Tíminn - 19.01.1991, Qupperneq 8
8 Tíminn
Laugardagur 19. janúar 1991
P
Guðjón Petersen, framkvæmdastjóri Almannavarna ríkisins, telur að ýmis-
legt skorti á að Almannavarnir séu tilbúnar til að mæta stórum atburðum:
Skortur á búnaði og
tækjum til að mæta
stórkostlegri vá
Það er víst óhætt að segja að skammt sé stórra högga á milli hér
heima og erlendis. Tæpum sólarhring eftir að styijöld hófst við
Persaflóa hófst óvænt eldgos í Heklu. Guðjón Petersen, fram-
kvæmdastjóri Almannavama ríkisins, hefur haft í mörgu að snúast
vegna beggja þessara atburða og er viðmælandi Tímans í helgarvið-
tali að þessu sinni.
- Hvert er hlutverk Almannavama þegar
ástandið hér heima og erlendis er eins og
það er í dag?
„Hlutverkið er að skipuleggja og fram-
kvæma ráðstafanir sem miða að því að
koma í veg fyrir líkams- og eignatjón af
völdum hernaðarátaka, náttúruhamfara
eða annarrar vár, eins og segir í lögum um
Almannavarnir. Þetta er viðbúnaðarkerfi
þjóðfélagsins gegn hvers konar vá sem get-
ur dunið yfir það og ógnað lífi fólksins. Al-
mannavarnakerfið kemur inn á nánast alla
þætti þjóðfélagsins. Ef við bara tökum
skipulag Almannavarna eins og það er
byggt upp, þá er þetta eina stofnun landsins
þar sem hægt er að setja í gang allt afl
landsins í skyndi. Öll lögregla, Póstur og
sími, Vegagerðin, Landhelgisgæslan, heil-
brigðisþjónustan, björgunarsveitir og í
rauninni allar opinberar stofnanir og mörg
einkafyrirtæki koma inn í þetta. Það er
skipulagt nákvæmlega fyrirfram hver gerir
hvað, hvar, hvenær og hvernig, þegar eitt-
hvað gerist. Stofnunin er stöðugt að skipu-
leggja og fylgjast með þessum viðbúnaði og
halda honum við um allt landið. Þjóðfélag-
ið er alltaf að breytast og því þarf kerfið að
vera í stöðugri endurskoðun og út á það
gengur starfið dags daglega hjá Almanna-
vörnum."
- Er búist viö einhverju sérstöku öðru
fremur hér á landi vegna stríðsins við
Persaflóa? Er einhver sérstakur viðbúnað-
ur hjá Almannavömum?
„Nei, það er ekki búist við að þetta valdi
beinni hættu fyrir líf eða eignir á íslandi. Á
þessu stigi er eingöngu verið að ræða um
efnahagsleg áhrif styrjaldarinnar. En al-
mannavarnakerfið er auðvitað þannig byggt
upp, að ef átökin breiðast t.d. út, þá á al-
mannavarnakerfið að geta tekið tafarlaust
til starfa með fullum þunga. Þegar ekkert er
um að vera þá erum við hjá Almannavörn-
um að undirbúa alls kyns atburði og búa til
áætlanir og nú búum við að því að hafa all-
ar þessar áætlanir klárar og þann viðbúnað
annan sem við höfum. Almannavarna-
nefndirnar hafa sínar áætlanir og grípa til
þeirra ef þurfa þykir. Við höfum ekkert sér-
staklega lagt þeim línurnar vegna ástands-
ins við Persaflóa. Að vísu hefur verið farið
yfir áætlanir hjá 14 almannavarnanefndum,
þar sem við höfðum ástæðu til að ætla að
ekki væri alveg nógu vel gengið frá hlut-
um.“
- Nú þekkið þið hjá Almannavömum vel
til afleiðinga heraaðarátaka. Hvaða áhríf
hefur t.d. sýklaheraaður, getur hann kom-
ið af stað farsóttum í heiminum?
