Tíminn - 08.09.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.09.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur 8. september 1990 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin f Reykjavlk Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrlmsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason SkrifstofurLyngháls 9,110 Reykjavlk. Slml: 686300. Auglýsingaslmi: 680001. Kvöldsfman Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, (þróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1000,-, verð I lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Húsnæðismál Félagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, boð- ar gerbreytingu á lögum um Húsnæðisstofnun rík- isins. Hefiir hún komið frá sér fréttum um að hún hafí samið frumvarp til laga um þetta efni og hygg- ist fá það viðurkennt sem stjómarfrumvarp. Vafalaust em ýmsar athyglisverðar hugmyndir í þeim fhimvarpsdrögum sem félagsmálaráðherra hefur á skrifborðinu hjá sér. Það hefur m.a. komið fram að ráðherra vill stuðla að sem virkastri þjón- ustu á sviði húsnæðismála úti um landsbyggðina. Hins vegar er hægt að sinna því nauðsynlega mál- efni án þess að ráðist sé í skipulagskollsteypur í öllu kerfinu. Samkvæmt núverandi skipulagi og starfs- reglum Húsnæðisstofnunar er auðvelt að auka þjónustu við landsbyggðarfólk, til þess þarf ekki nýtt skipulag, enda hefur þegar verið hafist handa í því efhi sem hægt er að þróa með eðlilegum hætti og láta ná til allra landshluta. Aðrar hugmyndir ráðherra em enn umdeilanlegri og nokkuð erfitt að átta sig á rökum þeirra. Það er m.a. óhyggilegt að breyta stjóm stofnunarinnar á þann hátt að víkja þaðan fúlltrúum aðila vinnu- markaðarins, ekki síst fulltrúum launþegasamtak- anna. Það er rangt sem fram hefur komið af hálfu ráðherra að fjármál húsnæðiskerfisins tengist ekki launþegahreyfmgunni nema sem venjuleg við- skipti. Það gera þau með afar raunhæfum hætti þar sem er samspil lífeyrissjóða og húsbyggingasjóða um nýtingu ráðstöfunarfjár lífeyrissjóðanna í þágu íbúðabygginga. Þau fjármálasamskipti em ekki al- ger markaðsviðskipti, heldur félagslegs eðlis sem engum ætti að vera skiljanlegra en félagsmálaráð- herra. Þar að auki em húsnæðismál í grundvallaratriðum innan hagsmunasvæðis launþega. í lýðræðis- og fjölhyggjúþjóðfélagi sem af réttlætis- og raunsæis- ástæðum greinir meira og minna á milli þjóðfélags- málefna eftir hagsmunahópum og starfstéttum, get- ur varla verið ágreiningur um að launþegahreyfing- in hefúr rétt til þess að eiga beina aðild að stjóm húsnæðismála og að henni séu tryggð eðlileg áhrif á heildarskipun þeirra. Hvað sem segja má um fjarlæga fortíð íslensks húsbyggingakerfis, þá fer hitt ekki milli mála að gmndvöllur stórbætts skipulags húsnæðismála var lagður með lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins í tíð Alexanders Stefánssonar félagsmálaráðherra og því góða samstarfi sem varð í hans ráðherratíð við launþegahreyfinguna 1986 og var liður í almennu samkomulagi um launa- og kjaramál. Hugmyndir núverandi félagsmálaráðherra um byltingar á skipulagi Húsnæðisstofnunar em ótíma- bærar. Lagasetningaræði er að vísu algengur ráð- herrasjúkdómur. í fjölflokkastjóm ættu eigi að síð- ur að vera möguleikar á að halda í skefjum áberandi ofæði í þeim efnum. N. eru senn liðin tvö ár síð- an ríkisstjóm undir forsæti Þor- steins Pálssonar, formanns Sjálf- stæðisflokksins, fór frá völdum eftir að ágreiningur stjómar- flokkanna um efhahagsaðgerðir reyndist óleysanlegur. Rikis- stjóm Þorsteins Pálssonar settist á valdastól eftir langa stjómar- kreppu að afstöðnum alþingis- kosningum