Tíminn - 28.09.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.09.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Föstudagur 28. september 1990 Útlönd Persaflói: Mun skorta olíu í vetur? Vera má aö tveimur stórum arabískum olíuframleiðendum, sem aukið hafa framleiðslu sína eins og unnt er til að mæta olíutapinu frá írak og Kúvæt, takist ekki að anna aukinni eftirspum þegar vetr- ar. Þau ríki við Persaflóa sem enn framleiða olíu hafa nú náð hámarki framleiðslugetu sinnar og anna ekki eftir- Til að fullnægja eftirspurn eftir olíu juku Saúdí-Arabía og Sameinuðu arabísku furstadæmin olíufram- leiðslu sína um 2,5 milljónir tunna á dag með því að nýta framleiðslu- tæki sín til hins ýtrasta. En eftir- spurnin mun aukast þegar vetrar og mun þá enn breikka bilið milli fram- boðs og eftirspurnar. Olíuverð hefur nú þegar nær tvö- faldast eftir innrás íraka í Kúvæt hinn 2. ágúst sl. Þó svo að ríki við Persaflóa og önn- ur OPEC-ríki hafi aukið framleiðslu sína hefur þeim ekki tekist að vinna upp þær fjórar milljónir tunna á dag sem vantar frá írak og Kúvæt. Á seinasta fjórðungi þessa árs er talið að vanta muni tvær milljónir tunna frá OPEC-ríkjunum á dag til að unnt sé að anna eftirspurn. En líklega munu birgðir á Vesturlönd- um nægja til vetrarins. Hann sagði að aðildarríki Alþjóða orkueftirlitsins ættu að meðaltali birgðir til 100 daga, þar af væri þriðjungurinn í vörslu yfirvalda á hverjum stað. Alþjóða orkueftirlitið mun koma saman til fundar á morgun og hvetja aðildarríkin til að nýta birgðirnar og reyna að draga úr olíunotkun. Saúdí-Arabía og Sameinuðu arab- ísku furstadæmin framleiða nú olíu eins og þau mögulega geta, og ólík- legt er að meira geti komið þaðan í vetur. Sumir sérfræðingar halda því fram að vestrænn efnahagur muni kom- ast í gegnum síðasta fjórðung ársins með því að ganga verulega á olíu- birgðir. Aðrir segja að samdráttarað- gerðir, t.d. að lækka hámarkshraða, gætu stuðlað að minni notkun. Þau OPEC-ríki sem enn eru að framleiða — Saúdí-Arabía, Samein- uðu arabísku furstadæmin, íran og Qatar — munu líklega ná 10,7 tunn- um af olíu í dag í lok september og þar með sé hámarkinu náð. Þetta er undir 20% af þeirri olíuneyslu sem orkueftirlitið spáði að yrði á Vestur- löndum á síðasta fjórðungi ársins. Olíuverðið náði hámarki sínu í 10 spum. ár í þessari viku, rúmir 40 dalir tunnan, en lækkaði lítillega eftir að Bush Bandaríkjaforseti fyrirskipaði sölu fimm milljóna tunna af 590 af milljóna tunna birgðum ríkisins. Olíusérfræðingar við Persaflóa segja að framleiðsla Saudi-Arabíu sé nú að meðaltali 7,5 til 7,6 milljón tunnur á dag en var 5,8 milljónir í ágúst. Sameinuðu furstadæmin hafa aukið framleiðslu sína í 2,1 til 2,2 milljón tunnur, en framleiddu 1,6 milljónir í ágúst. íran og Qatar hafa náð framleiðsluhámarki sínu, íran með 3,2 milljónir og Qatar með 400.000 tunnur á dag. Fréttayfirlit NIKOSÍA — írakar hafa f ingjum stöður hjá því opin- mótmælaskyni við viðskipta- bera. bannið sagst munu draga úr matarskömmtun til þeirra JERUSALEM — ísraelar láta milljón útlendinga sem eru þær ásakanir í léttu rúmi liggja, strandaðir í írak og Kúvæt. að þeir séu reglubundið að refsa aröbum á herteknu svæðunum KAIRO — Persaflóadeilan og búa sig undir að eyða fleiri hefur vakið upp minningar um húsum á Gazasvæðinu. Þar var uppreisnarforingjann egypska Ísraelskur