Tíminn - 27.10.1990, Page 6

Tíminn - 27.10.1990, Page 6
14 HELGIN Laugardagur 27. október 1990 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL Ofbeldismaður sat fyrir lióshærðum stúlkum Það er fremur drungalegt í London í febrúar. Sjaldan sér til sólar, himinninn er blýgrár og svöl úðarigningin smýgur jafnvel undir stærstu regnhlífar. Leiðindaveðrið hafði engin áhrif á fallegu, leggjalöngu ljóskuna sem var á hraðferð frá listaverkasölunni þar sem hún starfaði og heim til sín í úthverfið St. Johns Wood. Hún hlakkaði til að fara í heitt bað og þægilegri fÖt. Janie Shepherd var 24 ára, fædd í Ástralíu og erfingi mikilla auðæfa. Hún var glaðlynd og hafði lag á að lýsa upp leiðinlegustu daga fyrir þeim sem umgengust hana. Að vísu var hún svolítið dekruð, en því ekki það? Hún var lífleg, greind og falleg og öllum líkaði vel við hana sem kynntust henni. Rigningin og kuldinn þann 4. febrúar 1977 höfðu eins og áður segir ekki minnstu áhrif á hana. Hún ætlaði að eyða helginni með einkavini sínum í íbúð hans í Chelsea þar sem þau sætu við arin- eldinn yfir léttum málsverði og góðu víni, ræddu framtíðina og létu heiminn úti um áhyggjur og kulda. Hún var orðin sein fyrir klukkan hálfníu þegar hún hljóp út frá sér, klædd brúnum stígvélum, galla- buxum, skíðapeysu með hreindýra- mynstri og köflóttri skyrtu innan undir. Hún hljóp út að dökkbláa Mini-bflnum sínum. Leiðin gegnum vestanverða Lond- on er ekki löng og Janie var vön að aka hana. Hún stansaði og tók bensín við Bayswater Road en ók síðan að stórmarkaði við Queens- way til að kaupa hráefni í kvöld- verðinn, silung, grænt salat, ost, tómata og vínflösku. Hún fleygði plastpokanum í aftursæti bílsins, stakk kassakvittuninni í hanska- hólfið og bjóst til að aka af stað. Eftir nokkrar mínútur yrði hún komin á ákvörðunarstað handan við Kensingtongarðinn. Stefnan var nánast beint í suður. Örlögin höguðu því þó þannig að óheppnin var í för með Janie þetta föstudagskvöld. Það sem beið hennar nokkrum sekúndum seinna var brottnám, nauðgun, misþyrmingar og loks dauðinn. Janie var fædd í Melbourne og var af einni virtustu fjölskyldu lands- ins. Faðir hennar átti eitt stærsta vélsmiðjufyrirtækið þar. Janie hafði ferðast um nær allan heim frá barnsaldri og var vel hagvön í Englandi þar sem hún bjó hjá ætt- ingjum. Arið 1975 fór hún til London til að leita sér að vinnu. Eftir viðdvöl í háskóla ákvað hún að standa á eig- in fótum. Hún var mikill listunn- andi, naut þess að elda og borða góðan mat, var opinská, glaðlynd og átti marga vini. Stúlka og bíll hurfu Janie skrifaði foreldrum sínum og yngri systur reglulega. Fjölskyldan kom til London til að eyða með henni jólunum 1976 og síðan fór Janie með þeim í ferð til Frakk- lands áður en hver sneri til síns heima. Vinurinn, sem Janie ætlaði að heimsækja þetta örlagaríka febrú- arkvöld, fór að fá áhyggjur þegar hún var ekki komin klukkan rúm- lega níu. Hann hringdi heim til hennar og var sagt að hún hefði farið fyrir meira en hálftíma. Nokkrum mínútum síðar hringdi hann aftur en Janie hafði ekki komið heim. Hún væri áreiðanlega rétt ókomin til hans. Þegar hér var komið sögu hafði pilturinn fengið verulegar áhyggjur. Hann hringdi á sjúkrabílastöðvar og loks til lög- reglunnar en engin stúlka sem gat verið Janie hafði orðið fyrir slysi. Lögreglumenn urðu kvíðnir líka og leitin að Janie var hert fram eft- ir nóttu og næsta dag. Ættingjar og vinir vissu alveg hvaða leið hún hafði ætlað og voru mjög hjálpleg- ir við leitina. Gat verið