. Svo kom lögreglan en trúði mér ekki. Ég á erf- itt með að segja ósatt. Réttarhöld vora ákveðin 26. maí og þar sem enginn greiddi 500 þúsund dollara tryggingu sátu báðir þeir granuðu inni. Þrátt fyrir þau sönnunargögn sem

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.