Tíminn - 19.01.1991, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.01.1991, Blaðsíða 3
P&Ó/SlA Einar Pétursson í Reykjavíkurhöfn. landsmenn geta eignast ISLANDSBREF Bjartsýni og baráttuandi hafa ætíð einkennt stóru stundirnar í lífi og starfi íslensku þjóðarinnar. Þegar miklir hagsmunir eru í húfi stöndum við saman og fáum miklu áorkað. Á þeirri hugmynd grundvallast íslandsbréf. íslandsbréf eru eignarhluti í sam- eiginlegum sjóði sparifjáreigenda, sem fjárfestir í ýmsum tegundum vel tryggðra verðbréfa. Með því að eignast hlutdeild í sjóðnum geta einstaklingar notið þess ávinnings sem felst í því að dreifa fjárfesting- um og njóta góðrar ávöxtunar. Fæstir sparifjáreigendur hafa tíma, þekkingu og fjárráð til að notfæra sér þá kosti, sem dreifing fjár- festinga býður upp á. íslandsbréf gera þetta kleift. íslandsbréf eru nánast fyrirhafn- arlaus fjárfesting og henta vel ungum jafnt sem öldruðum hvort sem um er að ræða háar eða lágar upphæðir. Reglubundinn sparnaður er mikil- vægur. Þannig öðlast fólk skilning á gildi sparnaðar og lærir að bera virðingu fyrir verðmætum. Þótt upphæðirnar séu ekki háar, er gott aðvenjasigáað leggja hluta af tekj- um sínum í örugga og arðbæra fjár- festingu. Á nokkrum árum getur þannig myndast álitlegur sjóður. Dæmi: Fermingarbarn fær íslandsbréf að upphæð 20.000 krónur. Á hverju ári leggur það fyrir svipaða upphæð af sumarlaunum og kaupir íslandsbréf. Tíu árum síðar er sjóðurinn orðinn næstum 290.000 krónur á núvirði* * Fyrir innlausnargjald og miðaö við að 8% árleg raun- ávöxtun náist á sparnaðartímanum. Sérfræðingar Landsbréfa h.f. sjá um alla umsýslu, svo eigendur íslandsbréfa geti notið áhyggju- lausrar ávöxtunar. Leitið ráða hjá Landsbréfum h.f. Komið og fáið frekari upplýsingar, bæklinga og aðstoð hjá ráð- gjöfum okkar og umboðsaðilum í útibúum Landsbanka íslands og Samvinnubankans um land allt. LANDSBRÉF H.F. Landsbankinn stendur með okkur Suöurlandsbraut 24, sími 606080 Löggilt verðbréfafyrirtæki. Aðili að Verðbréfaþingi íslands. .

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.