Tíminn - 19.01.1991, Síða 2
2 Tíminn
Laugardagur 19. janúar 1991
Sautjánda Heklugos frá landnámi:
Ekki er búist viö að
eldgosið standi lengi
Gosið í Heklu var heldur farið að minnka í gærmorgun að sögn sér-
fræðinga. Meirihluta gærdagsins var snjókoma og skafrenningur á
Heklusvæðinu og því lélegt skyggni. Öskufall hafði einnig minnk-
að, en það er nokkuð einkennandi fyrir Heklugos. Á fimmtudags-
kvöld varð öskufalls vart í Bárðardal, Reykjadal, Mývatnssveit og
Húsavík og bárust spumir af öskufalli allt norður í Svarfaðardal og
Skíðadal. Jarðskjálftamælar voru heldur rólegri í gær en á fimmtu-
dag og aðfaranótt föstudags. Flestir spá því að þetta verði skamm-
vinnt gos, því er líkt við gosið sem varð í ágúst 1980 og stóð yfir í
þrjá sólarhringa.
Hér má sjá mjög virkan gíg í Heklu og hraunstrauminn firá honum.
Hraunstraumurínn er um tveggja km langur. Myndin vartekin í fýrrínótL
Tímamynd: Pjetur
Gosið á fimmtudag hófst nánast án
fyrirvara, en Hekla gerir sjaldan boð
á undan sér svo að hér er ekki um
neina undantekningu aö ræða. Jarð-
hræringa varð vart um tuttugu mín-
útum áður en gosið hófst og var það
eina vísbendingin sem kom fram á
jarðskjálftamælum.
Bryndís Brandsdóttir jarðeðlis-
fræðingur sem stödd var við jarð-
skjálftamælingar að bænum Sel-
sundi, næsta bæ sem stendur við
Heklu, sagðist ekki hafa séð neitt til
gossins í gærmorgun því veður var
slæmt, snjókoma og slæmt skyggni.
En samkvæmt jarðskálftamælunum
hafði gosvirknin minnkað frá því á
fimmtudag og hafði verið nokkuð
stöðug frá því kl. sex um morgun-
inn, þegar Tíminn hafði samband
við Bryndísi um miðjan dag í gær.
Bryndís sagðist búast við því að
þetta gos stæði stutt yfir þó erfitt
væri að spá um það. „Þetta gos byrj-
ar mjög líkt því sem var í ágúst
1980, en maður veit aldrei hvað
Hekla gerir og hún hefur sýnt það í
síðustu þrem gosum að hún gerir
engin boð á undan sér. Það varð vart
við nokkra litla skjálfta hálftíma áð-
ur en gosið hófst, það var enginn
fyrirvari á gosinu og það getur því
hætt fyrirvaralaust," sagði Bryndís
jafnframt.
Öngþveitið orðið
eins og á góðu
föstudagskvöldi um
verslunarmannahelgi
Á fimmtudagskvöld var gripið til þess
ráðs að loka vegum að Heklu því stöð-
ugur straumur fólks var að fjallinu
þegar ffést hafði að gos væri hafið og
sumir hverjir á illa búnum fólksbílum.
í gær var einnig þó nokkur straumur
fólks á leið austur en þó minni en á
fimmtudagskvöld.
Lögreglan í Rangárvallasýslu sá um
vamir á Heklusvæðinu og lokaði veg-
um á fimmtudagskvöld. „Það var orðið
svo mikið öngþveiti þama í nótt að við
urðum að grípa til þess ráðs að loka
vegum og auk þess var talað um að það
væri hætta á öskufalli," sagði Níels
Jónsson lögreglumaður á Hvolsvelli
„Við lokuðum þama á þremur stöð-
um. Það var svo óhemju mikið af fólki
að skoða að við höfum verið að tala um
það okkar á milli að þetta hafi verið
eins og gott föstudagskvöld um versl-
unarmannahelgi. Það var mikil hálka
bæði á Suðurlandsveginum og Lands-
veginum og menn á illa búnum bflum
vom að velta, keyra út af og að koma
sér í ýmis vandræði,“ sagði Níels.
Hann sagði einnig að það yrði viðbún-
aður við fjallið síðar í gær ef veður færi
batnandi og fólk færi að streyma þang-
að.
