Tíminn - 11.08.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.08.1990, Blaðsíða 5
Laugardagur 11. ágúst 1990 HELGIN 13 Handrít Steingríms (og Jóns Sig- urttesonar?) að „Vorhvöt". orð eru skrifuð á blaðröndina. Hver þar var að verki veit ég ekki en mér sýnist stafagerð næsta áþekk þvi sem er annarsstaðar á blaðinu. Steingrímur breytti oft ljóðum sín- um frá því sem þau birtust i Nýjum félagsritum. Er þar nóg að neína O værirðu ást min hrísla á hól, einkum seinni erindin. Hann virðist verða kröfuharðari og vandlátari á efri ár- um. Um það segir Hannes Pétursson í bók sinni um Steingrím: „Hann yrkir, strikar út, lagfærir orðalag, byltir við heilum erindum og heldur fáguninni áffam.--------- Hann lagfærir hvert erindið af öðru og breytir hrynjandinni í rétta tví- liði.“ Um siðasta erindið í Vorhvöt segir Hannes: „Samlíkingamar í fyrstu og annarri ljóðlínu em of skyldar, hliðstæðar; orðin vorblær í fjallshlíðarrunni bæta engu við þá tjáningu, sem felst í: vindur á vog. Þessu breytir skáldið, býr til nýja samlíkingu sem eflir stig- andi erindisins. Jafnffamt setur hann í stað aldreigi, aldreigi knappari orð- myndir: aldrei, aldrei, svo hugsunin verður festulegri og ákveðnari. Við þessar og aðrar lagfæringar fær er- indið í heild nýjan svip, verður stór- um þróttugra og rishærra: Svo frjáls vertu, móðir, sem vindur á vog, sem vötn þin með straumunum þungu, sem himins þins bragandi norðljósa log og Ijóðin á skáldanna tungu. Og aldrei, aldrei bindi þig bönd nema blájjötur œgis við klettótta strönd." Víst var Jón Sigurðsson forseti smekkmaður á ljóð og margt vel gef- ið í þeim efnum. Nú geta menn dæmt um það hvort Páll Eggert hafi haft öruggar heimildir og sannanir um lagfæringar og nafhið á Vorhvöt. H.Kr. Heilsusapa er þykkfljotandi. serlega mild fyrir vidkvæma og þurra huð. Heilsusapa er framleidd ur nátturulegum hraefnum og inniheldur hvorki ilm ne litareini. Hun hentar til þvotta a óllum viðkvæmum stöðum likamans og er tilvalin til að þvo ungbornum. Heilsusapa hefur pH gildi 5.5. Lyngási 1, Garöabæ, Sími: 65-18-22, Telefax: 65-18-57 Tónlistarveisla á Hólahátíðinni Á morgun verður Hólahátíðin svokallaða haldin. Hátíðin er sam- kvæmt venju haldin sautjándu viku sumars og hefst með guðsþjónustu f Hóladómkirkju klukkan tvö. Að messu lokinni verður selt kaffi í Bændaskólanum en klukkan 16:30 hefst hátíðasamkoma f kirkjunni. Hóladómkirkja hefur fengið full- komna endurgerð utan og innan auk þess sem keypt hefur verið nýtt orgel og altarisbrikin foma er kom- in aftur eftir mikla viðgerð. Sr. Sigurður Guðmundsson vigslubiskup mun predika og þjóna fyrir altari í messunni ásamt sr. Hjalmari Jónssyni prófasti, sr. Braga Ingibergssyni, sr. Eiríki Jó- hannssyni og sr. Kristjáni Bjöms- syni. Kirkjukór Einarsstaðasóknar annast söng undir stjóm Friðriks Jónssonar organista. Bæði forspil og eftirspil verður hins vegar 1 höndum feðganna Jónasar Dag- bjartssonar og Jónasar Þóris. Á dagskrá hátíðarsamkomunnar er söngur Þuríðar Baldursdóttur við undirleik Guðjóns Pálssonar. Sr. Jónas Gíslason vígslubiskup flytur erindi um Ebenezer Hender- son í tilefhi 175 ára afmælis Hins íslenska Biblíufélags. Blásarakvar- tett leikur nokkur lög auk þess sem leikið verður á fiðlu og orgel. Þá mun Friðbjöm G. Jónsson syngja við undirleik Jónasar Þóris. Hér er hægt að gera við og lagfæra steypuskemmdir Semkís eru íslensk viðgerðarefni fyrir steinsteypu. Semkís efnin eru prófuð af Rannsóknarstofnun byggingariðnaðar- ins og fagmönnum í byggingariðnaði. Það erekki óleysanlegtvandamál að lagfæra frostskemmdir í steypu, ryðskemmdir út frá járnabindingu, sprungur í veggjum, brotna kanta og stærri eða minni múr- og steypuskemmdir ef notuð eru Semkís viðgerðarefnin. Réttu viðgerðarefnin eru íslensku Semkís efnin, þróuð ogframleidd fyrir íslenskaraðstæður. Semkís VIOO Fljótharðnandi án trefja fyrir minni viðgerðir. Semkís V200: Fljótharðnandi meðtrefjumfyrirviðgerðirá álagsflötum og stærri rifum, sprungum eða holum. Semkís V300: Hægharðnandi með trefjum og mikilli viðloðun. Ætlað til viðgerða á stærri flötum þar sem álag er mikið. Semkís F100: Stálvari til að ryðverja steypustyrktarjárn. Semkís A100 Steypuþekja til verndunar á steypu- viðgerðum, múrhúðun og allri venjulegri steypu. Semkís efnin eru framleidd undir ströngu gæðaeftirliti.FramleiðandierSérsteypansf. áAkranesi sem er sameign Sementsverksmiðju ríkisins og Islenska járnblendifélagsins. Heildsöludreifing: Sementsverksmiðja ríkisins, Afgreiðsla Sævarhöfða Reykjavík s: 91-83400 Afgreiðsla Akranesi, s: 93-11555. Semkís efnin fást hjá ölium helstu byggingarvöruverslunum og hjá SANDI h.f. Viðarhöfða í Reykjavík s: 91-673555 KALMANSVÖLLUM 3, 300 AKRANES. SÍMI: 93-13355

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.