Tíminn - 15.12.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.12.1990, Blaðsíða 2
12 HELGIN Laugardagur 15. desember 1990 e LANDSVIRKJUN Útboð Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í smíði stálhluta í undirstöður, stagfestur o.fl. vegna byggingar 220 kV Búrfellslínu 3 (Sandskeið — Hamranes) í samræmi við útboðsgögn BFL-12. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkj- unar að Háaleitisbraut 68, Reykjavík, frá og með fimmtudeginum 13. desember 1990 gegn óaftur- kræfu gjaldi að upphæð kr. 2000,-. Smíða skal úr ca. 50 tonnum af stáli, sem Lands- virkjun leggur til. Hluta stálsins skal heitgalvan- húða eftir smíði. Verklok eru 15. febrúar, 1. mars og 1. apríl 1991. Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, eigi síðar en föstudaginn 28. desember 1990 fyrir kl. 12:00, en tilboðin verða opnuð þar þann dag kl. 13:30 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Reykjavík, 10. desember 1990. VETRARHJÓLBARÐAR Nýir fólksbílahjólbarðar HANKOOK frá Kóreu Mjög lágt verð 145R12 kr. 3.180,- 155R12 — 3.280,- 135R13 — 3.180,- 145R13 — 3.340,- 155R13 — 3.540,- 165R13 — 3.660,- 175/70R13 — 3.980,- 185/70R13 — 4.260,- 175R14 — 4.250,- 185R14 — 4.760,- 185/70R14 — 4.740,- 195/70R14 — 5.200,- 165R15 - 4.170,- Geriö kjarakaup Sendum um allt land Barðinn h.f., Skútuvogi 2 Sími: 91-30501 og 91-84844 í afskekktinni eftir Guðmund Halldórsson frá Bergsstöðum. Verð aðeins kr. 2.250. Þessi nýja skáldsaga Guð- mundar Halldórssonar frá Bergsstöðum gerist á heiðar- býli í byrjun fyrra stríðs. Aðal- persónur sögunnar eru hjón sem strita hörðum höndum fyrir lifsbjörg sinni og barna sinna, en hrekkur þó ekki til. Ömegð vex og skuldir hlaðast upp. Hreppsnefndin er sem á nálum um að fá þau á sveitina með alla ómegðina. Talið er að svipaðir atburðir og lýst er í þessari nýju skáldsögu Guð- mundar frá Bergsstöðum hafi gerst vítt og breitt um landið í tíð þeirra sem nú eru á efstu - árum. Bókaútgáfan Hildur Stapi í Tungusveit í nærsviði Stapavatn, fjær Héraðsvötn. I baksýn SólheimaQall. (Ljósm. Haukur Hannesson) Jón á Stapa Jón farinn að grípa í orfið sitt. Ámi Jónsson sendi landlækni árs- skýrslu, dagsetta í Glæsibæ 15. janúar 1892. Hann getur þar íyrst af öllu að- gerðarinnar í Stapa, en sleppir þó hlutdeild Guðmundar Hannessonar, kannski vegna þess að Guðmundur hafði ekki enn neitt lækningaleyfi. „Af óperationum má einkum nefna“, skrifarÁmi: „Tekinn af fótur fyrir ofan hné sök- um graftarganga niður kálfann og sköflunginn og ígerðar í fótliðnum. Sjúkdómurinn var svo til kominn, að fyrir nokkrum árum hafði komið bólga og ígerð í kálfann, sem aldrei hefur verið leitað við læknisráða fyrr en nú er fótliðurinn hafði opnazt. Sárið greri á stuttum tíma nálega graftarlaust, enda var aðbúnaður all- ur og umbúðir haft svo ófrjótt eða sterílt sem kostur var á.“ Ekki er hér minnzt á að berklar hafi hlaupið í fót Jóni, þótt svo hermi aðr- ar heimildir — sem rekja má til hans sjálfs, og fær það atriði að liggja milli hluta.* Elzta bam Jóns í Stapa af seinna hjónabandi hét Guðmundur. Hann nam garðyrkju í Danmörku og bjó þar lengi, en fluttist svo til íslands og á þar gröf. Guðmundur fæddist seint í maímánuði 1891, eða mjög um það leyti sem læknamir tveir og Mæli- fellsprestur unnu sitt heillaverk heima í Stapa. Guðmundur sagði í blaði nokkm, kominn á efra aldur, að notuð hefði verið sög í eigu föður síns þegar hlutað var sundur lærbeinið. Og á einum stað nefnir Öm fræði- maður á Steðja að Guðmundur Hannesson hafi sagað fótinn af með grindasög, en hvergi víkur læknirinn sjálfur að þess konar áhöldum í minningaþætti sínum. Þorvaldur, sonur Jóns í Stapa, var sex ára þegar læknisaðgerðin fór fram. Hann kvaðst muna það eitt frá þeim degi, að Guðmundur föður- bróðir hans var úti í smiðju „að vefja einhverju hvítu" utan um stúfinn sem tekinn hafði verið af, og svo reið hann úr hlaði áleiðis yfir í Reykja- kirkjugarð. V Eftir að fóturinn var tekinn af Jóni Þorvaldssyni gekk hann við hækju og staf, hafði hækjuna í vinstri handar- krika, en stafinn í hægri hendi. Á seinni ámm sínum sleppti hann báð- um þessum hjálparstoðum, ef hann kærði sig um, og vandist furðu fljótt við að komast af án þeirra. Hann smíðaði sér tréfót