í apríl 1987. Þótt að vísu hafi verið búið að blása að hatursglæðum í kosningabarátt- unni gagnvart Framsóknar- flokknum af fijálshyggjuliði Sjálfstæðisflokksins og ýmsum úr forystu Alþýðuflokksins, urðu úrslit kosninganna ærið óhag- stæð Sjálfstæðisflokknum sem frægt er orðið og engin frægðar- för hjá Alþýðuflokknum. Vonin um að kosningamar færðu íhaldi og krötum möguleika til þess að mynda samstjóm eftir gamla við- reisnarmynstrinu brast og engar líkur á að hægt væri að sefa slík vonbrigði með enn eldra stjóm- armynstri sem kallað hefur verið nýsköpunarmynstrið og er í því fólgið að hafa Alþýðubandalagið með í för. Horft um öxl Það fór því svo að Framsóknar- flokkurinn leysti í raun stjómar- kreppuna sumarið 1987 og studdi Þorstein Pálsson til stjóm- arforystu eftir að náðst hafði við- unandi samkomulag um stjómar- stefhu samkvæmt málefnasamn- ingi. Hitt er annað mál að ferill þessa stjómarsamstarfs var harmkvælasagaa. Orsök harm- kvælanna var fyrst og fremst sú að forysta Sjálfstæðisflokksins fékkst ekki til að líta raunsæjum augum á þá neikvæðu þróun í efnahagsmálum sem byrjuð var í upphafi stjómarsamstarfsins og fór versnandi því meira sem leið , á árið 1987 og ffarn eftir árinu ! 1988. Þjóðin hafði lifað mikið góðæri síðustu 2 ár með mikilli peninga- veltu og kaupsýsluumsvifum og fjárfestingum á öllum sviðum langt ffarn yfir það sem efna- hagskerfið þoldi. Hafi þetta tveggja ára veltutímabil og upp- sveifla í elhahagslífinu komið tiltölulega snögglega, skall sam- drátturinn 1987 ekki á jafhskjótt, því að merki hans mátti greina þegar í upphafi ársins og fýrir al- þingiskosningar, en magnaðist eftir þvi sem á leið og því ffemur að stjómarkreppan eftir kosning- ar varð allt of löng, þegar það svo bættist við að fljótlega eftir stjómarmyndunina fór fiskverð sílækkandi og gengisþróun varð útflutningnum mjög í óhag, en kostnaðarhækkanir héldu áffam, þ. á m. vaxtakostnaður, þannig að ljóst varð að útflutningsfyrir- tæknin yrðu fyrir vaxandi tapi, ef þannig héldi áffam. Því miður fór það svo að rekstr- arerfiðleikar sjávarútvegsfýrir- tækja vom látnir danka í heilt ár áður en Sjálfstæðisflokkurinn fékkst til að líta í alvöm á ástand- ið í þessari undirstöðugrein efha- hagslífsins og viðurkenna það sem kjama þess vanda sem þjóð- I in átti við að stríða. En jafhvel eftir að sjálfstæðismenn höfðu viðurkennt að brýnasta málið væri að einbeita kröftum ríkis- stjómarinnar að því að styrkja rekstrargrundvöll sjávarútvegs- ins, hafði sjálfstæðisforystan ekki þá lipurð í samstarfi við Framsóknarflokkinn og Alþýðu- flokkinn að grípa til aðgerða sem mikill hljómgrunnur var fýrir í öllum þessum flokkum og meðal launþega, þ.e. niðurfærsluleiðar- innar, heldur lét fijálshyggjulið sjálfstæðismanna sig hafa það að hafha þessari leið og halda áffam á vegi gengisfellinga og hávaxta- stefnu. Þorsteini Pálssyni tókst ekki að hafa hemil á sínu eigin liði í þessu efni sem leiddi til þess að hann missti endanlega traust samstarfsflokkanna. Þessir atburðir vom að gerast í septem- bermánuði fýrir tveimur árum, svo að það er eins konar afmæli þeirra um þessar mundir. Endurreisn En ef svo er að nú séu afmælis- dagar þessa óhönduglega við- skilnaðar forystuliðs Sjálfstæðis- flokksins, er þess að minnast að þar er að leita upphafs þess að ríkisvaldið fór að snúa sér af al- vöm að endurreisn útflutnings- fýrirtækjanna. Með myndun þriggja flokka ríkisstjómar Steingríms Hermannssonar í september 1988 var hafist handa um endurreisnaraðgerðir, sem á tiltölulega stuttum tíma skiluðu miklum árangri í bættri rekstrar- stöðu fýrirtækja strax á árinu 1989. Menn