„Það er ekki vitað hvers konar sýkla írakar
hafa undir höndum, en sýklahernaður bein-
ist yfirleitt að því að sýkja beint þá sem
verða fyrir sprengjuúðanum og það er ein-
mitt gert til að koma í veg fyrir að eigin her
verði fyrir sýkingum. Þetta eru ekki farsótt-
arsýklar, heídur sýklar sem sýkja beint og er
beint gegn hermönnum óvinaríkis. Hins
vegar mætti alveg eins ímynda sér að sýkla-
sprengjum væri hægt að koma fyrir og
sprengja í öðrum borgum, svo sem New
York eða Washington, því þeim er ekki
endilega beint eingöngu gegn hermönnum
óvinaríkisins."
- Talað hefur veríð um að mikil eyðilegg-
ing á olíulindum við Persaflóa geti leitt til
olíukreppu. Hvað þýðir það fyrir ísland?
„Ef olíubirgðir landsins færu niður fyrir
hættulegt mark og hagvarnarráð myndi sjá
að það væri erfitt að fá olíu, alveg óháð
verðlagi, þá er gert ráð fyrir því að það færi
fram skömmtun. Hugsanlega gæti slíkt
komið til áður en að slíku lágmarksmarki
yrði náð, ef menn hefðu mikla ástæðu til að
óttast það að erfiðleikar yrðu í öflun olíu,
þó svo að birgðastaða væri nokkuð góð.
Skömmtun færi trúlega þannig fram að
notkun einkabíla yrði takmörkuð. Það yrði
reynt að sjá hvernig við gætum fullnýtt
eldsneyti fyrir fiskiskipaflotann, án þess að
sóa því en haldið jafnframt áfram matvæla-
öflun og veiðum. Við erum blessunarlega
óháð olíunni til húsakyndingar og nú bú-
um við að því sem var gert á áttunda ára-
tugnum eftir olíuvandræðin 1973 hvað það
varðar."
- Sumt fólk virðist vera skelkað yfir at-
burðunum við Persaflóa. Er allt of mikið
gert úr ástandinu þar og er verið að hræða
fólk að ástæðulausu?
„Það er mjög erfitt að segja ti! um það.
Þetta er í raun spurning um það hvernig
þetta er sett fram. Eins og þetta er túlkað,
þá hefur fólk á tilfinningunni að komið sé
heimsstríð. Auðvitað getur allt gerst hvað
varðar þróun. Fleiri ríki gætu komið inn
sem bandaménn íraka og annað slíkt, þó
ekki sé sýnilegt útlit fyrir það nú. Miðað við
ástandið eins og það er í dag er ekki sýnilegt
að þetta geti valdið neinni hættu fyrir Is-
lendinga eða aðra Evrópubúa og að því leyti
til hefur skort á_að þær upplýsingar kæmu
fram í umræðunni. Það er aðallega talað
um að stríð geti brotist út, stríð muni brjót-
ast út og að stríð hafi brotist út. Eins og
þetta hefur verið matreitt í fjölmiðlum, þá
hefur það valdið ótta. Það sem hefur verið
lögð áhersla á hjá okkur, til þess að róa fólk,
er að koma þeim skilaboðum á framfæri að
á þessu stigi sé ekki nauðsynlegt að grípa til
neinna aðgerða. Það er alveg klárt að fólk
verður að fá að vita af því sem er að gerast í
heiminum og fjölmiðlar eiga að flytja frétt-
ir af því sem er að gerast og þeim hörmung-
um sem fylgja stríði. Hins vegar á að fylgja
með hvar við erum staðsett í heildarmynd-
inni. Fólkið má ekki fá það á tilfinninguna
að það sé sjálft inn í hringiðunni hér á land-
inu. í umræðunni um Persaflóa megum við
heldur ekki gleyma því sem er að gerast fyr-
ir austan okkur, í Eystrasaltslöndunum.
Það er líka vandamál sem við vitum ekkert
hvernig getur þróast. Ég var að ræða við al-
mannavarnaforstjórann í Danmörku og
hann sagði mér að þeir væru með áhyggjur
út af þeim vandamálum sem upp geta kom-
ið út af flóttamannastraumi. Það getur
komið holskefla af flóttamönnum þaðan, ef
herinn eða afturhaldsöfl taka völdin."