„Fólk ætti að hafa
í huga að fara aldrei
hlémegin að eldgosi“
Hafþór Jónsson hjá Almannavömum
ríkisins sagði að þetta gos gæfi ekki tii-
efni til meiriháttar ráðstafana því ekki
væri búist við neinu tjóni á mannvirkj-
um eða öðm og því væri þeirra hlut-
verk fyrst og fremst fólgið í að koma al-
mennum leiðbeiningum til fólks um
það hvemig ber að haga sér í nálægð
virkrar eldstöðvar. „Það er fyrst og
fremst að gæta þess að fara ekki hlé-
megin að eldstöðinni, vera alltaf vind-
megin við hana, þá aðallega út af hugs-
anlegu öskufalli. Síðan er að fara ekki
ofan í djúpar lægðir, sérstaklega ef það
er lítill vindur, því þar getur verið tals-
verð gasmyndun undir slíkum kring-
umstæðum og það gas sem er við
þessar eldstöðvar getur orðið banvænt
ef það er í miklu magni og situr í slík-
um lægðum. Þetta em helstu atriði
sem almenningur þarf að hafa í huga.“
Hafþór Jónsson sagði meginástæð-
una fyrir því að gripið var til þess ráðs
að loka akstursleiðum að Heklu á
fimmtudagskvöld væri sú að „það var
ekki talið réttlætanlegt að fólk færi að
streyma þangað á illa útbúnum bfl-
um.“ Hafþór sagði einnig að þeir
myndu fylgjast vel með gangi gossins
og veðurútliti og sagði að komið gæti
til þess að umferðartakmarkanir séu
settar fyrirvaralaust ef ástæða þykir til.
Hafþór sagði einnig að þær upplýs-
ingar sem hann hefði um gosið í
Heklu væri á þá leið að meginvirknin
hefði að mestu færst yfir í eina
spmngu í suðvesturhlíð fjallsins og
sagði að hraun rynni til suðvesturs og
vestnorðvesturs.
„Nokkuð hefúr dregið úr gosvirkn-
inni, hún er heldur minni en var fyrst
sem er nokkuð einkennandi fýrir
Heklu. Hún byrjar oft með miklum
krafti og síðan róast hún og gosið
verður jafnara, verður oft í aðeins
einni spmngu frekar en fleimm,"
sagði Hafþór. „Öskufall hefur farið
vemlega minnkandi, það var mest
öskufall við upphaf gossins í gær, en
fjórum til fimm klukkutímum eftir
gosið hafði öskufall minnkað vemlega
og er það annað einkenni á Heklugosi.
Öskuframleiðslan er mest fyrst og síð-
an breytist þetta nánast í hraungos."
Búist við vonskuveðri
Magnús Jónsson hjá Veðurstofúnni
sagði að búast mætti við veðrabreyt-
ingu sem gæti valdið öskufalli á Suð-
vesturlandi og Suðurlandi svo og
vonskuveðri og vom þeir á Veðurstof-
unni því að vara þá við sem ætluðu að
halda á Hekluslóðir til gosskoðunar.
„Það er vonskuveður á Vestfjörðum, á
Suðausturlandi og Austurlandi og get-
ur versnað mjög skyndilega, héma á
Suðurlandi sérstaklega. Okkur þótti
því ástæða til að benda á þann mögu-
leika að það gæti orðið hvasst einn,
tveir og þrír, fyrst og fremst Hellisheiði
og fyrir austan og ég vara fólk við að
fara ekki yfir heiðina illa búið.“
Ástæðuna fyrir þessu snögga hvass-
viðri sagði Magnús vera lægð sem var
yfir Mýrdal um hádegisbilið í gær og
færði sig norður á bóginn. Um lægð-
ina sagði Magnús „hún getur valdið
snöggum veðrabreytingum, þannig að
á getur skollið vonskuveður nánast
fyrirvaralaust, 7-9 vindstig með skaf-
renningi og gjörsamlega snarvitlausu
veðri til ferðalaga.
—GEÓ
Flúormengun er oftast nær fylgifiskur Heklugosa:
Varasamt fyrir gripi
að drekka regnvatn
Aska frá Heklu hefur stundum valdið
tjóni á búfé og gróðri. Óvíst er hvort
þetta eldgos nær að valda tjóni, en
það fer fyrst og fremst eftir lengd
gossins. Menn em hins vegar sam-
mála um að gosið komi á besta árs-
tíma frá sjónarhóli bænda og annarra
gróöurvemdunarsinna.
Heklugosum fylgir oftast nær ein-
hver flúormengun. Flúor er eitt af
þeim fjölmörgu gosefnum sem koma
upp í eldgosum. Efnin eru mismörg
og í mismiklu magni milli gosa. I
Kröflueldum varð t.d. ekki vart við
flúor nema í mjög litlu magni. í
Eftir samþykkt tyrkneska þingsins
á fimmtudag, þar sem bæði tyrk-
neskum hersveitum og hersveitum
bandamanna á tyrkneskri grundu er
heimilað að berjast við íraka, hafa
aukist líkur á að írakar geri árás á
Týrkland. Týrknesk stjórnvöld túlka
samþykktina sem svo að bandarísk-
um herþotum með bækistöðvar í
Týrklandi sé heimilt að gera árásir á
írak frá Tyrklandi og í gær bárust
Heklugosinu árið 1970 varð mikil flú-
ormengun og allmargar skepnur
veiktust af þeim sökum.
