Tíminn - 19.01.1991, Page 6
6 Tíminn
Laugardagur 19. desember 1991
Tíminn
MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin í Reykjavlk
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason
Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm.
Ingvar Gislason
Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson
Stefán Ásgrímsson
Auglýsingastjóri: Steingrímur Glslason
SkrHstofvmLyngháls 9,110 Reykjavlk. Síml: 686300.
Auglýsingasími: 680001. Kvöldsfman Askrift og dreifing 686300,
ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi h.f.
Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð i lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um
helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Að halda ró sinni
Forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson, og utan-
ríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, hafa minnt Is-
lendinga á þá staðreynd að þjóðin er ekki þátttakandi í
styrjöld þeirri sem nú geisar hvað ákafast í Austurlönd-
um nær.
Varla ætti að verða ágreiningur meðal þjóðarinnar um
þetta. Þótt rúm 40 ár séu síðan íslensk stjómvöld höfh-
uðu þeirri íslensku hlutleysisstefnu sem áður hafði gilt
að formi til frá stofnun fúllvalda ríkis á íslandi 1. des-
ember 1918, þarf nokkuð til að íslendingar fari að
blanda sér í stríðsátök. Þetta er forystumönnum ríkis-
stjómarinnar fullljóst eins og orð utanríkisráðherra og
forsætisráðherra bera með sér. Þau afskipti sem Samein-
uðu þjóðimar hafa haft af núverandi Persaflóadeilu em
ekki á þann hátt skuldbindandi fyrir Islendinga að þeir
séu „aðilar að þessum átökum“, eins og Steingrímur
Hermannsson sagði í viðtali við Tímann í gær. Jón
Baldvin Hannibalsson lét svo ummælt við Alþýðublað-
ið að „mikilvægt er að allir landsmenn geri sér grein fyr-
ir að við verðum ekki sjálfkrafa styijaldaraðilar þó að
við samþykktum úrslitakosti Sameinuðu þjóðanna“.
I viðtali sínu við Tímann lýsti forsætisráðherra fyrstu
viðbrögðum sínum við útfærslu Persaflóastríðsins í vik-
unni á þann hátt að hann hefði fundið til vonbrigða að til
slíks þurfti að koma í stað þess að leysa Kúvætdeiluna
með samningum. Hvað sem öllum áherslumun kann að
líða um efni þessarar deilu mun þessi tilfinning forsæt-
isráðheiTa ekki aðeins eiga sér samsvömn í hugum
flestra íslendinga, heldur frjálslyndra og lýðræðissinn-
aðra manna um allan heim. Full ástæða er til að taka
undir þá áskoran Steingríms Hermannsson að Islend-
ingar haldi ró sinni í sambandi við Persaflóastríðið, en
fylgist þó með framvindu þess og þeim afleiðingum
sem það kann að hafa. Það er líka hægt að taka undir orð
íslensku konunnar í Tel Aviv í Israel sem að afstaðinni
loftárás á borgina lét Rikisútvarpið flytja þau skilaboð
sín til landa sinna heima, að þeir skyldu gera sér grein
fyrir hvers virði friðurinn sé og frelsið á Islandi, þegar
stríðsógnin vofír yfir því umhverfi sem hún lifir í.
Ólafur Noregskonungur
Ólafúr Noregskonungur lést í hárri elli í fyrradag og er
þjóð sinni harmdauði. Þótt hann væri ekki innborinn
Norðmaður, því að hann kom til Noregs tveggja ára
danskur smáprins, borinn á handlegg föður síns, sem
Norðmenn höfðu kallað til þess að endurreisa norskan
konungdóm, fannst ekki norskari Norðmaður en Ólafúr
krónprins og síðar konungur Norðmanna í þriðjung ald-
ar. Hann var hinn vaski íþróttamaður ungur að ámm,
þjóðhetja á þrengingartímum, glæsimenni alla tíð, sem
Norðmönnum var ljúft að hylla sem konung sinn.
Ólafúr Noregskonungur var í hávegum hafður á Is-
landi. Islendingar dáðust að óhvikulli þjónustu hans við
land sitt og þjóð í stríði og friði og minnast heimsókna
hans til íslands með ánægju. Ólafúr konungur hafði lag
á því að gera Islendinga stolta af norsku langfeðgatali
sínu og gerði sitt til þess að styrkja menningartengsl
þjóðanna. A Islandi er Ólafs konungs minnst með virð-
ingu.
ÝMSU má ráða að þau öfl
hér á landi, sem stefna að inn-
göngu íslands í Evrópubandalag-
ið, telji að með hverju skrefi sem
stigið er í samningaviðræðum
Fríverslunarsamtaka Evrópu
(EFTA) og Evrópubandalagsins
(EB) um evrópskt efnahagssvæði
(EES) færist þjóðin nær tak-
markinu.