- En ef eitthvað geríst, hvað gera Al-
mannavarair?
„Ef einhver hætta yrði á t.d. loftárás á ís-
land, þá erum við með aðferðir til að koma
boðum til fólksins um þessa hættu. Við er-
um með fullkomnar áætlanir um það að
flytja fólk til, t.d. frá hernaðarlega mikil-
vægum stöðum, ef á þarf að halda. Við erum
með áætlanir til þess að undirbúa húsnæði
sem getur þjónað sem loftvarnabyrgi með
skömmum fyrirvara og höfum skrá yfir
mikið af húsnæði sem má nota til þeirra
hluta. Einnig erum við með áætlanir á reið-
um höndum til þess að hýsa eða veita um-
sjón þeim sem hugsanlega misstu heimili
sín eða yrðu hart úti. Það eru þessi atriði
sem aðallega snúa að Almannavörnum. Það
er í fyrsta lagi að reyna að sjá hættuna fyrir,
í öðru lagi að koma boðum til fólks um
hættuna og leiðbeiningum um hegðun og í
þriðja lagi að samræma og stýra þeim við-
brögðum sem þarf til þess að komast undan
henni. Ef það tekst ekki, þá eru til áætlanir
til að bjarga og veita umönnun þeim sem
verða fyrir loftárás eða afleiðingum stríðs
og einnig að sjá um velferð þeirra sem þurfa
að flytja sig.“
- írakar hafa hótað hermdarverkum og
því að stríðið verði ekki einungis bundið
við Persaflóann. Eruð þið með einhverjar
áætlanir gegn hugsanlegum hermdarverk-
um á flugvöllum héríendis eða við elds-
neytisstöðvar, svo dæmi séu tekin?
„Það heyrir beint undir lögregluna að
vakta og fylgjast með mikilvægum stöðum
vegna hugsanlegra hermdarverka og hafa
upp á hermdarverkamönnum og fylgjast
með hvort þeir koma inn í landið. Þessi
hluti snýr ekki að Almannavörnum. Hins
vegar snýr það beint að Almannavörnum ef
hermdarverk takast og valda tjóni. Lögregl-
an á að upplýsa okkur ef hún hefur grun um
að hermdarverk geti verið yfirvofandi,
þannig að við getum gripið til þeirra ráð-
stafana að koma fólki burtu af hættusvæð-
inu og einangra það. En allt, sem viðkemur
beinum aðgerðum gegn hermdarverka-
mönnum, snýr að lögreglunni. Víkinga-
sveitin er t.d. sérstaklega sett upp til þess."
- Nú hefur fólk mikið hríngt til Almanna-
varaa út af stríðinu við Persaflóa. Hefur
almenningur e.t.v. misskilið hlutverk Al-
mannavama?
„Nei, mér finnst núna á seinni árum að
skilningur fólks á Almannavörnum hafi far-
ið mjög vaxandi og að fólk líti á Almanna-
varnir allt öðrum augum en t.d. fyrir tíu ár-
um síðan. Fólk leit á þetta sem einhvern
óþarfa, en núna höfum við það á tilfinning-
unni að fólki finnist þetta eðlilegur og sjálf-
sagður hlutur að vera með viðbúnað gegn
vá og vilji hafa hann. Við höfum það einnig
á tilfinningunni, þegar fólk talar við okkur,
að það sé ánægt að vita af því að þetta sé til
staðar ef á þarf að halda."
- Almannavamaflautur hafa geflð frá sér
hljóðmerki án nokkurs tilefnis að undan-
förau. Er ljóst núna hveraig á því stendur?