að Janie hefði verið rænt vegna lausnargjalds? Sú tilgáta stóðst ekki því enginn skrifaði eða hringdi til að krefjast neins. Annað var öllu kvíðvænlegra: Janie hafði þegar borgað umtals- verða upphæð inn á nýjan bíl og dökkblái Mini-bíllinn var því til sölu. Á honum var spjald sem á stóð „Til sölu“ og hún hélt honum hreinum og fáguðum ef einhver skyldi hafa áhuga. Fyrir kom líka að hún leyfði hugsanlegum kaup- endum að aka bílnum. Agnúinn á þessu var sá, þótt Janie vissi það kannski ekki, vissi lög- reglan það, að vændiskonur í þeim borgarhluta sem Janie ók gegnum þetta kvöld sem oftar höfðu líka spjöld á sínum bílum. „Til sölu“ í þeim tilvikum var hins vegar blíða kvennanna en ekki bílar þeirra til sölu. Nú óttaðist lögreglan að Janie kynni þarna að hafa lent á ein- hverjum náunga sem misskildi spjaldið. Vinur Janie náði sambandi við for- eldra og systur hennar þar sem þau höfðu haft viðkomu í Teheran á leið aftur til Ástralíu eftir jólahald- ið. Móðir hennar fékk far með fyrstu flugvél til baka en hin komu með þeirri næstu. Helgin leið og leitarsvæðið var sí- fellt stækkað og náði loks út fyrir borgina. Staðfest var að blái bíllinn hefði sést um eittleytið á laugar- dagsnóttina, fjórum stundum eftir að Janie keypti matinn. Raunar stóð bíllinn allan tímann við Elgin Crescent, allmiklu vestan við áætl- aða akstursleið Janie yfir garðinn til Chelsea. Enginn þar veitti honum sérstaka athygli þá. Hluti Notting Hill og Paddington hverfanna eru fátækra- hverfi þar sem glæpir og ofbeldi eru daglegt brauð í hreysunum. Ummerki bentu til hins versta Það var ekki fyrr en þriðjudaginn 8. febrúar að skóladrengur sagði lögreglunni frá bílnum. Þá voru komnir á hann tveir sektarmiðar því honum var lagt við gula línu. Að innan sem utan var bíllinn eins og honum hefði verið ekið gegnum frumskóg í úrhellisrigningu. Hann var blautur og rispaður. Af stöð- unni í bensíngeyminum var ljóst að honum hafði verið ekið yfir 200 km leið. Fréttir berast ekki hratt út í Nott- ing Hill og því tók nokkurn tíma að komast að því að matvælin sem Janie keypti höfðu legið á víð og dreif um garða við Elgin Road. Þar fannst líka beittur hnífur en engin fingraför voru á honum. Tvær rifur á tauþaki bílsins ollu því að reynd- ir rannsóknarlögreglumenn óttuð- ust hið versta. Þegar farið var að rannsaka bílinn að innan lék enginn vafi á hvað þar hafði gerst. Mikil átök höfðu átt sér stað og endað með nauðgun. Sætin voru með hnífstungum, blóð- og sæðisblettum, þar voru brotnar neglur og eitt, stutt, hrokkið hár. Janie Shepherd hafði verið með dökkhærðum, hrokkinhærðum manni í bílnum en hvar var hún núna? Kassakvittunin og bensín- nótan voru í hanskahólfinu ásamt veski Janie en í það vantaði 40 pund í seðlum og greiðslukort. Þjófurinn reyndi aldrei að nota kortið. Einnig vantaði hreint sængurver sem Janie hafði sótt í þvottahús fyrr um daginn og strigatösku með fötum og öðru sem hún þarfnaðist yfir helgi. Brúnu stfgvélin voru hins vegar í bilnum. Lögreglan kallaði til tæknimenn til að fara vandlega yfir bílinn og þeir fundu tætlur af strigatöskunni vafðar utan um drifskaftið. Einnig var Ijóst að bíllinn hafði verið lát- inn spóla heil ósköp í ófærð. Með- an leitað var að fingraförum voru kallaðir til sérfræðingar til að rannsaka óhreinindin. í þeim fund- ust leifar eikarlaufa og hafþyrnis en þær jurtir vaxa í miklum mæli í og utan við norðvestanverða borg- ina, á svæði sem nær yfir sex um- dæmi. Þar hlaut bíllinn að hafa verið á þeim fjórum klukkustund- um