Samningaviðræður
EFTA og EB
í því sambandi er vitnað til fund-
ar utanríkisráðherra EFTA og EB
ríkja 19. f.m. þar sem ítrekaður er
vilji þessara ríkja til þess að slíkur
samningur verði gerður og gefið í
skyn að í þess háttar yfirlýsingum
ráðherra felist nánast skuldbind-
ing um lögfestingu á þeim atrið-
um sem um hefur verið rætt í
þessum viðræðum eða heita á
samkomulag um milli embættis-
manna þeirra úr utanríkisráðu-
neytinu sem velkst hafa í þessu
samningaþófi mánuðum saman.
Samningamenn fslands hafa
áreiðanlega lagt ýmislegt á sig til
þess að gera grein fyrir þeim
mörgu fyrirvörum sem þeir em
bundnir af samkvæmt því tak-
markaða pólitíska umboði sem
þeir hafa um samningsatriði. Þeir
gera sér án efa grein fyrir því að
stuðningsflokkar ríkisstjórnar-
innar hafa ekki gefið þeim neitt
umboð til að semja um hvað sem
vera skal eða skuldbinda ríkis-
stjórnina til að Ieggja fyrir Al-
þingi hvaða samningsdrög sem
fyrir liggja, hvað þá að tryggja
framgang þeirra á Alþingi. Starfs-
menn íslenska utanríkisráðu-
neytisins geta ekki hrósað neinu
happi yfir því sem miðað hefur í
þessum EFTA-EB- viðræðum um
evrópskt efnahagssvæði, því að
svo mikið vantar á að skilyrðum
um íslenska aðild að því sé fúll-
nægt. Það hefur komið í ljós að
hin íslenska fyrirvarastefna, sem
fólgin er í pólitískum og efna-
hagslegum fyrirvömm af ýmsu
tagi, fellur ekki að þeirri mynd
sem evrópska efnahagssvæðið
virðist ætla að verða samkvæmt
fyrirliggjandi áfangaskýrslum.
Þess vegna er ekki ástæða til að
leggja meira í yfirlýsingar ráð-
herrafundar EFTA- og EB-ríkja
frá 19. desember en rúmast inn-
an þess pólitíska umboðs sem ís-
lensku samningamennirnir em
bundnir af.
Ekki verður með neinu móti séð
að til þess komi að samningur
um evrópskt efnahagssvæði verði
lagður fyrir Alþingi á þessu þingi,
og þó svo yrði ynnist ekki tími til
þess að fjalla náið um hann. Á
þessu stigi og miðað við horfur í
samningunum á það ekki að vera
keppikefli ríkisstjórnarinnar að
reka á eftir því að þessum samn-
ingaviðræðum verði hraðað.
Andinn í viðræðunum er íslend-
ingum ekki hagstæður. Nær væri
að ráðamenn þjóðarinnar stöldr-
uðu nú við og gæfu sér tíma til að
meta stöðuna eins og hún er, því
að flest bendir til að samninga-
viðræðurnar séu komnar að þeim
áfanga þar sem leiðir skilur með
íslendingum og öðmm EFTA-
þjóðum á þessari samningabraut.
M.a. er nauðsynlegt að stjórn-
málamenn fari að gera úttekt á
því hvers konar samtök að efni og
formi, stjórnskipun og stjórn-
sýslu, evrópska efnahagssvæðið
verður eins og horfir.
Um það er ekki að villast að EES
á ekkert skylt við fríverslunar-
samtök af því tagi, sem íslending-
ar telja rétt að taka þátt í. Evr-
ópska efnahagssvæðið verður í
aðalatriðum sama eðlis og núver-
andi Evrópubandalag með þeirri
fullveldisskerðingu sem slíku
fylgir, því yfirþjóðlega valdi sem
óhjákvæmilegt er í slíkum sam-
tökum og ekki samrýmist stefnu
núverandi ríkisstjórnar að ís-
lenska lýðveldið gangist undir.
Utanríkisráðuneytið hefur að
sjálfsögðu ekkert umboð til þess
að ráðslaga um afsöl íslensks full-
veldisréttar með svo víðtækum
og afgerandi hætti sem aðild að
slíkum samtökum felur í sér,
enda ólíklegt að ráðuneytið líti
svo á. Starfsmenn þess verða ekki
vændir um að þeir viti ekki hver
séu pólitísk takmörk samning-
sumboðs þeirra. Þrátt fyrir það
þykir mörgum, sem fylgjast með
þessum málum, tímabært að rík-
isstjórnin geri nánari grein fyrir
stöðu samningamála og hverjar
líkur séu til þess að sérstaða ís-
lands verði virt í því efni. Þar er
ekki einungis átt við sérstöðu í
fiskveiðimálum, heldur engu síð-
ur þá íslensku afstöðu að gangast
í engu undir yfirþjóðlegt vald,
sem skerðir stjórnmálalegt full-
veldi og þjóðlegt ákvörðunarvald
í víðasta skilningi.
Diplómatískur
tepruskapur
Einn af þeim mönnum, sem af
dirfsku hafa látið í ljós skoðun á
efni og markmiði hinnar um-
fangsmiklu „Evrópuumræðu",
sem í gangi hefur verið allmörg
ár og náð hefur til íslands síðustu
3-4 ár, er dr. Hannes Jónsson, áð-
ur sendiherra í Þýskalandi og víð-
ar, starfsmaður utanríkisþjónust-
unnar í hálfan fjórða áratug.
