Tíminn - 08.09.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.09.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 8. september 1990 Herbert C. Redfíeld talar á námsstefhunni. Brunamálastofnun ríkisins heldur námsstefnu um brunamál: Hvert er útlit hins dæmigerða brennuvargs? Séö yfir námsstefnuna. Kvennalistinn ályktar: Vetnið er væn- legur kostur „Ráðstefna Kvennalistans um at- vinnu- og umhverfismál, haldin á Þingeyri 1.-2. sept. sl., gagmýnir harðlega einsýni og íhaldssemi stjómvalda við öflun tækifæra til þess að koma orku landsins i verð,“ segir í íréttatilkynningu fiá Kvennalistanum. í fréttatilkynn- ingunni kemur einnig fram að Kvennalistinn vill beita sér fyrir breyttum áherslum í þessum efn- um og bendir sérstaklega á fram- leiðslu vetnis sem vænlegan kost. ,AHt bendir til þess að þar sé um að ræða eldsneyti framtíðarinnar og ekki er minna um vert að fram- leiðsla og notkun vetnis veldur ekki umhverfismengun. Þennan kost vilja Kvennalistakonur láta rannsaka og kanna til hlítar mögu- leika á samvinnu við aðrar þjóðir um nýtingu orkulinda okkar í þessu skyni.“ Þá átelja Kvennalistakonur stjómvöld harð- lega fyrir að hafa sóað dýrmætum tíma og gífurlegum fjármunum til þess að fá útlendinga til að reisa hér nýtt álver, sem mimdi hafa í för með sér verulega umhverfismeng- un og búseturöskun. í fréttatilkynningunni er bent á mikilvægi ferðaþjónustu f þróun byggðar í landinu. Segir að upp- bygging og aukning f ferðaþjón- ustu skili sér fyrst og fremst utan höfuðborgarsvæðisins og nýtist jafht um allt land. „Þá er það mik- ill kostur að mörg störf f ferðaþjón- ustu henta vel konum, en aðstæður kvenna gleymast ofl þegar hugað er að atvinnusköpun." -hs. Piparsveinafélagiö á Akureyri: Fatafella skemmtir Laugardaginn 22. september ætlar piparsveinafélagið „Piparinn" að halda nokkurs konar landsmót pip- arsveina í Sjallanum á Akureyri. Piparinn er opinn öllum pipar- sveinum, hvaðanæva að, jafnt sem hafa verið ógiftir allt sitt líf eða eni fráskildir. Eina skilyrðið sem upp- fylla þarf er að menn hafi ekki vit- andi vits og að viðlögðum dreng- skap staðið í föstu sambandi undan- fama tvo mánuði fýrir Piparinn. Allt verður gert til að hafa hátíðina sem glæsilegasta. Boðið verður upp fjórréttaða máltíð auk þess sem boð- ið verður upp á skemmtiatriði, m.a. mun fatafellan Bonnie dansa fyrir piparsveinana. Þá verður að sjálf- sögðu valinn piparsveinn ársins og hlýtur hann vegleg verðlaun. khg. Út er komin hjá Námsgagnastofn- un bókin Refir eftir Karvel Ög- mundsson, útgerðarmann frá Bjargi, Ytri Njarðvíkum. Þetta er ein af þremur verðlaunabókum í samkeppni Námsgagnastofnunar um fræðandi lesefni handa böm- um. Höfundur segir í söguformi frá ýmsu sem snertir lífsbaráttu villta refsins á íslandi og nábýli hans við manninn. Sagan fjallar um refa- fjölskyldu þar sem refimir em per- Samkvæmt skýrslu sem lögð er fram á námsstefnu um brunarannsóknir kemur fram aö hinn dæmigerði brennuvargur er talinn vera: „kari, hafa iélegan bak- grunn, uppvaxtarár og menntun. Hann er talinn vera með áfengissýki og sálræn og geðræn vanda- mál. Þessi vandamál leiða af sér lélegt samband milli karis og konu, þegar hann er ungur eða á miðjum aldri. Hann hefur efasemdir um karlmennsku sína. Hann neytir áfengis þar til hann finnur verulega til áfengis- áhrifa. Hann er bitur og stundum í sjálfsmorðshug- leiðingum, sérstaklega ef hann kveikir í heima hjá sér eða hjá vinkonu sinni. Margar rannsóknir hafa sýnt að hann er