hermaður var drepínn Gamal Abdel Nasser 20 árum af palestfnskum flóttamönnum. eftir dauða hans og viðurkenn- ingu á tilraunum hans til að NEW YORK — Levy, utanrík- sameina araba. isráðherra ísraels, segir að Saddam Hussein sé ógn við um- ALSIR — Ahmed Ben Bella, heiminn svo lengi sem hann sé fyrsti forseti Alsír, sem sendur leiðtogi íraka, hvort sem hann var í útlegð 1965, hefur nú fer frá Kúvæt eður ei. snúið heim aftur. AUSTUR-BERLÍN - Þegar WASHINGTON — Ef Persa- aðeins eru nokkrir dagar í sam- flóadeilan leysist ekki kunna einingu þýsku ríkjanna er sagt, Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn og að yfir 1200 leynilögreglumenn Alþjóðabankinn að koma á fót kommúnista starfi enn eftirlits- sjóðum til að aðstoða þjóðir við laust f iðnfyrirtækjum og hjá því að standa af sér þær hækkanir á opinbera. oiíuverði sem hún hefur í för með sér. WASHINGTON - Vestræn ríki eru reiðubúin að taka á móti NÝJA DELI — Stúdentar Sovétríkjunum í efnahagsheild halda áfram að fremja sjálfs- sína og veita þeim inngöngu í Al- morð og efna til uppþota í þjóða gjaldeyrissjóðinn og Al- borgum Norður-Indlands og þjóðabankann. En mánuðir geta leiða hjá sér tilmæli Singh for- liðið þar til Sovétríkin ganga til sætisráðherra um að hætta að liðs við stofnanir sem þau áður mótmæla áætlunum hans um fyrirlitu sem undirstöður kapít- að veita réttlausum stéttleys- alismans. írakar eru hættir við að hengja vestræna diplómata Vestrænir sendiráðsmenn í Bagdað tilkynntu í gær, að írakar hefðu full- vissað þá um að þeir ættu ekki á hættu að vera hengdir fyrir að skjóta skjólshúsi yfir landa sína í sendiráð- unum. Fyrr í vikunni bárust sendiráðun- um orðsendingar þess efnis að starfsmenn þeirra ættu að gefa upp nöfn landa sinna í sendiráðunum og þeir minntir á að dauðarefsing lægi við því að fela útlendinga. írösk yfirvöld segja nú nýja til- kynningu vera í smíðum sem til- kynni sendiráðsmönnum að þeir séu ekki í lífshættu af þeirra hálfij. Upprunalega tilkynningin olli mik- illi reiði og James Baker ráðherra sagðist hafa lesið tilkynninguna, hún væri ruddaleg og hann mót- mælti henni harðlega. Tilkynningin, sem barst til sendi- ráðs Bandaríkjanna, var á þessa leið: „Hér með tilkynnist að sá, sem skýt- ur skjólshúsi yfir útlending í þeim tilgangi að fela hann eða hana fyrir yfirvöldum, hefur gerst sekur um njósnastarfsemi. Dauðadómur verður kveðinn upp yfir þeim einstaklingum sem sekir gerast um slíkan glæp. Utanríkisráðuneytið fer þess því á leit við sendiráðið að það gefi upp nöfn þeirra útlendinga, sem það hýsir, hvort sem þeir eru starfsmenn þess eða erlendra fyrirtækja í írak.“ Ekki er vitað hvort einhver sendi- ráð hlýddu þessum íyrirmælum. Eftir árásina á Kúvæt söfnuðu írak- ar saman útlendingum og komu þeim fyrir á hernaðarlega mikilvæg- um stöðum sem lifandi skjöldum gegn árásum. Hundruðum annarra útlendinga, sem ýmist störfuðu í ír- ak eða voru þar í viðskiptaerindum, hefur verið bannað að yfirgefa land- ið en eru frjálsir ferða sinna í Bag- dað. Óþekktur fjöldi útlendinga hefur leitað hælis í sendiráðum og á heim- ilum sendifulltrúa af ótta við að verða notaðir sem lifandi varnir. Sumir þessara útlendinga hafa til- kynnt sig til íraskra yfirvalda, aðrir greinilega ekki. Sendiráðsmenn segja að margir út- lendingar, sem hættu sér út fyrir yf- irráðasvæði sendiráða, hafi