Hannes hefur ekki hikað við að
snúast gegn þeim pólitíska og
diplómatíska tepruskap sem um-
lykur Evrópuumræðuna og felst
m.a. í því að svipta þessi mál öll-
um tengslum við pólitískar mein-
ingar og markmið, eins og þau
séu einhvers konar „fræðilegur"
efnahagsmálageldingur, afþólitís-
eraður aumingi, sem ekki þolir
pólitískar umræður.
Hannes Jónsson hefur af þessu
tilefni sent frá sér allviðamikla
ritgerð og gefið út á bók undir
nafninu Evrópumarkaðshyggjan,
hagsmunir og valkostir Islands.
Það má svo sem vel vera að þetta
sé pólitískt rit, eins og lesa mátti í
Morgunblaðinu, að því leyti að
höfundur segir álit sitt á Evrópu-
stefnunni, sem hann sýnir fram á
að sé umdeilanleg stjórnmála-
stefna í venjulegum skilningi en
engin vísindaleg niðurstaða sem
óheimilt sé að gagnrýna og snú-
ast gegn. Sannleikurinn um
þessa bók Hannesar er sá, að höf-
undur segir skilmerkilega frá
þróun alþjóðlegrar stjórnmála-
og viðskiptasamvinnu í heimin-
um frá lokum síðari heimsstyrj-
aldar og hinum margvíslegu
samtökum og bandalögum um
verslunar- , viðskipta- og efna-
hagsmál og hvemig slík mál
tengjast stjórnmálum, innlend-
um og alþjóðlegum.
Framtíðarsýn
íslendinga í EES
Þar sem umræða um hið svo-
kallaða evrópska efnahagssvæði
(EES) snertir svo mjög málefni
dagsins að telja má að hún yfir-
skyggi önnur viðfangsefni utan-
ríkisráðuneytisins um þessar
mundir er ekki úr vegi að birta
lýsingu Hannesar Jónssonar á
eðli þessara hugsuðu samtaka.
Skal fullyrt að sú mynd sem hann
sýnir af evrópska efnahagssvæð-
inu og áhrifum þess á íslensk
mál, ef íslenska ríkið gerist aðili
að því, er í aðalatriðum rétt dreg-
in.
Framtíðarsýn höfundar er þessi:
„Mikilvægt er, að menn í milli-
ríkjasamningum skilgreini hags-
muni ríkisins rétt og geri sér
grein fyrir afleiðingum þeirra,
ekki aðeins í nútíð og næstu
framtíð heldur einnig þegar til
Iengri tíma er litið. Ég efast um
að íslenskir ráðamenn hafi gert
sér næga grein fyrir þessu í sam-
bandi við samningana um EES.
Svo virðist sem þeir hafi þar
fremur dansað með hinum
EFTA-ríkjunum heldur en grand-
skoðað bestu íslenska hagsmuni í
sambandi við málið og haldið
þeim fram. Mér er ekki kunnugt
um, að á vegum stjórnvalda hafi
nein framtíðarúttekt verið gerð á
stöðu íslenska hagkerfisins og
mannfélagsins yfirleitt, ef við
gerðumst aðilar að EES.
Af fyrirliggjandi upplýsingum
um hugmyndir EFTA og EB um
grundvallarreglur Evrópska efna-
hagssvæðisins má færa líkur að
því, hvað biði okkar smáa ríkis og
fámennu þjóðar, eftir nokkur ár
eða áratugi, ef við gerðumst aðil-
ar að EES samkvæmt fyrirliggj-
andi hugmyndum. Hefur Stein-
grímur Gunnarsson reyndar stillt
upp þremur hugsanlegum afleið-
ingum mismunandi ráðstafana
okkar í tengslum við Evrópuþró-
unina í mjög athyglisverðri mag-
istersritgerð, sem hann varði við
Salfordháskóla í London í janúar
1990. Skal ég ekki fara út í ítar-
legar og listilegar útfærslur
Steingríms á afleiðingum mis-
munandi aðgerða okkar í sam-
bandi við efnahagsþróun Evrópu.
Hins vegar vildi ég reyna að
bregða upp grófum útlínum um
það ísland, sem líklegt er að
myndi skapast eftir nokkurra ára
eða áratuga veru okkar í EES á
gmndvelli ríkjandi hugmynda
um efnahagssvæði Evrópu í báð-
um ríkjahópunum, EFTA og EB.
íslendingar rækju áfram fá-
mennt smáríki í stóm og harð-
býlu landi. Útflutningstekjur
byggðust sem fyrr á lítt unnum
hráefnaútflutningi sjávarafla.
Raforkuframleiðsla til stóriðju og
sölu um kapla á sjávarbotni til
Skotlands væri vaxandi. Orkuver-
in væm að hluta eða öllu leyti í
eigu útlendinga.