Tíminn - 15.12.1990, Side 9

Tíminn - 15.12.1990, Side 9
Laugardagur 15. desember 1990 HELGIN 19 FYRIR 0G EFTIR fyllirí Þórarins Tyrfingssonar og virtust eiga erfitt með andar- drátt. Okkur varð ljóst að einhvers konar duft var komið í umferð á stofnuninni. Stúlkurnar viður- kenndu að hafa keypt amfetamín- duft af sjúklingi á stofnuninni. En jafnframt kvörtuðu þær yfir því að amfetamínið væri bæði dauft og færi illa í nefi. Maðurinn sem um ræðir var með falskar tennur. At- hugun leiddi í ljós að hann hafði selt ungu stúlkunum tannlímið sitt sem amfetamín. Þegar þær svo sugu tannlímið upp í nefið og það blotn- aði hafði það eðlilega hinar óþægi- legustu afleiðingar. Við urðum auð- vitað að vísa þessum manni á dyr en ég neita því ekki að við höfðum lúmskt gaman af þessu tiltæki hans. Valdabarátta innan SÁÁ Eftir að ég var orðinn formaður fór ég í ársleyfi sem yfirlæknir á Vogi en vann þar áfram í hálfu starfi og hélt áfram að vera yfirlæknir á Staðar- felli. Jafnframt gegndi ég störfum sem stjórnarformaður, sem er ólaunuð staða og þurfti að sinna störfum framkvæmdastjóra um tíma. Ég var mjög önnum kafinn í öllu þessu fjármálavafstri. í mars- mánuði 1989 verður mér allt í einu ljóst að menn í kringum mig eru komnir í harðsvírað valdatafl og ég leik þar stórt hlutverk og hafði gert um nokkurn tíma, án þess að hafa áttað mig á því. Þegar ég áttaði mig voru þeir búnir að skipta starfsfólki á Vogi í tvær fylkingar. Önnur fylk- ingin studdi mig en menn í hinni fylkingunni voru þeirrar skoðunar að ég væri orsök allra helstu vanda- mála sem þeir ættu við að stríða. Þeir voru líka búnir að koma mér í minni hluta í framkvæmdastjórn. Þetta gerðist á sama tíma og ég var að vinna í því dag og nótt að reyna að fá hækkun á daggjöldunum, meiri peninga í starfsemina og koma bókhaldinu í Iag. Þeir Óttar Guðmundsson læknir, Jón Magnús- son lögmaður, þá varaformaður SÁÁ, og Ingólfur Margeirsson, rit- stjóri Alþýðublaðsins, voru helstu andstæðingar mínir í þessum hrá- skinnsleik. Þeir voru búnir að tala sig upp í mikinn hita og vildu nú láta til skarar skríða. Eftir að ég átt- aði mig á stöðunni tefldi ég leikinn út fram að næsta aðalfundi. Þar gaf ég kost á mér sem fórmaður með þeim skilyrðum að ég gengi að nýju inn í yfirlæknisstöðu mína á Vogi. Frá hinum sögufræga aðalfúndi SÁÁ, þar sem valdabaráttan var með ósvífhasta móti. Frá vinstri Óttar Guðmundsson, Þórarinn og Ingólfur Margeirsson. Þetta gekk eftir og í framhaldi af því hætti Óttar störfum hjá SÁÁ. Hon- um var fyrst boðin staða sem yfir- læknir á Sogni og við göngudeild- ina, en hann hafnaði því og fór. Jón Magnússon og Ingólfur Margeirsson gengu úr framkvæmdastjórn. Þessi átök voru um margt óvenju- leg í SÁÁ. Margir af fyrri forystu- mönnum samtakanna voru mjög vissir í sinni sök og það hvein í þeg- ar þeir áttust við. En alltaf höfðu menn í huga að málstaðurinn og samtökin gengju fyrir öllu. Flestir sem hafa komið nálægt SÁÁ hafa gætt þess vandlega að skaða ekki samtökin. Þegar hér var komið sögu varð þó brestur á hvað það snerti, þótt e.t.v. hafi menn ekki hugsað það mál til enda þegar farið var af stað. Farið var með trúnaðarskjöl út af fundum og úr bókhaldi og birt í blöðum, hvað þá annað. Upplýsingar úr þessum skjölum voru settar fram á mjög tortryggilegan hátt og meira að segja dauðsfall eins vistmanns á Staðarfelli var dregið inn í málið í þessu skyni. Ég get ekki fært sönnur á hver gerði þetta en ég gruna þessa þrjá menn um að eiga þar hlut að máli. Á Staðarfelli dó sjúklingur og það sorglega atvik reyndu þeir að gera mjög tortryggilegt. En sá mál- flutningur er mjög ósanngjarn. Það er þvert á móti ástæða til að vera þakklátur fyrir það hve heppnir við hjá SÁÁ höfum verið öll þessi ár hvað þetta snertir. Það hafa vafalaust margvíslegar ástæður legið til grundvallar því að þessir þrír menn tóku sig saman um að komast í valdaaðstöðu í SÁÁ. Jón Magnússon hefur átt í nokkrum „til- vistarvanda" í íslenskum stjórnmál- um. Líklega stóð hugur hans til þess að verða formaður SÁÁ og það hefði hann vafalaust orðið hefði hann ekki gripið til fyrrgreindra bola- bragða. ðttar hefur vafalaust viljað verða yfirlæknir SÁÁ. Ingólfur hefur alltaf verið einsog hann er. Það var auðvitað mikil óhamingja fyrir SÁÁ þegar menn úr hópi helstu forsvars- manna samtakanna lentu í málaferl- um vegna Hafskips og Hendrik Berndsen varð gjaldþrota. Þessir menn höfðu styrkt SÁÁ ótæpilega, bæði með vinnu og fjárframlögum. Þegar svona illa var komið fyrir þeim kom Ingólfur Margeirsson til sögunnar. Hilmar Helgason, Björg- úlfur Guðmundsson og Hendrik Berndsen höfðu reynst Ingólfi mjög vel í mörgu tilliti, það veit ég. Meðal annars hlustaði ég á þegar Björgúlf- ur lofaði að flytja búslóðina hans Ingólfs heim frá Noregi. Nokkru síð- ar fór Helgarpósturinn, þar sem Ingólfur var ritstjóri, allt í einu að skrifa af miklum eldmóð um þessa menn og þeirra málefni í æsifrétta- stíl. Ekki fannst manni þetta alveg í anda drengskaparins. Þórarínn og flölskylda, að undanskildu yngsta baminu, sem er stúlka fædd 1990. SPIL 00 SPÁDÓMAR L_,. mm:. — DULDIR KRAFTAR • • • • OG ORLOG MANNA í bókinni Spil og spádómar eru lesendum kynntar ýmsar leiðir til að skyggnast inn í framtíðina, aðferðir sem menn hafa þekkt í aldaraðir. Hér er fjallað um spilaspár, stjörnuspeki, lófalestur, draumaráðningar og margt fleira. Stórfróðleg bók um dulda krafta og áhrif þeirra á örlög manna. í henni eru mörg hundruð myndir. Óskar Ingimarsson þýddi. SETBERG

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.