ékki að öllu leyti ábyrgur gerða sinna. Það er einkennandi að þeir sem kveikja í gera það einir, þetta á sérstaklega við um konur. sónugerðir og einnig er greint frá baráttu mannsins við refinn í gegn- um tíðina. Karvel var um tíma refaskytta á Snæfellsnesi á árum áður og hefur því kynnst þessu villta spendýri á annan hátt en flestir hafa tök á. Snæfellsnes er einnig að hluta til vettvangur frá- sagnarinnar og er fremst í bókinni greinargott kort sem sýnir örnefhi og refaslóðir á Snæfellsnesi undir jöklinum. Bókin er ríkulega mynd- skreytt af Grétu Guðmundsdóttur Rannsókn sem gerð hefur verið bendir einnig sérstaklega á það að teiknara. I formála bókarinnar segir höf- undur að hann voni að lesendur fái haldgóða þekkingu á lifhaðarhátt- um og lífsbaráttu refsins. Hann segir að refurinn, þetta litla, vitra og harðgera dýr hafi þurft að berj- ast við mannskepnuna í þúsund ár á íslandi og sé þó enn ósigrað. Bókin er 63 blaðsíður og fæst bæði í kiljuformi og f harðspjalda- kápu. —SE sá sem kveikir i er kyrr á vettvangi eða kemur aftur á vettvang. Gömul kenning um brennuvarga segir að þeir séu kyrrir á vettvangi og frói sér. Rannsókn sem gerð hefur verið á þessu staðfestir að þeir eru kyrrir á vettvangi en ekk- ert tilfelli hefur stutt þá kenningu að þeir frói sér.“ Þessi lýsing kemur fram eins og áður sagði á ráðstefnu um bruna- rannsóknir sem haldin var á veg- um Brunamálastofnunar ríkisins dagana 6. og 7. september á Hótel Sögu. Námstefná þessi var fyrst og fremst ætluð slökkviliðsmönnum, rannsóknarlögreglumönnum, raf- magnseftirlitsmönnum, starfs- mönnum tryggingafélaga og öðr- um þeim sem tengjast brunarann- sóknum. I tilefni af þessari ráðstefnu bauð Brunamálastofnun ríkisins hingað til lands Herbert C. Redfield, for- stöðumanni brunarannsókna í Nor- folk, Virginíufylki í Bandaríkjun- um. Redfield er löggiltur bruna- rannsóknarmaður og hefur verið það í þrjátíu og tvö ár. Hann er út- skrifaður frá Alríkis-lögregluskóla FBI. Redfield hélt tvo fyrirlestra á ráðstefnunni, þann fyrri um hvatir brennuvargs og þann síðari um íkveikjur, kveikjubúnað og ástæð- ur kviknunar. Aðrir sem héldu fyrirlestra á þessari ráðstefnu eru þeir Ástvald- ur Eiríksson, varaslökkviliðsstjóri Keflavíkur, Bjami J. Bogason lög- reglufulltrúi, Guðmundur Guð- mundsson, deildarverkfræðingur hjá Bmnamálastofnun, Haukur Ar- sælsson, yfireftirlitsmaður hjá Rafmagnseftirliti ríkisins, og Hall- varður Einvarðsson ríkissaksókn- ari. Þrátt fyrir að íkveikjur séu ekki algengar hér á landi þá er greini- legt að vel er fylgst með hvað er að gerast í kringum okkur og þessi námsstefna sýnir okkur að umræð- unni er haldið vakandi. Á námsstefnunni kemur fram að Finnar hafa vísindalega rannsakað aðila sem dæmdir hafa verið fyrir íkveikjur á ámnum 1970 til 1982. Þar kom fram að algengara virðist vera að karlmenn kveiki í en kon- ur. 86,1% þeirra sem vom rann- sakaðir reyndust vera karlmenn en aðeins 13.9% konur. Algengustu ástæðumar fyrir fkveikju reyndust vera áfengissýki eða geðveiki og hefnd eða öfimd, rúmlega helm- ingur tilfella sem skoðuð vom reyndist vera af þessum orsökum. Skemmdarverk vom einnig ansi algengur hópur en síðan komu minni hópar sem vom ekki alveg eins algengir, eins og trygginga- svik og þörf fyrir að láta bera á sér. Athygli vakti að mikill meirihluti brennuvarga var atvinnulaus eða lausráðinn þegar atburðimir gerð- ust, khg. REFASKYTTA SKRIFAR UM REFAFJÖLSKYLDU

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.