sem ekki var vitað um ferðir hans. Nú var leitin hert til muna og fengnir sporhundar. í fyrsta sinn í sögunni var nú með í för hundur sem sérstaklega var þjálfaður til að finna lík sem voru í grunnum gröf- um eða falin til bráðabirgða. Þyrlur sveimuðu uppi yfir með innrauðar myndavélar til aðstoðar hundum og mönnum. Myndavélarnar nema hitabreytingar í jarðvegi þar sem lík er grafið. Gengið var fyrir hvers manns dyr og rætt við meira en 6.000 manns á svæðinu en engar upplýsingar fengust. Seinna kom í ljós að að minnsta kosti ein manneskja gerði sitt besta til að hindra rannsókn máls- Flestar sluppu lifandi úr klóm hans eftir misþyrm- ingar en eina myrti hann. Nær 13 ár líðu án þess að hægt væri að sanna ódæðið á hann. Þá kom hann upp um sig sjálfur. ins ... með því að hjálpa morðingj- anum; Líkið illa útleikið Föstudaginn 22. febrúar bað Harry Mooney lögregluforingi al- menning að hjálpa til við leitina að ljóshærðu stúlkunni á bláa Mini- bílnum og manninum sem nú var talið að hefði myrt hana. Hann lýsti morðingjanum sem fljótfærnum og þess vegna næðist hann að lík- indum en það yrði að gerast áður en hann fremdi annan glæp. —Við leitum að stórhættulegum og villimannlegum morðingja, sagði Mooney við fréttamenn. —Við höfum ekki tímann fyrir okkur. Það verður að finna mann- inn og engin kona er óhult á göt- um úti meðan svona skepna geng- ur laus. Eitt það kaldhæðnislegasta var að foreldrar Janie sem leituðu ásamt öðrum héldu sig einkum á svæði örskammt þar frá sem líkið fannst loks. Páskaleyfin runnu upp í skól- um og skóladrengir í Hertfordshire hlupu út í náttúruna til að njóta frelsisins. Mánudaginn 18. apríl voru tveir þeirra að stytta sér leið yfir kjarri vaxið, óbyggt svæði milli St. Álbans og Wheathampstead, skammt frá þorpinu Tring. Þeir gengu eftir mjóum stíg og ýttu greinum frá andliti sínu með höndunum í hálfmyrkrinu. Á ein- um stað greindu þeir eitthvert hrúgald á stígnum. Þegar þeir komu nær héldu þeir í fyrstu að þetta væri plastgína sem einhver hefði fleygt. Yfirvöld höfðu grafið skurði inn í stíga á svæðinu til að hindra bí- laumferð um þá en þó gat lítill bíll hæglega smeygt sér eftir stígum sem ætlaðir voru til hjólreiða. Drengirnir voru hálfsmeykir en þó forvitnir og færðu sig nær til að athuga hvað það raunverulega væri sem lá hálfhulið undir þunnu lagi visinna laufblaða. Nokkrum skelfi- legum sekúndum síðar hlupu þeir burt til að sækja hjálp. Janie Shep- herd var fundin. Lík hennar lá á hliðinni með hnén uppi undir höku. Hendur og fætur var bundið með ræmum úr týnda sængurverinu. Vitað var að hanni hafði verið nauðgað og líkaminn var auk þess allur í marblettum og áverkum eftir beittan hníf. Einnig sáust merki um höfuðhögg. Háls- inn hafði einnig verið brotinn á óvenjulegan hátt. Janie var ekki í þeim fötum sem hún hafði farið í að heiman, heldur sumu af því sem hún hafði haft í strigatöskunni. Hin fötin fundust aldrei. Krufningalæknirinn sagði að banameinið væri hálsbrotið sem orsakaðist af snöggum hrýstingi vinstra megin frá, þannig að bein brotnuðu og fórnarlambið kafnaði. Þetta hefði verið hægt með því að berja með krepptum hnefa á stað- inn af miklu afli. Átti söluspjaldið sökina? Þótt morðinginn hefði tekið pen- ingana og greiðslukortið skildi hann verðmikla skartgripi Janie eftir á líkinu. Líklega hefur hann vitað að auðvelt væri að rekja slíkt ef reynt yrði að koma því í verð. Þetta benti til að morðinginn væri einkar slægur.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.