Tíminn - 27.10.1990, Side 5
12 Tíminn
Föstudagur 26. október 1990
Föstudagur 26. október 1990
Tíminn 13
RIÐRIK er maður nefndur Sigurðsson bónda
á Ytri-Reistará í Möðruvallasókn við Eyjafjörð.
Friðrik gekk í Möðruvallaskóla og hlaut ágæt-
iseinkunn. Fór síðan í Reykjavíkurskóla, en smitaðist
þar af berklum, sem þar voru landlægir, og andaðist
ungur árið 1903. Á námsárum sínum hóf hann að
safna ýmsum þjóðlegum fróðleik og rita niður, t.d.
ættartölur og rúnir, þ.á m. galdrarúnir með teikning-
um, enda var hann í skóla kallaður Galdra- Friðrik. í
fórum hans fannst m.a. fróðleg og skemmtileg ætt-
fræðiritgerð eftir Pétur Zóphóníasson. Pétur skrifar á
þessa leið:
,/Ettfræði og ættartölur mætti heita máttarstoðir
sögu íslands bæði að fornu og nýju; en þekking á sögu
landsins í heild sinni, sem styðst eigi við ættvísina,
verður aldrei annað en hálfgerð botnleysa, sem lítið
vit og gagn er í. Einmitt á þeim tíma þegar ættfræðis-
ritan lá í dái hér hvíldi hið svartasta myrkur yfir sög-
unni, og er það eðlilegt, því þó að aðalsættir væru fá-
ar á íslandi voru þó allar ríkari ættir aðalsættir í óeig-
inlegum skilningi svo að fyrirfram eftir var fslands-
saga einungis saga einstakra frumætta, þeirra er réðu
mestu. Höfuðból ættanna gengu í erfðir í karllegg svo
öldum skifti. Stórættirnar giptust saman til þess að
auka veldi sitt og verða sterkari. Hinir fornu íslensku
sagnritarar tóku fljótt eptir því hve merkileg fræði-
grein ættfræðin er og hve mikið hún hjálpar mönn-
um til að átta sig á sögunni enda eru ættartölurnar
eitt af því fyrsta, er menn hafa sögur af að fært væri í
letur. Eftir að söguritunin hófst magnaðist ættvísin
svo hún var eins og leiðarljós og verða menn oft að
reikna tímatalið út eftir aldri manna og ættliðanna.
Áður en Island byggðist hefur ættartölufræði verið
stunduð í Noregi, því það er ekki nóg með það að við
íslendingar getum rakið ættir til landnámsmanna,
heldur og upp í gráa forneskju til hersa, höfðingja og
konunga í Noregi. Sama virðist og eiga sér stað um þá
sem koma vestan um haf, t.d. frá íslandi.
; / NOREGI týndu menn niður ættartölufræðinni
/ eins og öðrum fróðleik, en á íslandi geymdust
ættartöiurnar kynslóð frá kynslóð og einn lærði
af öðrum. Á dögum Ara fróða hafa þannig verið uppi
margir ættfróðir menn. Hallur Þórarinsson í Hauka-
dal var maður stórvitur og minnugur. Teitur fóstbróð-
ir Ara var sá maður er hann kunni spakastan, og
margan fróðleik nam hann af honum, er hann ritaði
síðan. Þorkell mundi langt fram, Þuríður margspök,
og eftir Oddi Kolssyni ritaði Ari konungaæfi, en Odd-
ur nam af Þorgeiri afráðskoll. Sæmundur fróði var
hverjum manni betur heima í ættartölufræði, og
skoðuðu samtímamenn hans hann sem hið öruggasta
bjarg í sagnfræði. Þannig mætti lengi telja. Svo virð-
ist sem Sæmundur hafi látið kenna niðjum sínum
ættfræði, því höfundur Noregskonungatals segist
hafa einasta svá æfi þeirra sem Sæmundur sagði hinn
fróði.
NORRI STURLUSON segir með berum orðum
að sér hafí verið kennd ættfræði. Svo var ætt-
fræðin sterk að allar sögur byrja með ættfræði,
og sýnir það best hvað söguritararnir hafa haft glöggt
auga fyrir því að leiða menn inn í efnið og sýna af-
stöðu hvers manns í sögunni.
Á miðri 14. öld fór ættartölufræðinni að hnigna, en
aftur rétti hún við fyrst á 16. öld og koma þá í ljós
margir ættfræðingar og eru þessir helstir: Magnús
prúði sýslumaður í Ögri d. 1591, Oddur biskup Ein-
arsson d. 1630, Þorsteinn Magnússon sýslumaður d.
1656 og Ketill Jörundsson próf. í Hvammi d. 1670.
Þar á eftir koma margir ættfræðingar s.s. séra Guð-
brandur Jónsson í Vatnsfirði. Það mætti telja hér upp
marga ættfræðinga er hafa gjört landinu mikið gagn
með því að vinna að ættfræði.