„Nei, en ég vil taka það fram alveg sérstak-
lega að flauturnar eru 29 á höfuðborgar-
svæðinu og í hvert skipti var það aðeins ein
sem flautaði. Það hefur nefnilega komið
fram í sumum fjölmiðlum að viðvörunar-
kerfið hafi farið í gang. Guð hjálpi okkur ef
það gerðist, því þá fyrst væri hávaði. En það
hefur ekki enn fundist nein tæknileg skýr-
ing á þessu. Það er búið að rannsaka þetta
alveg ofan í kjölinn tæknilega og eina skýr-
ingin, sem við getum látið okkur detta í
hug í dag, er að það hafi einhver komist í
kerfið. Það er mjög ólíklegt að það hafi ein-
hver komist í stjórnstöðina þaðan sem kerf-
inu er stjórnað. Það var tæknilegur mögu-
leiki að komast inn á stýrilínur flautanna,
en það er verið að setja fyrir þann leka
núna. Það liggur lína í hverja einstaka
flautu og þær dreifast því um borgina. Það
er hugsanlegt að menn, sem þekkja til, geti
komist inn á þessar stýrilínur. Flauturnar
hafa flautað þrisvar og það merkilega við
þetta er það að fyrst gerðist þetta tvær mín-
útur yfir þrjú á mánudeginum, tvær mínút-
ur yfir sex sama dag, nákvæmlega þremur
tímum seinna og síðan tvær mínútur yfir
sex á þriðjudeginum. Það rennir m.a. stoð-
um undir að það sé einhver maður að
þessu. Það eru svo ótrúlega litlar líkur á því
að bilanir séu svona kerfisbundnar. í öðru
lagi gáfu flauturnar frá sér mjög afmarkað
hljóðmerki, eins og verið væri að senda á
þær merki. Þær fáu bilanir, sem orðið hafa
á þessu kerfi áður, þegar ein og ein flauta
hefur klikkað, hafa verið þess eðlis að þá
hafa þær farið í gang og flautað út, en núna
var sent út merki. Einn möguleiki er sá að
það hafi einhver getað gert þetta óviljandi
án þess að gera sér grein fyrir hvað var að
gerast."
- Ef eitthvað geríst, hér heima eða er-
lendis, eru Almannavarair tilbúnar og
koma þær til með að virka rétt?
„Við teljum að við séum tilbúnir, miðað
við það umhverfi og stakk sem stjórnmála-
menn hafa sniðið okkur. Það má ekki
gleyma því að við leggjum til árlega tillög-
ur til Alþingis um hvað við teljum að þurfi
að gera til að tryggja viðbúnað Almanna-
varna. Því miður er þeim að mestu hafnað
árlega. Þannig hafa Almannavarnir sem
slíkar ekki verið framarlega. Hvort sá við-
búnaður, sem byggður hefur verið upp,
myndi duga okkur í stríði getur reynslan
ein leitt í ljós, en það færi mikið eftir um-
fangi átaka og tegundum vopna. Sem dæmi
má nefna viðbúnað gagnvart eiturefna-
vopnum. Við eigum gasgrímur handa þeim
liðsafnaði, sem við þurfum að kalla út til
starfa, en það eru engar gasgrímur til fyrir
almenning. Hinar Norðurlandaþjóðirnar,
eins og Svíar og Danir, hafa verið að fram-
leiða og kaupa inn gasgrímur til að eiga
handa almenningi. Svíar hafa framleitt og
sett á lager 300 þúsund gasgrímur á ári
núna um árabil. Annað, sem að við teljum
að sé of veikt hjá okkur, eru viðvörunar-
kerfin. Við erum bara með viðvörunarkerfi
í Reykjavík, Kópavogi og Seltjarnarnesi.
Við erum búnir að leggja til núna í nokkur
ár að það sé markvisst unnið að því að
koma viðvörunarkerfi upp í stærri bæjum
úti á landi, en ekki fengið hljómgrunn. Við
höfum verið með tillögur um að tryggja
frekar öryggi fjarskiptakerfisins, en það
hefur ekki fengist ennþá. Þar að auki höf-
um við lagt til miklu meiri þjálfun og æf-
ingar. Því má segja að Almannavarnir séu
ekki nægilega vel í stakk búnar hvað varð-
ar búnað til að tryggja öryggi fólksins ef
eitthvað meiriháttar gerist, en það er
stjórnmálaleg ákvörðun. En Almannavarn-
ir eru skipulagðar til að geta fullnýtt þá
getu og afl sem er til staðar í þjóðfélaginu
nú þegar til hins ýtrasta."
Stefán Eiríksson.
Laugardagur 19. janúar 1991
Tíminn 21
"" »I ..............I...... « I I 11