verið teknir og sendir burt, enginn veit hvert. Þar á meðal eru þrír Bandaríkja- menn, konur þeirra sóttu um leyfi til að fara úr landi, en var sagt að það fengist ekki nema eiginmenn þeirra fylgdu þeim til ráðuneytisins. Þeir hafa ekki sést síðan. Bandaríkin: Byssumaður tekur gisla á bar Maður, vopnaður nokkrum byss- um, réðst inn á krá í Berkeley í Kali- forníu í fyrrinótt og tók a.m.k. 25 manns í gíslingu. Kráin er mjög vin- sæl meðal háskólastúdenta sem sækja hana stíft. Byssumaðurinn skaut a.m.k. átta manns, þar af einn til bana. Maðurinn ruddist inn á krána upp úr miðnætti og hóf skothríð. Að sögn lögreglu lagði hann fram ýms- ar einkennilegar kröfur, sem ekki voru skilgreindar nánar. Lögregla lokaði strax götunni sem kráin er við og umkringdi staðinn. Nokkrir stúdentar sluppu út af kránni og að sögn þeirra kvartaði maðurinn hástöfum yfir fyrri með- ferð lögreglu á sér og krafðist þess að fá að tala við yfirmann lögregl- unnar í San Francisco. Þegar síðast var vitað áleit lögregla að 15 til 20 manns væru enn í gísl- ingu. Brussel: Aðför að NATO-herforingia mistekst Tilraun til að ræna eða myrða banda- rískan herforingja í höfiiðstöðvum NATO í Brússel mistókst. Þrír menn brutust inn í íbúð hans en gripu í tómt því hershöfðinginn hafði brugðið sér í frí. Tálsmenn NATO neituðu að ræða þær ástæður, sem fyrir þessu kynnu að vera, eða hvort innbrotið tengdist Persaflóadeilunni að einhverju leyti. John Douglas hershöfðingi hafði ver- ið í Brússel í síðustu viku en hafði tek- ið sér frí og ætlaði líklega að vera í burtu fram yfir helgi. Hann er einnar stjömu herforingi og starfar við her- málaráð NATO og hefur því aðgang að helstu vamarleyndarmálum vest- rænna ríkja. Talsmaður bandaríska sendiráðsins í Belgíu vildi aðeins segja að atburðir hefðu átt sér stað í íbúð háttsetts her- foringja hjá NATO hinn 25. september. En annar heimildarmaður hélt því fram að þetta hefði verið tilraun til að ræna herforingjanum eða myrða hann, ekki væri vitað hvort heldur væn. Þetta mun vera alvarlegasta tilræði við háttsettan yfimann hjá NATO frá því Alexander Haig, bandarískur her- foringi, slapp lifandi úr sprengjuárás árið 1979. Belgísk sjónvarpsstöð skýrði frá því á miðvikudaginn að einn tilræðismann- anna hefði verið klæddur lögreglu- búningi þegar þeir réðust inn í hús herforingjans. Einn þeirra var í stöðugu sambandi við samstarfsaðila fyrir utan, sem ekki er vitað hvað vom margir, með talstöð. Árásarmennimir slógu aðstoðarmann herforingjans í rot þegar hann sagði þeim að herforinginn væri fjarverandi. Aðstoðarmaðurinn, John Ferrymore liðþjálfi, var fluttur á sjúkrahús eftir að vinir herforingjans fúndu hann bund- inn og keflaðan á þriðjudagskvöldið. Hann mun hafa fengið lost og var ófær um að gefa ítarlegar upplýsingar um málið. Belgíska lögreglan kvaðst engar upp- lýsingar hafa um mál þetta, en sendi- ráð Bandaríkjanna gaf þær upplýsing- ar að bandarísk og belgísk heryfirvöld myndu rannsaka málið. Sendiherrar NATO-ríkjanna 16 munu koma saman til fundar nk. miðviku- dag til að ræða hertar öryggisaðgerðir vegna aukinnar hættu á hryðjuverk- um vegna Persaflóadeilunnar. írakar hafa hótað að ráðast á Bandaríkja- menn hvar sem er vegna hemaðar- uppbyggingar þeirra við Persaflóa og palestínskir öfgahópar hafa hótað því sama.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.