Alþing fór hér um árið að sýna rögg í sér og veita
styrk til ættfræðistarfa Bjarna Guðmundssyni, en
botninn datt úr því öllu saman, og nú kvað vera kom-
ið svo að þingmönnum kvað fátt vera ver gert en að
minnst sé á ættfræði. Ekkert á að gefa út nema tómar
alþýðubækur svo nefndar og yrðu það dáyndis lagleg-
ar bókmenntir, þótt slíkt sé gott með öðru góðu. Það
er jafn einstrengislegt og bjánalegt að varpa öllum
fróðleik fyrir borð eins og að vilja að engin alþýðubók
væri gefin út, eða ættfræðibók. Það væri líka hálf fá-
kænskulegt að vilja varpa þeim fróðleik fyrir borð sem
margir hinir bestu íslendingar fyrr og síðar hafa látið
sér mjög annt um, og það einmitt á þeim tíma þegar
aðrar þjóðir eru að stofna félög til þess að endurvekja
þessa fræðigrein. Það væri eflaust hagfeldt til að halda
við þessari fræðigrein hér á íslandi að t.a.m. hjón út-
veguðu sér ættartölu sína og rituðu þar í nöfn barna
sinna jafnóðum og svo niðja þeirra þegar fram liðu
stundir, hver af öðrum, myndi þá reka að því að hver
kynni sína ætt. Það eru einkum tvö atriði merkileg á
íslenskri ættfræði og er það fyrra útlendar ættir þær
er blandast hafa íslenskum og orðið innlendar. Fer
fyrst að bera á því að marki um og eftir 1500. Hér er
alltof lítið pláss til að rekja þær eða telja þær allar
upp, en þær helstu Gottskálks biskups og Hannesar
hirðstjóra; eru þær elstar og báðar merkar.
EÐ SIÐASKIFTUNUM koma út bræður
tveir jóskir að ætt, og er af þeim mikill ætt-
bálkur kominn. Dorothea hin þýska átti og
Árna sýslumann Oddsson, og er þaðan margt fólk
komið. Lýðsættin frá Hamborg, Manasættin frá Hol-
—-•5-SSS5"'
w«ö009t o*
landi, Hafsteinsættin dönsk og eins Schevingsættin.
Zoégaættin ítölsk.
Nú á þessari öld hafa verið allmargir ættfræðingar og
eru þessir helstir: Magnús sýslumaður Ketilsson d.
1803, Espólín sýslumaður d. 1836, Ólafur Snóksdal d.
1843, Steingrímur biskup d. 1845, Bogi Benedikts-
son, Daði Níelsson d. 1857, Jón Pétursson d. 1895,
Gísli Konráðsson d. 1877, Bjarni Guðnason d. 1892.
Af núlifandi mönnum (um aldamótin 1900) eru þess-
ir helstir: Hannes ritstjóri Þorsteinsson og Jón Þor-
kelsson dr. yngri. Einnig eru þeir talsverðir ættfræð-
ingar Jón Borgfirðingur, Jakob á Húsavík og Friðrik á
Skála. Við ættum nú að fara að leggja meiri stund á
ættartölufræðina en við höfum gjört hingað til.
Leggjum stund á ættartölufræðina sem uppheldur
sögunni og er okkur til sóma.“
ANNIG RITAR Pétur Zóphóníasson um eða
fyrir aldamótin 1900. Var erindið e.t.v. líka
flutt í Reykjavíkurskóla? Pétur gerðist mikill
ættfræðingur og hefur skrifað merk ættfræðirit.
Margir ættfræðingar koma fram á okkar öld og ætt-
fræðin blómgast á ýmsan veg. Áhugi á ættfræði hefúr
mjög aukist. Ýmsar útlendar og hálfútlendar ættir
hafa bæst og bætast í hópinn síðan Pétur skrifaði rit-
gerð sína, t.d. Schiöthættin, Ryelsættin o.fl. danskar
ættir á Akureyri, Zimsenarnir, Thorsararnir o.fl., o.fl.
Norskar ættir eystra t.d. Wathneættin gamalgróin á
Seyðisfirði, franskar ættir eystra o.s.frv. Fyrr á öldum
„bronsuðu11 ýmsir meiri háttar menn íslenskir nöfn
sín til að tolla í tískunni. Dæmi Stephensen, Thorar-
ensen, Thoroddsen, Thorlacius o.s.frv. „Fisher, Bryde
og Thomsen tefur templara lýð og Bensi Þór“ var
kveðið á mínum unglingsárum. Þetta voru menn út-
lenskra ætta, nema Bensi Þór. Margar ættagusur úr
INGOLFUR
DAVÍÐSSON
enska heiminum bárust hingað á stríðsárunum. Og í
seinni tíð hefur fólk frá Indía- og Arabalöndum látið á
sér kræla. Hingað til hefur þetta allt runnið saman
árekstralítið.
LL ERUM VIÐ árangur af ættanna kynlega
I blandi. Hugsum kannski ekki mikið um það að
S jafnaði, og þó. Sumum er það mikið áhugamál
að rekja ættir og leggja ómælda vinnu í það. Man ég
það, að þegar gestir komu heima, og það var oft,
sleppti mamma þeim ekki fyrr en hún hafði fræðst
um ættir þeirra. Hún var stálminnug, en ritaði held
ég ekkert niður hjá sér. Ég hafði þá engan áhuga á
ættfræðum, því miður. Hugsaði meira um ættir
blóma en manna.
Sagt er að áhugi á ættfræði aukist oft með aldrinum.
Aldraðir vilja vita af hvaða rótum þeir eru runnir.
Minnast þess einnig „að fjórðungi bregður til fóst-
urs“. Hæfileikar meðfæddir þurfa viss kjör til að
þroskast og njóta sín.
ogkonuhans
Margrethe Andreu Höfter
H