Sturla Friðriksson, sérfræðingur á
Rannsóknastofnun landbúnaðarins,
sagði hættu á að skepnur yrðu fyrir
óþægindum vegna gjósku frá eldgos-
inu. Sjálfsagt væri fyrir bændur að
halda skepnum innan dyra meðan
ekki væri vitað um efnainnihald
gjóskunnar. Hann sagði að viss hætta
væri á að vatn sem skepnur drekka
væri mengað og það væri aðalhættan
sem að gripunum steðjaði. Flúor hef-
ur áhrif á beinabyggingu dýra, eink-
fregnir af því að loftárásir hafi verið
gerðar á írak frá Tyrklandi en því er
þó neitað af yfirvöldum. Stjórnar-
andstæðingar í Tyrklandi fullyrtu í
gær að verið væri að gera Tyrkland
að skotmarki íraka með samþykkt
þingsins. Fari svo er ísland orðið
formlegur stríðsaðili um leið og
fyrsta flugskeytið lendir í Týrklandi,
en árás á eitt NATO-ríki er árás á öll.
- BG
um þeirra sem eru að vaxa og einnig á
tannvöxt. Tennur geta skemmst og
losnað. Lömb frá síðasta vori, geml-
ingar, eru því í mestri hættu. Sturla
tók fram að til að flúor hefði þessi
áhrif þyrfti flúormengunin að vera
talsverð og standa yfir í nokkurn tíma.
Flúor kemur ekki til með að hafa
áhrif á gróður á næsta vori, nema því
aðeins að gosið standi fram á vor.
Sturla sagði að fyrri mælingar á flúor-
mengun í Heklugosum sýndu að flúor
hreinsast úr gróðri á fáum vikum. Það
flúor sem fellur til jarðar þessa dagana
fellur á snjó og mun skolast burtu í
næstu rigningum að stórum hluta.
Sturla sagði að á þessari stundu væri
Iítið hægt að segja um áhrif gossins á
gróður. Hann sagði að það myndi ráð-
ast af lengd gossins. Líklegast væri að
þau yrðu lítil eða engin. Enn sem
komið er hefur gosið fyrst og fremst
verið hraungos, en óveruleg aska hef-
ur komið upp. Þetta kann að breytast
næstu daga. Sturla sagði að mikið
öskugos gæti hæglega kæft gróður, en
ítrekaði að á þessari stundu bendi ekk-
ert til að þetta eldgos komi til með að
hafa slík áhrif.
Vísindamenn eru nú að rannsaka
efnainnihald gosefnanna. Niðurstöðu
er að vænta fljótlega. -EÓ
ísland í stríð?
Ríkisstjómin hvetur landsmenn til að spara bensín:
Allir með strætó
Rfldsstjómin ákvað í gær að fara ursherferð. Hugsanlega verða end-
að dæmi ýmissa annarra Evrópu- ursýndir sjónvarpsþættir um elds-
landa og hvetja landsmehn til að neytisspamað sem gerðirvoru fyr-
spara eldsneyti. Ákveðið hefur ver- ir iðnaðarráðuneytið fyrir tíu ár-
ið að vetja þrem mifljónum króna í um. Þá er tíl athugunar að fjölga
að koma þessum boðskap til þjóð- ferðum almenningsvagna og
arinnar. Hugsanlegt er talið að hvemig stjómvöld geta aðstoðað
stjómvold aðstoði fyrirtæki sem fyrirtæki sem sinna almennings-
sinna almenningssamgöngum og í samgöngum. Einnig hefur verið
athugun er aö setja strangari regl- rætt um að setja strangari hraða-
ur um hraðatakmarkanir. Mark- takmarkanir og fylgjast betur með
miðið er aö minnka bensínnotkun að gildandi reglum um hraðatak-
um 7%. markanir verði virtar, en minni
Til þessara aðgerða er gripið í hraði bifreiða er talinn draga vem-
framhaldi af þeira fundum sem lega úr bensínnotkun.
haldnir vom með embættismönn- Jón sagði að með þessum aðgerð-
um í fyrradag. Flestar þjóðir Vest- um fæm saman þjóðhagsleg sjón-
urlanda hafa gripið til aðgerða sem armið og umhverfissjónarmið, en
hafa það að markmiði að draga úr bensúmotkun veldur mikilli
eldsneytisnotkun. Jón Sigurðsson mengun. Jón sagðist ekki telja til-
viðskiptaráðherra sagði að rílds- efni til að grípa til skömmtunar á
stjómin hefði ákveðið til að byija bensíni, en útilokaði eldd að til
með að reyna að draga úr notkun á þess myndi koma ef stríðið breidd-
bensíni. Eftir helgina verður ist út eða átökin drægjust á lang-
hleypt af stað upplýsinga- og áróð- inn. -EÓ
Kópavogur.
Tvö umferðarslys
Keyrt var á 16 ára pilt snemma í í gærmorgun var einnig ekið á
gærmorgun á Nýbýlavegi. Hann konu á sjötugsaldri á Álfhólsvegi,
slasaðist ekki alvarlega en var flutt- við gatnamót Bröttubrekku. Meiðsli
ur á slysadeild. hennar voru minniháttar.