minnast þess að rikis- stjóm Þorsteins Pálssonar (1987- 88) var þingræðislega mjög sterk stjóm með veika stjómarand- stöðu á þeirri tíð. Hins vegar var rikisstjóm Steingríms Her- mannssonar ffá 1988 þingræðis- lega veik stjóm, hafði ekki form- lega meirihlutastöðu í neðri deild Alþingis. Hún var því upp á aðra en beina stuðningsmenn sína komin um ffamgang þingmála.' tyrátt fýrir þessa stöðu gengu þingstörf veturinn 1988-1989 áfallalaust, þannig að ríkisstjóm- in kom ffumvörpum sínum um efnahagsaðgerðir ffam án sér- stakra tafa. Það vom þessar að- gerðir sem lögðu grunninn að endurreisn efhahagslífsins. Einn- ig má rekja til þess tíma bætt samskipti stjómvalda og aðila vinnumarkaðarins, sem hafa þró- ast á jákvæðan hátt síðan. Reynslan af verðstöðvun og verðbólguhjöðnun fýrir tilstilli efhahagsaðgerðanna 1988-89 hefur orðið ráðamönnum þjóðar- innar, þ. á m. forystumönnum at- vinnulífs og hagsmunasamtaka launafólks, hvati til allsheijar- samkomulags um þróun kjara- mála og efhahagsmála. Stjómarsamstarfið sem stofiiað var til í september 1988, var styrkt ári síðar, þ.e. í september í fýrra, þegar þingmenn Borgara- flokksins gengu til liðs við ríkis- stjómina. Þótt sýna megi ffam á, að stjómarandstaða Sjálfstæðis- flokksins gerðist illvígari, a.m.k. óútreiknanlegri, eftir að fýrrver- andi Sjálfstæðisflokksmenn, Júlíus Sólnes og Óli Þ. Guð- bjartsson, urðu ráðherrar í ríkis- stjóm Steingríms Hermannsson- ar, hefur samstarfið við Borgara- flokksmenn gengið ágætlega og eltingaleikur sumra sjálfstæðis- manna við Júlíus hefur ekki gert annað en að opinbera málefhafá- tækt þeirra sem að slíku stóðu. Ef ferill núverandi stjómarsam- starfs er rakinn, minnst upphafs og orsaka þess og bent á helstu vörður á leið þess má auðveld- lega sjá, hver árangur hefhr orðið af þessu stjómarsamstarfi í tvö ár og hver megineinkenni stjómar- stefhunnar hafa verið. Hér verður því haldið ffam að aðalverkefhi ríkisstjómarinnar hafi verið að koma rekstri útflutningsatvinnu- veganna á réttan kjöl. Ríkis- stjómin hefur leyst það verkefni farsællega. Grundvöllinn lagði ríkisstjómin með efnahagsað- gerðum á fýrsta þingári sínu. Hitt er rétt að bætt markaðsskilyrði hafa styrkt stöðu útflutningsins stórlega á síðustu mánuðum og misserum, en sú endurreisn fjár- hagsstöðu og rekstrargetu sem efnahagsaðgerðir höfðu komið til leiðar, sá til þess að fýrirtækin vom í fullum færum til þess að nýta sér hinn utanaðkomandi efhahagsbata. Þess er sérstök ástæða til að minnast að efnahagsaðgerðir nú- verandi ríkisstjómar hafa verið endurreisnarstarf í þágu lands- byggðarinnar. Það liggur í því að sjávarútvegs- og útflutningsstarf- semi er einkennisatvinna lands- byggðaririnar. Kreppan í sjávar- útveginum 1987-1988 komharð- ast við landsbyggðina. Hún kom verst við atvinnufýrirtækin sem þar starfa að útflutningi beint og snerti með alvarlegum afleiðing- um atvinnuhagsmuni vinnandi fólks í sjávarplássum og hafði áhrif á þjónustu og viðskipti al- mennt á landsbyggðinni og af- komu sveitarfélaganna. Hafi ár- angur af verkum núverandi ríkis- stjómar einhvers staðar verið sýnilegur, þá var það í atvinnulífi sjávarútvegsstaða úti um land. Þjóðarsátt Hér verður aðaláhersla lögð á að benda á það meginhlutverk núverandi ríkisstjómar að reisa við útflutningsatvinnuvegina eft- ir áfollin fýrir 2-3 árum. Dómar manna um verk ríkisstjómarinn- ar hljóta fýrst og fremst að mið- ast við árangur aðgerða í því efhi. í því sambandi er ástæða til að endurtaka það sem áður hefur verið nefht, að samstarf ríkis- stjómarinnar við aðila vinnu-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.