Tíminn - 15.12.1990, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.12.1990, Blaðsíða 1
15.-16. desember 1990 Merkisdagur fyrir lækni og sjúkling Helgarblaðið birtir hér kafla úr bók Hannesar Pétursson- ar, Frá Ketubjörgum til Klaustra, sem Sögufélag Skag- firðinga gefur út. í bókinni eru þættir, greinar og frásög- ur og er sögusviðið að meginhluta skagfirskt. Drepið er niður í frásögn Hannesar af Jóni Þorvaldssyni í Stapa í Tungusveit (1857-1941). IV Jón Þorvaldsson kvæntist í annað sinn 1890. Seinni kona hans hét Guð- rún Jóhannesdóttir. Hún var frá Skúfi í Norðurárdal vestur, „myndarleg kona og vel að sér". Guðrún varð ekki langlíf, dó fertug að aldri 1899 frá fimm bömum. Jón lifði ekkjumaður síðan til æviloka. Þess var áður getið að Jón Þorvalds- son hefði gengið vanheill til skógar. Þannig stóð á því, að hann fékk fótar- mein sem kárnaði mjög með tíman- um; hann „varð fyrir því áfalli rúm- lega þrítugur að fá berkla í annan fót- inn", segir í Skagfirzkum æviskrám. Jafnvel er sögn um að Jón væri búinn að taka meinsemd sína ítæpt þrítug- ur, þegar hann lenti í harðræðinu í Steinsstaðahólmi. Sjúkleika þessum lýsti Þorvaldur, sonur Jóns, í blaða- viðtali með svofelldum orðum, er hann leit um öxl til æskudaga sinna: „Berklar voru á þessum'árum og lengi síðan skæður sjúkdómur, sem lagði marga að velli og flesta hv.erja fyrir aldur fram. Fjölskylda mín fór ekki varhluta af þeim vágesti. Pabbi fékk berkla í annan fótinn. Kom svo, að fóturinn varð allur holgrafinn upp á mitt læri." Ekki kemur fram í heim- ildum, hvert var banamein Ingibjarg- ar í Stapa. Ef til vill berklar? A næsta bæ, í Héraðsdal, herjuðu þeir hlífðar- laust, því Einar bóndi Jónsson missti fimm börn sín úr veikinni. Snemma sumars 1891, þegar Jón Þorvaldsson var á þrítugasta og fjórða ári, hafði meinsemd hans grafið svo um sig að honum var tæpast hugað líf. Eygðu menn ekki nema eitt úr- ræði honum til bjargar: að sýkti fót- urinn yrði af honum tekinn. Þá var héraðslæknir í Skagafirði Ámi Jónsson, maður fertugur að aldri, og sat í Glæsibæ í Staðarhreppi, en sóknarprestur Jóns í Stapa var séra Jón Ó. Magnússon á Mælifelli. Hann var hálfu öðru ári eldri en sjúklingur- inn og hafði þjónað prestakalli sínu nokkur missiri. Séra Jón var at- kvæðamaður um marga hluti og bar fyrir brjósti hag sóknarbama sinna. Þetta sumar hittist svo á, að lækna- nemi í Kaupmannahöfn, Guðmund- ur Hannesson (f. 1866), síðar prófess- or, var staddur í sumarleyfi hjá for- eldrum sínum á Eiðsstöðum í Blöndudal. Guðmundur hafði nýlok- ið fyrrihlutaprófi í háskólagrein sinni. Dvöl hans spurðist í Skagafjörð, og dag einn gerði séra Jón á Mælifelli sér ferð þangað vestur til að leita aðstoð- ar hans við það verk, er Ámi læknir tæki fót af Jóni í Stapa. Löngum tíma síðar (1938) rifjaði Guðmundur Hannesson upp í endur- minningaþætti þessa komu séra Jóns að Eiðsstöðum og það sem af henni spannst. Málaleitun prests kom „bæði mér og öðrum óvænt", segir Guð- mundur, en „þó gat þetta allt saman borið sig", bætir hann við, úr því hann, ófullnuma í læknisfræði, átti aðeins að vera öðrum manni til að- stoðar. Ei að síður þótti foreldrum Guðmundar þetta „alvarlegt mál, eins og það í raun og veru var, en ég hugði gott til fararinnar. Það gat verið fróð- legt að sjá hvað þetta væri, gaman að hitta Iækninn og sjá Skagafjörðinn, Hannes Pétursson. en hinsvegar ekki ómögulegt, að ég gæti orðið að nokkru liði, því að tals- vert hafði ég séð af sjúklingum og handlæknisaðgerðum á Friðriksspít- ala í Höfn". Og Guðmundur kom heldur betur að liði, því sá varð endir á, að hann skar sjálfur fótinn af Jóni í Stapa, en Ami læknir var til aðstoðar. Nú er í sem skemmstu máli frá því að greina, að Guðmundur reið með séra Jóni austur að Mælifelli og gisti þar. Morguninn eftir vaknaði hann