Tíminn - 11.08.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.08.1990, Blaðsíða 8
16 Tíminn Laugardagur 11. ágúst1990 í TÍMANS RÁS ■HIWP STEFÁN ■ BL ■M EIRÍKSSON M Undirheimar útvarpsstöðvanna Það vekur ofl furðu manna hvað fólk sem vinnur við þjónustustörf getur oft verið óliðlegt og beinlínis ókurteist við það fólk sem til þess leitar. Sem betur fer eru dæmi um slíkt aðeins undan- tekningar en þegar slíkt gerist kemur það fólki oft í opna skjöldu. Félagi minn sagði mér heldur óskemmtilega sögu af viðskipt- um sínum við einn plötusnúðinn á óneíhdri útvarpsstöð í borginni. Þessi félagi minn reyndi síðla kvölds að hringja í þessa útvarps- stöð og biðja um óskalag þar sem áðumefhdur snúður var að bjóða hlustendum það í gríð og erg. Fé- lagi minn ákvað að notfæra sér þetta höfðinglega boð og náði sambandi eftir nokkrar tilraunir. Snúðurinn tók fremur fálega í beiðnina um að spila lagið, sem félagi minn bað um, en hann skyldi samt reyna að spila það skörhmu síðar. Síðan líður og bíður og ekki kemur lagið. Félagi minn verður þá heldur órólegur og heldur jafnvel að snúðurinn hafi gleymt laginu því slíkt kemur nú fyrir bestu snúða. Hann tekur því upp tólið og hringir í stöðina og spyr snúðinn kurteislega hvort hann hafi nokkuð gleymt óskalaginu sem hann bað um. Kom þá ein- hver snúður á snúðinn og sagði hann að hann þyldi ekki svona fólk sem væri sífellt að hringja og biðja aftur og afitur um sama lag- ið og hann nennti ekki að hlusta á röflið í einhveijum leiðinda ffekjudollum. Félagi minn vissi hreint ekki hvaðan á hann stóð veðrið og spurði þennan afundna snúð hvort hann væri virkilega að meina það sem hann segði því hann hafi einungis verið kurteis- lega að gá að því hvort hann hefði nokkuð gleymt óskalaginu sem hann bað um. Snúðurinn hélt áffam að agnúast út í ffeka og leiðinlega hlustendur og félagi minn spurði hann þá mjög kurt- eislega hvort hann væri að spila lög á útvarpsstöðinni fyrir sjáífan sig eða fyrir hlustendur og benti honum síðan vinsamlega á að hann hafi hvatt hlustendur til að hringja inn og biðja um óskalög. Snúðurinn fór þá alveg í hnút og hreytti í félaga minn að hann skildi bara stilla yfir á aðra stöð og skellti þar með á. Félagi minn var að vonum óánægður með þá afgreiðslu sem hann fékk hjá þessum súra snúð. Einhvemveginn fmnst manni að það ætti að vera kappsmál út- varpsstöðvanna að fá sem mesta hlustun og einnig finnst manni að plötusnúðar eigi að standa við sitt þegar þeir bjóða fólki að hringja inn og velja óskalag. Þessi miður góði snúður sem fé- lagi minn lenti í útistöðum við hlýtur að hafa þverbrotið allar þær reglur sem settar em plötu- snúðum sem og allar almennar kurteisisreglur. Að minnsta kosti ætti það að koma ffam i hlust- endakönnunum ef þetta er með- ferðin sem allir hlustendur þess- arar ákveðnu stöðvar fá þegar þeir hringja og biðja um óska- lög. Þess ber að geta að félagi minn fór að ráðum snúðsins og snéri sér til annarrar útvarpsstöðvar og fékk þar mjög svo viðunandi þjónustu og vonandi er þessi óskemmtilega reynsla hans að- eins undantekningin sem sannar regluna. Gettu nú Vafalaust hafa einhverjir heimsótt Veiðivötn á Amar- vatnsheiði um Verslunar- mannahelgina en þau vom einmitt myndefriið sem lagt var fýrir lesendur Tímans í síðasta helgarblaði. í þetta sinn er á hinn bóginn spurt um jökul. Svæðið um- hverfis hann er eitt hið feg- ursta og fjölbreytilegasta á landinu en flöllin í kring munu öli vera úr líparíti. Ýmsar kvíslar falla ffá jöklin- um og jarðhitasvæði eru mikil í kring. BE E sta B EB HS ES □a c Eta HHHB I BFIFil BE E3 KROSSGÁTA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.