Tíminn - 28.09.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 28.09.1990, Blaðsíða 5
Föstudagur 28. september 1990 Tíminn 5 Félagsmálaráðherra á 14. landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga: MJOG BRYNT AÐ JAFNA UPPHITUNARKOSTNAÐ „Það stórfellda misrétti, sem í því felst að íbúar sumra sveitarfé- laga þurfa að greiða margfalt hærri upphitunarkostnað en algeng- ast er, er gjörsamlega óviðunandi. Þetta misrétti nær ekki eingöngu til einstaklinga og fjölskyldna heldur einnig til sveitarfélaga sem flest þurfa að standa straum af rekstri margs konar sameiginlegs húsnæðis í þágu sinna íbúa. Ég mun leggja áherslu á að ríkisvaldið beiti sér fyrir aðgerðum til að jafna húshitunarkostnað. Ég trúi ekki öðru en að íbúar þeirra sveitarfélaga, sem búa við skaplegan húshit- unarkostnað, vilji stuðla að því að afnema það misrétti sem allt of lengi hefur viðgengist í þessu efni.“ Þetta sagði Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra við setningu 14. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga, en það hófst í Reykja- vík í gær. Ráðherra kom víða við í ræðu sinni. Hún sagði að á komandi þingi myndi hún leggja fram frum- varp um félagsþjónustu sveitarfé- laga, en þetta mun vera fyrsti vísir að heilstæðri félagsmálalöggjöf á ís- landi. Jóhanna sagði brýnt að þetta frumvarp yrði að lögum, en eldri lög sem snerta þennan málaflokk eru orðin úrelt. í því sambandi nefndi ráðherrann framfærslulögin frá ár- inu 1947. í gær var á þinginu fjallað vítt og breitt um hlutverk sveitarstjórnar- manna. Flutt var erindi um um- hverfismál og sveitarfélög, en mörg mjög stór verkefni í umhverfismál- um bíða sveitarfélaganna og telja margir að sveitarstjórnirnar ráði ekki við þau ein og óstudd. Stærstu verkefni á þessu sviði er frágangur á skolpræsum og bygging sorpeyð- ingastöðva. Þá var í gær rætt um fjármál sveitarfélaga. í dag lýkur þinginu en þá verður rætt um helstu stjórntæki sveitarfé- laga, Steingrímur J. Sigfússon sam- gönguráðherra fjallar um samgöng- Frá 14. landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Magnús L Sveinsson forseti borgarstjómar Reykjavikur er í ræðustóli. Sigurgeir Sigurðsson formaður stjómar sambandsins er til vinstri á myndinni. Timamyrxi Pjetur ur og jafnvægi í byggð landsins og Davíð Oddsson borgarstjóri ræðir um verkefni, þjónustu og fjármál sveitarfélaga næsta áratuginn. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga er haldið fjórða hvert ár að loknum sveitarstjórnarkosn- ingum. Rétt til setu á þinginu eiga fulltrúar allra sveitarfélaga landsins, en þau eru 204, 30 bæir og 174 hreppar. Talið er að um 300 manns sitji þingið að þessu sinni. Á morg- un verður sambandinu kosin ný stjórn, en núverandi formaður er Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri á Seltjarnarnesi. Þá verða og afgreidd- ar lagabreytingatillögur, en eins og kunnugt er urðu miklar deilur um túlkun laga sambandsins í tengslum við ráðningu nýs framkvæmdastjóra sambandsins. Stefnt er að því að setja í lög ótvíræð ákvæði um setu- rétt í stjórn sambandsins. -EÓ Málverkasýningu Þóru aö Ijúka Málverkasýningu Þóru Sigurjóns- dóttur í Eden í Hveragerði, sem opn- uð var 18. september, lýkur sunnu- daginn 30. september n.k. Um fjöru- tíu myndir eru á sýningunni, flestar nýlega málaðar með akrýl, olíu, pa- stel og vatnslitum. Sumar þessara mynda eru málaðar á gluggavið og grjót. Þetta er þriðja einkasýning Þóru, en auk þess hefur hún tekið þátt í samsýningum. Þóra Sigur- jónsdóttir er með Iistaverkagallerí heima á Lækjarbakka. Þangað hafa margir, sem leið eiga um þjóðveginn upp með sjónum frá Stokkseyri, lagt leið sína í sumar. -Stjas. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn: Sovétríkin gestur Ársfundir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Alþjóðabankans og systurstofnana hans eru haldnir í Washington dag- ana 25.-27. september og lýkur þeim á morgun. Fundina sækja af íslands hálfu Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra, Jó- hannes Nordal seðlabankastjóri og Ingimundur Friðriksson forstöðu- maður alþjóðadeildar Seðlabankans. Auk þeirra sitja fundina þeir Már Guðmundsson efnahagsráðunautur fjármálaráðherra, Finnur Svein- björnsson hagfræðingur í Iðnaðar- ráðuneytinu, Sigurgeir Jónsson for- stjóri Lánasýslu ríkisins, Jónas Har- alz fulltrúi Norðurlandanna í banka- stjórn Alþjóðabankans og Indriði H. Þorláksson varafulltrúi Norðurland- anna í sjóðstjórn Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins. Aðildarríki Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins og Alþjóðabankans eru nú orðin 154 að tölu og voru sambandsríki Tékka og Slóvaka, Búlgaría og Namibía boðin velkomin í hópinn á ársfundunum. Fyrir liggja umsóknir um aðild frá Mongólíu og Sviss. Sov- étríkjunum var sérstaklega boðið að senda áheyrnarfulltrúa á ársfundina en þess er vænst að þau sæki um að- ild að þessum alþjóðastofnunum í náinni framtíð. Starfsmannabreyt- ingar hjá íþrótta- sambandi fatlaðra Markús Einarsson, útbreiðslu- og fræðslufulltrúi hjá íþróttasambandi fatlaðra, hefur sagt upp störfum hjá sambandinu eftir 10 ára starf, og hafið nám við íþróttaháskólann í Ósló. Þá hefur framkvæmdastjóri sambandsins í hálfu starfi, Ólafur Magnússon, fengið eins árs orlof frá störfum og stundar nú nám við íþróttaháskólann í Kaupmanna- höfn. Stjórn ÍF hefur ráðið Önnu Karólínu Vilhjálmsdóttur til starfa í stað Markúsar, en hún mun einnig gegna starfi framkvæmdastjóra í fjarveru Ólafs. (Fréttatilkynning.) Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Anna Kristine Magnúsdóttir Björg Eva Erlendsdóttir Fólki fækkar á Pressunni Þremur blaðamönnum og einum ljósmyndara á Pressunni hefur ver- ið sagt upp störfum frá og með mánaðamótunum september-októ- ber. Blaðamennirnir heita Anna Kristine Magnúsdóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Björg Eva Er- lendsdóttir en Ijósmyndarinn heitir Einar Ólason. Alþýðubandalagið á Suðuriandi Opinn fundur um málefni garðyrkjunnar Alþýðubandalagið á Suðurlandi boðar til opins fundar um málefni garðyrkjunnar í Aratungu þriðjudaginn 2. október kl. 21.00 Frummælendur verða: Hjördís B. Ásgeirsdóttir. Kjartan Ólafsson. Magnús Ágústsson. Steingrímur J. Sigfússon. Öm Einarsson. Fundarstjórí: Margrét Frímannsdóttir ' Allirvelkomnir. Aiþýðubandalagið á Suðuríandi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.