Tíminn - 19.01.1991, Blaðsíða 16
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300
AKTU EKKI ÚT
í ÓVISSUNA.
AKTUÁ
Ingvar
Kelgason hf.
Sævarhöfða 2
Slml 91-674000
Tíminn
LAUGARDAGUR19. JANÚAR1991
LEIFTUR-
FRYSTING
MATVÆLA
Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins kynnti sl.
fimmtudag frystiaðferð sem er frábrugðin hefð-
bundnum frystiaðferðum að því leyti að frysti-
hraðinn er mun meiri og því verður myndun ís-
kristalla öðruvísi. Frystiaðferðin er kölluð leift-
urfrysting og þykir hún henta vel fyrir dýrar af-
urðir s.s. humar og hrogn og ýmsa tilbúna rétti.
Leifturfrysting byggist á því að
fljótandi lofttegundum, gjarnan
köfnunarefni, er úðað inn í fry-
stiklefa með afurðunum sem á að
frysta. Þar gufar það upp og
kröftugir blásarar sjá um að
hringrása þeim og viðhalda jöfnu
hitastigi í klefanum. Fyrirtækið
ÍSAGA hefur í samvinnu við fyrir-
tækin Yleiningu hf. og Klaka sf.
ásamt Geir Þ. Zoéga vélaverk-
fræðingi, smíðað frysti þar sem
fljótandi köfnunarefni er notað
sem kælimiðill. Frystirinn var,
eins og áður sagði, kynntur
blaðamönnum sl. fimmtudag og
verður hann prófaður á næstunni
í Fiskvinnsluskólanum í Hafnar-
firði undir umsjá Rannsókna-
stofnunar fiskiðnaðarins.
Frystiaðferð þessi var prófuð hjá
Fiskiðjuveri KASK á Hornafirði
við heilfrystingu á humri á síð-
ustu humarvertíð og þótti gefa
góða raun. Helstu kostir leiftur-
frystingar eru þeir að sá tími sem
Gunnar Bragi Guðmundsson véltæknrfræðingur og Halldór Þórarinsson matvælaverkfræðingur kynna lerftur-
frystinn fyrir blaðamönnum. Tímamynd: Ami Bjama
tekur að frysta vöruna er mun
styttri en við hefðbundna hrað-
frystingu. Þetta þýðir að ef frysti-
hraðinn er nægjanlega mikill
verður minna vökvatap eftir upp-
þíðingu vörunnar, sem hefur bein
áhrif á nýtingu og gæði hennar.
Þar sem leifturfrysting er tiltölu-
lega dýr valkostur má ætla að
þessi frystiaðferð henti helst dýr-
um afurðum, eins og áður sagði.
Hins vegar kemur það á móti há-
um rekstrarkostnaði að stofn-
kostnaður er mun lægri en við
hefðbundna frystingu. Þar að
auki er frystirinn mjög meðfæri-
legur og einfaldur í uppsetningu.
Leifturfrystirinn verður eins og
áður sagði prófaður í Fisk-
vinnsluskólanum í Hafnarfirði og
gefst fyrirtækjum tækifæri til að
frysta afurðir sínar þar án endur-
gjalds.
—SE
RENAULT
Bílaumboðið hf
Fer á kostum
Krókhátsi 1 -3. Reykjavík, sírni 686633