snemma af svefni og var með hugann við sjúklinginn og læknisaðgerðina. Hann segir: „Ég var ekki í neinum vafa um, að sjálfur skurðurinn gengi vel, ef það yrði úr að taka fótinn af manninum. en hvernig átti svo að tryggja það, að sárið smitaði ekki og greri brotalaust? Til þess þurfti meðal annars dauð- hreinsaðar, sýklalausar umbúðir, dauðhreinsuð áhöld og annað, sem kæmi nálægt sárinu. Þá var slík varúð lítið kunn og notuð hér á landi, enda lítið um handlæknisaðgerðir, og þótti mér óvíst, að Ámi læknir hefði mikið til þessara hluta. Hvað átti svo að nota, ef hann hefði engar nýtilegar umbúðir? Ef hann hefði engan hent- ugan hníf o.s.frv. Það var ekki margt að gera þarna upp í sveit, en mér kom til hugar, að hreinn dýjamosi væri vel til umbúða fallinn, ef unnt væri að sótthreinsa hann. Bindi hlaut læknir- inn að hafa og nokkrar æðatengur til að stöðva blóðrás. Á hverju gat svo sjúklingurinn legið meðan á aðgerð- inni stóð? Tæpast gat hann legið í rúmi sínu og óvíst, að birtan þar væri viðunandi, og óvíst líka, að svo stórt og sterkt borð væri til, að sjúklingur- inn, sem var fullorðinn maður, gæti legið á því. Ef allt um þryti mætti lík- lega nota beztu hurðina, sem þar væri að finna." Guðmundur lét ekki sitja við tómar hugleiðingar, heldur dreif sig nú fram úr og klæddist. Veðrið var fagurt og bjart og hann „gekk upp á fjall"; tíndi nógan dýjamosa sem hann hafði heim með sér, þvoði og lagði í sterkt sóttvarnarlyf. Og hann lét prest sýna sér þá skurðarhnífa sem til voru í bú- inu. „Leizt mér vel á einn þeirra, og var hann dreginn á og dubbaður upp sembezt." Á tilsettum tíma héldu þeir Guð- mundur og prestur á stað yfir að Stapa „með mosann og hnífinn". Þar var fyrir Ámi héraðslæknir. Hann hafði talsvert með sér af tækjum og umbúðum, „en svo fór sem mig varði", segir Guðmundur, „að hann var lítt viðbúinn því að gera skurðinn og búa um hann með fullri sótt- kveikjuvarúð". Ekki duldist Guð- mundi „að hyggilegast myndi að taka fótinn af, því að sjúkdómurinn var bæði í fótlið og hnélið, ef ég man rétt, og skemmdin mjög mikil". Var nú þessu næst gengið til verka og sóttkveikjuvarúð höfð við, eftir því sem Guðmundur fremst gat. Árni læknir seldi honum sjálfdæmi um það, hvort heldur hann vildi „gera skurðinn eða aðstoða" og kaus læknastúdentinn að munda hnífinn. Árni læknir hafði meðferðis „nýtilega hnífa", en Guðmundi bótti þeir ..litlir Jón Þorvaldsson. Sonarsonur hans og nafni, Jón Þorvaldsson, tók myndina á Brúnastöðum 1936. hafa langað til þess að læra læknis- fræði, þó að það yrði úr að ganga á prestaskólann. En eftir var að vita hversu aðgerðin tækist, hvort mosaumbúðirnar og sóttkveikjuvarúðin nægðu til þess að skurðurinn gæti gróið brotalaust, — hvort sjúklingnum batnaði eða ekki. Ég hafði nokkrar áhyggjur af þessu, og góð tíðindi þóttu mér það, er ég heyrði síðar, að Jón á Stapa hefði komizt til heilsu." Jón bóndi hresstist furðu fljótt eftir hina djarflegu og varasömu skurðað- gerð. sem brátt var rómuð. Séra Jón á Mælifelli koni oft að Stapa um sumar- ið til þess að skipta um sáraumbúðir. og sotíir sagan.að úrir raustið væri og ekki allskostar hentugir" til að- gerðarinnar og því notaði hann ný- brýnda sláturhnífinn frá Mælifelli. Það fór sem Guðmund Hannesson varði, að leggja þyrfti sjúklinginn á sterklega hurð, og er sagt að bæjar- dyrahurðin í Stapa yrði fyrir valinu. Jón prestur annaðist svæfinguna, sem tókst hið bezta; „gekk aðgerðin greiðlega, án þess ég sæi, að neitt verulegt bæri út af', segir Guðmund- ur og heldur áfram: „Dagurinn varð víst merkisdagur fyrir okkur báða. Ég hafði unnið mitt fyrsta læknisverk, þó að mikið vant- aði á. að ég ætti að heita fulllærður. og hann hafði í fyrsta sinn verið við handkvknisáðgerð, en hann mun

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.