sjáifur, hafði hann aldrei í buxnaskálm og tók af sér á hverju kvöldi. Fóturinn var sívalur, á að gizka hálfur þriðji þumlungur um- máls neðan við hné, en gildnaði svo og náði sem svaraði upp á mitt læri. Ofan á tréð gekk hólkur úr venjulegu hnakkleðri, negldur þar hringinn í kring. Þessi útbúnaður var spennt upp í mittisband, og þar vom hringj- ur eins og á hnakkólum. Neðst á tré- fætinum var jámhólkur. Þegar gúmí kom til sögu, t.d. úr bflahjólbörðum, notaði Jón það undir stautinn, og skipti svo um eftir því sem það eydd- ist. Ef hann studdist við hækju, náði tréfóturinn ekki alveg til jarðar, en færi Jón ferða sinna hækjulaus, hélt hann annarri hendi um leðurhólkinn eins og til stuðnings. Jón Þorvaldsson gekk sem áður að margs konar vinnu, gat þó ekki bund- ið hey, látið upp bagga né rist torf. Hann var góður vefari og snilldar- vegghleðslumaður, svo sem fyrr sagði, en nú varð að rétta til hans allt þegar hann hlóð hús, jafht hnausa sem grjóL Lengi stóðu í Stapa veggir eftir hann og eins í Merkigarði, en þar áttu þeir bræður, Jón og Halldór, báð- ir hlutinn að. Eins og nærri lætur gerði Jón Þor- valdsson ekki víðreist eftir að hann bæklaðist. Þó er sagt að hann færi eitt sinn ríðandi til Akureyrar. Annars sat hann að mestu um kyrrt í Stapa, hljóðlátur maður, gegn og góður. Oft var leitað til hans um léttar smíðar og viðgerðir. Fólk reið í garð og bað hann til að mynda að spengja leirtau og enn meira leirtau; og það gerði hann vandvirknislega eins og allt annað og fékk dálitla þóknun fyrir. Einnig leituðu sumir heim í Stapa á slættinum, einkum á sunnudögum, til þess að fá dengda Ijáina sína, þeir kváðust slá langtum meira yfir vikuna ef Jón dengdi, en ekki þeir sjálfir. Bor- ið gat við að fleiri sveitungar en einn kæmu sama sunnudaginn í þeim er- indagerðum. Ef svo hittist á, sat Jón lungann úr drottinsdeginum, þegar honum var hvfldar þörf eins og öðr- um, úti í hlaðvarpa við dengingar fyr- ir menn. Einnig er þess getið að hann hafi um mörg ár — þó meira áður en eftir að hann missti fótinn, ef að lík- indum ræður—fylgt fólki austur yfir Héraðsvötn, ef ísjárverð töldust, en stundum reitt það yfir, og ekki frekar langferðamenn en ýmsa aðra. Þótti einhlítt að leita til Jóns Þorvaldssonar í þeim erindum. Sjálfsagt kom hér hvort tveggja til, að hann var hraust- ur maður sem hafði á sér orð fyrir karlmennsku og þó gætni, og að hann átti trausta vatnahesta. Margt gerðist andsnúnara Jóni en fyrr, þegar hann varð ekkill í seinna sinnið og þurfti að bjargast áfram með börn sín, févana og fatlaður, enda reyndu sveitungar hans þá að rétta honum hjálparhönd. Stundum hafði Jón konur til léttis í haustönnum eða tíma og tíma á vetuma. En einnig gat staðið svo á, að hann yrði að ganga í Ingólfur Davíðsson: Rím á Amorsenai I. íhugunarefni III. Lltast um á svlðlnu dstin fær takið, hlýddu! Hún lagðist d bakið um leið og Md ég vefja um þig arm, Fegurst rós (smni sveit hún sagði, dður en rökkva tekur. svartlokkaða Bína. linaðu takið, bíddu! Flesta menn að freyjubarm Hvaða Adam ræður gdtu þina? fyrr eða síðar rekur! Höfundar þessara vísna eru IV. Atburðarásin sennilega þrír, en óvíst er um þd Ltku bömin leika sér suma. Heyrt hef ég nefndan hirm Ijúfl d vegi minum. Fyrst er sjón og svo er tal, fjölgdfaða Andrés Bjömsson sem En sérhver fruma ( mér er svo kemur hýrlegt auga. höfund sumra vísnanna, en ekki öðruvisi þínum. Síðan dsta fagurt fal, veit ég sönnur d því. Honum lék treyju hefst við bauga. hagmœlska d tungu sbr.: Rceður kannski óþekkt X, emhverþokki nefndursex, V. Látið til skarar skríöal ,JÞað er hægt að hafa yfir heila úrslitum hvort dstin vex, bögu, eða leiði, kvöl og pex? Sprangar, eygir, hjalar, htœr, dn þess að rimið þekkist, þegar hikar, bíður, grundar. þær eru nógu alþýðlegor. “ II. Lftilþæg bón Langar, teygir, falar, fœr, fikrar, skriður, blundar. Er kannski kunnur rithöfundur, Ef mig rekur upp d sker, _ _ sem fékk heimspekilegt leikrit sitt og ég missi mína. VI. Haltu mér, slepptu mérl d fjalimar d efri drum, höfundur Góði Jón minn, gefðu mér einnar vísunnar? Fleiri en ein gerð Gunnu dóttur þína! Eðlið er vakið, ungmermið þagði, munu vera til of sumum vísnanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.